Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Side 6
STAÐA GUNNARS GUNNARSSONAR í DÖNSKUM BÓKMENNTUM Teikning úr Biæksprutten (danska Speglinum) frá 1928 í tilefni af gamansömum vangaveltum í Politiken frá sama ári um danskt Akademí til mótvægis við það sænska. Ritstjórar Politiken svífa yfir með lárviðarsveiginn og Árnasafn er orðið að hofi menningarinnar á hæðinni að baki. Þarna eru helztu skáld Dana á þessum tíma og einn í „Akademíunni“ er Gunn- ar Gunnarsson, sem er þó látinn halda á íslenzka fánanum. Smám sanian fennir í sporin Félag áhugafólks um bókmenntir hafði samband við mig í vor og bað mig að gera grein fyrir stöðu Gunnars Gunnarssonar í danskri bók- menntasögu á sumarþingi sínu 27. júní 1992. Þar sem ég er búsettur í Danmörku er hægara Skjalavörðurinn hjá Gyldendal nefndi við greinarhöfund, að eitt sinn fengu dönsk fermingarbörn verk Gunnars Gunnarssonar í skinnbandi. En tíminn er merkilegur, hafa nokkrir spekingar sagt og víst er um það að í hans rás hljóðnar oft um þá sem voru áður á hvers manns vörum. Eftir BÖÐVAR GUÐMUNDSSON um vik fyrir mig að átta mig á þeirri stöðu en þeirra sem fjær búa, þótt tíminn sem mér var skammtaður hafi ekki leyft þá tímafreku leit sem þarf til að fá heildarmynd af viðfangs- efninu. Eg valdi því þann kost að setja mynd- ina saman úr prentuðu máli, þ.e. þeim heim- ildum um ritstörf Gunnars Gunnarssonar sem ég gat fundið í dönskum bókum, tímaritum og blöðum. Einstöku sögusagnir munnlegar hirti ég ekki um að taka með, þótt þar kunni auðvitað að leynast einhveijir drættir sem bættu við heildarmyndina. Nú var mér skammtaður naumur tími til þess að leita heimilda um viðbrögð danskra lesenda og bókmenntafræðinga við ritstörfum Gunnars og því ekki von stórra afreka af minni hálfu. En óneitanlega var áhugi minn vakinn til að grafa svolítið dýpra í heimildir um horfna tíð og ég hélt því áfram með haustinu. Arangur þeirrar leitar er þessi grein. Aður en lengra er haldið er rétt að gera agnarlitla grein fyrir vandkvæðunum sem mæta þeim sem vill rannsaka umsagnir dan- skra bókmenntaskríbenta um Gunnar Gunn- arsson. A þessari öld hafa komið út í Danmörku fímm stór ritverk um danska bókmenntasögu, heildaryfirlit yfir strauma og stefnur danskra bókmennta og einstöku höfunda sem hafa, að mati þeirra sem bókmenntasöguna rita, haft mótandi áhrif á gang hennar. Þessi bók- menntasögurit eru IUustreret dansk Litterat- urhistorie I-IV, sem út kom á árunum 1919-25 hjá Gyldendal, Dansk litteraturhistorie 1-4 sem út kom hjá forlagi Politiken 1964-66, Dansk litteraturhistorie 1-6 sem kom út hjá sama forlagi 1976-77, Danske digtere i det 20. árhundred 1-5 sem kom út hjá Gyldendal á árunum 1980-82 og loks Dansk litteratur historie 1-9, sem kom út hjá Gyldendal 1984-85. Svo sem Dönum er von og vísa eru þetta allt saman hin vönduðustu verk saman- skrifuð af ágætustu fræðimönnum, en það þykir sumum íslendingum þó nokkur ljóður á þeirra ráði að þar er lítið sem ekkert getið nokkurra ágætra íslenskra rithöfunda sem kváðu sér hljóðs á dönsku á fyrra helmingi þessarar aldar. Einkum hefur íslendingum orðið það umhugsunarefni hversu fámælt þau eru um Jóhann Siguijónsson og Gunnar Gunnarsson. Þá hafa auk þess verið skrifuð dönsk bók- menntasögurit á frönsku og ensku. Heitir franska bókin Histoire de la Littérature Dano- ise, hún kom út árið 1967 og er eftir Fréd- éric Durand. Sú enska heitir A History of Danish Literature, hún kom út árið 1957 og höfúndur er P. M. Mitchell. Ef við lítum nú svo á að þessi fímm meginverk um danska bókmenntasögu, að viðbættum bókunum á .frönsku og ensku, sé sjálf hin danska bók- menntasaga, þá er spurningunni um stöðu Gunnars Gunnarssonar í danskri bókmennta- sögu auðsvarað, hún er svo til engin. Og ástæðulaust að fjölyrða meir um hana. Reynd- ar er ekki við hið fyrsta þessara ritverka að sakast, Illustreret dansk Litteraturhistorie I-IV nær ekki nema fram til aldamótanna 1900 og fyrsta bókmenntaverk Gunnars Gunnarssonar á dönsku, kvæðið Askov-Lærl- inges Elevmode 20.-21. Juni 1909, sem var sérprentað í tilefni dagsins, kom eðlilega ekki út fyrr en 1909. Í bókmenntasögu Politikens frá 1964-66 er nafn Gunnars Gunnarssonar aldrei nefnt, ekki heldur í sex binda bókmenntasögunni frá 1976-77, en á blaðsíðu 51 í 3. bindi Danske digtere i det 20. árhundred, í kafla sem ber heitið Kolonierne og emigranterne, segir að „hvundagsraunsæið" leiti fanga til íslands hjá rithöfundunum Gunnari Gunn- arssyni, Guðmundi Kamban og Þorsteini Stefánssyni, sem séu búsettir í Danmörku en skrifi á dönsku, og til Færeyja hjá rithöfundunum Jorgen Falk Ronne, Heðin Brú, William Hei- nesen... Á blaðsíðu 177 í 8. bindi bókmenntasögu Gyldendals frá 1984-85 er svo Gunnars getið í aukasetningu, þar sem fjallað er um árang- ursríka bókadreifíngu verkalýðsforlagsins „Fremad" á árunum 1945-56: „Þannig auðn- aðist að selja miklu fleiri bækur eftir höfunda eins og Gunnar Gunnarsson, Evu Hammer Hansen, Knud Hjorte, Mogens Klitgaard ofl. en höfunda eins og Morten Korch og Margit Söderholm.“ Meira er það ekki. í frönsku bókinni Histoire de la Littérature Danoise er ekki vikið einu einasta orði að Gunnari Gunnarssyni, en í ensku bókinni A History of Danish Literature segir P.M. Mitc- hell á blaðsíðu 253 og áfram: „Allmargir ís- lendingar, sérstaklega Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamban, völdu að rita á dönsku til að vekja á sér athygli bókmennta- unnenda utan íslands. ísland var, eins og Færcyjar, lítil menningarheild sem hafði deilt örlögum sínum með Danmörku frá stofnun Kalmarsambandsins í lok 14. aldar. Á íslandi bjó óvenju bókelsk þjóð fískimanna og bænda, — bókelskasta þjóð veraldar nú á tímum [it is the most literate nation in the world today] með mikla vitsmunalega framleiðslu, en var mjög einangruð vegna landfræðilegrar legu sinnar og ómögulegs tungumáls. Sígildir is- lenskir miðaldahöfundar voru vel kunnir, en auðlegð íslenskra nútímabókmennta varöllum hulin uns Gunnar Gunnarsson, Jón Siguijóns- son [sic] og nokkrir aðrir íslendingar öðluð- ust heimsfrægð [world-wide attention] er þeir hófu að skrifa á dönsku.“ Eftir þessa klausu, sem okkur íslendingum þykir áreiðanlega gaman að, er heil blaðsíða um Gunnar Gunnarsson, Sögu Borgarættar- innar og Fjallkirkjuna. Meira en þetta getur sem sagt ekki að lesa um Gunnar Gúnnarsson í yfirlitsritum um danska bókmenntasögu. Sé litið framhjá þeim ensku skrifum sem ég hef vitnað til hér að framan er það næstum ekki neitt. I Danske digtere i det 20. árhundred er hans getið í einni setningu sem „lýrísks hvundagsrealista frá fyrrverandi nýlendu", og í hingað til stærsta verki um danska bókmenntasögu, níu binda bókmenntasögunni frá Gyldendal, er hans getið í framhjáhlaupi ásamt þremur pólitískum, dönskum rithöfundum, til að sýna að bókadreifing verkalýðsforlagsins Fremad var svo góð, að henni tókst að selja fleiri bækur eftir Gunnar Gunnarsson, Evu Ham- mer Hansen, Knud Hjorto og Mogens Klitga- ard en tókst að selja á fijálsum markaði eft- ir tvo fræga afþreyingarhöfunda, Morten Korch og Margit Söderhoim. Þó að Gunnars Gunnarssonar sé ekki getið sérstaklega, þá er greinilegt að hann er talinn til hinna betri „alþýðuhöfunda", það sést best á þeim félagsskap sem hann er settur í. Eva Hammer Hansen, Knud Hjorto og Mogens Klitgaard eiga sér öll sérstaka kafla í þessari bókmenntasögu. Knud Hjorta var eldri en Gunnar Gunnarsson, fæddur 1869 og dáinn 1931, hann skrifaði gagnrýnar frásagnir um borgarastétt landsbyggðarinnar, Mogens Klitgaard var fæddur 1906 og dó árið 1945, hann var pólitískur rithöfundur og skrifaði stjórnmálalega og félagslega greiningu á lægri miðstétt og smá-borgaralegum hugs- unarhætti hinnar óupplýstu öreigastéttar, Eva Hammer Hansen var fædd árið 1913 og dó árið 1983, hún var mjög ákveðinn femínisti, skrifaði ma. um þátt kvenna í samningu stjórnarskrárinnar dönsku og tók virkan þátt í umræðum samtímans um frjálsar fóstureyð- ingar. En þessi miklu yfírlitsverk sem ég gat um hér að framan eru ekki danska bókmennta- sagan sjálf, þau eru samansett af höfundum, misvitrum þótt lærðir séu, og þeir hafa valið sér höfunda eftir því sem þeir töldu ástæðu til, eftir listrænum verðleikum, eftir áhrifum þeirra á samtíð og eftirkomendur, og einnig hafa þeir haft í huga einhveija skilgreiningu á því hvað er dönsk bókmenntasaga. Til eru á dönsku nokkur ævisöguleg upp- sláttarrit, bæði um rithöfunda og aðra þekkta persónuleika, það sem hefur komið mér að bestum notum er Dansk skenlitterært forfatt- erleksikon 1900-1950, 1-3, sem kom út í Kaupmannahöfn 1959-64 og er svipað verk og íslenska Skáldatalið. í þessu ágæta upp- sláttarriti er ítarleg ritaskrá og nokkuð góð skrá yfir skrif um viðkomandi höfunda. Þarna getur að fínna fjölmarga fslendinga sem ritað hafa á dönsku, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Siguijónsson, Jónas Guðlaugsson, Guðmund Kamban, Bjarna M. Gíslason, Jón Björnsson og fleiri. Þá er einnig gott gagn að Tidskrift

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.