Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 8
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Skýrsla stjómar Upplýsingar
10. maí 2004 til 9. maí 2005
Stjórn félagsins, kosin á 5. aðalfundi 10.
maí 2004, skiptist þannig: Þórdís T.
Þórarinsdóttir formaður, Vala Nönn Gauts-
dóttir varaformaður og vefstjóri, Lilja
Ólafsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Baldurs-
dóttir ritari og Fanney Sigurgeirsdóttir
meðstjómandi en hún tók við sem gjald-
keri í byrjun árs 2005. Vala hefúr tekið
skrifstofuvaktina, uppfært félagatal og
heimasíðu. A heimasíðuna eru nú reglu-
lega settar inn fréttir af því sem er á döf-
inni hjá félaginu og í bókasafnaheiminum.
Greidd er þóknun fyrir skrifstofúvaktina
og auk þess var á árinu 2003 hafið að
greiða formanni mánaðarlega þóknun fyrir
störf fyrir félagið. í framtíðinni er stefnt að
því að ráða starfsmann til félagsins.
Skrifstofa félagsins er opin tvær klst. á
viku á fimmtudögum kl. 16-18 frá október
til nóvember og frá 15. janúar til 15. maí.
Alls vom haldnir 16 (19) stjórnar-
fundir á starfsárinu þar sem stjóm fúndaði
ýmist ein eða með öðmm. Hér verður sagt
almennt frá helstu verkefnum sem stjómin
hefúr unnið að. Stjómin dreifir reglulega á
heimasíðu félagsins, með póstlistanum
bokin og/eða í Fregnum fréttum af fram-
vindu þeirra verkefna sem unnið er að.
Auk neðanritaðs var unnið áfram almennt
að uppbyggingu og skipulagningu félags-
ins og svarað ýmsum fyrirspumum og
erindum, sem bámst, en þeim fer Qölg-
andi.
Húsnæðismáiin hafa verið í uppnámi
þar sem félagið átti þess ekki kost að flytja
með BHM í nýtt húsnæði. Nú nýlega hefur
stjómin gengið til samstarfs við tvo aðila
um kaup á hlut BHM á 2. hæð Lágmúla 7
(um 71 m2 alls) þannig að húsnæðiseign
félagsins mun ekki breytast til muna. Fyr-
irhugað er að stofna eignarhaldsfélag um
hæðina, laga húsnæðið og gera það að
einni heild.
Sótt er árlega um styrki til ráðstefnu-
og fundaferða og ýmissa sérverkefna.
Menntamálaráðuneytið veitir félaginu ár-
lega styrki til starfseminnar og fjölþjóðlegs
samstarfs. Norræna ráðherranefndin hefúr
árlega veitt styrki vegna þátttöku í sam-
ráðsfúndum norrænna bókavarðafélaga.
Félagið á ennfremur sérstaka Hauka í
homi þar sem em Þjónustumiðstöð bóka-
safna og Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn auk þess sem mörg söfn
hafa á ýmsan hátt sýnt félaginu velvild og
þannig eflt það. Upplýsing á aðild að
eftirfarandi félagasamtökum: Bókasam-
bandi íslands, IBBY, EBLIDA, IASL,
NORD I&D, IFLA og NVBF.
Á starfsárinu fundaði stjómin tvisvar
með fúlltrúum félagsins í stjóm NVBF.
Samráðsfúndur stjómar og fulltrúanna er
jafnan haldinn fyrir stjómarfundi NVBF
haust og vor. Fréttir af stjómarfundum
NVBF em birtar í Fregnum (sjá 3/2004, s.
19-20 og 1/2005, s. 27-28). Auk þess
fundaði stjómin til dæmis tvisvar með rit-
nefnd Bókasafnsins til að ljúka við endur-
skoða starfssamning við ritnefndina, með
lagabreytinganefnd, uppstillinganefnd og
með fúlltrúum frá BHM vegna húsnæðis-
mála.
Á starfsárinu sóttu alls 44 (38) um
aðild að félaginu, 27 (32) einstaklingar,
15 (5) nemar og 2 (1) stofnanir. Þeir hafa
fengið kynningarbréf og lög félagsins. Alls
bámst stjórn 3 (4) úrsagnir, 2 (4) einstakl-
ingar og 1 (0) stofnun. I lok starfsársins
höfðu alls 438 (427) greitt félagsgjald
fyrir árið 2004, 358 (357) einstaklingar, 14
(3) nemar og 66 (67) stofnanir. Ógreidd
gjöld fyrir 2004 (miðað við 30. apríl) em
alls 43 (41), 41 (37) einstaklingar, 0 (0)
nemar og 2 (4) stofnanir. Fyrir 2005 hafa
þegar 399 greitt félagsgjöld.
Samkvæmt reglum félagsins er stjóm-
inni heimilt að taka af félagaskrá þá sem
ekki hafa greitt árgjöld tvö ár í röð. Um
síðustu áramót voru 16 (27) teknir af skrá,
15 (21) með einstaklingsaðild, 0 (1) nemi
og 1 (5) stofnun. Þann 10. mars vom
greiðsluseðlar fyrir árgjaldið 2005 sendir
út með gjalddaga 10. mars og eindaga 10.
apríl. Stjórnin hefur mótað þær verklags-
reglur að hafí félagsmaður ekki greitt 2005
árgjaldið fyrir eindaga fær hann ekki
Fregnir og Bókasafnið send fyrr en skil
hafa verið gerð svo virkir félagar hafi sem
minnstan kostnað af þeim sem ekki greiða
árgjöldin. Félagsskírteini vom í fýrsta
skipi send með júníblaði Fregna 2004 til
fúllgildra félagsmanna.
Stjórn Upplýsingar hefur mótað
stefnu um að félagsmenn njóti betri
kjara, allt að 25% afsláttar, en utanfélags-
menn á námskeiðum og viðburðum sem
staðið er fyrir innan vébanda félagsins og
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 8