Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 14
[ Listamaðurina í vinnustofu sinni (ca. 1629). Fagurlistasafnið í Boston. Málarinn mikli frá Leiden Nafnið Rembrandt Harmensz van Rijn hefur lengi haft sérstæðari og dýpri hljóm í sálar- kviku málara, en flestra annarra sem pentskúf hafa mundað í allri sögu málaralist- arinnar. Rembrandt er málari sem allir geta verið sammála um að hafi búið yfir snilldartökum, jafnt hinir róttækustu framúrstefnumálarar sem hinir íhaldssömustu og ósveigjanlegustu fulltrúar erfðavenjunnar eru sammála um það. En hver svo þessi leyndardómur skynjunarinnar, sem virðist náskyldur guðdóminum í hinu óhöndlanlega? Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Ekki fyrir þá sök að hann bæri ægishjálm yfir alla aðra málara, því að réttilega mætti benda á jafnoka hans ogjafnvel færari snill- inga, en það sem gerir málarann svo sér- stæðan er hinn dularfulli, draumkenndi þokki og yfirskilvitlegi blær, sem er yfir verkum hans. Það er líkast, sem hann hafí fyrir einhveija guðlega forsjón hitt á óræð- an töfratón, sem enginn málari fyrr né síð- ar hefur meðhöndlað á jafn augljósan og sláandi hátt. í London lauk hinn 24. maí sl. merki- legri sýningu, er gengið hafði um þrjár borgir Evrópu og var evrópskt-amerískt samvinnuverkefni, m.a. fjármagnað af Am- erican Express og er framkvæmdin tilefni ritsmíðarinnar. Eins og gerist um slíka jöfra á listasviði. hafa þjóðsögur hrannast í kringum Rembrandt og sumum meintum eiginleikum meistarans verið haldið fram og orðið að goðsögn. Og skyldi það ekki vera eðlilegt, jafn mikil ráðgáta og myndir hans voru mönnum lengi vel, og eru ertn? I hinum mörgu sjálfsmyndum sínum frá efri árum birtist Rembrandt okkur sem hinn íhuguli og lífsreyndi sjáandi, er mildum og spakvitrum augum beinir að skoðandanum. Yfír ásjónu hans, eins og svo margra þeirra sem hann málaði, bregður líkt og gullnum birtuljóma eilífrar fortíðar, er virkar eins og seiður á skoðandann og heldur honum föngnum. Og sjálfsmyndir hans frá fyrri tímaskeiðum bera vitni ungum forvitnum málara, sem rannsakandi rýnir inn í framtíð- ina eða glöðum manni á hátindi lífs sfns og listferils, er minnist brosandi við lífíð með ástina sína Saskíu sitjandi á hnjám sér. Lfnan lék einnig snemma í höndum lista- mannsins og 24 ára rissar hann upp snilldar- mynd af sér þar sem hann eins og hræddur og óttasleginn horfír mót heiminum. Af þessum sjálfsmyndum má ráða að skapgerð hans átti sér mörg, óræð sem augljós blæbrigði, og ekki hefur það rýrt áhuga manna né forvitni á persónunni að baki. Myndimar bera einnig vitni umbrota- sömu líferni með eiginhyggjuna að leiðar- ljósi fremur en hið siðræna, sammannlega og trúarlega. En sýnu mest var þó forvitnin frammi fyrir sjálfum málaranum Rembrandt og aðferðum hans. Hvemig fór hann nú eigin- lega að þessu hafa ótal leikir og lærðir velt fyrir sér í aldanna rás og spumingin hefur sífellt orðið áleitnari eftir því sem tækninni hefur fleygt fram. Þó, vel að merkja, ekki málunartækninni, heldur þeirri véltækni, sem hver og einn í vestrænum heimi hefur fyrir framan sig, allt um kring, og sífellt verður fullkomnari. Eftir því sem maðurinn verður háðari köldum tækniheimi og snerti- skynið rýmar að sama skapi, þeim mun óskiljanlegri verða honum snilldartaktar meistara fyrri alda, er studdust einungis við hendumar og skynfærin. Og maðurinn er í hættu, því það er andstætt lífínu að fjarlægj- ast í þeim mæli skynfærin, hina eðlisbomu lifun, og allt það sem ekki verður þreifað á, en er þó frumskilyrði lífs og þróunar. List Rembrandts byggist nefnilega síður á tækninni en næmu og óviðjafnlegu snerti- skyni, sem er afrakstur háþroskaðs skyn- sviðs. Menn hafa nefnilega uppgötvað, eins og vikið verður nánar að, hve skynsvið Rembrandts var einstakt og þá er kannski hinni miklu spumingu um snilli hans svarað að nokkru. Skynsviðið er það sem nútímamaðurinn hefur fjarlægst hvað mest í viðleitni sinni við að henda reiður á öllum þekkjanlegum fyrirbærum og skilgreina þau, flokka og hólfa í það óendanlega. Skynsviðið er annar heimur og öðruvísi ástand, sem er kjarninn í mikilli og djúpri lifun og fæðir einnig af sér mikla list. Afleiðingar þessarar þróunar hafa ekki látið á sér standa og blasa hvarvetna við í heiminum, t.d. í niðursoðnum fjarstýrðum athöfnum og ólífrænum stöðluðum skóla- kerfum, sem byggjast á því að fóðra at- vinnuvegina en úthýsa öllum mjúkum gild- um og þar með kraftbirtingi lífsins um leið. Rembrandt er málari, sem allir geta ver- ið sammála um að hafí búið yfir snilldartök- um, jafnt hinir róttækustu framúrstefnu- málarar sem hinir íhaldssömustu og ósveigj- anlegustu fulltrúar erfðavenjunnar eru sam- mála um það. En hver er svo þessi leyndardómur skynj- unarinnar, sem virðist náskyldur guðdómin- um og hinu óhöndlanlega? Sennilega hefur van Gogh, landi Rembrandts, sem dáði list hans og elskaði, lýst því. einna skilmerkilegast í bréfí. „Rembrandt er slíkur yfírþyrmandi leyndar- dómur, að hann er fær um að tjá hluti, sem ekki fínnast orð yfír á neinu tungumáli." Með því er van Gogh að meina, að veigurinn í list Rembrandts sé hið ósegjanlega, auk þess að mynd sé mynd, dálítið alveg sér- stakt, og allt annarrar tegundar en orð, og hefur um leið svip af háleitri tjáningu. Rembrandt er einnig ljósasta dæmi þess, að það er ekki einungis orðið, sem er undir- staða andans, heldur liggur sálin einnig í hinu sjónræna, málverkinu og vinnu lista- mannsins með efnið á milli handanna. Hrifningu van Gogh á samlanda sínum má enn frekar marka af því sem hann sagði eitt sinn um málverkið „Gyðingabrúðurin" í Ríkislistasafninu í Amsterdam: „Ég hefði gjaman gefíð tíu ár af lífí mínu, ef ég hefði mátt halda áfram að sitja fyrir framan þessa mynd í tvær vikur, með einungis þurran brauðhleif í mat.“ Hann var einn af þeim, sem sem gat ekki gefíð neitt endanlegt svar um tækni Rembrandts — „myndimar líta síður út fyrir að vera málaðar af manns- hönd, en að hafa-orðið til fyrir eðlilega skikk- an náttúrunnar". Rembrandt hefur oft verið í sviðsljósinu á síðari tímum, en aldrei eins og hin síðari ár. Fyrmm var það vegna þess, að ný mál- verk voru uppgötvuð, sem sögð voru frá hendi hans, eða metverðs þekktra mynd- verka hans á uppboðum. En á allra síðustu ámm helst fyrir það, að hvert málverkið af öðm hefur verið afskrifað sem verk meist- arans, sum þeirra heimsþekkt og um aldir dáð listaverk, sem hafa verið í heiðurssessi á listasöfnum og valin í veglegar útgáfur um list hans. Það var öðm fremur persónuleg afstaða hans til lífsins, sem var forsenda gagnrýni og endurmats. Nokkrar bækur á níunda áratugnum hafa umbylt fyrri skoðunum á listamanninum og verkum hans og eins og segir tekið goðsögnina í sundur lið fyrir lið. Ein síðust þeirra er „Vinnuveitandinn Rembrandt", eftir Svetlönu Alpers frá Berkeley í Kalifomíu, er út kom 1988. Rakst sá er hér ritar á eintak af bókinni í þýskri þýðingu í bókabúð í Kassel sl. sumar og festi sér umsvifalaust. Svetlana lítur ekki á Rembrandt sem hinn gallalausa meistara af guðs náð, heldur yfírmann á stóra verkstæði, þar sem hann umkringdur hópi af lærlingum sviðsetur ímynd sína. Kerfísbundið á hann að hafa fullkomnað hin myndrænu einkenni sín og miðlað til hjálparsveinanna. En þetta var nú einmitt gangurinn á þeim tímum og telst naumast meiri háttar afhjúpun né heldur það, að laga málverkið eftir þörfum tímans um mikið og áberandi hlutverk í þjóðfélag- inu, þar sem listamaðurinn var með mörg andlit og setti sig í stellingar gagnvart hinu trúarlega, sem fram að því hafði verið áskil- ið Guðsoninum og kumpánum hans. Rernbrandt var nú ekki lengur Rem- brandt, heldur öllu fremur margar grímur, fjölleikahús og tæknileg fullkomnun. Með öðmm orðum Rembrandt var orðinn mód- eme! En hvað segja svo staðreyndir okkur um allar þessar volgu uppgötvanir? Fyrir hið fyrsta villti Rembrandt ekki á sér heimildir og nefndi sig meira að segja koopman (kaupmann), hann rak um skeið listaverkasölu og seldi ekki einungis verk eftir Rembrandt og lærisveina, heldur jafn- vel eftir ekki minni jöfra í málaralistinni en Rubens og Giorgione! Þá skal bent á lagagrein fagfélaga tím- anna, sem bönnuðu lærisveinum meistar- anna að mála öðmvísi en þeir! Ný tækni og endurvakin forvitni um þenn- an mikla meistara varð til þess að rúmum tuttugu ámm áður en Rembrandt-sýningin komst í burðarliðinn, nánar tiltekið 1968, var gerður út starfshópur fjármagnaður af hollenzkum vátryggingarfélögum til að rannsaka lífsverk listamannsins niður í kjöl- inn, samtíð hans og einkalíf. Þessi starfshópur alþjóðlegra sérfræðinga 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.