Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 40
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
skráningarþekkingu og þekkingu á
MARCsniðinu.
Gerð hefur verið samþykkt um skyldur
skrásetjara þar sem meðal annars segir að
það sé skylda skrásetjara að tilkynna um
villur og/eða galla sem þeir kunna að
rekast á í bókfræðigögnunum. Slíkum til-
kynningum skal beina til skrásetjara færsl-
unnar og/eða ritstjóra Gegnis.
Fundargerðir skráningarráðs eru birtar
á vef Landskerfís bókasafna. Netfang ráðs-
ins er skraningarrad@landskerfi.is.
Þóra Sigurbjörnsdóttir
formaður skráningarráðs
Fréttir af efnisorðaráði
Gegnis
Efnisorðaráð Gegnis var sett á stofn í
janúar 2004 að frumkvæði skráningarráðs
og heyrir undir það. í efnisorðaráði eiga
sæti Elísabet Halldórsdóttir, Guðný Ragn-
arsdóttir, Ragna Steinarsdóttir, ritstjóri
efnisorða í Gegni og Þórdís T. Þórarins-
dóttir. Efnisorðaráð hefur haldið 15 fundi.
síðan það var skipað.
Að undanfömu hafa kraftar ráðsins
farið í að skipuleggja námskeið um lyklun
sem haldið var 25.-27. maí síðastliðinn. A
námskeiðinu var fjallað um stýrð efnisorð,
skilgreiningar, mikilvægi og eiginleika
efnisorðalykils við efnisorðagjöf og upp-
lýsingaleit, gerð og uppbyggingu efnis-
orðalykla, lyklunarhefðir og stefnumótun
við lyklun. Aðalfyrirlesari á námskeiðinu
var Lois Mai Chan prófessor við School of
Library and Information Science, Uni-
versity of Kentucky. Einnig héldu meðlim-
ir efnisorðaráðs fyrirlestra. A námskeiðinu
spunnust afar góðar og gagnlegar umræður
um efnisorðagjöf og efni fyrirlestranna. Er
það von okkar að námskeiðið hafí vakið
þátttakendur til umhugsunar um mikilvægi
lyklunar og stefnumótunar á því sviði.
Ráðið heldur ekki fundi í sumar en tek-
ur til starfa af fullum krafti í september.
Forgangsverkefni í haust verður að yfírfara
svið 693, taka afstöðu til þeirra tillagna að
efnisorðum sem þar liggja fyrir og taka af-
stöðu til valorða og vikorða. Einnig er að-
kallandi að hreinsa út orð í 692 sem ekki
eiga þar heima og viljum við af því tilefni
ítreka að í því sviði eiga eingöngu að vera
valorð sem eru í 3. útgáfu af Kerfisbundn-
um efnisorðalykli eftir Þórdísi T. Þórarins-
dóttur og Margréti Loftsdóttur. Einnig
verður hafíst handa við að eyða þeim heit-
um úr 690 sviðinu sem eru samhljóða heit-
um í 692. Þar að auki verður áfram unnið
að stefnumótun og þar munum við njóta
góðs af nýafstöðnu námskeiði um lyklun.
Efnisorðaráð hefur nú fengið netfang
sem er efnisordarad@landskerfi.is og er
fólk hvatt til að senda inn tillögur að nýj-
um efnisorðum sem það hefur bætt við í
svið 693 ásamt rökstuðningi eða hugleið-
ingum um gagnsemi heitisins. Það mun
auðvelda ráðinu vinnu við svið 693.
Fundargerðir ráðsins eru aðgengilegar
á vef Landskerfís bókasafna á http://www.
landskerfí.is/sia.php?id=89 eða undir
„Faghópar" í vinstri valrönd.
Guðný Ragnarsdóttir
Handbók skrásetjara Gegnis
Um miðjan maímánuð var aðgangur
opnaður að Handbók skrásetjara Gegnis á
slóðinni http://hask.bok.hi.is/. Skráning í
Gegni er samstarfsverkefni aðildarsafna
Gegnis og bókfræðifærslumar em sameign
safnanna. Handbókinni er ætlað að stuðla
að vönduðum og samræmdum vinnu-
brögðum við skráningu.
Handbókin birtist eingöngu á vef og líta
ber á þessa íyrstu gerð sem fmmdrög og
tilraunaútgáfu. Hún verður í stöðugri þró-
un og efni birt jafnóðum og ritstjóm hefur
gengið frá því. Handbókin á að innihalda
hagnýtar upplýsingar um hvaðeina er lýtur
að skráningu í Gegni. Ekki er um nýjar
þýðingar að ræða. Efninu er skipað í fjóra
meginkafla: um kerfíð, marksniðið, skrán-
ingarreglur og hjálpargögn. Skipan efnis
getur breyst eftir því sem verkinu miðar
eða aðstæður breytast. Framsetning efnis
miðast við að notendur handbókarinnar
þekki og noti reglur og staðla um bók-
fræðilega skráningu. Samþykktir skrán-
ingarráðs Gegnis um bókfræðilega skrán-
ingu verða felldar í efni hennar þar sem
við á.
Ritstjórn Handbókar skrásetjara Gegn-
is skipa Hildur Gunnlaugsdóttir, Hólm-
fríður Sóley Hjartardóttir og Monika
Magnúsdóttir, skrásetjarar á Landsbóka-
safni íslands - Háskólabókasafni, sem lög-
um samkvæmt ber að stuðla að samræm-
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 40