Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 2
Fregnir. Fréttabréf JJppIýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Fylgt úr hlaði
Forsíðumyndin í sumarblaði Fregna að
þessu sinni er frá Bókasafni Reykjanes-
bæjar sem kynnir starfsemi sína í blaðinu.
Safnið er starfrækt í glæsilegu húsnæði og
er starfsemin ijölbreytt og öflug.
Annars ber að vanda mikið á hefð-
bundnu efni frá aðalfundi og skýrslum
nefnda og fulltrúa Upplýsingar í ýmsum
stjómum og nefndum. Fjallað er um veit-
ingu viðurkenninga fyrir bestu fræðibæk-
umar. Að þessu sinn hlaut ritið lslensk
spendýr viðurkenningu sem besta fræði-
bókin fyrir fullorðna árið 2004. Því miður
stóðst, eins og svo oft áður, engin fræði-
bók fyrir böm lágmarkskröfur. Stjóm Upp-
lýsingar ítrekar áskomn á útgefendur um
að leggja aukna áherslu á gerð fmmsamdra
íslenskra fræðibóka fyrir böm og unglinga.
í blaðinu er ennfremur meðal annars
birt umsögn um höfundaréttarfmmvarpið,
sagt frá GATS og WTO, þátttöku í erlendu
samstarfi og ráðstefnum og framvindu fag-
legs starfs við innleiðingu Gegnis, sameig-
inlegs kerfis bókasafna landsins.
Enn sem fyrr hafa félagsmenn verið
ötulir við að senda efni til blaðsins og kann
stjórn Upplýsingar þeim bestu þakkir fyrir
áhugavert efni í gegnum tíðina.
fh. ritstjórnar Fregna
Þórdís T. Þórarinsdóttir
Húsnæðismál Upplýsingar
í höfn
Upplýsing, Stóreign ehf. og Gnógur ehf.
skrifuðu þann 9. júní síðastliðinn undir
kaupsamning við BHM vegna hluta (71,7
m2) af 2. hæð Lágmúla 7. Eignarhluti
hvers aðila um sig er 1/3. Kaupverðið var
alls kr. 7.887.000. Afhending er eigi síðar
en 1. maí 2006. Gert er ráð fyrir að ráðist
verði í endurbætur á húsnæðinu eftir af-
hendingu.
Kaupin tryggja Upplýsingu áframhald-
andi húsnæði í Lágmúla 7 með svipuðu
sniði og verið hefur en eins og kunnugt er
átti félagið þess ekki kost að taka þátt í
kaupum á nýju húsnæði með BHM.
Stjórn Upplýsingar
Samráðshópur um fram-
kvæmd stefnu ríkisstjómar-
innar um upplýsingasam-
félagið
Stjórn Upplýsingar barst bréf frá Forsætis-
ráðuneytinu, dags. 6. júní 2005, þar sem
óskað var eftir að félagið tilnefndi fúlltrúa
í samráðshóp urn framkvæmd stefnu ríkis-
stjómarinnar um upplýsingasamfélagið.
Tilnefndar vom þær: Þórdís T. Þórarins-
dóttir og Hulda Björk Þorkelsdóttir (vara-
fulltrúi).
I bréfinu segir ennfremur meðal annars:
„Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsinga-
samfélagið, Auðlindir í allra þágu, var
mótuð og samþykkt á árinu 2004. Stefnan
nær til áranna 2004-2007. Forsætisráðu-
neyti hefur falið Verkefnisstjóm um upp-
lýsingasamfélagið umsjón með og ábyrgð
á framkvæmd stefnunnar í samráði við
ýmsa lykilaðila í samfélaginu. Nauðsyn-
legt er talið að koma á samstarfsvettvangi
þar sem saman koma fulltrúar stjómsýsl-
unnar og fulltrúar atvinnurekenda, laun-
þega, sveitarfélaga og fleiri aðila sem
hagsmuna eiga að gæta við þróun íslenska
upplýsingasamfélagsins.“
Stjóm Upplýsingar fagnar því að hafa
boðist tækifæri til að tilnefna fulltnia í
samráðshópinn en reiknað er með að hann
hittist nokkmm sinnum á ári, sjá http://
www.forsaetisradunevti.is/upplvsingasam
felagid.
Stjórn Upplýsingar
Vefsetur Bókasafnsins -
www.bokasafnid.is
Greinar úr árgöngum 22 til og með 26 em
aðgengilegar í heild sinni á vefsetrinu en
frá og með 27. árgangi 2003 em aðeins að-
gengilegir útdrættir. Breyting þessi á rætur
sínar að rekja til verklagsreglna um útgáfu
Bókasafnsins sem samþykktar voru á vor-
mánuðum 2005.
Eva Sóley Sigurðardóttir
ritstjóri
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 2