Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 42

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 42
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræöa hluta þátttakenda þótti betra næði á les- rýmunum nú en fyrir tveimur árum. Um tveimur þriðju þátttakenda þótti notkun farsíma hafa truflandi áhrif á lesrýminu. Er það nokkur aukning síðan 2003 enda má gera ráð fyrir að enn fleiri hafi farsíma meðferðis í safnið nú en þá. Aftur á móti þótti færri þátttakendum notkun fartölva hafa truflandi áhrif en árið 2003. Mark- tækur munur er milli ára og því óhætt að álykta að umburðarlyndi í garð fartölva hafi aukist enda fleiri sem nota þær. Attatíu prósent aðspurðra áttu lánþega- skírteini og er það svipað hlutfall og 2003. Nemendur við HÍ áttu frekar lánþegaskír- teini en aðrir hópar. Nær þrír ijórðu þátt- takenda fengu efni að láni síðastliðna tólf mánuði og er það svipað hlutfall og árið 2003. Nemendur í hugvísindadeild og við- skipta- og hagfræðideild voru hlutfallslega duglegastir að taka rit í lán. Fjórtán af hundraði (á móti tíunda hverjum þátt- takanda árið 2003) höfðu nýtt sér þjónustu millisafnalána síðastliðna 12 mánuði. Um það bil fjórðungur þeirra, sem hafði ekki nýtt sér þjónustuna, sagðist útvega sér efni sjálfur á Netinu eða eftir öðrum leiðum. Tveir þriðju þátttakenda sögðust oftast fínna þær bækur sem þeir leituðu að og voru konur oftar fundvísari á bækur en karlar. Karlar fundu þó oftar tímarit sem þeir leituðu að. Nemendur við HI fundu oftar bæði bækur og tímarit sem þeir leit- uðu að en aðrir hópar. Nemendur við HI notuðu tölvur safns- ins í meira mæli en aðrir hópar. Nemendur við HI voru einnig ánægðari með tölvuað- stöðuna en aðrir hópar. Þeim fannst þó vanta fleiri nettengdar tölvur og einnig fannst þeim frekar en öðrum hópum að það væri löng bið eftir því að komast í tölvu. Um þrír fjórðu þeirra sem höfðu farið inn á vef safnsins töldu heildarútlit vefsins gott, að auðvelt væri að rata um vefínn og að efni vefsins væri gagnlegt. Tæplega helmingur þátttakenda hafði notfært sér þau rafrænu gagnasöfn sem safnið býður upp á síðastliðna tólf mánuði. Nemendur við HÍ nýttu sér rafræn gagnasöfn í meira mæli en aðrir hópar. Helstu aðfinnslur Algengasta athugsemdin hjá notendum beindist að of stuttum afgreiðslutíma. Óska nemendur eftir því að safnið sé opið lengur um helgar og virka daga til 22. Falla þess- ar óskir saman við stefnu safnsins en fjár- skortur hefur hamlað því að hægt hafí ver- ið að verða við þeim óskum. Önnur at- hugasemd snertir framboð prentaðs efnis á fræða- eða áhugasviði svarenda. 19,5% þeirra sem svöruðu töldu framboðið ekki nógu gott. Ritakaup hafa vissulega dregist saman á undanfömum ámm enda hefur ritakaupafé safnsins ekki hækkað um ára- bil. Niðurstöður Almennt em notendur safnsins ánægðir með þjónustu safnsins og aðbúnað. í fram- tíðinni verður reynt að koma til móts við ábendingar um atriði sem safnið getur lag- fært, svo sem að bæta við forritum á tölvur safnsins, bæta þráðlausa netið og bæta nestisaðstöðuna í safninu. Ætlunin er að halda reglubundið áfram að gera þjónustu- kannanir til að sjá hversu vel safnið mætir þörfum notenda sinna og uppfyllir þjónustumarkmið sín. Skýrslan með niðurstöðum könnunar- innar liggur frammi á safninu fyrir þá sem vilja kynna sér hana betur. Hafíð samband við undirritaða eða upplýsingadeild á 2. hæð. Aslaug Agnarsdóttir sviðstjóri þjónustusviðs Landsbókasafni Islands - Háskólabókasafni Tól markaðsfræðinnar - Fræðslufyrirlestur Þann 28. apríl síðastliðinn stóð fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar fyrir morgun- verðarfræðslufundi á Grand Hótel Reykja- vík. Fyrirlesari var Magnús Pálsson MBA forstöðumaður þróunarsviðs Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Magnús hefur áralanga reynslu á sviði markaðsmála og hefur kennt við Endurmenntun Háskóla íslands undanfarin ár. Fyrirlesturinn var haldinn undir yfírskriftinni Tól markaðsfrœðimar. Var fjallað um grunnþætti í markaðsstarfí og nýtingu þeirra í bókasöfnum og upplýs- ingamiðstöðvum. Magnús sagði frá því hvernig skilgrein- ing á markaðsfræði hefði á undanfömum ámm breyst frá því að vera hagnaðarhug- tak í það að vera félags- og stjómunarlegt ferli. Skilgreina þyrfti markmið fyrirtækis/ stofnunar: 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.