Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 28
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða árinu 1999 hefur Ingibjörg starfað sem skjalastjóri ijármálaráðuneytisins og sinnt starfi staðgengils skrifstofustjóra rekstrar- og upplýsingaskrifstofu íjánnálaráðuneytis frá 2004 þar sem hún hefur meðal annars tekið þátt í stefnumótun, skipulags og sam- ræmingarvinnu og ýmiskonar samvinnu og teymisvinnu með starfsmönnum annarra ráðuneyta. Fimm sóttu um starf fagstjóra í skrán- ingu erlendra rita. Fanney Sigurgeirsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur var valin úr hópi umsækjenda. Hún hefur BA- próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá HI 1997. Hún hóf störf á safninu haustið 2000 en hafði áður unnið sem bókasafns- og upplýsingafræðingur á safnadeild Rík- isútvarpsins, á bókasafni Landspítala - Há- skólasjúkrahúss og í bókasafni Breiða- gerðisskóla. Fanney hefur sinnt stunda- kennslu í verklegum þætti skráningar fyrir bókasafns- og upplýsingafræði við Há- skóla íslands frá 2004 og kennt notkun leitarþátta á skráningamámskeiðum hjá Landskerfí bókasafna. Einnig hefur hún verið mjög virk í lagfæringum á gagna- safni Gegnis og hefur mikla þekkingu á skráningu í kerfið. Atta sóttu um starf fagstjóra í skyldu- skilum. Hallfríður Baldursdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur hefur verið ráðin til að leiða þann faghóp. Hún lauk BA-prófí í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ 1983 og hefur lagt stund á nám í spönsku, ítölsku og latínu við HÍ. Hall- fríður hefur um tveggja áratuga reynslu af vinnu við skylduskil því allt frá því að hún hóf störf á gamla Landsbókasafninu hafa flest störf hennar tengst verkefnum skyldu- skila á einhvem hátt svo að hún er manna best að sér um þau málefni. Hún hefur meðal annars unnið Skrá um íslensk blöð og tímarit og fáir þekkja íslenska tímarita- útgáfu betur en hún. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS HÁSKÓLA BÓKASAFN Alþjóðleg samtök um varð- veislu Netsins (veraldarvefs- ins) - IIPC IIPC (Intemational Intemet Preservation Consortium) em samtök 11 þjóðbókasafna (frá Astralíu, Bretlandi, Bandaríkjunum (Library of Congress), Frakklandi, Ítalíu, Kanada og Norðurlöndunum fímm) ásamt Intemet Archive. Markmið samtakanna er að vinna að framtíðarvarðveislu Netins einkum þó Vefsins með því að skilgreina í hverju það felst og hvaða grunnþættir þurfa að vera til staðar til að tryggja varð- veisluna. Ennfremur er unnið að þeim þátt- um sem varða þróun hugbúnaðartóla til að safna vefsíðum og veita aðgang að vef- safni. Meginmarkmið samtakanna og ýms- ar upplýsingar um þau er að fínna á vefn- um http://www.netpreserve.org. Samtökin vom stofnuð í júlí 2003 og var þá gerður samningur til þriggja ára milli aðila og er þar kveðið á um að ekki verði teknir inn nýir meðlimir fyrr en að þeim tíma loknum, þ.e. 2006. Þá er gert ráð fyrir að samtökin verði endurskipulögð en enn er óljóst hvemig því lyktar. Sam- tökunum er stjómað af stýrihópi og situr þar einn frá hverri stofnun en umsjónar- aðili samtakanna er þjóðbókasafn Frakka. Starfsemin fer aðallega fram í sex vinnu- hópum sem em: samþætting (framework), aðgangur (access), mælingar/eftirfylgni (testbed & metrics), umsýsla vefsafna (content management), gagnasöfn (deep web) og rannsóknarþarfir (researchers re- quirements). Þessir hópar hafa haldið nokkra vinnufundi og dagana 26.-30. júní síðastliðinn hittust fjórir þeirra ásamt stýri- hóp í Landsbókasafni og voru fundarmenn þegar flest var 25 að tölu. Af hálfu Lands- bókasafns er Þorsteinn Hallgrímsson að- stoðarlandsbókavörður í stjóm samtakanna og veitir einnig forstöðu einum af vinnu- hópunum, þ.e. hópnum sem fjallar um að- gang (access). Talsverður árangur, bæði beinn og ób- einn, hefur þegar náðst í þessu samstarfi og hefur Landsbókasafn notið góðs af því en það hefur einnig lagt talsvert af mörk- um við þróunarvinnu. Öll hugbúnaðartól, sem samtökin standa, að verða opin öllum sem opinn hugbúnaður (Open Source) en það er mjög þýðingarmikið með tilliti til 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.