Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 48
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ur. í söfnunum var tekið vel á móti okkur og heimsóknimar verulega fræðandi og uppörvandi í starfi. Anna Marta Valtýsdóttir, María Ögmundsdóttir, Fjóla Jóhannesdóttir, Svanhildur Kjcer, Ragnhildur Arnadóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Erna Jónsdóttir Frábært námskeið í Oxford í maímánuði síðastliðnum átti ég þess kost að sitja námskeiðið Libraries and libra- rianship: Past, present and future í há- skólaborginni Oxford á Englandi. Nám- skeiðið, sem var afar innihaldsríkt, stóð yfir í tvær vikur. Það var haldið á vegum símenntunardeildar háskólans í Oxford og OULS eða Oxford University Library Service annars vegar og háskólans í Norð- ur-Karólínu í Chapel Hill hins vegar. OULS var stofnað árið 2000 og hlutverk þess er m.a. að stuðla að samþættingu há- skólasafnanna í Oxford; safna sem áður höfðu hvert sína stjórn. Svipað námskeið hefur verið haldið árlega undanfarin 12 ár og hafa þátttakendur hingað til verið nær einvörðungu Bandaríkjamenn. Námskeiðið er þó opið öllum bókasafns- og upplýs- ingafræðingum sem og nemendum í þeirri grein og er vissulega ástæða til að vekja at- hygli á því. Eins og yfirskrift námskeiðsins gefur til kynna var Qallað um sögu bókasafns- mála í Englandi, stöðu þeirra nú og fram- tíðarsýn. Megináhersla var þó lögð á starf- semi bókasafnanna í Oxford. Rúmlega 20 fyrirlestrar voru haldnir á námskeiðinu en auk þeirra var farið í kynnisferðir, fyrst og fremst í Bodleian bókasafnið og ýmis há- skólabókasöfn í Oxford en auk þess í British Library, Oxford University Press o.fl. I eftirfarandi pistli verður tæpt á því helsta sem bar á góma og vísað í nokkrar vefsíður þar sem áhugasamir geta aflað frekari upplýsinga. The OldBod... A vegum háskólans í Oxford eru starfrækt 119 bókasöfn. 40 þeirra tilheyra OULS en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi á komandi árum, 40 tilheyra hinum ýmsu deildum eða stofnunum skólans og einstakir skólar (colleges) eru 39, hver með sitt bókasafn. Skólasöfnin gömlu eru mismunandi hvað stærð og eintakafjölda varðar en öll eru þau afar dýrmæt og bækurnar ekki lánaðar út. Undantekningin er þó All Souls Col- lege sem er sérstakur að því leyti að þar eru engir nemendur. Bókasafnið þar nefn- ist Codrington og er að mestu leyti sér- fræðisafn á sviði laga og sagnfræði. Nokkrir fræðimenn hafa þar aðstöðu hverju sinni og þeir mega fá lánaðar eins margar bækur og þeir vilja og hafa eins lengi og þeim hentar. „A most frightening thought...“, sagði bókavörðurinn og hryllti sig. Nemendur annarra skóla í Oxford geta sótt um vinnuaðstöðu á safni All Souls en þeir geta ekki fengið bækur lánaðar út. Þá eru önnur og nýrri bókasöfn við skólana sem þjóna nemendum en eru venjulega ekki opin öðrum. Stærsta bókasafnið í Ox- ford er The Bodleian Library en það er höfuðsafn háskólans og jafnframt er það skylduskilasafn og fær því eintök af öllu útgefnu efni á Bretlandseyjum, bókum, tímaritum, dagblöðum o.s.frv. Bodleian er fyrst og fremst rannsóknarbókasafn og það er staðsett á nokkrum stöðum í Oxford. Starfsemi háskólabókasafna í Oxford á rætur að rekja aftur til íyrri hluta 14. aldar en þá lét Thomas nokkur Cobham biskup í Worchester reisa samkomuhús á tveimur hæðum og skyldi sú efri þjóna sem bóka- safn og gaf hann bækur sínar til þess. Vegna margvíslegs ósættis innan háskól- ans komst þetta safn þó ekki almennilega í notkun fyrr en um 100 árum síðar. Bæk- umar vom á þessum tíma ýmist geymdar í kistum eða hlekkjaðar við borð. Um miðja 15. öld bættust í safnið 276 handrit, gjöf Humphreys hertoga af Gloucester. Þar mátti meðal annars fínna verk eftir Dante, Petrarca og Boccacio en Humphrey her- togi var áhugamaður um ítalska endur- reisnartímabilið. I framhaldi af því var ákveðið að fínna safninu framtíðarhúsnæði í sal sem reistur yrði yfír hinum nýja guð- fræðiskóla í Oxford og þangað fluttist það árið 1488 og nefnist Duke Humphrey's Library. Þetta virðulega húsnæði er notað sem lestrarsalur enn í dag og þar er fyrst og fremst að fínna handrit ýmiss konar og prentaðar bækur frá því fyrir 1640. Ekki stendur til að breyta salnum á nokkum hátt en þess má þó geta að innan um bækur í hlekkjum hefur raflögnum og intemetteng- ingum verið haganlega fyrir komið. Eftir flutninginn tók við erfíðleikatímabil í sögu safnsins, það vantaði Qármuni til uppbygg- 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.