Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Page 16
Hafmenn eru gjaman í víkum og vogum, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Myndirnar eru eftir greinarhöfundinn. það menningarstig sem hún stendur á. Dæmi um slíkt er rafmagnið sem ekki er langt síðan skilið var til fullnustu en túlkað gegnum aldimar á ýmsa vegu þar sem það birtigt sem elding, hrævareldur o.s. frv. Sæbúar við strendur íslands skiptast í grófum dráttum í þijá flokka. Yst búa marstrambar og martröll, þá koma mar- mennlar og grynnst búa hafmenn og ganga oft á land. Sigfús Sigfússon, þjóðsagnasafn- arinn mikli, sá samfellu milli þessara vera og þeirra sem á landi bjuggu á þann hátt að hafmenn samsvöruðu álfum, marmennlar dvergum, marstrambar jólasveinum og mar- tröll tröllum. Ekki verður farið nánar út í þá samlíkingu hér. Hafstrambar Og Margýgir í þeirri fomu bók Konungsskuggsjá er greinargóð lýsing á hafstrambi.: „Svo er sagt um það skrímsl ... að það sé í Græn- landshafí. Það skrímsl er mikið vexti og af hæð og hefír staðið upprétt úr hafínu. Það hefur svo sýnst að það hafi mannsherðar, háls og höfuð, augu og munn og nef og höku; en upp frá augum og brúnum þá hefur verið líkast sem maður hafí haft á höfði hvassan hjálm. Axlir hefír.það haft svo sem maður en engar hendur ... Jafnan þegar þetta skrímsl hefír séð verið, þá hafa menrt og vitað vísan storm í hafí eftir. Það hafa menn og markað hversu það hefír horft eða fallið síðan á sjó þá það hefír steypst en ef það hefír horft að skipi og þangað steypst þá hafa menn víst vitað sér manntjón á því skipi; en ef það hefír horft frá skipi og þangað steypst þá hafa menn verið í góðri vilnan að þeir mundi halda mönnum þó þeir hitti stóran sæ og storma mikla." Þannig getur hafstramburinn spáð fyrir um örlög sjómanna og er það einkenni býsna algengt á íslenskum kjmjaverum að gega sagt fyrir hið óorðna. Sjómaður á smábát frá Ólafsfírði sagði mér fyrir stuttu sögu af því að þegar hann var á handfærum út við Grímsey hafí hann allt í einu séð tróna yfír sér hvalshaus sem seig svo lóðrétt, hægt og rólega aftur í djúp- ið. Þessi saga er skemmtilega tengd sögum af hafstrambinum hvaða ályktun svo sem dregin er af því. Þá hló Marbendill slensk þjóðtrú birtist meðal annars í mjög skáldlegum hugmyndum um allskonar furðuverur í hafínu og við strendur landsins. Þessum sæbúum má skipta í þijá flokka: Yst búa marstrambar og martröll, þá koma marmennlar, en næst ströndinni eru hafmenn „íslensk þjóðtrú birtist meðal annars í mjög skáldlegum hugmyndum um allskonar furðuverur í hafínu og við strendur landsins. Þessum sæbúum má skipta í þrjá flokka: Yst búa marstrambar og martröll, þá koma marmennlar, en næst ströndinni eru hafmenn og ganga þeir stundum á land.“ Texti og teikningar: HARALDURINGI HARALDSSON og ganga þeir stundum á land. Þegar norrænir landnámsmenn Islands tóku að sníða samfélagi sínu form og setja því lög lá þeim á að kveða skýrt upp úr up að enginn mætti sigla með gapandi tijónu að ströndum landsins. Slík ófriðartákn skyldu niður takast þar sem annars var á því hætta að landvættir og aðrar verur nátt- úrunnar teldu að sér vegið, aðkomumaður væri óvelkominn og þeir sem fyrir væru hlytu fínæði og angur af vættunum. Þeir trúðu því að ekki einungis þeir sem hefðu jörðina sér að fótaskinni byggju hana held- ur voru hólar, fy'öll og vötn bústaðir margvís- legra vætta sem öllum var til góðs að búa með og hafa ekki í móti sér. Sæbúar Við Strendur LANDSINS Hér verður lítillega fjallað um um íslensk þjóðsagnadýr og vætti og þá sérstaklega hvað varðar útlit þeirra og af sumum eru myndir. Það er nokkrum vandkvæðum bund- ið þar sem „meðaltalsvætturin" er vand- fundin ekki síður en meðaljóninn í mann- heimum. Þjóðsögur og sagnir eru oft á skjön hvað varðar útlitslýsingar á fyrirbærum sem gefin eru sömu nöfn. Það er því óhjákvæmi- legt að taka nokkuð skáldaleyfí og velja úr og taka útúrsnúning úr fleygum orðum Ara fróða fyrir sannindi: „Hafa skal það er skemmtilegra reynist." Þessi fyrri grein er helguð sæbúum, einkanlega þeim sem hafa á sér mannsmynd. Það er líkast til vegna fábreytts landdýralífs sem kynjaverur eru svo miklu fjölbreyttari í sjó og vötnum og einnig kann þar að vera komin skýringin á því hve oft þær eru í mannslíki. Víðátta hafsins og hyldjúp vötn gátu geymt hvað sem er. Manneskjan hefur ætíð túíkað um- hverfi sitt og það sem gerist í því og hefur ekki annað betra tæki en vitsmuni sína og Margýgur Margýgurin á sér margvísleg nöfn, ss. hafgúa, martröll og meyfískur. Hún er mik- ið ferlíki og í yngri sögnum um uppruna hennar er hún annaðhvort drottning eða kóngsdóttir í álögum. Meyfískurinn er við- sjál skepna og syngur fagurlega til að hæna að sér skip sæfarenda sem oftar en ekki sigla á hljóðið og falla þá í svefn en hafgú- an dregur þá með sér í hafdjúpið. Svo fjölbreytt er efnisskráin að sagt er að hún geti sungið öll lög nema hinn lat- neska messusöng „Te deum“ eða Til guðs. -Einu sinni elti hafgýgur skip, og söng í sí- 'fellu þangað til allir skipveijar voru sofnað- ir að einum undanskildum. Hann var hinn mesti listamaður til söngs og söng öll iög með henni, og á meðan hann gat það var honum enginn háski búinn, því ekki var hætt við að hann sofnaði. Loks tók hann að syngja upphafíð af „Te deum“ og hvarf þá margýgurin. Sjaldan er getið um söng hjá íslenskum hafgýgum en systur þeirra erlendar, haftneyjarnar, syngja mikið eins og Ódysseifur fékk að kenna á á heimleið sinni frá Trójuborg eins og frægt er orðið. í íslandslýsingu Resens er Iýsing af mar- gýg höfð eftir Oddi biskupi Einarssyni: „Fer- líki þessi eru til með kvenmannsskapnaði, þau hafa kvenmannshöfuð með löngu hári. Skegglaus eru þau. Þau hafa háls, herðar og bijóst eins og konur. Neðri hluti líkam- ans er í físks líki. Ekki er hægt að sjá greinarmun milli fíngranna því þeir eru skeyttir saman með þunnri himnu eins og fætur sundfugla. Andlitið er mjög voðalegt með víðum kjafti, úttútnuðum kinnum og grimmilegu augnaráði." Aðrar sögur bæta því við að hárið sé rauðgult og hrokkið og neðri hluti þeirra sé í hvalslíki. Marmennlar Marmennlar eða marbendlar, eins og þessi tegund er oft nefnd, eru lágir á leggjum en höf- uðmiklir og búkdigrir. Þeir lifa á sjávarbotni og sjást sjaldan ofan- sjávar, nema þegar þeir hafa verið dregnir á færi sem stundum kom fyrir. Voru þeir þá oftar en ekki að dytta að eldhússtrompum sínum og má á því sjá áð þeir kveikja eld ekki síður en mennskir menn og búa í svipuðum híbýlum. Eðli málsins samkvæmt eru sögur nokkuð Margígur; tröllsleg kona að ofan, hval- ur að neðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.