Fregnir - 01.06.2005, Side 10

Fregnir - 01.06.2005, Side 10
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða á góma. Stjóm Upplýsingar hefur boðið fram fundarstað hér á landi en þar sem fundir verða fyrst haldnir í nýjum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins verður boðinu ekki tekið að sinni. (Fregnir 2/2004, 24- 25). Formaður og gjaldkeri sóttu samráðs- fund formanna og framkvæmdastjóra nor- rænna bókavarðafélaga, Nordisk biblio- tekforeningsmote, sem haldinn var í Osló dagana 3. og 4. júní 2004. Á fundinum var m.a. fjallað um samstarfsverkefni norrænu félaganna, málefni EBLIDA og þátttöku þeirra og samráð í alþjóðlegu samstarfi en nú er kosningaár hjá IFLA, og næsta IFLA þing verður haldið í Ósló (Fregnir 2/2004, bls. 26-28). Þann 19. nóvember 2004 sótti formaður annan samráðsfund í Kaup- mannahöfn þar sem ákveðið var að nor- rænu bókavarðafélögin stæðu sameigin- lega að útgáfu kynningarbæklings um fél- ögin og bókasafns- og upplýsingamál á Norðurlöndunum. Bæklingnum verður dreift til allra þátttakenda á IFLA-þinginu í Ósló. Upplýsing bauð öðrum félögum á fagsviðinu hér á landi, Samtökum for- stöðumanna almenningsbókasafna, Stéttar- félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félagi um skjalastjóm, að kynna starf- semi sína í bæklingnum og þekktust þau öll boðið. Vorráðstefna NVBF var haldin í Reykjavík dagana 7. og 8. júní 2004. Formaður undirbúningsnefndar var Ás- gerður Kjartansdóttir. Ráðstefnuna sóttu um 90 manns og þótti hún takast vel í alla staði. (Fregnir 2/2004, s. 49-50) Upplýsing átti aðild að XII NORD I&D ráðstefnunni sem haldin var í Ála- borg 1.-3. september 2004. Fulltrúar Upp- lýsingar í undirbúningsnefnd vom Kristín Geirsdóttir og Þóra Gylfadóttir og tókst ráðstefnan vel (Fregnir 3/2004, s. 48-49). Þriðji Landsfundur Upplýsingar var haldinn á Hótel Sögu dagana 16.-17. sept- ember 2004 og er 17. Landsfundur bóka- varða frá upphafi. Landsfundur er ráð- stefna sem haldin er annað hvert ár og er jafnan mjög fjölsótt. Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn hafði veg og vanda af fundinum sem var sá næst fjöl- mennasti frá upphafi með um 240 þátttak- endur. Yfírskrift fundarins var Sameinum kraftana og var meginefni hans samstarf af einhverju tagi. (Fregnir 2/2004, s. 55-56 og 3/2004, s. 53-54) í lok fyrri dagsins var útgáfuteiti í tilefni af útkomu bókarinnar Á LEIÐ TIL UPPLÝSINGAR. Söfn á Suður- landi hafa veg og vanda af næsta lands- fundi sem haldinn verður haustið 2006 og er Margrét I. Ásgeirsdóttir formaður lands- fundamefndar. Jólagleði Upplýsingar 2004 var haldin í Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 26. nóvember 2004. Gleðin var jafnframt fímm ára afmælishátíð félagsins og bar upp á stofndag þess. Af tilefninu vom átta félagsmenn útnefndir heiðursfélagar. Jólagleðin var samkvæmt venju ókeypis fyrir fullgilda félagsmenn Upplýsingar, veitingar og skemmtiatriði voru í boði félagsins, Bókasafns Hafnarfjarðar og Þjónustumiðstöðvar bókasafna. (Fregnir 1/2005, s. 32) Að venju sátu fulltrúar Upplýsingar í NVBF tvo stjórnarfundi, í Kaupmanna- höfn 8. okt. 2004 (Fregnir 3/2004, s. 19- 20) og stjórnarfundur NVBF var haldinn hér á landi 4. mars síðastliðinn. (Fregnir 1/2005, s. 27-29). Formaður Upplýsingar gefur skýrslu um starfsemi félagsins fyrir livem stjórnarfund. Fulltrúar NVBF tóku sarnan skýrslu um kostnað og ávinning af þátttöku í starfi NVBF síðastliðin fímm ár. Fram kemur að kostnaður stendur í járnum en faglegur ávinningur tvímælalaus. (Fregnir 1/2005, s. 26-27). Einn félags- maður Upplýsingar fékk ferðastyrk NVBF á árinu (Fregnir 1/2005, s. 28-29). Stjórnin bauð félagsmönnum í heim- sókn á Þjóðminjasafnið 4. nóv. 2004 og þekktust 20 félagar boðið (Fregnir 3/2004, s. 52) Stjórn Upplýsingar fékk Einar Ólafsson til að sækja ráðstefnu um áhrif viðskipta- samninga á bókasöfn (Trading in Know- ledge? The World Trade Organisation and Libraries) í Cambridge í Englandi dagana 2,- 3. mars 2005 (Fregnir 1/2005, 1 1-13) og málstofu Útflutningsráðs: Samrœður menningarheima - A/þjóðaviðskipti og framtíð alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í hátíðarsal Háskóla íslands 15. apríl 2005 þar sem m.a. var fjallað urn áhrif aukinnar alþjóðavæðingar í viðskiptum á menningarlegan fjölbreytileika. Sagt er frá fundinum í blaðinu. Fulltrúar Upplýsingar í Nordisk net- værk, Hildur Baldursdóttir og Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, sóttu fund í Stavanger 12. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 10

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.