Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 25
Fregnir. FréttabréfUpplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða gangi eða ekki. Þar geta vaknað spurningar um lögmæti eintakagerðar og getur slíkt sett bókaverði í óþægilega aðstöðu. Það er því nauðsynlegt að settar verði skýrar reglur þar um. Akvæði í núverandi lögum um tak- markaða eintakagerð í atvinnuskyni er fellt brott. Yið bendum á að það gæti komið sér illa fyrir einstaklinga sem hafa sjálfstæð- ar rannsóknir að atvinnu og þurfa að gera eintök til að nota við vinnu utan safns. Margir sjónskertir, lesblindir og fleiri, sem nota bókasöfn, þurfa að fá allt sitt lesefni á stafrænu formi, hvort sem það er í atvinnuskyni eða ekki. Það veldur mis- rétti gagnvart þessum hópum ef þeir geta ekki gert eintök eftir prentuðu efni í atvinnuskyni. Undantekningarákvæðið í 19. gr í gildandi lögum um heimild til út- gáfu á blindraletri er ekki fullnægjandi í þessu sambandi. Það þarf að útfæra betur líkt og gert er í 17. grein dönsku höfunda- laganna. Ákvæðið um heimild til eintakagerðar til einkanota virðist líka stangast á við það sem segir í athugasemdum við greinina að beiting tæknilegra verndarráðstafana kunni að leiða til þess að eintakagerð til einkanota sé ekki möguleg. Við leggjum til að eintakagerð í atvinnuskyni verði gerð möguleg, sam- kvæmt ákveðnum reglum, til sjálfstæðra rannsókna og ef viðkomandi er sjón- skertur, lesblindur eða á annan hátt fatlað- ur með tilliti til lesturs. 3. gr. Það er einkum þessi grein sem varðar starfsemi bókasafnanna beint. í fylgiskjali II við frumvarpið er lagt til að ákvæði í C-lið 2. mgr. 5. gr. tilskipunar- innar um eintakagerð, sem ekki er vegna efnahagslegs ávinnings, á opinberum bóka- eða skjalasöfnum, verði lagað að 12. gr. gildandi höfundalaga. í athugasemdum við greinina er gert ráð fyrir því að þetta verði gert með sérstakri reglugerð. Við tökum undir það sjónarmið sem fram kemur í athugasemdum við þessa grein frumvarpsins að mjög brýnt er að reglugerð sú, sem gert hefur verið ráð fyrir í 12. grein núgildandi laga, verði sett hið fyrsta. Við teljum ógerlegt fyrir söfnin að fara að höfundalögum, þar til það hefur verið gert, og bendum á ítarlega reglugerð sem Norðmenn hafa nýlega samþykkt. í fylgiskjali II við frumvarpið kemur einnig fram að ekki hafi þótt ástæða til að taka upp valfrjálsa undantekningu í N-lið 3. mgr. 5. gr. tilskipunarinnar, “varðandi miðlun verka eða annars efnis í söfnum til almennings eða að þau verði gerð aðgengi- leg almenningi, til fræðistarfa eða einka- rannsókna, með þar til gerðum enda- búnaði á athafnasvæði stofnananna, enda falli verkin og efnið ekki undir kaup eða nytjaleyfísskilmála.“ Við teljum mjög mikilvægt að þetta ákvæði verði tekið upp í 3. grein frum- varpsins. Það er einstaklega mikilvægt að nútíma bóka- og skjalasöfn hafí möguleika á, með endabúnaði, að miðla safnefni til notenda innan veggja safns, t.d. stafrænt af netþjóni. Þetta getur átt við ef hlífa þarf frumeintökum eða ef um óútgefm hljóðrit eða annað sérhæft efni er að ræða sem söfnin vilja að notendur hafi aðgang að innan sinna veggja, til fræðistarfa og rann- sókna. Við vekjum athygli á að ákvæði þetta var tekið upp í dönsku höfundalögin með breytingu á þeim þann 22. desember 2004. Þjóðbókasafn ætti að hafa skilyrðis- lausan rétt til að setja allar tegundir verka úr safni sínu á stafrænt form í öryggis- og varðveisluskyni, án þess að þurfa að sækja um leyfí til þess hverju sinni og einnig til að gera þau aðgengileg notend- um. Sama gildir raunar um Blindrabóka- safn Islands. Athuga þarf að lög um höfundarétt stangist ekki á við lög um skylduskil til safna nr. 20/2002 þar sem segir m.a. í 1. grein 1. kafla: „Tilgangur þeirrar skila- skyldu sem á er lögð í lögum þessum er að tryggja ... að efnið geti verið tiltækt til nota vegna rannsókna og fræðiiðkana eða annarra réttmætra þarfa.“' í reglugerð um skylduskil til safna nr. 982/2003 segir enn- fremur í 5. gr. um stafræn verk: „Af staf- rænum verkum til notkunar í tölvu, sem gefin eru út á hljóðdiskum, mynddiskum, disklingi eða sambærilegu formi, skal af- henda þrjú eintök og hvílir skilaskylda á útgefanda. Til skilaskyldra verka sam- kvæmt þessu ákvæði telst m.a. skrifaður texti, tal, tónlist og önnur hljóðverk, myndlist, ljósmyndir, kvikmyndir, tölvu- grafík, tölvuleikir, annað gagnvirkt efni og 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.