Fregnir - 01.06.2005, Page 9

Fregnir - 01.06.2005, Page 9
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða stjóm og/eða félagsmenn eiga þátt í að skipuleggja. Gildir þetta meðal annars um fræðslufundi, endurmenntunamámskeið og Landsfimd bókavarða. Útgáfustarfsemi - viðurkenningar - kynn ingarstarf I apríl/maí ár hvert er tímaritið Bókasafnið gefíð út sem er fagtímarit á sviði bóka- safns- og upplýsingafræða. Sérstök rit- nefnd hefur veg og vanda af útgáfu blaðs- ins. Nánari upplýsingar er að fínna á vef- setri blaðsins www.bokasafnid.is. Stjóm félagsins gaf út þrjú tölublöð Fregna - Fréttabréfs Upplýsingar á starfs- árinu (júní, nóvember og mars). Arið 2004 var blaðið samtals 176 (152) síður. í frétta- bréfínu em birtar frásagnir og skýrslur um starfsemi ýmissa fulltrúa og nefnda á veg- um Upplýsingar, fréttir og greinar um það sem er á döfinni í bókasafnaheiminum á Islandi og erlendis, auk frásagna af for- vitnilegum ráðstefnum sem félagsmenn hafa sótt. I tilefni af útgáfu 30. árgangs nú í ár var ákveðið að íklæða blaðið nýjum búningi, setja textann í dálka og minnka letrið um einn punkt. I hverju blaði verður einu bókasafni/upplýsingamiðstöð gefínn kostur á að kynna sig í blaðinu með for- síðumynd og grein gegn styrktargreiðslu sem nemur viðbótarkostnaði vegna lit- prentunar kápu. Ánægjulegt er hve ötulir félagsmenn em við að skrifa áhugaverðar greinar í bæði blöðin og kann stjórn þeim bestu þakkir íyrir. í júní 2001 var gerður samningur við Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing um rit- un Sögu íslenskra bókavarðafélaga sem gert var ráð fyrir að kæmi út þá um haust- ið. Stofnuð var fímm manna ritnefnd höf- undi til fulltingis og vann hún mikið starf við undirbúning útgáfu, svo sem leiðrétt- ingu handrits, söfnun mynda og gerð myndatexta og ýmissa sérskráa bókarinnar (annarra en atriðisorðaskráar). Alls hélt rit- nefnd 37 vinnufundi auk millifundastarfa. Bókin kom út í lok ágúst 2004 og var dreift á Landsfundi um miðjan september. Þjónustumiðstöð bókasafna, Fjármálaráðu- neytið, Menningarsjóður og Landsbóka- safn Islands - Háskólabókasafn styrktu út- gáfuna. Framvinduskýrslur um verkið birtust reglulega í Fregnum (2/2001, s. 47- 48; 3/2001, s. 3, 1/2002, s. 4, 2/2002, s. 22, 2/2003, s. 14-15 og 1/2004, s. 64, með því blaði fylgdu pöntunareyðublöð, og 3/2004, s. 4-5). Bæklingur um fræðsluefni um nýt- ingu upplýsingatækni liggur fyrir í hand- riti og stefnt er að útgáfu hans á heimasíðu félagsins og á prentuðu formi á næstunni en útgáfan hefur því miður dregist. Menntamálaráðuneyti hefur veitt styrk til verkefnisins að upphæð kr. 350.000 (2001) og kr. 1.000.000 (2003). Fyrrverandi vara- formaður, Svava H. Friðgeirsdóttir, hefur stýrt verkefninu. Á aðalfundi nú eru viðurkenningar fyrir bestu íslensku fræðibækur ársins (2004) veittar í 13. sinn. Ákveðið að Vef- orða Upplýsingar fyrir besta vef bóka- safns- eða upplýsingamiðstöðvar á Islandi (Fregnir 1/2002) verði veitt um leið og veforða NVBF. Stjóm barst aftur boð frá Statens kulturrád um tilnefningu til verðlauna úr minningarsjóði Astrid Lindgren. Guðrún Helgadóttir og var tilnefnd af félaginu í annað skipti. Þorbjörg Karlsdóttir undirbjó tilnefninguna. (Fregnir 2/2004, s. 37 og 1/2005, s. 2). Á starfsárinu hefur stjóm Upplýsingar unnið áfram að kynningu á félaginu, t.d. í Blöðungi blaði nema í B&U. Á vefsetrinu er efni um félagið. Stjómin bauð nemum í bókasafns- og upplýsingafræði á kynn- ingarfund 28. okt. 2004 (Fregnir 3/2004, s. 51). Félaginu barst erindi um að hýsa Kennsluvef um upplýsingalœsi sem hlaut jákvæðar undirtektir, www.upplvsing.is/ upplvsingalaesi. Ráðstefnur - fræðslufundir Formaður Upplýsingar sótti 70. árlegt þing IFLA í Buenos Aires í ágúst (Fregn- ir 3/2004, s. 27-29). Á þingið fór stærsta sendinefnd íslendinga á IFLA-þing til þessa eða 29 manns, sjá m.a. umfjöllun styrkþega ferðastyrks Upplýsingar í Fregnum 3/2004, s. 29-48. Upplýsing á tvo fúlltrúa í fastanefndum IFLA. Dr. Anne Clyde er í School Libraries and Re- source Centres Section og Þórdís T. Þórar- insdóttir í Classification and Indexing Sec- tion. Anne er auk þess formaður skóla- safnadeildarinnar. Formaður sótti árlegan fulltrúaráðs- fund EBLIDA, sem haldinn var í Estoril í Portúgal, dagana 14.-15. maí 2004, þar sem GATS og bókasöfn bar meðal annars 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 9

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.