Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 26
klassísku listsýnar; málaramir Perugino og
Rafael og arkitektinn Bramante frá Urb-
ino. í verkum sínum leituðust þeir allir við
að birta okkur hið rökvísa og fagurfræði-
lega fullkomna samræmi í sköpunarverk-
inu, sem þeir töldu kristnina og hina heil-
ögu rómversku kirkju vera eins konar sam-
nefnara fyrir.
10
Miklu bleki hefur verið úthellt við að
skýra merkingarlegar ráðgátur í nokkr-
um mynda Pieros. Það sem helst hefur
vafíst fyrir mönnum er merking hinna
dularfullu engla er standa til vinstri á
bak við tréð í Skím Krists, hlutverk
þremenninganna í forgmnni Húðstrýk-
ingarinnar og merking eggsins er hang-
ir niður úr hörpuskelformuðu hvelfing-
unni í Brera-Madonnumyndinni.
Skýringar á slíkum atriðum verða seint
ótvíræðar og hafa trúlega takmarkaðri
þýðingu í tilfelli Pieros en hjá mörgum
öðmm, þar sem formleg framsetning rýmis-
ins er lykilatriði í myndmáli hans, og tilfall-
andi sögulegar eða tímanlegar tilvitnanir
gera ekki annað en í besta falli að undir-
strika þetta magnþmngna myndmál.
En englamir í Skírn Krists haldast í
hendur og em áhorfendur en ekki þátt-
takendur í skímarathöfninni. Menn hafa
séð í þeim hina ecumenisku eða sam-
kirkjulegu hugsjón frá kirkjuþinginu í
Flórens 1439 og bent á að hefðarmaður-
inn lengst til hægri í bakgmnni myndar-
innar á bak við manninn sem er að af-
klæðast til að skírast, sé íklæddur bún-
ingi býsanskra háklerka og gæti hafa
birst Piero við prósessíón í tengslum við
þinghaldið. En í myndinni ríkir slík heið-
ríkja að hér em öllu gerð jöfn skii.
Tréð er tilvísun í hið fullkomna form
súlunnar/Krists, skýin og heilagur andi
í líki dúfunnar á himnum hafa samsvar-
andi form, og í baksýn sjáum við lands-
lag Tíberdalsins, þar sem áin Jórdan er
færð á heimaslóð málarans. Bent hefur
verið á að myndin sé eins og innlegg í
deilu dulspekinga og skynsemistrúar-
manna sem stóð á þessum tíma um hinn
sýnilega heim og það sem býr handan
hans. í þeirri deilu hélt Alberti því fram
að Iistin ætti einungis að fjalla um það
sem „augað sér“ því skilningurinn búi
ekki yfír neinu því sem augun sjá ekki
og augun sjái ekki neitt sem sé skiln-
ingnum ofviða. Dulhyggjumennimir
vildu hins vegar að myndlistin gæfí hið
yfirskilvitlega og ósýnilega í skyn. Hjá
Piero ríkir heiðríkja skynseminnar ofar
öllu. Jafnvel vatnið sem rennur um fæt-
ur Krists er svo tært að það sést ekki
en sýnir okkur botninn annars vegar
og spegilmynd himinsins og landslagsins
hins vegar; birtan kemur bæði að ofan
og neðan og fyllir rýmið og gefur því
altæka merkingu.
11
Húðstrýking Krists er ein frægasta mynd
Pieros, bæði vegna ráðgátunnar sem hún
býr yfír með herramönnunum þrem í for-
grunni, og þó einkum vegna þeirrar full-
komnu framsetningu rýmisins, sem þar
kemur fram. í engri annarri mynd styðst
Piero við arkitektúr í jafnríkum mæli við
að afmarka rýmið. Húðstrýkingin er „inni“
og í bakgrunni, en aðalatriði myndarinnar,
fundur heiðursmannanna þriggja í for-
grunninum til hægri, er „úti“. Tveir þeirra
bera klæði aðalsmanna, en sá í miðið er
líkari engli eða helgum manni og er ber-
fættur. Sá til vinstri með svarta veíjar-
höttinn hefur arabískt eða austrænt yf-
irbragð og er gerandinn í þessari sam-
ræðu. Ráðgátan snýst um hvað hann standi
fyrir og hvað hann sé að segja. Myndin er
gerð fyrir hertogann af Urbino á árunum
1450-55 og varðveitt í hertogahöllinni þar
enn í dag. Hún er máluð á tré og aðeins
Portret af hertogaynjunni Battista
Sforza frá Úrbino, máluð 1465 á viðar-
plötu, 47x33 sm, hluti af mynd með
tveimur vængjum og er andlitsmynd
hertogans máluð á þá. Myndin er varð-
veitt í Uffici-safninu í Flórens.
Piero della Francesca: Blaðsíða úr rit-
smíð hans, De prospectiva pingendi, er
sýna teikningu og formrannsókn á
mannshöfði.
58,4x81,5 cm.
Lítill vafí er talinn leika á að myndin
hafí pólitíska tilvísun. Vangamynd manns-
ins lengst til hægri virðist koma fram í fleiri
myndum Pieros; í Orrustu Eraclio og Cosroe
í kapellunni í Arezzo, þar sem hann er við-
staddur aftökuna, og hugsanlega í mynd-
inni af fundi Salómons og drottningarinnar
af Saba á sama stað, þar sem hann stend-
ur rauðklæddur til vinstri og horfír stíft á
Salomón konung. Hvorttveggja sögulegar
myndir er hafa með samskipti austurs og
vesturs og heiðindóms og kristni að gera.
Höfuðbúnaður og vangamynd Pílatusar í
hásætinu lengst til vinstri virðist líkjast
vangamynd meðreiðarmanns Konstantíns
keisara með krossinn í freskumyndinni um
sigur Konstantíns yfír Massensíusi (sigur
kristninnar og Rómar yfír heiðninni), sem
einnig er í Arezzo. Hvítklæddi maðurinn
andspænis Kristi sem virðist stjóma
húðstrýkingunni ber arabískan vefjarhött
og hefur nákvæmlega sömu steilingu og
handahreyfíngu og maðurinn með svarta
höttinn. Utilokað er að segja til um hvort
hér er um tilviljanir að ræða, en margt
bendir til þess að pólitískt inntak myndar-
innar tengist frekar kirkjuþinginu í Flórens
og falli Konstantínópel í hendur Tyrkja
árið 1453, en pólitískum eijum sem hertog-
inn í Urbino stóð í á róstursömum valda-
tíma sínum, eins og sumir hafa haldið
fram. Þá er sú hugmynd E.H. Gombrich,
að maðurinn með svarta vefjarhöttinn sé
Júdas að skila silfurpeningunum, afar
ósennileg. En pólitískt inntak myndarinnar
bliknar í raun í samanburði við formræna
framsetningu eftiisins, þar sem við sjáum
rýmið skilgreint á fullkomlega rökrænan
Mynd eftir óþekktan málara: ímynd hinnar fullkomnu borgar, tempera á tré, 15. öld, 200x60 sm. Myndin hefur bæði
verið eignuð Luciano Laurana (1420-79) arkitekt borgarhallarinnar í Urbino og Piero della Francesca. Myndin endurspegl-
ar þá skynsemistrú og rökhyggju sem Piero hóf tU vegs. Hin fullkomna borg með sínu fullkomna skipulagi endurspe-
glaði einnig hina fullkomnu og góðu stjómun. Myndin er varðveitt í hertogahöUinni í Urbino.
Ambrogio Lorenzetti: Boðun Maríu,
121x116 sm á tré, máluð 1344, varð-
veitt í Pinacoteca di Siena. í tígulgólf-
inu birtist ein fyrsta þekkta notkun
miðjufjarvíddar í evrópskri myndlist.
26