Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 35
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða stendur fyrir eða tekur þátt í með öðrum menningarstofnunum staðarins. Bjöm Lindwall frá Svíþjóð sagði að þrátt fyrir alla tæknivæðingu væri mark- mið almenningsbókasafna fyrst og fremst það að fá fólk til að koma á bókasafnið og lesa bækur, og til þess þyrfti stundum að beita öllum tiltækum ráðum. Þetta yrði best gert með því að taka vel á móti fólki og bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og áhugavert þannig að það kæmi ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur. Þjónustu- lundin og viðmótið sem safngestir mæta á bókasafninu skipti öllu máli. Starfsfólk safnanna verði að vera jákvætt og tilbúið til að þjóna. Eftir fyrirlestra PR-hópsins og að lokn- um hádegisverði flutti Kristinn T. Gunn- arsson stjómendaráðgjafí hjá IMG Deloitte fyrirlestur um árangursstjórnun og helstu eiginleika stjómandans og hlutverk. Hann ræddi meðal annars hvemig hægt er fá stofnun sem farin er að dala til þess að blómstra aftur. Hann lagði áherslu á nauð- syn þess að hæfileikar hvers og eins starfs- manns fái að njóta sín en jafnframt sé nauðsynlegt að virkja starfsmenn til að vinna saman sem eina heild. Milli stjóm- enda og starfsfólks þarf ætið að ríkja traust og gagnkvæm virðing. Kristinn lagði próf fyrir fundargesti þar sem hver og einn for- stöðumaður gat lagt mat á veikleika og styrkleika sína sem stjómandi. Þátttakend- um bar saman um að erindi Kristins hefði veri bæði fróðlegt og skemmtilegt og ein- hverjir höfðu á orði að það væri alltaf hollt að fara í naflaskoðun öðru hverju. Föstudaginn 20. maí var fundi fram- haldið með málstofu um íjölmenningu og þjónustu almenningsbókasafna við nýbúa. Anna Torfadóttir, borgarbókavörður og talsmaður starfshóps um þjónustu almenn- ingsbókasafna við innflytjendur kynnti til- lögur hópsins um þjónustu við nýbúa. Elsa Amardóttir, forstöðumaður Fjölmenning- arseturs Vestljarða kynnti rannsókn sem unnin hefur verið fyrir Fjölmenningarsetr- ið um viðhorf innflytjenda á Vestljörðum og Austurlandi. Þorbjörg Karlsdóttir, bamabókavörður sagði frá bamastarfí og bamamenningu í Borgarbókasafni. Gunn- hildur Kristjánsdóttir kynnti starfsemi sem Héraðsbókasafn Rangæinga hefur boðið nýbúum upp á og nefnist „Viltu læra ís- lensku?“og Jóhann Hinriksson sagði frá uppbyggingu bókakosts fyrir nýbúa í Bæjar- og héraðsbókasafninu á ísafirði. Eftir að formlegri dagskrá vorfundar lauk og fundi hafði verið slitið var haldið á tælenska veitingastaðinn Thai Koon. Eftir að hafa snætt gimilega tælenska rétti var haldið af stað í óvissuferð og meðal annars farið til Bolungarvíkur og komið við í Os- vör þar sem Geir Guðmundsson safn- vörður tók á móti hópnum en Osvör er endurgerð verstöð frá árabátatímanum. Eftir fræðslustund hjá Geir var Náttúm- stofa Vestfjarða heimsótt en þar var tekið á móti hópnum með kaffi og vestfirskum kringlum. Þegar svo hópurinn hélt af stað heim- leiðis var ekki annað að heyra á máli þátt- takenda en þeir væra hæstánægðir með fúndarsetuna og dvölina á Isafirði. Þeir luku allir rniklu lofsorði á höfðinglegar móttökur og sögðust meðal annars seint gleyma plokkfiskinum og öðram þeim gómsætu fískréttum sem bomir voru fram og rannu svo ljúflega niður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Oddný H. Björgvinsdóttir Frá Landskerfi bókasafna Eitt helsta verkefni Landskerfis bókasafna síðustu vikumar hefúr verið að vinna að uppfærslu Gegnis í útgáfu 16. Nú er vef- viðmót nýju útgáfunnar að mestu tilbúið en biðlarinn verður þýddur í júlí. Stefnt er að því að útgáfan verði tilbúin um næstu áramót. Jafnframt þessu stendur yfir undir- búningsvinna vegna vefleitarkerfis sem á að leita í mörgum rafrænum gagnaveitum samtímis. Höfum við hingað til horft til þess að taka MetaLib, vefleitarkerfi frá Ex Libris, í notkun en nú er sú ráðagerð í endurskoðun. Þá er unnið að því að fjölga söfnum í kerfinu enda næst með því hag- kvæmni sem á endanum hlýtur að koma öllum söfnum og safnnotendum til góða. Nýlega hafa bókasöfnin á Hólmavík og Tálknafirði tekið Gegni í notkun og er þátttaka sveitarfélaga í landskerfinu al- mennt feikigóð. Söfnin tvö fyrir vestan hafa tekið kerfið í notkun án þess að flytja með sér bókfræðifærslur úr eldra tölvu- kerfí. Nokkur söfn vilja á hinn bóginn aðeins tengjast Gegni að því gefnu að hægt sé að 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.