Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Qupperneq 23
Séð yfir öskjugígana miklu, Sete Cidades. MiIIi vatnanna tveggja er hægt að aka
yfir á brú.
tijástofna, sem grafist hafa í gjóskunni fyrr
á öldum, þegar vikur féll yfir skóglendi.
Eðlilega geta komið geilar í vikurskaflana
þegar regnvatn streymir niður hlíðar, en
gróðurinn verndar yfirborðið víðast hvar og
jarðvegseyðing er því fátíð. Einu gróðurlausu
svæðin eru í malarnámum og nýjum hraun-
um. Fyrir ofan 2.000 metra er fyrst hægt
að finna gróðurlaust svæði í hæstu fjöllum
eins og á Pico, sem nær 2.351 m hæð. Ann-
ars eru ótal eldgígar grasi grónir. Þangað í
gígbotnana safnast vatn, sem síðan er hægt
að veita niður til byggða í rörum eða gömlum
hefðbundnum veitustokkum úr hlöðnum
steini.
Fróðlegt var að skoða hinar ótalmörgu
eldstöðvar og höfðum við ágæta leiðsögu-
menn og fróða bílstjóra sem óku okkur út
um eyjarnar í skoðunarferð.ir. Á San Miguel,
sem er stærsta eyjan í klasanum, eru stórir
sprengigígar eða öskjur, svo sem öskjurnar
í Furnas-dalnum. Þar eru nú miklir gígbotn-
ar og sigdalir fylltir vatni. Eru þar á stöku
stað hverir og laugar í gömlu eldstöðvunum.
Víða hefur svæðið verið friðað fyrir ferða-
menn sem koma og skoða hverina og nátt-
úrufegurðina í kring. Hefur fram að þessu
einkum mátt nýta hitann í laugunum til
baksturs og matargerðar. Nú eru hins vegar
uppi hugmyndir um að bora í þessi svæði
og er samband haft við Orkustofnun hér á
landi við þær væntanlegu framkvæmdir, og
einnig hefur Norræna eldfjallastöðin í
Reykjavík leiðbeint vísindamönnum þar með
jarðreksmælingar. Lengra niðri í dalverpinu
er þorp og veitingastaður. Þar er hægt að
fá að bragða á góðmsætum hverabökuðum
réttum, svo sem „Cozido nas Caldeiras", sem
er blanda af kjöti og grænmeti moðsoðið í
heitum leirnum. Þar innar af veitingastaðnum
er frægur garður með burknatijám, musteris-
tijám (Ginko biloba) og skrauttjömum. Var
garðurinn upphaflega gerður á 18. öld af
óðalsbónda, sem var mikill listamaður og
fagurkeri. Fleiri eru þorp í dalnum með heit-
um og köldum uppsprettum. Var athyglis-
vert að koma að hringtorgi eins þorpsins þar
sem bullandi heitt vatn rennur úr einni lind
en kalt jámmengað ölkelduvatn úr annarri.
Þar er hvítur kísill og hverahrúður sem hrú-
gald á miðju torgi, en hús og tijálundir allt
í kringum þetta náttúmgerða skrautverk.
Austur á eynni San Miguel er askjan mikla,
sem heitir því einkennilega nafni „Sete Cida-
des“, eða Borgirnar sjö. Er þar um að ræða
ógnarstóra sprengigíga. í þeim eru tvö vötn
samliggjandi, Græna- og Bláa-lón, og liggur
brú -á milli þeirra. Stendur þorp í sigdældinni
austanvert við annað lónið, en skógar eru
ræktaður í barmi gígsins. Ekkert afrennsli
er úr vötnunum, en rás hefur verið gerð í
barminn, til þess að hleypa burt yfírfalls-
vatni, þannig að aldrei hækki svo í stöðuvatn-
inu að það flæði upp í þorpið.
Frá San Miguel flugum við til Faial-eyju.
Höfuðstöðvar á þeirri eyju em í bænum
Horta. Þaðan fómm við upp um dalverpi, sem
var byggðasvæði Flæmingjanna frá Hol-
landi. Þarna hafa þeir stundað nautgriparækt
og gert osta,_ sem kallaðir em Flæmingjar
(Flamingo). Á ökrum sínum ræktuðu þeir
hveiti og möluðu kornið í vindmyllum að
hollenskum sið.
Ekið var upp á hæsta fjall eyjarinnar, sem
er Geitafjall, rúmlega þúsund metra hátt.
Þar var útsýni mikilfenglegt. Fjallið er í brún
mikillar öskju, sem er tveir km í þvermál.
Komið er að háum hrygg gígbarmsins og
þar gengið inn um jarðgöng að innri barmi
gígsins. Blasir þá við 400 m djúpur gígsvelg-
ur, og blæs þaðan köldu upp úr djúpinu.
Lentum við þarna í hagléli og stormi. Eitt
sinn var vatn í gígbotninum, en árið 1957
þvarr vatnið í gígnum, en á sama tíma gaus
vestar á eynni. Gaus' þá af sjávarbotni rétt
vestan við Faial-eyju. Fóru hús undir ösku í
nærliggjandi þremur þorpum og varð fólk
að yfirgefa staðinn, því askan var víða þriggja
metra þykk. Smám saman hlóðst upp eyja
áþekk Surtsey, sem varð svo að lokum áföst
landi við endurtekið gos, sem stóð í marga
mánuði og lauk síðast i október 1958. Var
merkilegur viðburður að sjá þetta svæði, sem
nú pr nefnt Punta dos Capelinhos. Þarna
lengdist landið út um einn km, en sjórinn
brýtur ört af móberginu í elddyngjunni.
Ekki er mér kunnugt um að þarna fari
fram athuganir á landnámi lífs á þessu eyði-
landi, en skógræktar- og landgræðslumenn
eru áhugasamir um að sá og planta í svæð-
ið, þar sem berangur höfðans stingur í stúf
við gróðursæld annarra svæða.
Handan sundsins frá Faial blasir við Pico-
eyja með samnefndu risafjalli. Við sigldum
yfir til þorpsins Magdalena á þeirri eyju og
dvöldumst þar í nokkra daga í góðu yfirlæti
í hálftómu gistihúsi.
Pico er önnur stærsta eyjan í klasanum
(447 km2) og liggur nálægt Faial, en straum-
ar eru miklir í sundinu á milli eyjanna og
sigling oft erfið.
SNJÓLÍNA12.000 M HÆÐ
Fjallið gnæfir upp risahátt frá ströndinni
og nokkuð ber þar á nýlegum hraunum.
Þegar komið er spölkorn upp í hlíðar fjallsins
er þar farið yfir lítt gróið hraun, sem rann
þar úr axlargígum 1720. Hraunrennsli hefur
mönnum frá Portúgal þótt dularfullt fyrir-
brigði og er hraun nefnt „misterios" þar um
slóðir. Skógi hefur verið plantað í hlíðar
fjallsins og nær hann upp í 1,500 m hæð.
Álgengust er þar japönsk Cryptomería, en
ofar er mjög kröftugur runnagróður, hávaxin
beitilyngtegund svo þéttvaxið kjarr að það
er ófært skepnum. Ofan 2.000 metra er ber-
angur og var sá hluti hvítur af snjó þessa
daga sem við dvöldumst á eynni, því kulda-
kast hafði gert.
Eyjarskeggjar hafa lifað á því að rækta
upp hraunið eða sækja sjó. Á tímabili voru
þarna stundaðar miklar hvalveiðar, en nú eru
veiði- og bræðslutæki aðeins safngripir. Eru
skutlar, sveðjur og suðupottar víða til sýnis
fyrir ferðalanga og litlir rennilegir hvalveiði-
bátar liggja í naustum. Bændur eru natnir
við að tína hraungrýtið og hlaða því í gijót-
garða, en bera salla og leir á völlinn, svo
hægt sé að rækta grænmeti og aldin í gerðun-
um á milli. Liggja þessir hraungarðar eins
og net um allar hlíðar, en fíkjutré og jarðlæg-
ur vínviður vex í skjóli þeirra. Á öðrum stöð-
um eru svín og alifuglar inni í þannig gerð-
um, en annar búpeningur gengur á betra
engi. Vikurflákar og gamlir gígar eru grasi
grónir en beitilöndin þar eru öll í smáum
hólfum, afgirtum með limgerðum úr þessum
innlendu runnum. Er því allt landið, hraun
og engi, eins og völundarhús eða útskorið
flúr og víravirki yfir að líta.
Mörg húsanna eru hlaðin úr hraunsteini
og falla vel inn í gijótgarðaumhverfið. Við
komum þar inn á heimili þar sem konur sátu
við hannyrðir, saumuðu og hekluðu hördúka.
Húsgögn voru heimagerð og þar var ylur frá
opnum eldi, því annars er rakt í þessum stein-
hlöðnu vistarverum.
Á Asoreyjum er nóg framleiðsla á góðum
matvælum, loftslag milt og fólk getur unað
við sitt. Stundum hafa eyjamar legið í þjóð-
braut, en nú virðast þær vera komnar úr
alfaraleið. Ferðamenn sækja þangað ekki til
þess að njóta sólar og við lslendingar þekkj-
um lítið þessa nágranna okkar í suðri, aðra
eyjarskeggja í Atlantshafí.
Höfundur er erfðafræðingur.
STEFANÍA
EYJÓLFSDÓTTIR
Fjötrar
O! að ég værí
frjáls sem fuglinn
værí fijáls
og svifi um loftin blá
— en ég er mannsbarn
Ég er fangi
fangi allsnægtanna
og hef selt mig í ánauð
fyrír fáeina
koparskildinga
vinnulúin daglangt
Ég ligg andvaka
og hlusta á
umferðarniðinn
liðlanga nóttina
Reikningar
skuldaskilanna
hrannast upp
hrunadansins
kringum gullkálfmn
Ó! að ég væri frjáls
frjáls sem fuglinn
þá flygi ég um
himnasali
þar sem þekkjast
engin landamæri
Þá syngi ég
um dýrðina
á sólskinsdögum
skynjaði líf alheimsins
angan blómanna
og ilm jarðarinnar
— en ég er mannsbarn
Áfall
Áfallið reið yfir
eins og brotsjór
ég fékk ekki rönd við reist
var slitin upp með rótum
Holskeflan þrýstist inn í öll vit
blóðið rann rangsælis
og fraus í æðum
kökkur settist í hálsinn
Flóðaldan kippti fótunum
undan tilverunni
og hreyf mig út í hyldýpið
flæddi yfir líkama og sál
Ég varð flakandi und
sundurtætta heltók
doðinn mig
og dró úr mér allan mátt
Ég var sem þangið
er sogast viljalaust
fram og til baka
í takt við aðfallið
Fengi ég aftur
fest rætur
og þegið næringu
frá móður jörð?
Örlaganomir spunnu
tíminn staðnaði
í álagafjötrum
í hundrað ár.
Höfundur er útivinnandi húsmóðir í
Reykjavík.
íslendingar þekkja vel hvað hraungijót er gott í hleðslur. Á Asoreyjum er gnægð
af þessu byggingarefni og hér sést hvernig þeir nota það, svo og gráan vikur-
stein, til húsbygginga.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 21. DESEMBER 1992 23