Fregnir - 01.06.2005, Side 6
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Reykjavíkur, Alþjóðahúss, Fjölmenningar-
seturs á Vestjörðum og Alþjóðastofu á Ak-
ureyri. Verkefnið hófst árið 2002 og snýst
um að útvega bömum á íslandi, með annað
tungumál en íslensku sem móðurmál, bæk-
ur á sínu móðurmáli til að auðvelda þeim
að tileinka sér nýtt móðurmál. Hvert safn
tekur eitt tungumál í fóstur, útvegar bækur
á viðkomandi tungumáli og sér um að lána
þær þangað sem þörf er á hverju sinni.
Tuttugu og eitt almenningsbókasöfn á Isl-
andi hefur tilkynnt þátttöku í þessu verk-
efni og hafa ellefu tekið tungumál í fóstur.
Bókasafn Reykjanesbæjar er móðurstöð
fyrir ensku en lesa má nánar um verkefnið
á vef bókasafnsins - www.reykjanesbaer.is
/bokasafn.
Auk þessa má nefna að deildarstjóri
bama- og unglingastarfs er þátttakandi í
Þöll, samstarfshópi bamabókavarða al-
menningsbókasafna. Þessi hópur hefur
m.a. staðið fyrir ljóðasamkeppni annað
hvert ár meðal gmnnskólabama.
Eitt af ánægjulegustu og árangursrík-
ustu samstarfsverkefnunum sem bókasafn-
ið hefúr komið að er bókasafnstœkni-
námið. Ekki veður fjallað nánar um það
hér því lesendur Fregna hafa getað fylgst
reglulega með framgangi námsins hér í
blaðinu.
Lokaorð
Sveitarstjómarmenn í Reykjanesbæ hafa
staðið vel að rekstri bókasafnsins á undan-
fömum ámm. Tólf ár eru síðan það var
flutt í núverandi húsnæði og hefur innra
skipulag og val á húsbúnaði heppnast
nokkuð vel þó svo nú sé kominn tími á
endurskipulagningu vegna aukinna verk-
efna og endumýjunar búnaðar sem mest á
mæðir.
Starfsmenn bókasafnsins eru 16, þegar
allir em taldir, í 13 stöðugildum. Starfs-
menn almenningsbókasafnsins em 10, þar
af þrír bókasafnsfræðingar, einn bók-
menntafræðingur, einn kennari og tveir
sem hafa lokið dreifnámi í bókasafnstækni.
Stöðugildin em 7,75 auk 0,75 stöðugildis
við ræstingar og 0,25 stöðugildis fatlaðs
aðstoðarmanns. Skjalastjóm er eitt stöðu-
gildi, tvö stöðugildi em á upplýsingamið-
stöðvum fyrir ferðamenn auk 1,25 viðbót-
arstöðugilda yfir háannatímann.
Eins og sjá má á þessari upptalningu er
líf og Qör á Bókasafni Reykjanesbæjar.
Greinilegur samdráttur er í útlánum
það sem af er árinu þó svo gestaljöldi sé
óbreyttur, rúmlega 300 manns á dag. En
eins og allir vita, sem á almenningsbóka-
söfnum starfa, þá em útlánatölur einungis
einn af mörgum mælikvörðum á starfsemi
safnanna. Hann er samt sá mælikvarði sem
flestir kannast við og oftast er vitnað til en
nú er mál að linni og söfnin þurfa að
leggja meiri áherslu á aðrar tölur og einnig
að kanna reglulega viðhorf viðskiptavina
sinna til þjónustunnar.
Safnið er opið á virkum dögum frá kl.
10-20 að vetri til, 10-19 á sumrin og frá
kl. 10-16 á laugardögum allan ársins
hring.
Flulda Björk Þorkelsdóttir
forstöðumaður
30. árgangur Bókasafnsins -
afmælisútgáfa
Við auglýsum hér með eftir greinum á
sviði bókasafns- og upplýsingamála sem
spanna allt mögulegt sem félagsmenn
Upplýsingar eru að fást við í námi og
starfi. Við skorum á alla bókaverði, bóka-
safnsfræðinga, upplýsingafræðinga, skóla-
safnverði, þekkingarstjóra, verkefnisstjóra,
vefstjóra, skjalastjóra og aðra áhugasama
um upplýsingamál að bregðast nú skjótt
við og byrja strax að skrifa uppkast að
greinum um öll sín hjartans mál.
Hafíð samband við okkur í ritstjóminni
með pósti á netfangið evasolev@simnet.is
og berið undir okkur efni og efnistök. Ekki
hika við að bera undir okkur efni sem
ykkur finnst að ætti heima í blaðinu. Ljóð
og smásögur eftir félagsmenn era til
dæmis kærkomið efni sem skemmtileg
viðbót við faglegu skrifin.
f.h. ritnefndar
Eva Sóley Sigurðardóttir
Sjötti aðalfundur
Upplýsingar 9. maí 2005
Sjötti aðalfundur Upplýsingar - Félags
bókasafns- og upplýsingafrœða var hald-
inn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu þann 9.
maí síðastliðinn. Fundarstjóri var Eydís
Amviðardóttir og fundarritarar þær
Bryndís Áslaug Óttarsdóttir og Sigurbjörg
Björnsdóttir.
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 6