Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 19
Glímuflokkurinn á Ólympíuleikunum í London 1908. Talið frá vinstri: Jóhannes Jósefsson, sem keppti fyrstur íslendinga á Ólympíuleikum, hér í búningi að hætti
fornmanna. Hann keppti í frjálsu fangi. Hinir sýndu íslenska glímu. Talið frá Jóhannesi: Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur Sigurjónsson Hofdal, Sigurjón
Pétursson, Páll Guttormsson, Jón Pálsson og Pétur Sigfússon.
þurfti hann að koma til að leiðbeina og
skera úr og því von á fréttnæmu í návist
hans. Sir William framkvæmdastjóri sagði
hárri röddu frá samþykkt bresku ólympíu-
nefndarinnar um þátttöku íslendinga. Við
hans orð opnaðist veggur Dana. Þeir voru
þarna sjálfir með tvo sýningarflokka í leik-
fimi. Auðséð er á skrifum blaðamanna að
þeir hafa hrifist af festu Jóhannesar og
hans karlmannalega fasi, þar sem hann
rann eigi af hólmi fyrir dönskum kapteini.
Blaðamenn munu hafa átt við hann nokk-
urt viðtal. Kynni blaðanna af íslensku sveit-
inni og foringja hennar munu hafa orðið
þess vaidandi hve glímusýningin fékk mikla
athygli blaðanna og blaðamenn fylgdust vel
með frammistöðu Jóhannesar í fangbragða-
keppninni. Fasmikil sveit undir Hvítblánum
hélt inn á leikvanginn þar sem laugardaginn
12. júlí var efnt til fjölþættra íþróttasýninga
á leikvangi ÓL. Áhorfendur voru um 20.000.
í Sports Supplementary í blaðinu The We-
ekly Dispatch mátt lesa um sýningu glímu-
mannanna: „Nokkur sýningaratriði voru
þama, ekki var síst áhugaverð sýning ís-
lensku fangbragðamannanna." Mörg atriðin
á sýningunni hlutu enga umfjöllun.
Blaðið The Sporting Life birti stóra mynd
13. júlí sem The World’s Graphic Press tók.
Þessi mynd er birt hér með greininni í fyrsta
skipti á íslandi. Sama dag birtist í blaðinu
The Daily Mirror mynd af glímumanni taka
mjaðmahnykk. Undir myndinni stóð:
„Áhorfendur á leikvanginum sl. laugardag
sáu athyglisverða sýningu íslendinga á
fangbrögðum. Sérkenni þessa íslenska
fangs eru belti sem iðkendur bera. Ó1 um
mitti og ein um hvort læri. í ólarnar eru
höndum gripið til átaka.“
Sýning glímumannanna hefur greinilega
vakið athygli, því að myndir birtust vart
af öðrum sýningum.
Ólympíuleikar í Mótun
Flokkur glímumanna frá UMFÍ hafði
lokið fyrri sýningu sinni undir stjóm Jóhann-
esar Jósefssonar. Daginn eftir skyldu
Ólympíuleikamir, hinir fjórðu í röð þeirra
endurvöktu, verða settir á White-City-leik-
vanginum í London af Játvarði VII. Þarna
skyldi fara fram keppni í fijálsum íþróttum,
sundi, hjólreiðum og fangbrögðum fyrir
augum 68.00 áhorfenda 13.-25. júlí. Leik-
vangurinn var nýstárlegur og þótti undra-
vert að Englendingum tókst að reisa hann
á l‘/2 ári. Þeir höfðu hlaupið í skarðið fyrir
ítali, sem höfðu tekið að sér leikana en orð-
ið að hætta við vegna goss í Vesúvíusi og
fjárskorts. Desborough lávarður, enskur
skylmingakappi á Aþenuleikunum 1896,
lyfti því Grettistaki að sameina dreifð sam-
tök íþróttamanna, ráðamenn Lundúna, ríkis-
ins og þeirra, sem áttu að standa að heims-
sýningu þetta ár, til þess að taka að sér
leikana. Horfið var að því ráði að leikarnir
skyldu fara fram 27. apríl til 31. október
eða vara í sex mánuði og dreifast víða á
aðstöðu til keppni ýmissa íþrótta, t.d. Temsá
(róður), Wight-eyju (siglingar) o.s.frv.
Keppni í knattleikjum fór ekki fram fyrr en
í október. Sú nýjung var upptekin á þessum
leikum, að sjálfstæðar þjóðir skyldu ganga
inn á aðalleikvang við setningarathöfn leik-
anna undir þjóðfánum og keppendur klædd-
ir sérstökum íþróttabúningum. Vanda skyldi
til athafnarinnar svo að hún yrði vegleg
hátíð. Leikvangurinn var rúmur rammi fyr-
ir margþætt hátíðahöld. Hlaupabrautin var
að lengd um 540 m og utan hennar hjól-
reiðabraut rúmlega 600 m að lengd, sund-
laug 100 yarda löng og viðarpallar. Það var
dapurt fyrir þjóðrækna og vörpulega unga
íslendinga að fá ekki að ganga inn á þetta
glæsta svið í fylkingu 2.056 keppenda und-
ir fánum 22 þjóða.
I setningarathöfninni var Jóhannes í fylk-
ingu Dana. Pétur Sigfússon, sem var yngst-
ur í glímumannasveitinni, skrifaði í ævisögu
sína eftirfarandi: „Við íslendingarnir vorum
ekki þátttakendur í skrúðgöngunni inn á
leikvanginn, þegar leikamir voru settir, en
það var mikilfengleg sjón og hátfðleg stund
og leikvangurinn var stórkostlegur."
Hugleiðingar þessar lét Jóhannes hafa
eftir sér í ævisögu sinni: „Nú má hver meðal-
sauður ímynda sér hvernig mér hafi liðið,
þegar að kappglímunum kom, að ganga til
leiks í flokki þeirra, sem höfðu gert sig
bera að fjandskap gegn íslenzkum þjóðar-
sóma, og það undir blaktandi Dannebrog.
Og greindur maður má spyija sem svo,
hvemig annar eins funa þjóðernissinni og
Jóhannes Jósefsson hefði mátt orka því að
ganga þannig undir merki Dana.
Sannleikurinn er sá, að það var ekki skap-
stillingu minni að þakka, heldur hinu, að
mér heppnaðist að telja sjálfum mér trú um
að ég gengi ekki undir danska fánanum,
heldur fyrir aftan hann! Þar væri ég ekki í
hópi danskra íþróttamanna af fijálsum vilja,
heldur hlekkjaður af mínum hluta þeirra
viðja, sem Danir höfðu haldið íslendingum
öllum í um aldir. Og þessa hlekki hafði ég
heitstrengt að hjálpa til að bijóta.
Mér var fróun í því að horfa á bakið á
danska glímumanninum, sem gekk á undan
mér. Hann var í milliþyngdarflokki. Ef svo
vildi til að við glímdum saman, þá skyldi
hann fínna fyrir því með hvaða hugarfari
ég hefði gengið nauðugur í dönskum flokki
til þessa leiks.“
JÓHANNESí
Grísk-rómversku Fangi
í 1. tbl. 7. árgangs Ólympíublaðsins er
greinin „Jóhannes á Borg keppti fyrstur
Islendinga á Ólympíuleikunum". Greinar-
höfundur getur þess að Jóhannes hafí keppt
í grísk-rómversku fangi í flokki Dana, sem
er rétt, því að í leikaskrá er hann skráður
„Danmörk (ísland)“. Sjá má af skrifum
enskra (Life og Evening News) og danskra
(Politiken) blaða, að eftir að blaðamenn í
fylgd með framkvæmdastjóra leikanna,
William Henry, urðu áheyrendur að er hann
varð að skera úr þrætu fararstjóra danska
Ólympíuliðsins, Fritz Hansen, og Jóhannes-
ar Jósefssonar, þá gættu þeir í skrifum sín-
um, og jafnframt í Politiken, að geta Jó-
hannesar sem íslendings. Af skrifum þeirra
þá daga meðan keppni í grísk-rómversku
fangi fór fram var Jóhannes sá er þeir fylgd-
ust nánast með og dáðu. Þeir hrifust greini-
lega af einurð hans og karlmennskusvip,
þar sem hann stóð í litklæðum framan sveit-
ar glímumannanna og krafðist þess að þeir
fengju að ganga inn á leikvanginn til sýning-
ar á glímu sem íslendingar. I opinberri frá-
sögn forstöðunefndarinnar að leikunum
loknum, þar sem greint var frá þátttökuþjóð-
unum og fjölda íþróttamanna frá þeim,
stendur: „Iceland 1“ (ísland einn þátttak-
andi). Eins og sjá má á árangursskrá 73
kg flokksins í grisk-rómversku fangi, sem
hér er birt, stendur: Jósefsson, Jóhannes IC
(nr. 7). IC stendur fyrir Iceland. Á þremur
stöðum (nr. 5, 14, 17) stendur við þijú nöfn
DE, þ.e. Denmark. Það er því eigi ofsagt
hjá ritstjóra Ólympíublaðsins að Jóhannes
keppti fyrstur Islendinga í ÓL. Hitt er svo
annað mál að flokkurinn gekk ekki inn til
setningarhátíðarinnar og Jóhannes gekk í
flokki Dana næst eftir væntanlegum við-
fangsmanni sínum, Anders Andersen, sem
Jóhannes kveðst í ævisögu sinni hafa lesið
pistilinn um hvers hann mætti eiga í vænd-
um. Þó Jóhannes segi sig hafa látið Danann
í keppninni fínna fyrir Islendingnum, þá er
hið rétta að þeir áttu að eigast við um 3.
verðlaun (bronsið) en Jóhannes mætti ekki
til leiks vegna meiðsla. (Sjá á árangursskrá
nr. 7 og 17.) í fyrmefndri grein er tekið
upp úr ævisögu Jóhannesar (sjá bls.
153-155) að andstæðingurinn hafí leikið
sér að því að viðbeinsbijóta hann. Sá hafi
heitið Frank Andersson. Hann hét Mauritz
Andersson (Svíi), sem Jóhannes átti við er
hann meiddist, og hlaut 2. verðlaun í flokkn-
um (silfur). Jóhannes og Mauritz áttust við
út lotu (20 mín.) án þess að annar hvor
hlyti byltu og dómarar treystu sér ekki að
gera upp á milli þeirra í stigagjöf, því voru
þeir látnir halda áfram í 10 mín. í viðbót.
... Að þeim loknum dæmdist Mauritz hafa
borið af Jóhannesi að stigum og unnið sér
rétt til að keppa við landa sinn, Frithiof
Mártensson um gullið, en Jóhannes skyldi
fást við Danann um bronsið, sem hlaut það
án viðureignar. Jóhannes, eins og allir sem
lentu í 4. sæti, hlaut: „Diplom of Special
Merit“ (sjá mynd af sliku heiðursskjali). Á
skrá yfir sigurvegara í tveimur flokkum
keppnisgreinarinnar er þessa getið. Rétt
þykir að birta þessar heimildir ásamt þeim
hluta bréfs Thure Petersson, formanns
skráningamefndar FILA (Alþjóða fang-
bragðasambandsins), til þess að taka fyrir
allar missagnir um frammistöðu Jóhannes-
ar. Ekki síst í ævisögu hans sjálfs.
Einnig hafði greinarhöfundur undir hönd-
um blaðagreinar skrifaðar í ensk og dönsk
blöð meðan á leikunum stóð. í einni er náið
rakin beiting bragða og gefnar upp tíma-
lengdir viðureigna, sem ber saman við tíma-
skráningu viðureigna Jóhannesar, sem
Thure Petersson skýrði frá í bréfi sínu frá
í ágúst 1989 til greinarhöfundar:
„Hér skalt þú fá greinargóða frásögn
um viðureignir Jóhannesar Jósefssonar í 73
kg flokknum í ÓL í London 1908. Tuttugu
og einn keppandi kom til leiks i flokknum.
Tíu áttust við í fyrstu umferð, en ellefu
sátu hjá, meðal þeirra Jóhannes. Lotulengd
20 mínútur. Sá er tapaði viðureign var úr
leik, því voru 16 sem gengu til leiks í ann-
arri umferð. í henni mætti Jóhannes Ung-
verja, Miklos Orosz. Sigraði Jóhannes með
byltu eftir 12.10 mín. á haustaki ásamt
mjaðmarhnykk. í þriðju viðureign fékkst
hann við Svía, Axel Frank. Vann viðfangs-
manninn eftir 2Vi mín. á því að endastinga
honum á herðamar. Jóhannes var hér með
kominn í undanúrslit og átti þá við Svía,
Mauritz Andersson, í heila lotu og 10 mín-
útna framlengingu. Yfirdómari leitaði álits
meðdómara, sem dæmdu Svíann sigurveg-
ara á stigum. Jóhannes hafði þar með unn-
ið sér rétt til að keppa um bronsverðlaunin
við Dana, Anders Andersen. Jóhannes varð
að gefa viðureignina sökum meiðsla, sem
hann hafði orðið fyrir í undanúrslitunum."
Formaður skráningamefndar FILA tók
fram í lok bréfs síns, að upplýsingar þessar
væm fengnar úr opinberum ólympskum
skýrslum ÓL 1908.
UMSAGNIRBLAÐA
Hinn 21. júlí stóð í danska blaðinu Politik-
en: „í dag hafa íjjórir af fangbragðamönnum
okkar í miðþungaflokki grísk-rómversks
fangs verið í eldlínunni og unnu allir. Axel
Larsen lagði Hollendinginn Duym, Johannes
Eriksen sigraði hinn enska meistara E.H.
Bacon, íslendingurinn Jósefsson, sem er
„Medlem af det danske HoId“, lagði Ung-
veijann Orosz og Anders Andersen sigraði
á stigum hinn sterkbyggða Hollending Lor-
enz.“
í The Sporting Life spáði einhver F. Lord
J. Jósefssyni (Iceland) sigri. Danska blaðið
Politiken 21. júlí 1908: „Viðureignir í mið-
þungaflokki í grísk-rómversku fangi hófust
í gær kl. 10 á stóra pallinum við enda sund-
laugarinnar inni á ÓL-Ieikvanginum. Viður-
eignirnar vora mjög áhugaverðar fyrir
áhorfendur. Danimir þrír, Axel Larsen,
Anders Andersen og Johannes Eriksen og
íslendingurinn Jósefsson sigruðu allir í
fyrstu umferð. (Þeir sátu yfir í 1. umferð,
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 19