Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Page 17
fáorðar um háttu marmennla en þó er vitað
að þeir fást við búskap á líkan hátt og stund-
aður var í bændasamfélaginu og eiga fá-
gæta góðar kýr, þær eru sægráar að lit og
hafa blöðru milli nasanna eða framan á
grönunum. Stundum koma heilir hópar af
sækúm á land sjálfkrafa og kúasmali jafn-
vel með þeim. Hann leitast við að reka þær
sem mest hann má aftur í sjóinn. Þá gefst
snarráðum tækifæri til að komast í nánd
við gripina og sprengja blöðruna. Þá kom-
ast kýmar ekki aftur í sjó og verða spakar,
annars yerður ekkert við þær ráðið. Sækýr
eru góðár mjólkurkýr og góðar til undaneld-
is, þær hafa stundum komist í eigu ís-
lenskra bænda með því að þeir hafa náð
að sprengja blöðm þeirra eins og áður er
getið, eða að marmennlar sem dregnir hafa
verið í land hafa sent þeim sækýr í þakkar-
skyni fýrir að flytja þá aftur til heimkynna
þeirra því það eitt þráir marmennill sem
numinn er á brott.
Marmennlar eru fáorðir en vitrir. Þeir
vita um fólgna hluti og spá fyrir um framtíð-
ina. Komist þeir undir manna hendur láta
þeir ekkert af hæfileikum sínum nema á
móti komi frelsi og flutningur á sama stað
og þeir voru dregnir á færið.
Marmennlar eru friðsamir og meinlausir
og valda mönnum engu tjóni nema hvað
þeir hafa gaman af að leysa öngla af færum
og þarf að láta hnúta liggja í kross til að
veijast því. Á því má merkja að marmennl-
ar séu illa kristnir og eiga það sammerkt
með vættum.
Marmennill við uppáhaldsiðju sína: Að leysa öngla af færum fiskimanna.
ÞÁ Hló Marbendill
í þjóðsögum Jóns Árnasonar er þessi
saga af viðskiptum marmennils við
mennska: „Einu sinni reri bóndi nokkur til
fiskjar og dró marbendil. Bóndi leitaði
margra vega máls við hann, en marbendill
þagði við og svaraði engu nema því að hann
bað bónda að sleppa sér niður aftur en bóndi
vildi það ekki. Síðan hélt bóndi til lands og
hafði marbendil með sér. Kemur þá kona
hans til hans í fjöruna og fagnar bónda sín-
um blíðlega: Hann tók því vel. Þá hló mar-
bendill. Síðan kemur til bónda hundur hans
og flaðrar upp um hann ofur vinalega, en
bóndi slær hundinn. Þá hló marbendill ann-
að sinn. Eftir það heldur bóndi heim til
bæjar síns, á leiðinni dettur hann um þúfu
og meiðir sig. Bóndi reiðist við og lemur
þúfuna alla utan. Þá hló marbendill þriðja
sinn. í hverst sinn er marbendill hló þá
spurði bóndi hann að hveiju hann hafi þá
hlegið, en marbendill þagði æ og svaraði
engu. Bóndi hafði nú marbendil hjá sér um
ár og fékk þó aldregi orð af honum. En að
annarri jafnlengd frá því er bóndi hafði
dregið marbendil þá biður hann bónda að
flytja sig til sjóar og hleypa sér niður aft-
ur. Bóndi sagðist skyldi gera það ef hann
segði sér að hveiju hann hefði hlegið þrisv-
ar þá er hann flutti hann heim með sér.
Marbendill kvaðst það ekki gera mundu
fýrr en hann hefði flutt sig á sjó fram þang-
að sem hann hefði dregið sig í fýrstu og
léti sig þar niður fara.
Bóndi gerir nú svo, að hann flytur mar-
bendil á hið sama mið er hann hafði hann
upp dregið; og sem þeir eru þar komnir þá
segir marbendill: „Hið fýrsta sinn hló ég,
að því er kona þín fagnaði þér svo blíðlega,
því að hún gerði það af falsi, en eigi af
elsku, og hefir hún fram hjá þér. Annað
sinn hló ég að því er þú barðir hund þinn,
því að hann fagnaði þér af tryggð og ein-
lægni. Hið þriðja sinn hló ég að því er þú
lamdir þúfuna, en peningar eru fólgnir í
þúfunni og vissir þú það eigi.“ Síðan fór
marbendill niður, en bóndi gróf í þúfuna
og fann þar mikið gull.“ Allt reyndist það
satt sem marbendill sagði.
Hafmenn
Þó marmennlarnir væru mestu mein-
leysisgrey var ekki sama um nábúa
þeirra hafmennina að segja. Þeir eru
mestu meinvættir og ráða mönnum
bana ef minnstu möguleikar skapast.
Margar misvísandi lýsingar eru af
hafmönnum og kunna sumar að
stafa af þeim sið þeirra að á stund-
um sveipa þeir sig ýmsum sjávargróðri rétt
eins og við veljum okkur fatnað. Gömul lýs-
ing kveður þá „svipa til karlmanna ... og
hafi eins og mannshöfuð og sé það skeggj-
að, en hvirfillinn sé hvass upp, og sé svipað-
ast því sem á honum sé nokkurskonar mit-
ur. Háls og herðar séu eins og á manni, en
hendur séu engar. Fyrir neðan geirvörtur
sjáist eitthvað svipað trésvigum, sem kopp-
arar gyrða með tunnur."
í fjölda annarra hafmannasagna, sem
allar eru frá Norður- og Austurlandi, er
mun meira mannsmót á þeim. Þeir eru
nokkru stærri en mennskir menn og ramm-
ir að afli, fráir á fæti og fimir að klifra.
Þeir eru mannætur og tilgreint er sumstað-
ar að þeir séu svartir að lit. Þeir eru hálir
og harðir viðkomu eins og gler og oft þakt-
ir skeljum að utan eins og væru þeir klædd-
ir í skeljastakka og á einum stað er talað
um skeljaröggvarfeld. Þetta eru engar
venjulegar skeljar því að högl hrökkva af
þeim líkt og vatn af gæs og komi högg á
þær heyrist líkt og blágrýti sé barið. Þó er
allraf óvarinn blettur á hafmanni hvað vel
sem hann brynjar sig. Hann er á bijóstinu
og er þeim bani búinn ef tekst að koma þar
á þá höggi.
Hafmaðurinn í Sköruvík
Þessi saga sem hér fer á eftir er dæmi
um hversu viðskotaillir hafmenn geta verið,
en einhver veginn er það þó svo að íslensk-
ir garpar sigra ætíð að lokum.
„Sigurður hét bóndi, er bjó í Sköruvík
snemma á þessari öld. Hann var maður fjáð-
ur vel, og átti fjölda sauða, enda byggði
hann sér sauðahús langt frá bænum, þar
sem jarðsælast var á vetrum. Það var við
sjó og skerst lítill vogur inn í landið. Fýrsta
aðfangadagskvöld eftir að húsið var byggt
hvarf sauðamaður bónda. Hans var leitað
en það kom fyrir ekki. Næsta ár fór allt á
sömu leið og vildu nú fáir ráðast til bónda
en svo fór þó að lokum að hann fékk dug-
andi fjármann. Þegar leið að jólum brýndi
Sigurður bóndi alvarlega fyrir sauðamanni
sínum að hýsa sauðina fýrir dagsetur að-
fangadagskveldið, en hann gaf því lítinn
gaum og kvaðst fara sínu fram. Svo fór sem
áður, að sauðamaður kom ekki heim um
kveldið. Bóndi gekk til smiðu sinnar í býtið
jóladagsmorguninn og stóð þar til kvelds.
Hafði hann þá smíðað sér atgeir úr stáli
sem var hálf önnur alin á lengd og hið
mesta tröllvopn að sterkleika. Auk þess
hafði hann smíðað sér langa stöng og digra
úr íslenskum rekavið, og festi þar í atgeir-
inn. Jóladagskveldið gekk bóndi til sauða-
hússins og var þá hálfrokkið. Tungl var í
fyllingu en ekki runnið þegar bóndi kom
að húsinu. Hann beið þar nú nokkra stund
og bar ekki til tíðinda. Litlu síðar rann
máninn svo gjörla mátti sjá hvað gerðist.
Logn var á víkinni og bárust aðeins litlir
öldugárar að landi. Nú sér bóndi að boðar
rísa á víkinni og öslaði svartur maður ákf-
lega stórvaxinn upp að fjörunni og gljáði á
hann allan í tunglskininu. Bóndi þóttist vita
að þetta væri hafmaður og lét ekki á sér
bæra. Þegar hafmaðurinn er í fjörunni geng-
ur hann að stórum þarabing og tætir hann
allan í sundur og dró út úr honum ræfil af
mannslíkama og hóf að naga ketleifarnar.
Þóttist bóndi sjá afdrif sauðamanns síns og
gerði háreisti nokkra svo hafmaðurinn
heyrði. Hann réðist umsvifalaust á bónda.
Hafmaðurinn átti upp bakka að sækja
Hafstrambi rekur höfuð og axlir upp úr djúpinu.
og þegar hann er komin upp í hann miðjan
leggur Sigurður atgeirnum fyrir bijóst þess-
um Ijanda og fylgir fast eftir. Þetta gengur
svo nokkra hríð en hafmaðurinn mátti ekki
komast upp bakkann þar sem atgeirinn stóð
í bijósti hans og rakst ætíð í sjávarkamb-
inn. Hann mátti því snúa við og skreið hel-
særður til sjávar en Sigurður saknaði aldrei
sauðamanns eftir þetta.
Hér hefur verið fjallað um furðuverur sem
búa í söltu vatni við strendur landsins sem
skipta má í hópa eftir svipuðum einkennum
og nöfnum sem koma aftur og aftur fýrir
í þjóðsögum. Ótölulegur fjöldi skrímsla og
einstakra fyrirbæra liggur óbættur hjá garði
að sinni. í næstu grein verður m.a. sagt frá
fjörulalla, urðarketti, moðormi, dýrakóngi
og Lagarfljótsorminum.
HÁLFMENNI
í erlendum sögum er mikið um verur sem
eru menn til hálfs við einhveija dýrategund,
nægir þar að nefna kentára, sem voru menn
og hestar og Minotaurus _sem var naut að
ofan en maður að neðan. Á íslandi eru fáar
sögur af slíkum verum. Einna ítarlegast er
sagt frá Nadda sem var viðskotaillur hálf-
maður á 16 öld. Hann var austfirðingur og
hafði bústað sinn í Njarðvíkurskriðum milli
Njarðvíkur og Borgarfjarðar. Nafn sitt fékk
hann af því þegar hann hreyfði sig um
glamraði í fjörugijótinu, það hét á aust-
firsku að nadda. Hann varð brátt svo magn-
aður að hann sat fýrir mönnum og veitti
þeim bana. Svo rammt kvað að þessu háttar-
lagi að þjóðleiðin um Njarðvíkurskriður
lagðist niður. Ólafur Davíðson segir sig
ráma í sögur um að Naddi hefði verið í
hundslíki að neðan. Ekki kemur það heim
og saman við frásögu mannsins sem sigraði
óvættina, hann segir Nadda hafa verið í
dýrslíki að ofan en tilgreinir ekki tegundina.
í Bolabás austanundir Reynisfjalli í
Skaftafellssýslu bjó annað ferlíki, Urðar-
boli. Hann var maður ofan mittis en annað
hvort í selslíki eða nautslíki þar fyrir neðan.
Hann hljóðaði ákaflega í vondum veðrum
en gerði engum manni mein sem ekki abbað-
ist upp á hann að fýrra bragði. Urðarboli
hafði það fram yfir Nadda að tala manna-
mál og hafa spádómsgáfu, hann lagði m.a.
lánleysi á mann sem gerði sér far um að
sjá hann, en slíkt var honum illa við enda
var hann ljótur og vesældarlegur.
Þriðja vætturin af þessu tagi var í heim-
inn borinn í Stagley á Breiðafirði. Þar bar
kýr skrýmsli hálfu í selslíki en í mannslíki
afturparturinn. Ekki er svo að sjá að fjósa-
manninum hafi á nokkurn hátt verið bland-
að í rnálið, en svo hræddir urðu menn að
þeir köstuðu ódáminum rakleiðis í hafið.
Ári síðar kom vætturin úr hafínu og lagðist
í básinn þar sem hún hafði í heiminn kom-
ið. Engum gerði dýrið mein og hélt til hafs
á ný. Svo virtist sem það hafi komið af
þeirri einu hvöt að vitja æskustöðvanna.
Naddasaga
Af endalokum Nadda er þessi saga:
Jón hét bóndi á Gilsárvöllum í Borgar-
firði, hann var í heimsókn hjá sínu fólki í
Njarðvík. Hann var seinn fyrir og ákvað
að fara Njarðvíkurskriðurnar. Menn báðu
hann að hætta sér eigi skriðurnar undir
nótt. En hann skeytti því engu og fór af stað.
Þegar hann kom í dýpsta gilið í vestan-
verðum skriðunum, þar sem óvætturin hafð-
ist við og heitir síðan Naddagil (Naddahell-
ir er þar ofar frá). Þá kemur óvætturin á
móti honum og ræðst þegar á hann. Er
eftir honum haft að hún væri í dýrslíki að
ofan en maður að neðan. Sótti Naddi á að
færa hana niður að sjónum. Urðu nú ærið
harðar, illvígar og langar sviptingar með
þeim. Varð þó óvætturin að þoka austur
skriðurnar undan Jóni því sagt er að hann
hafi haft járnstöng í hendi og var mesta
heljarmenni sem þeir feðgar allir. Þegar kom
á háan meljaðar litlu austar í skriðunum
varð leikurinn svo harður að Jón sá tvísýnu
á lífi sínu. Gerði hann þá það heit að ef
hann sigraði, skyldi hann reisa þar minnis-
mark um guðs vernd á sér. Þá brá svo við
að björtum ljósgeisla sló sem eldingu niður
á milli þeirra Jóns. Við það ómætti Nadda.
Hrökk hann þá niður úr götunni og dragnað-
ist ofan gjögur í sjóinn. En Jón komst mar-
inn og blár og blóðugur í Snotrunes, sagði
tíðindin og hvað eigi framar mundi verða
mein af Nadda. Síðan lét hann reisa kross
á jaðrinum með faðirvori á latínu og þeirri
áskorun að hver sem færi þar síðar um
skyldi kijúpandi lesa þar Faðirvor. Þar á
var líka vers. Hélst sá siður fram á miðja
19.öld.
Framhald í Lesbók eftir áramót.
Höfundur er myndlistarmaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 17