Fregnir - 01.06.2005, Page 52

Fregnir - 01.06.2005, Page 52
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða ró og næði. (sjá http://www.shikshapatri. org.uk/). Með svipuðum hætti er unnið að netútgáfu ýmissa gamalla dýrgripa í Ox- ford og þeir þannig gerðir aðgengilegir áhugasömu fólki um allan heim. Að lokum Margt fleira var tekið fýrir á námskeiðinu sem ekki er tóm til að gera skil hér. Meðal annars má nefna umfjöllun um undirbún- ing og val á nýju, sameiginlegu bókasafns- kerfí fyrir háskólasöfnin í Oxford, gæða- stjómun, rafræna bókaútgáfu og áhrif hennar almennt, starfsemi skólabókasafna og háskólabókasafna og störf bókasafns- fræðinga sem vinna innan heilbrigðiskerf- isins. Ruth Jenkins frá upplýsingaþjónustu háskólans í Birmingham talaði um rafræna kennslu og upplýsingamiðlun í háskólum og hlutverk bókasafna og upplýsingamið- stöðva í því sambandi. I máli hennar kom fram að þegar lestrarsal sem áður hýsti tímarit í háskólanum í Bimiingham var breytt í tölvuver og rafræn áskrift keypt í stað hinnar hefðbundnu þótti mörgum eldri starfsmönnum skólans sem fokið væri í flest skjól en þeir urðu þó að láta í minni pokann. Notkun tímaritanna hefur hins vegar stóraukist. Segja má að þessi athuga- semd Jenkins hafí endurspeglað viðhorf sem fram komu í mörgum fyrirlestranna; þ.e. góðlátlegt grín var gert að íhaldssemi eldri kynslóða kennara og bókavarða í Englandi um leið og lögð var áhersla á að starfsemi bókasafnanna þyrfti að taka mið af þeirri tækni sem við eigum kost á í dag. Þá var nokkuð íjallað um breytingar á starfssviði bókasafns- og upplýsingafræð- inga og hvaða menntun og hæfíleikum þeir þyrftu að búa yfir í dag. Að lokum var slegið á létta strengi og Antony Brewerton frá Oxford Brookes University Library flutti fyrirlestur sem hann kallaði: In cy- berspace no one can hear you shush: a /ight hearted (and sometimes serious) look at the image and role of Librarians today. Hann fjallaði um ímynd bókavarða í kvikmyndum, bókmenntum, teiknimynd- um o.fl og kom þar margt á óvart. Myndin af bókaverðinum sem sniglast um á flóka- skóm og þaggar niður í fólki virðist byggð á misskilningi - og þeir voru bæði „hip og cool“ bókasafnsfræðingarnir sem skund- uðu út í vorið að loknum fyrirlestri Brewertons. Að lokum vil ég ítreka það sem ég sagði í upphafi um gagnsemi þessa nám- skeiðs og geta þess að nemendur í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla Is- lands eiga þess kost að fá það metið til ein- inga í námi sínu. Fyrirlestrar voru lifandi, greinargóðir og áhugaverðir og allur undir- búningur til fyrirmyndar. Oski menn frekari upplýsinga er þeim velkomið að hafa samband við undirritaða. Anna Guðmundsdóttir aðjúnkt við Félagsvísinda- og hagfrœðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst r Arsskýrsla Þjónustumið- stöðvar bókasafna, ses. 2004-2005 Aðalfundur Þjónustumiðstöðvar bókasafna var haldinn 4. júní 2004 að Laugavegi 163, 105 Reykjavík. Stjóm Þjónustumiðstöðar var skipuð eftirtöldum aðilum: Formaður Nanna Bjamadóttir, varaformaður Margrét I. As- geirsdóttir, ritari Eiríkur Einarsson, með- stjómendur Dögg Hringsdóttir og Margrét Geirsdóttir. Varamenn: Áslaug Óttarsdótir og Pálína Héðinsdóttir. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar: Ema Egilsdóttir, framkvæmdastjóri, Regína Eiríksdóttir, bókasafnsfræðingur, aðstoðar- maður hluta ársins Sigrún Sigurjónsdóttir en hluta ársins vom starfsmenn aðeins tveir. Skoðunarmaður var eins og áður Þorsteinn Magnússon en varaendurskoð- andi Una Svane. Enn hefur mikið verið að gerast í hús- næðismálum bókasafna landsins. Mörg bókasöfn hafa fengið nýtt húsnæði og nýjar innréttingar og mikið af nýjum inn- réttingum og endurbótum er það fagnaðar- efni. Reksturinn á reikningsárinu gekk vel og mikið hefur verið um vinnu við tilboðs- verkefni en það er mikið álag á fátt starfs- fólk en árangurinn hefur oft orðið ánægu- legur. Föst starfsemi og stuðningur við útgáfu- starfsemi hefur verið með svipuðum hætti og áður. Veittir eru styrkir til verkefna í bókasafnaheiminum og keyptar auglýsing- ar í fagtímarit. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 52

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.