Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 30
ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR Flótti Ég gat ekki saknað því söknuður minn sér ekki vængi Ég gat ekki horft því hugur minn er bundinn víðáttu fagnaðar Ég sest við hljóðan foss og finn til i að vera fangin af fossinum er að flýja uppsprettu þagnar Betlehem Blátt blóm í fjarska Bær undir hvelfdu þaki Betlehem Stjarna á himni skín vísar vitringum vísustum allra Blátt blóm í beði Lítil stjarna í vöggu liggur barn Borið undir himni Stjörnu skýrri Vísar veginn hijáðu mannkyni Farinn. Á strönd þinni í bátnum bar mig af hafí á strönd þína einmanna, rekkjulaus en þú komst með klæði og barst mér fæði I augum þínum sól og máni skiptust á í augum mínum tóm opið sár sem orð þín ná að græða Enn er ég haldinn ófögn- uði, brim hafsins blundar enn í mér þó er ég jarðarvera kannski þó að hálfu á ég ættir að rekja til hafsins. Þú fagnaðir og frelsaðir mig Ég sem hélt ég ætti hvergi athvarf meðal mennskra manna fremur álfa og huldu- meyja á landi en enn koma mennirnir mér á óvart Nú er ég bundin þér eilífðarböndum ég sem á svo um sárt að binda en kannski verða þetta endalok mín í sorginni Þú segir það og ég trúi trúi þér. Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. Heimspekingur- inn Brynjúlfur frá Minna Núpi 1. Æfi Og Helstu Rit Brynjúlfur Jónsson fæddist að Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi hinn 26. september, árið 1838. Hann lést á Eyrarbakka 16. maí, árið 1914. Séra Valdimar Briern (1848 —1930) sálmaskáld og prófastur í Ámesþingi ritaði Brynjúlfur er þekktastur fyrir sögu sína af Þuríði formanni og Kambránsmönnum, sem líkt hefur verið við íslendingasögur. Minna þekkt er hinsvegar stórmerkileg bók, sem hann hóf að skrifa um sextugt: Saga hugsunar minnar. Þar er líklega að fjnna fyrstu tilraun íslendings til að setja fram og rökstyðja eigin heimspeki í lausu máli og á íslenzku. Kafli úr Ámesingi II, riti Sögufélags Árnesinga 1992. Eftir Atla Harðarsson æfiágrip Brynjúlfs. Þar segir svo frá andl- áti hans: Var viðskilnaður hans einkar hugðnæm- ur. Kvaddi hann alla með virktum og bless- unarorðum, og dó glaður og ánægður og þakklátur við guð og menn. Hann var jarð- aður á Eyrarbakka að viðstöddu miklu fjöl- menni. Var hans mjög saknað af mörgum.1 Brynjúlfur lifði og dó glaður og ánægður eins og heimspekingi ber. En þótt hann sé hér titlaður heimspekingur er hann líklega frægari fyrir sagnaritun og fornleifarann- sóknir. Meðal annars ritaði hann Söguna af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum. Sú bók ein dygði til að halda nafni hans á lofti. Hún er örlagasaga, glæpasaga og um leið héraðssaga Stokkseyrarhrepps og að nokkru Gnúpverjahrepps á fyrri hluta 19. aldar. Um hana farast prófessor Guðna Jónssyni svo orð í formála að útgáfu sinni á sögunni: Á öllu þessu margþætta efni er svo hald- ið, bæði að máli og meðferð, að það er sam- róma á lit [svo] þeirra manna, er bezt hafa vit á, að sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum taki langt fram öllum sams konar alþýðlegum sagnaritum á síðari tímum og sé fyllilega sambærileg við íslend- inga sögur, enda nálega hið eina af sam- kynja sagnaritum, er það verði um sagt.2 Brynjúlfur safnaði þjóðsögum fyrir Jón Ámason og í þjóðsagnasafni hans, Islenskar Þjóðsögur og ævintýri er töluvert af sögum sem Brynjúlfur skráði. Ennfremur sendi hann frá sér þrjár ljóðabækur, skrifaði margar fræðilegar greinar í Árbækur Fom- leifafélagsins og ritaði fjölda blaðagreina um ýmis efni, mest í tímaritin Fróða og Norðanfara. Auk þess sem þegar er talið skrifaði Brynjúlfur eina bók um heimspekileg efni. Sú bók heitir Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna. Hún kom út í Reykjavík árið 1912. í því sem á eftir fer mun ég fjalla um þessa bók. En fyrst ætla ég að fara fáeinum orðum um æfi Biynjúlfs. Brynjúlfur var elstur af sjö bömum hjón- anna Jóns Brynjúlfssonar og Margrétar Jónsdóttur. Þau bjuggu á Minna- Núpi. Fjöl- skyldan var fátæk og því hlaut Brynjúlfur að vinna eins og hann hafði þrek til þótt hann vildi helst af öllu komast til náms. Hann naut engrar skólagöngu nema hvað honum var komið fyrir um hálfsmánaðar- tíma hjá séra Jóni Högnasyni í Hrepphólum til þess að Iæra dálítið í dönsku, reikningi og skrift. Þá var Brynjúlfur 17 ára. Það sama ár var hann sendur á vetrarvertíð. Þótt hann væri lengst af heilsulítill fór hann í verið næstu 13 vetur og nokkur vor. í stuttri sjálfsæfisögu sem birtist í Skími árið 1914 segir hann svo frá þessu tímabili æfi sinnar: Við útróðrana kynntist eg fleiri hliðum lífsins, fleiri mönnum og fleiri héröðum. Þetta get eg með sanni kallað mína fyrstu mentunar undirstöðu. Þó hún væri á næsta lágu stigi, var hún þó betri en ekkert, því við þessar tilbreytingar þroskaðist hugurinn betur en hann hefði gert, ef eg hefði ávalt setið kyr heima. Vorróðra mína reri eg í Reykjavík, og komst þar í kynni við ment- aða menn, svo sem Dr. Jón Hjaltalín land- lækni, Jón Pétursson yfirdómara, Jón Árna- son bókavörð, Sigurð Guðmundsson málara, Áma Thorsteinsson og Steingrím bróður hans, Arnljót Olafsson og Gísla garðyrkju- mann bróður hans. / ... / eg lærði talsvert af viðkynningunni við þessa menn, auk þess sem þeir gáfu mér ýmsar góðar bækur. Á þessum árum lærði eg að lesa dönsku, rita hreina íslensku og skilja hinar málfræðis- legu hugmyndir. Einnig fekk eg yfirlit yfir landafræði og náttúmsögu. Af grasafræði Odds Hjaltalíns lærði eg að þekkja flestar blómjurtir, sem eg sá; varði eg til þess mörgum sunnudögum á sumrin. Jón Árna- son kom mér á að skrifa upp þjóðsögur, þó lítið af því kæmist í safn hans, er þá var nær fullbúið. — Sigurður málari vakti athygli mína á fomleifum; og fór eg þá að nota tækifæri, að skoða rústir í íjórsárdal, og síðan ritaði eg um þær. Á fleiru byijaði eg þá; en lítið varð úr því flestu, því eg varð að veija tímanum til líkamlegrar vinnu, og gat því eigi tekið vemlegum framfömm í bóklegum efnum, meðan eg var best fall- inn til þess.3 Þegar Brynjúlfur var um þrítugt veiktist hann illa. Ekki er vitað hvaða sjúkdómur hijáði hann, en hann varð ákaflega máttlít- ill og þjáðist oft af höfuðverk og svima. Hann var alla tíð síðan ófær til líkamlegrar vinnu._ Virtist nú harla illa komið fyrir hon- um. Á tímabili gat hann ekki einu sinni klætt sig hjálparlaust. Smám saman jókst honum samt þrek svo hann komst á fætur og starfaði síðan ýmislegt sem ekki reyndi á líkamskrafta. Brynjúlfur segir svo frá þessu heilsuleysi sínu: Þó jeg þættist oft áður hafa reynt það, að guðleg forsjón stjómaði lífskjörum mín- um, þá var það samt allraáþreifanlegast í þessu. Þessi raun, sem mjer þótti svo þung að jeg hefði flest viljað vinna til að komast hjá, varð upphaf gæfu minnar, og þá er jeg sá ekki annað fyrir, en að líf mitt væri þegar á enda, gat jeg fyrst farið að lifa samkvæmt eðli mínu. Þá-er jeg nfl. var orðinn óhæfur til líkamlegrar vinnu, gat jeg fyrst farið að æfa mína andlegu hæfíleika, — því á þá höfðu veikindin engin áhrif, og má aðdáanlegt kalla.'1 Þetta var um 1870. Þá var áhugi á barna- fræðslu að glæðast hér á landi og naut Brynjúlfur góðs af, því hann fékk vinnu við að kenna börnum efnafólks. Síðar fékk hann og launað starf hjá Fornleifafélaginu. Jafn- framt þessu var hann sífellt að læra: Varð meðal annars læs á sænsku, þýsku og ensku auk íslensku og dönsku og kynntist undir- stöðuatriðum í heimspeki, eðlisfræði og efnafræði. Einnig velti hann töluvert fyrir sér hagfræði og stjórnmálum. Jafnframt þessu orti hann töluvert, einkum erfiljóð eftir pöntun. Fæst af því er merkilegur skáldskapur. En Brynjúlfur vildi æfa sig á öllum sviðum þótt hann hefði auðvitað ekki hæfileika nema á sumum. í fyrmefndu æfiágripi lýkur Valdimar Briem upptalningu sinni á hinum fjölmörgu áhugamálum hans með þessum orðum: Af því sem sagt hefir verið frá hér að framan, má sjá að hann hefir fengist við býsna margt um dagana. Einkennilegt var það, að hann með sínum fjölbreyttu gáfum virtist vera gjörsneyddur sönglistar hæfí- leikum. Eigi að síður reyndi hann að semja sönglög og syngja, en hvorttveggja mis- tókst náttúrlega með öllu. Henti hann og aðrir gaman að. En hann vildi fást við alt.6 Svona menn kölluðu ítalir „homo univers- ale“ á endurreisnartímanum og eins og sannir endurreisnarmenn hafði Brynjúlfur nokkra ástarhæfileika. Eitt sinn er hann var við barnakennslu í Vatnsdal í Fljótshlíð gat hann son við vinnukonu þar. sem Guð- rún hét Gísladóttir. Drengurinn var nefndur Dagur. Hann varð síðar hreppstjóri í Gaul- veijabæ. Þótt Brynjúlfur hafi alla sína tíð 30

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.