Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Side 2
Blár jóladagsmorgunn við nunnubústaðina í Garðabæ. Var það bænhiti þeirra sem bræddi snjóinn af þaki kapellunnar?
HRÆRINGAR
eftir sr. Öm Bárð Jónsson
GUÐ Á SKJÁNUM
Jóladagsmorgunn við eld-
hússkjáinn. Kyrrð. Alhvít
jörð. Vetrarbirtan undurfög-
ur í fjölbreytni blárra iit-
brigða. Pjallakransinn við
Flóann virkar eins og múrar
ævintýraheims. Kyrrð yfir
heimilum nágrannanna.
Bærinn sefur meðan jólaljósin vaka. Syst-
umar eru vaknaðar til bæna. Ég sé þær
ekki en ég veit að þær vaka og biðja innan
veggja hinnar fögru byggingar með sín tíu
píramídaþök. Þökin eru þakin snjó — öll
utan eitt. Snjórinn á stærsta þakinu, yfír
kapellunni, er hruninn af til hálfs. Hvers-
dagsleg sjón, eða hvað? Það er einmitt
þetta sem vekur athygli mína, talar til mín
þennan jóladagsmorgun. Það var á jólanótt
forðum sem Guð kom til manna og hrærði
við veröld sinni á einstakan hátt. í nótt
hafði engill Drottins stigið niður og hrært
við bænastaðnum sem við mér blasir á eld-
hússkjánum eins og þegar postulamir
komu saman í árdaga kirkjunnar og báð-
ust fyrir. Guð talaði sterkt til mín í þessari
kyrru og tæra vetrarmynd. Ég fylltist lotn- .
ingu yfir lífinu, dásemdum þess, ljósum og
leyndum.
JÓLINBOÐAVON
Jólin era tákn þess að veröldin er ekki
guðvana, köld og dauð. Hún er snortin af
Guði, kölluð af Guði sem gefur henni til-
gang og markmið. Hún ferðast í köllun
sinni í straumi tímans á vit nýrrár verald-
ar. Skaparinn hefur kallað veröld sína og
stefnir henni á braut kærleika, réttlætis
og friðar. Hann hefur sjálfur vitjað lýðs
síns og gjört kunnan vilja sinn. Við búum
í hrærðum heimi.
Jólin hræra við hjörtum okkar flestra.
Þrangin leyndardómi snerta þau ár hvert
við innsta kjama kristinna manna. Undur
jólanna birtist meðal annars í því að Guð
kemur á allt annan hátt en við ætlum.
Hann kom forðum í baminu í Betlehem
sem horfði við veröldinni, tærum, tindrandi
bamsaugum. Á fræðimáli er talað um
inkamasjón Guðs, sem merkir að Guð varð
hold, varð manneskja með sömu kenndir
og þrár og við. Jóhannes guðspjallamaður
tjáir þetta er hann segir: „Og Orðið varð
hold, hann bjó með oss, fullur náðar og
sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð,
sem sonurinn eini á frá föðumum." Postu-
lamir sáu dýrð Jesú Krists. Þeir skynjuðu
hver hann var í raun og veru. Þeir höfðu
hlýtt á mál hans og deilt kjöram með hon-
um. Andi Guðs hrærði við hjörtum þeirra
og gaf þeim skilning á því hver hann var.
Enginn mannlegur máttur gat gefið þeim
þennan skilning. Engin mannleg skyn-
semi. Engin jarðnesk þekking. Guð einn
opinberar sannleikann í Jesú Kristi eins
og fram kom í máli Jesú við Pétur í Ses-
areu Filippí. Hold og blóð hafði ekki opin-
berað Pétri að Jesús væri Kristur, Immanú-
el, Guð meðal manna. Hann skynjaði það
vegna þess að andi Guðs hrærði við hjarta
hans, opnaði sálarskjá hans og gaf sýn til
himinhæða. Ég minnist jólanna fyrir mörg-
um áram þegar leyndardómur þeirra laukst
upp fyrir mér á nýjan hátt í orði Guðs af
vöram biskupsins á skjánum og ég fann
hvemig andi Guðs hrærði við köldu hjarta
mínu sem aldrei fyrr. Og aldrei gleymi ég
þeirri sýn sem við mér blasti við eldhússkjá-
inn nokkram áram síðar þegar mér fannst
veröldin ný og fögur vegna þess að kvöld-
ið áður hafði ég i einrúmi orðið fyrir hrær-
ingu anda Guðs sem gjörbreytti lífi mínu.
Jólin eru opinn skjár sem hleypir birtu
inn í dimma veröld, skjár sem opnar sýn
til himinhæða. Jólin boða tengsl tveggja
heima, himins og jarðar. Þau boða að leið-
in er greið til himinsins heim. Þau era eins
og skýstólpinn forðum sem leiddi ísraels-
þjóðina um eyðimörkina til fyrirheitna
landsins. Vitundin um betri heim, nýjan
himinn og jörð, er okkur hvatning til góðra
verka.
GRÓÐUREYÐING í
MENNINGUNNI
Það má með ákveðnum rökum halda
því fram að hugsjónir kristinnar kirkju
hafi holdgerst að vissu marki meðal vest-
rænna þjóða þar sem lýðræði stendur hvað
styrkustum fótum, lífskjör era hvað best
og samhjálp mest. Þetta er ekki sagt af
neinni sigurhyggju, en það er þakkarefni
að boðskapur Jesú Krists hefur verið afl-
vaki þjóðfélagslegra umbóta. Við höfum
erft uppsöfnuð verðmæti, þjóðfélags- og
menningarleg. Það hefur tekið nær tvö
þúsund ár að byggja upp þau þjóðfélög sem
við viljum bera okkur saman við. Kynslóð-
imar hafa varðveitt og eflt þennan arf.
En nú era breytingar fyrir dyrum. Upp-
blástur og gróðureyðing á sér stað á sviði
menningar og trúar. Það á vel við að nota
líkingu af gróðurfari þegar talað er um
menningu. Um menningu er notað orðið
kultura á mörgum erlendum málum, eins
og einn prófessora minna minnti gjaman
á, en það merkir ræktun. Menningu þarf
að næra og viðhalda, annars afskræmist
hún og ef hún nýtur ekki næringar frá
uppsprettu ails lífs og fegurðar hættir hún
að vera menning og snýst upp í andhverfu
sína. Ætla má að kristin áhrif á menningu
Evrópu fari dvínandi. Sú þróun helst í hend-
ur við þverrandi kirkjusókn í álfunni. Kirkj-
umar vinna nú markvisst að því að snúa
þessari þróun við og er það vel. Þunga-
miðja kristninnar hefur færst úr stað. á
síðustu öld bjó meiri hluti kristinna manna
í hinum vestræna heimi. Nú búa tveir þriðju
hlutar kristinna manna utan þess heims-
hluta. Kristnum fjölgar ört í svonefndum
þriðja heimi. í Afríku, Asíu og víðar vex
kirkjan og dafnar dag frá degi. Kristnum
mönnum í þriðja heiminum blöskrar and-
varaleysi Vesturlandabúa og því era þeir
tímar rannir upp að Afríkuþjóðir era fam-
ar að senda kristniboða til Evrópu.
Skjáfæði Gott Og Slæmt
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á menning-
una. Ég hef rætt um skjái og sýn til betri
heims. Því get ég ekki látið hjá líða að
ræða um þann skjá sem hvað mest áhrif
hefur á samtímann, skjáinn sem flytur
okkur því miður allt of mikið af myrkri í
stað birtu og fagurra hugsjóna. Ofbeldið á
skjánum síast inn um sálarskjá bamanna
og afskræmir gildismat þeirra — og við,
svokallað fullorðið fólk, föram ekki heldur
varhluta af áhrifamætti þessa sterka mið-
ils sem smátt og smátt lamar siðferðisþrek
okkar og þjóða heims. Ég ætla þó ekki
alfarið að dæma þetta undratæki sem sjón-
varpið er því vissulega er það til margra
hluta nytsamlegt. En veldur hver á heldur.
Dagskrárstjórnun er vandasamt starf
og vanþakklátt því aldrei verður öllum
gert til hæfis. Spumingin er hvort mark-
aðurinn eigi alfarið að ráða, ofbeldisfíknin
eða sá siðferðisgrandvöllur sem þjóðin
stendur á? Ef kirkjan hefði í árdaga látið
veröldina ráða dagskrá sinni færi vafalaust
lítið fyrir áhrifum kristinnar trúar í samtím-
anum. Kirkjan er send með ákveðið erindi
og þetta erindi boðar hún hvað sem veröld-
in raular eða tautar því hún veit að Guðs-
ríkið kemur og að kærleiksríkur hugur
skaparans er bakhjarl í hugsjónastarfí
hennar. Vald íjölmiðla er mikið og þeirra
sem kenna og móta líf og hugsjónir fólks.
Jakob postuli, bróðir Drottins, varar þá við
er hann segir í riti sínu: „Verið eigi marg-
ir kennarar . . . Þér vitið, að vér munum
fá þyngri dóm.“
Við eram áhrifagjöm og læram af því
sem fyrir okkur er haft. Maðurinn lifir
ekki á brauði einu saman heldur á því orði
sem fram gengur af munni Guðs. Trúin
kviknar og nærist á orði Guðs. Ef orð
hans hljómar ekki stöðugt í veröldinni í
fjölbreyttum myndum, hins góða, fagra og
fullkomna, dofnar trúin og deyr að lokum.
Orð Guðs, boðskapur Guðs, finnst víðar
en á síðum Biblíunnar. Boðskapur Guðs
birtist í öllu því sem byggir upp, bætir og
fegrar mannlífið. Því ber að þakka allt það
góða efni sem birtist á skjánum en um
leið er þess vænst að hlutfall þess vaxi á
kostnað hins sem brýtur niður og veldur
uppblæstri gildismats almennings.
GuðErMeð Oss
Við búum ekki í yfirgefnum heimi held-
ur heimi sem Guð hrærir við á sinn kyrrl-
áta og hljóða hátt. Hann fer ekki með
háreysti á strætum eða notar sér háværar
og ofurskreyttar auglýsingaherferðir. Guð
birtist Elía spámanni forðum, ekki í storm-
inum, er tætti fjöllin og molaði klettana,
ekki í landskjálftanum eða eldinum, heldur
í hinum blíða vindblæ, í ómi mildrar þagn-
ar eins og prófessorinn innblásni og ljóð-
ræni orðar það neðanmáls í Fyrri konunga-
bók. Guð talar í þögninni og kyrrðinni, í
fegurð himins og jarðar, í orðum heilagrar
ritningar og atvikum daglegs lífs. Því hann
er með oss, Immanúel, „Guð á þorpsgöt-
unni“ (Gott im Dorfe). Við búum í heimi
sem Guð hefur hrært við og hrærir enn.
Leggjum við hlustir, ljúkum upp slq'áum
og beinum sjónum að honum sem fer fyrir
okkur og vísar veginn til betri heims þar
sem réttlæti, friður og fögnuður grær.
Gleðileg jól!
Höfundur er prestur og starfar á Biskups-
skrifstofunni.
Jólablað
1992
Forsíðan:
Helgisögnin um hinn sanna kross, hluti úr
fresku eftir ítalska málarann Piero della
Francesca, birt í tilefni umtföllunar um hann
vegna 500. ártíðar hans.
Hræringar
- jólahugvekja eftir séra Örn Bárð Jónsson.
Ósýnilega félagið á Hólum.
Grein eftir BoIIa Gústavsson, vígslubiskup.
Smám saman fennir í sporin.
Grein eftir Böðvar Guðmundsson, rithöfund,
um stöðu Gunnars Gunnarssonar í dönskum
bókmenntum.
Sambýli trúarbragða.
Grein og myndir: Þórður Harðarson, læknir.
Gjöfin.
Smásaga eftir Kristin R. Ólafsson í Madrid.
Málarinn mikli frá Leiden.
Grein um Rembrandt eftir Braga Ásgeirsson.
Þá hló Marbendill.
Teikningar og samantekt um mennskar eða
hálfmennskar þjóðsagnaverur í hafinu eftir
Harald Inga Haraldsson.
Jóhannes Jósefsson á Olympíuleikun-
um í London 1908.
Grein eftir Þorstein Einarsson, fyrrv. íþrótta-
fulltrúa, um fyrstu þátttöku íslendings í
Olympíuleikum.
Að eiga fullan pabba í rútunni.
Smásaga eftir Guðberg Bergsson, rithöfund.
Þeir una glaðir við sitt á Asoreyjum.
Ferðafrásögn eftir dr. Sturlu Friðriksson.
Heimsljósið í fjarvíddarglugganum.
Grein eftir Ólaf Gíslason um einn helzta
brautryðjanda fjarvíddar í myndlist, Piero
della Francesca, í tilefni 500. ártíðar hans.
Jólin þeirra.
Ásgeir Beinteinsson rifjar upp jólin hjá ömm-
um hans tveimur.
Heimspekingurinn Brynjólfur frá
Minna Núpi.
Grein eftir Atla Harðarson.
Lífið í Jember á Jövu.
Ferðafrásögn frá Indónesíu eftir Sólveigu
K. Einarsdóttur.
Keltar - fyrstu Evrópumennirnir.
Grein eftir Björn Jakobsson í tilefni ítalskrar
sýningar á sögu og lifnaðarháttum Kelta.
Kirkjustaðurinn í Görðum á Álfta-
nesi.
Samantekt eftir Gísla Ragnarsson.
Dagur í lífi kristniboða.
Grein eftir Mathias Mjölhus, norskan kristni-
boða í Tanzaníu.
Fólk, mór og mörgæsir á Falklands-
eyjum. Ferðafrásögn eftir Terry G. Lacy,
kennara.
Skapadægur Herdísarvíkur-Surtlu.
Frásögn eftir Jón Steingrímsson.
Verðlaunamyndagáta og verðlauna-
krossgáta.
Ljóð
eftir Matthías Johannessen, Hölderlin (í þýð-
ingu Hannesar Péturssonar), Heine (í þýð-
ingu Ólafs Tryggvasonar), Steingerði Guð-
mundsdóttur, Agústínu Jónsdóttur, Jón Val
Jensson, Kristján Jóhannsson, Hrafn Harðar-
son, Valgerði Þóru, Braga Benediktsson,
Pétur Þorsteinsson, Þóru Björk, Stefáníu
Eyjólfsdóttur, Kristin Magnússon, Þóru Ingi-
marsdóttur og Unni Sólrúnu Bragadóttur.
4
2