Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 51

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 51
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og npplýsingafrœða Margt af því sem kemur frá bókaútgefend- um er ekki bækur, t.d. ýmis leikföng með bæklingum sem þó hafa sín ISBN númer og því þarf að halda þessu öllu til haga. Henni var alls ekki skemmt. Nú er svo komið að flytja þarf bækur langt út fyrir borgina til geymslu og eru m.a. gamlar saltnámur notaðar í þessu skyni. „Alger Paradís fyrir bækumar“, sagði Alice, „kyrrð og næði, rétt hita- og rakastig og svo lengi sem enginn kallar eftir þeim eiga þær ekki á hættu að lenda í leiðinlegu um- ferðaröngþveiti á leið inn í Oxford.“ í salt- námunum munu bækurnar líka varðveitast þó við förumst öll í náttúruhamförum af einhverju tagi og mikið er gott að hugsa til þess. Það er hægt að leita í bókaskrá há- skólasafnanna á Netinu en þó er enn sem komið er aðeins um helmingur þeirra titla sem til eru á söfnunum skráður í hana. Notendur safnanna þurfa almennt að panta þær bækur sem þeir hyggjast nota og það tekur ávallt nokkurn tíma að útvega þær, jafnvel nokkra daga þurfi að sækja þær um langan veg. í dag eru bækur semsagt annars vegar færðar frá lesendum vegna plássleysis en hins vegar færðar til þeirra með rafrænum hætti. í Oxford er nú lögð áhersla á að nýta stafræna tækni í auknum mæli í þágu safn- anna. The Oxford Digital Library (sjá www.odl.ox.ac.uk/'). sem var komið á fót árið 2001, annast það risavaxna verkefni að koma sem mestum hluta safnkostsins á stafrænt form og kynna þá vinnu í alþjóða- samfélaginu og styðja þannig og viðhalda orðspori Oxfordháskóla. Margt hefur nú þegar verið sett á Netið og sífellt bætist við. Framtíðarsýnin er sú að innan 40 ára verði allt efni háskólabókasafnanna í Ox- ford aðgengilegt í rafrænni útgáfu. í desember á síðastliðnu ári gerði Google samning við Oxford University um að setja á rafrænt form allar bækur safns- ins frá 19. öld en um þær gilda ekki reglur um höfundarrétt lengur. Á sama tíma samdi Google við nokkur bókasöfn í Bandaríkjunum um að koma 15 milljón eintökum á Netið fyrir árið 2015. Hug- myndin hefur mætt nokkurri andstöðu meðal bókaútgefenda þar í landi en ekki bar á öðru en að menn væru spenntir fyrir þessu í Oxford. Með þessum hætti verður um ein og hálf milljón texta aðgengileg fræðimönnum og almenningi um allan heim og forstöðumaður OULS Ronald Milne líkti mikilvægi verkefnisins, sem áætlað er að taki þrjú ár, við uppfinningu prentlistarinnar á sínum tíma. Verkið mun fara fram í Oxford (þar sem bækur sem þangað eru komnar fara jú helst ekki það- an aftur) en Google ber kostnaðinn að mestu leyti. Sem annað og nokkuð ólíkt dæmi um hvemig tölvutæknin er notuð í Oxford má nefna 19. aldar handritið Shikshapatri frá Indlandi en það er í eigu bókasafns ind- versku stofnunarinnar í Bodleian. Handrit- ið, sem er afar viðkvæmt, í litlu broti og erfitt aflestrar, kom nýlega út á rafrænu formi. Höfundur þess Swaminarayan (1781-1830) á sér marga fylgismenn og er af þeim talinn helgur maður. Texti hand- ritsins er skrifaður á sanskrít og fjallar í stuttu rnáli um hvemig menn eigi að haga sér og lifa lífmu og þá ekki aðeins hvað varðar siðferðileg efni heldur líka hvað þeir skuli eta og drekka, hvernig þeir eigi að klæða sig o.s.frv. Um 50 þúsund manns tilheyra söfnuði Swaminarayan í Englandi og áður en handritið birtist á vefsíðu komu að jafnaði um 900 manns árlega til þess að skoða það - eða öllu heldur votta því virð- ingu með blómum, kertum, söng o.s.frv. Hver um sig þurfti að panta tíma þar sem handritið var ekki opinberlega til sýnis. Gestirnir voru vinnandi fólk sem gjarnan vildi koma á kvöldin og um helgar en það leyfði opnunartími safnsins ekki og auk þess er umsjónarmaður safnsins kona en Swaminarayan munkarnir mega ekki horfa á konur og átti hún því óhægt um vik með að sýna þeim handritið. Af þessum sökum var bmgðið á það ráð að gefa handritið út á vefnum og vann nefnd frá trúflokknum með sérfræðingum safnsins að þeirri út- gáfu. Á vefsíðunni em góðar myndir af öllum síðum handritsins, skýringar og greinar sem setja það í sögulegt, trúarlegt og menningarlegt samhengi. Þar er líka ensk þýðing textans, orðskýringar ýmiss konar og margvíslegur fróðleikur annar. Það kom mér nokkuð á óvart að heyra hversu góðan hljómgrunn þetta framtak fékk hjá fylgjendum Swaminarayan en þeir munu nota vefsíðuna mikið. Þar geta þeir nú skoðað handritið og velt fyrir sér leyndardómum þess þegar þeim hentar og miðlað menningararfínum til bama sinna í 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.