Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 11
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafræða
-13. mars meðal annars til undirbúnings
sameiginlegu verkefni norrænu félaganna
á IFLA 2005.
Upplýsing átti aðild að hinni árlegu
Gerðubergsráðstefnu um börn og
barnamenningu, sem haldin var 12. mars
2005, og var að þessu sinni einkum helguð
H.C. Andersen. Fulltrúi Upplýsingar í und-
irbúningsnefnd er Inga Kristjánsdóttir
(Fregnir 1/2005, s. 31-32).
Stjóm Upplýsingar stóð fyrir fræðslu-
fundinum Blandaðir ávextir í Þjóðarbók-
hlöðu fimmtudaginn 17. mars 2005 þar
sem haldin vom fjögur mismunandi erindi.
Til leiks mættu um 40 manns sem gerðu
góðan róm að fundinum. (Fregnir 1/2005,
s. 41-42)
Fræðslu- og skemmtinefnd stóð fyrir
morgunverðarfundi á Grand hóteli 28.
apríl síðastliðinn. Efnið var Geta bókasöfn
og upplýsingamiðstöðvar nýtt sér tól
markaðsfræðinnar. Til fundarins komu um
50 rnanns og vakti hann almenna ánægu.
(Fregnir 1/2005, s. 44)
Fyrirlesturinn Why do people want
digital libraries var haldinn 29. apríl
síðastliðinn í samvinnu Menntasmiðju
Kennaraháskóla íslands og Upplýsingar.
Rúmlega 30 manns komu á fyrirlesturinn
sem góður rómur var gerður að. (Fregnir
1/2005, s. 5)
Samstarfshópur um höfundaréttar-
mál veitti umsögn um ný lög um höfunda-
rétt. Olöf Benediktsdóttir er fulltrúi
Upplýsingar í hópnum og verkefnisstjóri.
Umsögnin er birt í blaðinu.
Alþjóðleg ráðstefna um bókasafns- og
upplýsingamál verður haldin í samvinnu
við Skor í bókasafns- og upplýsingafræði
við Háskóla Islands á Hótel Sögu 23. ágúst
næstkomandi (Fregnir 1/2005, s. 5-7).
Menntunarmál - kynnisferðir
Upplýsing stendur fyrir endurmenntunar-
námskeiðum í samvinnu við Endur-
menntun Háskóla Islands. Skuldlausir
félagar fá 10% afslátt af námskeiðum á
sviði bókasafns- og upplýsingafræði.
Námskeið í boði á haustönn: Skráning
gagna, Skráning gagna (hljóðrit), Morð í
öllum betri bókabúðum - um glæpasöguna
að fomu og nýju, Bókasafns- og upplýs-
ingafræðingurinn sem kennari. Námskeið í
boði á vorönn: Skráning gagna, Skráning
gagna (hljóðrit), Heilbrigðisupplýsingar á
Netinu, Verkefnastjórnun á bókasöfnum
og öðmm söfnum, Bókasafns- og upp-
lýsingafræðingurinn sem kennari.
Aðalverkefni verkefnisstjórnar um
námsefnisgerð í bókasafnstækni (Hulda
Björk Þorkelsdóttir og Þórdís T. Þórarins-
dóttir) var að fylgja eftir samningum við
höfúnda námsefnis. Nemendur í bóka-
safnstækni útskrifuðust í fyrsta skipti
18. desember 2004 (Fregnir 1/2005, s. 40-
41). Mat á starfsreynslu þeirra sem lokið
hafa bóklegu námi er í undirbúningi. Upp-
lýsing hefur áheyrnarfulltrúa hjá Starfs-
greinaráði upplýsinga- og fjölmiðla-
greina. Formaður er aðalfulltrúi og Hulda
Björk Þorkelsdóttir varafulltrúi.
Úr Ferðasjóði Upplýsingar er í ár út-
hlutað 7 (18) styrkjum, að upphæð kr.
20.000 eða 10.000. Alls sóttu 16 (4) styrk-
ina fyrir árið 2004 en stjóm hefur sett þá
verklagsreglu að styrkþegar greini frá
verkefnum sínum í Fregnum.
Beiðni barst frá Kennaraháskóla
íslands (KHI) um álitsgerð vegna nýrrar
námskrár fyrir grunn- og framhalds-
skóla. Leitað var til viðkomandi faghópa
innan félagsins um undirbúning álitsgerða
sem stjómin sendi svo til KHI.
Félagið er styrktaraðili sýningar á nor-
rænu handbókbandi; Norrænt bókband
2005, sem haldin er í Þjóðmenningarhús-
inu nú í sumar.
Störf faghópa og fulltrúa
Innan vébanda Upplýsingar fer fram öfl-
ugt starf í ýmsum nefndum og stjórnum
sem fulltrúar félagsins taka þátt í og er það
starf eðli málsins samkvæmt drjúgur hluti
hins faglega starfs. Yfirlit um þá starfsemi
var flutt á aðalfundinum og skýrslur um
starfsemina birtar hér í blaðinu.
Stjóm Upplýsingar flytur öllum þeim
sem starfa íyrir félagið á einn eða annan
hátt alúðarþakkir og ennfremur öllum
þeim félagsmönnum sem halda merki
Upplýsingar á lofti með störfúm í þágu fél-
agsheildarinnar.
Að síðustu vill undirrituð þakka stjóm-
armönnum gott samstarf og frábært vinnu-
framlag þeirra i þágu félagsins.
f.h. stjórnar Upplýsingar
Þórdís T. Þórarinsdóttirformaður
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 11