Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 9
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða stjóm og/eða félagsmenn eiga þátt í að skipuleggja. Gildir þetta meðal annars um fræðslufundi, endurmenntunamámskeið og Landsfimd bókavarða. Útgáfustarfsemi - viðurkenningar - kynn ingarstarf I apríl/maí ár hvert er tímaritið Bókasafnið gefíð út sem er fagtímarit á sviði bóka- safns- og upplýsingafræða. Sérstök rit- nefnd hefur veg og vanda af útgáfu blaðs- ins. Nánari upplýsingar er að fínna á vef- setri blaðsins www.bokasafnid.is. Stjóm félagsins gaf út þrjú tölublöð Fregna - Fréttabréfs Upplýsingar á starfs- árinu (júní, nóvember og mars). Arið 2004 var blaðið samtals 176 (152) síður. í frétta- bréfínu em birtar frásagnir og skýrslur um starfsemi ýmissa fulltrúa og nefnda á veg- um Upplýsingar, fréttir og greinar um það sem er á döfinni í bókasafnaheiminum á Islandi og erlendis, auk frásagna af for- vitnilegum ráðstefnum sem félagsmenn hafa sótt. I tilefni af útgáfu 30. árgangs nú í ár var ákveðið að íklæða blaðið nýjum búningi, setja textann í dálka og minnka letrið um einn punkt. I hverju blaði verður einu bókasafni/upplýsingamiðstöð gefínn kostur á að kynna sig í blaðinu með for- síðumynd og grein gegn styrktargreiðslu sem nemur viðbótarkostnaði vegna lit- prentunar kápu. Ánægjulegt er hve ötulir félagsmenn em við að skrifa áhugaverðar greinar í bæði blöðin og kann stjórn þeim bestu þakkir íyrir. í júní 2001 var gerður samningur við Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing um rit- un Sögu íslenskra bókavarðafélaga sem gert var ráð fyrir að kæmi út þá um haust- ið. Stofnuð var fímm manna ritnefnd höf- undi til fulltingis og vann hún mikið starf við undirbúning útgáfu, svo sem leiðrétt- ingu handrits, söfnun mynda og gerð myndatexta og ýmissa sérskráa bókarinnar (annarra en atriðisorðaskráar). Alls hélt rit- nefnd 37 vinnufundi auk millifundastarfa. Bókin kom út í lok ágúst 2004 og var dreift á Landsfundi um miðjan september. Þjónustumiðstöð bókasafna, Fjármálaráðu- neytið, Menningarsjóður og Landsbóka- safn Islands - Háskólabókasafn styrktu út- gáfuna. Framvinduskýrslur um verkið birtust reglulega í Fregnum (2/2001, s. 47- 48; 3/2001, s. 3, 1/2002, s. 4, 2/2002, s. 22, 2/2003, s. 14-15 og 1/2004, s. 64, með því blaði fylgdu pöntunareyðublöð, og 3/2004, s. 4-5). Bæklingur um fræðsluefni um nýt- ingu upplýsingatækni liggur fyrir í hand- riti og stefnt er að útgáfu hans á heimasíðu félagsins og á prentuðu formi á næstunni en útgáfan hefur því miður dregist. Menntamálaráðuneyti hefur veitt styrk til verkefnisins að upphæð kr. 350.000 (2001) og kr. 1.000.000 (2003). Fyrrverandi vara- formaður, Svava H. Friðgeirsdóttir, hefur stýrt verkefninu. Á aðalfundi nú eru viðurkenningar fyrir bestu íslensku fræðibækur ársins (2004) veittar í 13. sinn. Ákveðið að Vef- orða Upplýsingar fyrir besta vef bóka- safns- eða upplýsingamiðstöðvar á Islandi (Fregnir 1/2002) verði veitt um leið og veforða NVBF. Stjóm barst aftur boð frá Statens kulturrád um tilnefningu til verðlauna úr minningarsjóði Astrid Lindgren. Guðrún Helgadóttir og var tilnefnd af félaginu í annað skipti. Þorbjörg Karlsdóttir undirbjó tilnefninguna. (Fregnir 2/2004, s. 37 og 1/2005, s. 2). Á starfsárinu hefur stjóm Upplýsingar unnið áfram að kynningu á félaginu, t.d. í Blöðungi blaði nema í B&U. Á vefsetrinu er efni um félagið. Stjómin bauð nemum í bókasafns- og upplýsingafræði á kynn- ingarfund 28. okt. 2004 (Fregnir 3/2004, s. 51). Félaginu barst erindi um að hýsa Kennsluvef um upplýsingalœsi sem hlaut jákvæðar undirtektir, www.upplvsing.is/ upplvsingalaesi. Ráðstefnur - fræðslufundir Formaður Upplýsingar sótti 70. árlegt þing IFLA í Buenos Aires í ágúst (Fregn- ir 3/2004, s. 27-29). Á þingið fór stærsta sendinefnd íslendinga á IFLA-þing til þessa eða 29 manns, sjá m.a. umfjöllun styrkþega ferðastyrks Upplýsingar í Fregnum 3/2004, s. 29-48. Upplýsing á tvo fúlltrúa í fastanefndum IFLA. Dr. Anne Clyde er í School Libraries and Re- source Centres Section og Þórdís T. Þórar- insdóttir í Classification and Indexing Sec- tion. Anne er auk þess formaður skóla- safnadeildarinnar. Formaður sótti árlegan fulltrúaráðs- fund EBLIDA, sem haldinn var í Estoril í Portúgal, dagana 14.-15. maí 2004, þar sem GATS og bókasöfn bar meðal annars 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.