Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Page 8
Gunnar nýtur danskrar veðurblíðu og skrifar úti í garði. Með honum á myndinni
er Fransiska kona hans.
Gunnar og Fransiska á efri árum heima hjá sér á Dyngjuveginum.
nefnir Homo loquens — homo laborans þar
sem hann fjallar um málfæmi og sjálfsvit-
und. Þar vitnar hann til orða tveggja skálda
um það að tjá sig á öðru máli en sínu eigin,
þar stendur:
„Einhveiju sinni heyrði ég finnlandssænska
skáldið og stjómmálamanninn Claes Ander-
son segja: „A ensku eru gáfur mínar (intellig-
ens) aðeins 60% afþvísemþær eru á sænsku!“
og góðvinur margra íslendinga, finnska
skáldið Antti Tuuri, hefur orðað sömu hugsun
svo: „Á finnsku get ég sagt allt sem ég vil.
Á sænsku get ég bara sagt það sem ég
kann!““
Á þessa hindran réðst Gunnar Gunnarsson
af mikilli einbeitingu, þá var hann ungur að
áram og það er staðreynd að því nær sem
maður er bamsaldrinum þeim mun betur
gengur að læra nýtt tungumál. En auðvitað
hefur þess gætt í texta hans, a.m.k. fyrst í
stað, þótt segja megi að hann hafi fijótt náð
undraverðum tökum á dönsku. Þetta staðfest-
ir m.a. lítil grein eftir Christian Rimstad í
Gads danske Magasin 1936 sem hann nefnir
To islandske Romanforfattere og fjallar um
Gunnar Gunnarsson og Guðmund Kamban. í
kafla um skáldsöguna Grámann segir Rim-
stad: „/ upphafi rithöfundarferils síns var
Gunnar Gunnarsson enginn sérstakur stílsnill-
ingur [...] En við einbeitingu, eða þá einfald-
lega sökum þroskaðrar sjálfsgagnrýni hefur
hann öðlast einstæð tök á tungumálinu [.. .]
Hér nær skáldleg frásögn þvílíkri fullkomnun
aðenginn danskfæddur rithöfundur, ekkieinu
sinni Johannes V. Jensen, gæti orðað hana
betur.“
í stuttu máli máli má segja að Saga Borgar-
ættarinnar fái heldur lélega einkunn hjá Otto
Gelsted, svipað er að segja um sögulegu skáld-
söguna Fóstbræður, sem hann gefur þó skárri
einkunn. Hann hrífst þar af hröðum og mynd-
rænum lýsingum frásagnarinnar en finnst
sjálf persónusköpunin ekki sannfærandi. Og
sérstaklega finnst honum að sögulegt viðhorf
Gunnars Gunnarssonar til víkingatímans sé
ábótavant.
Síðan víkur Otto Gelsted að „lífssýnar-
skáldsögunum" og sérstaklega að Sælir eru
einfaldir og þar kveður við allt annan tón
(bls. 47): „Það mætti spyrja, hvort það finnst
nokkur skáldsaga í dönskum samtímabók-
menntum sem er tæknilega uppbyggð afslíkri
snilld."
Þá verður honum einnig starsýnt á sál-
greinandi þætti í Sælir eru einfaldir og hér
bryddir hann á „ófaraminninu“ sem hann síð-
ar fjallar um í sérstökum kafla og bendir
réttilega á að sé sameiginlegt í Sögu Borgar-
ættarinnar, Ströndinni, Vargi í véum, Sæ[ir
eru einfaldir og leikritinu Dyret med Glorien,
þ.e. að illskan og ógæfan hrannast saman
uns hið mikla reiðarslag ríður yfir.
Eins og Siguijón Björnsson siðar í bók sinni
um Gunnar Gunnarsson, Leiðin til skáldskap-
ar, fínnur svo Otto Gelsted forsendu ófara-
minnisins í hinum sjálfsævisögulegu skáld-
sögum, tveimur fyrstu bókum Fjallkirkjunn-
ar, Leik að stráum og Skipum heiðríkjunnar,
sem hann á engin orð um önnur en lofsyrði.
í tilefni af útkomu Skipa heiðríkjunnar skrif-
aði sjálfur Sophus Clausen grein í Lolland-
Falster Folketidende 16.11. 1925, og þau orð
gerir Otto Gelsted að sínum:
„Spennan, sem er í nútimaskáldsögunni
óumflýjanleg plága eins og rímið í ljóðagerð-
inni, fær sem betur fer ekki leyfi til að grugga
og eyðileggja helgisögublæ ferðalýsingarinn-
ar. Að Islendingur með hesta og búshluti,
Ijölskyldu og vinnufólk, flytur burt af bæ sín-
um til að setjast að á nýjum stað eftir margra
daga erfíði, áhyggjur, blót og spaugsyrði, það
veitir sýn á kjörum landnámsfólksins fyrir
þúsund árum [. . .] víðfeðm og unaðsleg mynd
af gamalli, íslenskri bændamenningu, af lífí
íslenskra og fomnorrænna bænda, sem bæði
þar og annars staðar er að hverfa.“
Otto Gelsted lýkur svo umfjöllun sinni með
þessum orðum (bls. 71): „Sjálfsævisagan er
hingað til stórbrotnasta, listrænasta og mest
lifandi verk Gunnars Gunnarssonar. Fá lönd
eiga fegurri lýsingu á gamalli menningu sinni
en þá sem hann hefur hér gefið íslandi.“
■k
Árið eftir að bók Ottos Gelsteds, Gunnar
Gunnarsson, kom fyrir almenningssjónir kom
svo út önnur bók með sama nafni. Að þessu
sinni var höfundurinn Kjeld Elfelt. Bókin er
nokkra stærri en bók Gelsteds, eða 122 blað-
síður að lengd. Nú gæti maður freistast til
að halda að hún væri einhvers konar svar
við bók Gelsteds frá árinu áður, að hér færi
fram lærður „diskúrs" með pró og kontra.
En svo er þó ekki, bók Elfelts er fyrst og
fremst sjálfstæð greining á bókmenntaverk-
um Gunnars Gunnarssonar, þeim sömu og
Gelsted tók til umfjöllunar árið áður. Auðvit-
að era höfundar ekki alveg samdóma um ein-
stöku verk, td. fínnst Elfelt meira til um
Sögu Borgarættarinnar en Gelsted, en fin'nst
aftur á móti minna til um Fjallkirkjuna en
honum. Auk þess er ævisögulegi inngangur-
inn hjá Elfelt mun ítarlegri. Hann hefst þann-
ig (bls. 7): „Frá aldamótum hafa þónokkrir
íslendingar lagt skerf að mörkum danskra
bókmennta, allir með sérstæða hæfíleika og
sérstæðan þrótt. Gunnar Gunnarsson er vafa-
laust sá þeirra sem mest hefur skrifað og auk
þess sá merkasti í bókmenntalegu tilliti [...]
Hann hefur unnið af þrautseigju og ná-
kvæmni sem hefur skipað honum i fremstu
röð danskra rithöfunda og danskra bók-
mennta.“
Hér bryddir sem sagt á því sem mér fínnst
eins og hafi lengi verið á reiki hjá þeim dönsku
bókmenntafræðingum sem fjölluðu um Gunn-
ar Gunnarsson: Var hann danskur rithöfund-
ur eða íslenskur?
★
Hátindur rithöfundarferils Gunnars Gunn-
arssonar er áratugurinn 1923-33. Á þeim
árum skrifar hann sín stærstu' verk, Sælir
eru einfaldir, Fjallkirkjuna, Svartfugl og Viki-
vaka. Þá skrifaði hann einnig mikið í blöð
og tímarit og hélt fyrirlestra, m.a. um hina
stjómmálalegu hugsjón sína að sameina öll
Norðurlönd í eitt voldugt ríki. Aðdáendur
hans voru ekki aðeins þröngur hópur mennta-
manna, hann var elskaður af mörgum, einnig
umdeildur. Átti líka til að vera ómyrkur í
máli og réðst þá ekki á garðinn þar sem
hann var lægstur. í október 1927 fengu há-
skólastúdentar hann til að halda hátíðaræðu
á rússagildi sínu og þar lýsti hann, að sögn
Viborgs stiftstidende, yfír stríði við ríki, kirkju
og háskóla, og þó einkanlega bókmennta-
kennslu og bókmenntarannsóknir. Og hefur
nú margur látið sér nægja minni háttar and-
stæðinga. Stúdentamir hylltu hann að sjálf-
sögðu sem boðbera andlegs frelsis, en bók-
menntamaðurinn Hans Brix, sem var prófess-
or við Kaupmannahafnarháskóla, var miður
hrifínn. í viðtali í Politiken 9. október 1927
segist Hans Brix hneykslaður, „að hann taki
nú ekki meira mark á svona löguðu hnjóði,
en þó að götustrákur æpti að honum ókvæðis-
orð, þegar hann værí á kvöldgöngu til að
kaupa blaðið sittf' Mánuði seinna er svo upp-
reisnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson kominn
austur til Moskvu á rithöfundaþing og hann
iýsir áhrifum af borg og fólki í bréfi til Politi-
ken 13. nóvember 1927. Þar er það ekki leng-
ur uppreisnarmaðurinn sem stýrir penna,
heldur hinn aðgætni, hófsami og allt að því
spámannlegi bréfritari sem sér að lenínisminn
er undirlagður sömu örlögum og trúarlegt
dogma: „Hinir trúuðu eru þegar farnir að
leggja út af orðum Leníns, — og deila um
túlkun á þeim.“ Og hann lýkur bréfinu þann-
ig: „Lítum á myndina af verkamanninum á
fímmrúbluseðlinum, er það hann sem á eftir
að sigra heiminn?Eða mun einnig hann ganga
sig upp að hnjám, verða úti á endalausum
auðnum eiginhagsmunagræðginnar, heims-
kunnar og stéttatogstreitunnar?'
Gunnar gerði annars víðreist á þessum
áram, hann hlaut margskonar styrki og heim-
boð, m.a. til Lissabon og einnig þaðan skrifar
hann bréf til Politiken. Líkt og í Moskvubréf-
inu er það hinn skyggni sjáandi, sem sér
undir hið fágaða yfírborð borgarinnar, það
eru ekki hallir og skrauthús auðs og aðals
sem verður honum að umtalsefni, heldur fá-
tækt, flækingskettir og barnavændi.
Ritdómar dönsku dagblaðanna frá þessum
árum era næstum allir mjög jákvæðir, og
Gunnar hefur þá öðlast óumdeilanlegan sess
í dönsku menningarlífi, og jiað er næstum
eingöngu rætt um hann sem Islending. Gunn-
ar var danskur ríkisborgari, hann var giftur
danskri konu, hann bjó í Danmörku og skrif-
aði á dönsku, en viðfangsefni bóka hans var
alíslenskt. Og á íslandi var hann fæddur og
hét íslensku nafni. Þessi sérstaða Gunnars
kemur skemmtilega fram í skopteikningu í
grínblaðinu Blæksprutten 1928. Þá voru uppi
raddir í Danmörku um stofnun „Danskrar
akademíu" á borð við þá frægu „Sænsku
akademíu" sem úthlutar Nóbelsverðlaunum.
Það var töluverð umræða um þetta í Politiken
og teiknari Blæksprutten teiknaði mynd af
„Hinni dönsku akademíu", þar sem ritstjórar
Politiken svífa yfir hinni djúpvitru samkundu.
Nálægt miðju vitringanna situr Gunnar Gunn-
arsson með íslenskan fána i hönd. Þessi
skemmtilega mynd segir betur-en margt ann-
að hver staða Gunnars Gunnarssonar var í
dönskum bókmenntum á þriðja og fjórða ára-
tugnum.
★
En af hverju þegja þá hin stóru ritverk
um danskar bókmenntir þunnu hljóði um
Gunnar Gunnarsson í dag? Ég gat þess hér
að framan að ég hefði heyrt nokkrar skýring-
arsagnir, mýtur, um þögn danskrar bók-
menntasögu um Gunnar Gunnarsson. Og best
gæti ég trúað að engin þeirra sé rétt. Það
er augljóst að margir þeirra sem skrifuðu
greinar um hann á 3. og 4. áratugnum töldu
hann íslenskan rithöfund. Það sjónarmið verð-
ur svo alveg ofan á þegar hann flytur heim.
Árið 1939 varð Gunnar fimmtugur, og í
tilefni afmælisins og jafnframt þess að þá
var hann að flytja til Islands héldu átta félaga-
samtök honum heiðurssamsæti í hátíðasal
Stúdentasambandsins. Félögin voru Danska
rithöfundasambandið, Norræna félagið, Stúd-
entasambandið, Dansk-íslenska félagið, Ung-
ir landamæraverðir, Dansk-finnska félagið,
Norska félagið og Sænska fyrirlestrasam-
bandið. Meðal fjölmargra ræðumanna var
Hakon Stangerap, og birtist ræða hans síðar
sem grein í bókinni Portrætter og Protester
sem kom út árið 1940. Þar segir (bls. 86-93):
„Það er ekki með öllu án trega að við höldum
upp á fímmtugsafmæli Gunnars Gunnarsson-
ar, því afmælishófíð er einnig kveðjuhóf. Hinn
mikli íslenski rithöfundur, sem hefur búið hjá
okkur í meira en 30 ár, flytur nú í sumar frá
Danmörku og snýr aftur til íslands." Síðan
víkur Hakon að rithöfundarferli Gunnars í
Danmörku og segir þar að „sé Gunnar Gunn-
arsson bitur í lund þegar hann yfírgefur
Danmörku, — og til þess bendi nokkur orð
sem hann hafi látið falla, — þá skyldi hann
minnast þess að það var í Danmörku sem
hann varð skáld og eignaðist lesendahóp, —
þó svo að það væri ísland sem hann orti til
og um...“ Og hann lýkur máli sínu þannig:
„ Við hyllum Gunnar Gunnarsson á afmælinu
og við brottför hans sem skýrt og djúpt með-
vitaðan íslending, góðan danskan rithöfund,
en fyrst og fremst sem sannan Norður-
landabúa."
Á þessum orðum má glöggt sjá hvernig
þjóðerni Gunnars sem rithöfundar er á reiki
hjá Dönum. Ræða Stangeraps hefst á umsögn
um hinn „mikla íslenska rithöfund" og henni
lýkur með umsögn um hinn „góða danska
rithöfund". Og sjálfur hef ég séð hvernig
dönsku bókaverðirnir sem unnu við samningu
Avis kronik index voru tvístígandi yfir þjóð-
emi hans. Þegar fyrsti hluti Heiðaharms,
Brandur paa Bjarg kom út á dönsku á því
herrans mikla stríðsári 1942 höfðu danskir
bókaverðir þegar unnið við indexinn í tvö ár.
Þar er gagnrýni um nýútkomnar bækur skipt
niður eftir þjóðemi höfunda. Fyrst era ritdóm-
ar um Brandur paa Bjarg settir í skrána um
danska rithöfunda, mánuði seinna eru þeir
svo settir bæði í skrána um danska og er-
lenda rithöfunda, og frá september 1942 eru
þeir eingöngu settir í skrána um erienda rit-
höfunda. Og í handbókinni frá Politikens for-
lag, Vor tids Hvem skrev hvad 1914-1955:
Danmark og udlandet efter 1914, er Gunnar
Gunnarsson settur í hóp útlendra höfunda.
Nú skulum við einnig muna, að fyrir þá
sem skrifa danska bókmenntasögu er málið
hreint ekki svo einfalt. Danskar og norskar
bókmenntir hafa verið fléttaðar saman á
löngu tímabili, norskir öndvegishöfundar, t.d.
Ibsen og Björnson, skrifuðu á tungumáli sem
var einhvers konar danska og svo var um
marga fleiri. Og margir góðir Norðmenn
ætluðu hreint af göflum að ganga þegar
Danir gátu um þessa höfunda í skrifum um
danska bókmenntasögu. Dönum var legið á
hálsi fyrir að vilja stela norskum andans verð-
mætum og gera að dönskum. Og þar sem
Danir eru sómakærari en mörgum íslendingi
þykir gott að játa, þá brugðu þeir auðvitað
hart við og þurrkuðu alla Norðmenn út af
skáldaregistri sínu.
Og svona eru nú laun heimsins, Norðmenn
ásaka Dani fyrir að skrifa um norska rithöf-
unda í danskri bókmenntasögu, Islendingar
ásaka þá fyrir að skrifa ekki um íslenska rit-
höfunda í sömu sögu, og sannast nú enn hið
fornkveðna, að það er erfítt að gera svo öllum
líki.
Um þá þagnarkenningu að Gunnar Gunn-
arsson hafí verið svo „trívíelt" eða lélegt skáld
að hann þess vegna fljóti ekki með í danskri
bókmenntasögu nútímans, held ég að þurfi
ekki að fjölyrða, og nægir í því tilefni að vitna
til þeirrar umfjöllunar um verk Gunnars
Gunnarssonar sem ég hef þegar bent á. Þeir
fjölmörgu ritdómar og greinar sem ég hef
haft möguleika á að lesa segja allt aðra sögu.
Þeir segja að nýrra bóka eftir Gunnar Gunn-
arsson var ávallt beðið með eftirvæntingu af
stórain lesendahópi. Þeir era ekki ávallt sam-
dóma, sumir ritdómarar eru hrifnari en aðrir,
en það er ekkert nýtt. Og allir einkennast
þeir af því að verið er að dæma ritverk eftir
stórskáld. Ef litið er yfír þá skrá sem ég hef
gert mér af ritdómum um verk Gunnars
Gunnarssonar, þá sést að öll helstu dagblöð
Danmerkur fjalla um bækur hans, bæði borg-
arleg dagblöð, sósíaldemókratísk og kommún-
ísk dagblöð, kristileg dagblöð og óháð dagböð
á árunum 1912-1955 og meðal höfunda era
Sophus Clausen, Hakon Stangerup, Tom
Kristensen, Otto Gelsted, Harald Nielsen,