Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 6
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Reykjavíkur, Alþjóðahúss, Fjölmenningar- seturs á Vestjörðum og Alþjóðastofu á Ak- ureyri. Verkefnið hófst árið 2002 og snýst um að útvega bömum á íslandi, með annað tungumál en íslensku sem móðurmál, bæk- ur á sínu móðurmáli til að auðvelda þeim að tileinka sér nýtt móðurmál. Hvert safn tekur eitt tungumál í fóstur, útvegar bækur á viðkomandi tungumáli og sér um að lána þær þangað sem þörf er á hverju sinni. Tuttugu og eitt almenningsbókasöfn á Isl- andi hefur tilkynnt þátttöku í þessu verk- efni og hafa ellefu tekið tungumál í fóstur. Bókasafn Reykjanesbæjar er móðurstöð fyrir ensku en lesa má nánar um verkefnið á vef bókasafnsins - www.reykjanesbaer.is /bokasafn. Auk þessa má nefna að deildarstjóri bama- og unglingastarfs er þátttakandi í Þöll, samstarfshópi bamabókavarða al- menningsbókasafna. Þessi hópur hefur m.a. staðið fyrir ljóðasamkeppni annað hvert ár meðal gmnnskólabama. Eitt af ánægjulegustu og árangursrík- ustu samstarfsverkefnunum sem bókasafn- ið hefúr komið að er bókasafnstœkni- námið. Ekki veður fjallað nánar um það hér því lesendur Fregna hafa getað fylgst reglulega með framgangi námsins hér í blaðinu. Lokaorð Sveitarstjómarmenn í Reykjanesbæ hafa staðið vel að rekstri bókasafnsins á undan- fömum ámm. Tólf ár eru síðan það var flutt í núverandi húsnæði og hefur innra skipulag og val á húsbúnaði heppnast nokkuð vel þó svo nú sé kominn tími á endurskipulagningu vegna aukinna verk- efna og endumýjunar búnaðar sem mest á mæðir. Starfsmenn bókasafnsins eru 16, þegar allir em taldir, í 13 stöðugildum. Starfs- menn almenningsbókasafnsins em 10, þar af þrír bókasafnsfræðingar, einn bók- menntafræðingur, einn kennari og tveir sem hafa lokið dreifnámi í bókasafnstækni. Stöðugildin em 7,75 auk 0,75 stöðugildis við ræstingar og 0,25 stöðugildis fatlaðs aðstoðarmanns. Skjalastjóm er eitt stöðu- gildi, tvö stöðugildi em á upplýsingamið- stöðvum fyrir ferðamenn auk 1,25 viðbót- arstöðugilda yfir háannatímann. Eins og sjá má á þessari upptalningu er líf og Qör á Bókasafni Reykjanesbæjar. Greinilegur samdráttur er í útlánum það sem af er árinu þó svo gestaljöldi sé óbreyttur, rúmlega 300 manns á dag. En eins og allir vita, sem á almenningsbóka- söfnum starfa, þá em útlánatölur einungis einn af mörgum mælikvörðum á starfsemi safnanna. Hann er samt sá mælikvarði sem flestir kannast við og oftast er vitnað til en nú er mál að linni og söfnin þurfa að leggja meiri áherslu á aðrar tölur og einnig að kanna reglulega viðhorf viðskiptavina sinna til þjónustunnar. Safnið er opið á virkum dögum frá kl. 10-20 að vetri til, 10-19 á sumrin og frá kl. 10-16 á laugardögum allan ársins hring. Flulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður 30. árgangur Bókasafnsins - afmælisútgáfa Við auglýsum hér með eftir greinum á sviði bókasafns- og upplýsingamála sem spanna allt mögulegt sem félagsmenn Upplýsingar eru að fást við í námi og starfi. Við skorum á alla bókaverði, bóka- safnsfræðinga, upplýsingafræðinga, skóla- safnverði, þekkingarstjóra, verkefnisstjóra, vefstjóra, skjalastjóra og aðra áhugasama um upplýsingamál að bregðast nú skjótt við og byrja strax að skrifa uppkast að greinum um öll sín hjartans mál. Hafíð samband við okkur í ritstjóminni með pósti á netfangið evasolev@simnet.is og berið undir okkur efni og efnistök. Ekki hika við að bera undir okkur efni sem ykkur finnst að ætti heima í blaðinu. Ljóð og smásögur eftir félagsmenn era til dæmis kærkomið efni sem skemmtileg viðbót við faglegu skrifin. f.h. ritnefndar Eva Sóley Sigurðardóttir Sjötti aðalfundur Upplýsingar 9. maí 2005 Sjötti aðalfundur Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða var hald- inn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu þann 9. maí síðastliðinn. Fundarstjóri var Eydís Amviðardóttir og fundarritarar þær Bryndís Áslaug Óttarsdóttir og Sigurbjörg Björnsdóttir. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.