Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 52

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 52
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ró og næði. (sjá http://www.shikshapatri. org.uk/). Með svipuðum hætti er unnið að netútgáfu ýmissa gamalla dýrgripa í Ox- ford og þeir þannig gerðir aðgengilegir áhugasömu fólki um allan heim. Að lokum Margt fleira var tekið fýrir á námskeiðinu sem ekki er tóm til að gera skil hér. Meðal annars má nefna umfjöllun um undirbún- ing og val á nýju, sameiginlegu bókasafns- kerfí fyrir háskólasöfnin í Oxford, gæða- stjómun, rafræna bókaútgáfu og áhrif hennar almennt, starfsemi skólabókasafna og háskólabókasafna og störf bókasafns- fræðinga sem vinna innan heilbrigðiskerf- isins. Ruth Jenkins frá upplýsingaþjónustu háskólans í Birmingham talaði um rafræna kennslu og upplýsingamiðlun í háskólum og hlutverk bókasafna og upplýsingamið- stöðva í því sambandi. I máli hennar kom fram að þegar lestrarsal sem áður hýsti tímarit í háskólanum í Bimiingham var breytt í tölvuver og rafræn áskrift keypt í stað hinnar hefðbundnu þótti mörgum eldri starfsmönnum skólans sem fokið væri í flest skjól en þeir urðu þó að láta í minni pokann. Notkun tímaritanna hefur hins vegar stóraukist. Segja má að þessi athuga- semd Jenkins hafí endurspeglað viðhorf sem fram komu í mörgum fyrirlestranna; þ.e. góðlátlegt grín var gert að íhaldssemi eldri kynslóða kennara og bókavarða í Englandi um leið og lögð var áhersla á að starfsemi bókasafnanna þyrfti að taka mið af þeirri tækni sem við eigum kost á í dag. Þá var nokkuð íjallað um breytingar á starfssviði bókasafns- og upplýsingafræð- inga og hvaða menntun og hæfíleikum þeir þyrftu að búa yfir í dag. Að lokum var slegið á létta strengi og Antony Brewerton frá Oxford Brookes University Library flutti fyrirlestur sem hann kallaði: In cy- berspace no one can hear you shush: a /ight hearted (and sometimes serious) look at the image and role of Librarians today. Hann fjallaði um ímynd bókavarða í kvikmyndum, bókmenntum, teiknimynd- um o.fl og kom þar margt á óvart. Myndin af bókaverðinum sem sniglast um á flóka- skóm og þaggar niður í fólki virðist byggð á misskilningi - og þeir voru bæði „hip og cool“ bókasafnsfræðingarnir sem skund- uðu út í vorið að loknum fyrirlestri Brewertons. Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði í upphafi um gagnsemi þessa nám- skeiðs og geta þess að nemendur í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla Is- lands eiga þess kost að fá það metið til ein- inga í námi sínu. Fyrirlestrar voru lifandi, greinargóðir og áhugaverðir og allur undir- búningur til fyrirmyndar. Oski menn frekari upplýsinga er þeim velkomið að hafa samband við undirritaða. Anna Guðmundsdóttir aðjúnkt við Félagsvísinda- og hagfrœðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst r Arsskýrsla Þjónustumið- stöðvar bókasafna, ses. 2004-2005 Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna var haldinn 4. júní 2004 að Laugavegi 163, 105 Reykjavík. Stjóm Þjónustumiðstöðar var skipuð eftirtöldum aðilum: Formaður Nanna Bjamadóttir, varaformaður Margrét I. As- geirsdóttir, ritari Eiríkur Einarsson, með- stjómendur Dögg Hringsdóttir og Margrét Geirsdóttir. Varamenn: Áslaug Óttarsdótir og Pálína Héðinsdóttir. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar: Ema Egilsdóttir, framkvæmdastjóri, Regína Eiríksdóttir, bókasafnsfræðingur, aðstoðar- maður hluta ársins Sigrún Sigurjónsdóttir en hluta ársins vom starfsmenn aðeins tveir. Skoðunarmaður var eins og áður Þorsteinn Magnússon en varaendurskoð- andi Una Svane. Enn hefur mikið verið að gerast í hús- næðismálum bókasafna landsins. Mörg bókasöfn hafa fengið nýtt húsnæði og nýjar innréttingar og mikið af nýjum inn- réttingum og endurbótum er það fagnaðar- efni. Reksturinn á reikningsárinu gekk vel og mikið hefur verið um vinnu við tilboðs- verkefni en það er mikið álag á fátt starfs- fólk en árangurinn hefur oft orðið ánægu- legur. Föst starfsemi og stuðningur við útgáfu- starfsemi hefur verið með svipuðum hætti og áður. Veittir eru styrkir til verkefna í bókasafnaheiminum og keyptar auglýsing- ar í fagtímarit. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.