Fregnir - 01.06.2005, Side 23

Fregnir - 01.06.2005, Side 23
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Þómý Hlynsdóttir, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni Hlutverk hópsins var í meginatriðum tvíþœtt: Að skilgreina ítarlega hlutverk bæði Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns sem landsmiðstöðvar millisafnalána og annarra stórra safna í hverri stjómunar- einingu Gegnis sem landskerfis. Gera samræmdar verklagsreglur um millisafnalán og marka stefnu og gera áætlun um framkvæmd þeirra til næstu fimm ára. Hópurinn hittist á þremur fundum, einnig vora mikil samskipti í tölvupósti. Unnin voru drög að verklagsreglum íslenskra bókasafna um millisafnalán og einnig texta um millisafnalán rita sem skráð eru í Gegni. Þar koma m.a. fram al- mennar reglur um aðgengi rita eftir safna- tegundum. Enn er millisafnalánaþátturinn í Gegni ófullkominn en unnið er að því að koma honum í almenna notkun á lands- vísu. Faghópurinn hefur ekki lokið störf- um. Halldóra Kristbergsdóttir Þróun GATS-samningsins og áhrif hans á bókasöfn Nokkuð hefur verið rætt um hugsanleg áhrif GATS-samnings Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) um þjónustuvið- skipti á bókasöfn, en eins og kunnugt er var Island eitt 13 ríkja sem opnuðu á svið bókasafna og annars safnastarfs við stofn- un WTO 1. jan. 1995. Síðan hafa fimm ríki bæst við. Með þessu er fátt sem kemur formlega í veg fyrir að einkaaðilar geti rekið bókasafnaþjónustu í samkeppni við opinber bókasöfn, en bæði IFLA og EBLIDA hafa haft áhyggjur af að slíkt geti grafíð undan samfélagslegu hlutverki bókasafna. Upphaflega virðast einkum tveir fyrirvarar hafa komið í veg fyrir að erlendir aðilar gætu settu hér upp bóka- safnaþjónustu. Annars vegar að þeim bæri að sækja um leyfi (skv. takmörkunum á markaðsaðgangi sem giltu fyrir öll svið) og hins vegar að jafnréttiskjör þeirra nái ekki til niðurgreiðslna né annars fjár- hagslegs stuðnings. Nú er í gangi svokölluð Doha-samn- ingalota hjá WTO sem hófst að loknum ráðherrafundinum í Doha í Katar haustið 2001 og á að ljúka fyrir árslok 2005 en nú í haust verður ráðherrafundur WTO í Hong Kong. Tilboð á sviði þjónustuviðskipta var lagt fram af Islands hálfu vorið 2003. Þar var engu breytt varðandi svið safna sér- staklega en fyrirvarinn um að sækja bæri um leyfi var felldur niður. Endurskoðað tilboð var lagt fram 31. maí 2005 en þar var engu breytt frekar hvað þetta varðar. Sennilega er ákvæðið um niðurgreiðsl- ur eða fjárhagslegan stuðning mikilvægast. En þá er þess líka að geta að í skuld- bindingaskrá samningsins er þess sérstak- lega getið að enn hafi ekki verið skilgreint í samningnum hvað átt sé við með niður- greiðslu eða ljástuðningi (subsidies). Það eru reyndar ýmis fleiri svið sem þarf að hafa í huga varðandi áhrif GATS- samningsins á bókasöfn svo sem ljar- skiptaþjónusta varðandi rafrænar upplýs- ingar, menntaþjónusta og rannsóknarþjón- usta, sem og útlán myndbanda/diska og möguleikar á frekari útvíkkun á starfsemi bókasafna. Einnig þarf að huga að öðram samningi á vegum WTO, TRIPS-samn- ingnum um hugverkaréttindi. Allt þetta er til athugunar á vettvangi IFLA og EBLIDA sem væntanlega munu senda fulltrúa til Hong Kong vegna ráðherra- fundarins í haust. Það er í eðli GATS-samningsins að stöðugt er haldið áfram að færa fleiri svið undir hann og afnema fyrirvara sem settir era í upphafi. Hann gengur ekki til baka. Stefnt er að því að sem flest svið þjónustu séu á almennum markaði þar sem einka- fyrirtæki geta skapað sér arð. Því þarf stöðugt að vera á varðbergi. (Sjá nánar greinar í Bókasafninu 2004, einkum grein Páls H. Hannessonar). Einar Olafsson Umsögn um höfundaréttar- frumvarpið Hér eftir fer bréf til Menntamálanefndar A/þingis, dags. 9. maí 2005, undirritað af öllum fulltrúum samstarfshóps um höf- undaréttarmál. Umsögn um frumvarp til laga um breyt- ingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum. (Lagt fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004-2005.) 702. mál 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 23

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.