Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 34
skjálfandi sjónvarpsskjánum ásamt tuttugu eða þijátíu ára gömlum auglýsingum á Marlboro sígarettum. LÍF í JEMBER Eftir að hafa aðlagast hitanum og tíma- breytingu, skrykkjóttu rafmagni (kertaljós voru til vonar og vara á baðherbergjum), sjónvarpsfréttum á indónesísku (fleiri fréttir voru frá Evrópu en maður á að venjast í Ástralíu), köldu baðvatni, að bursta tenn- umar upp úr soðnu vatni og nýju matar- æði, kynntist maður umhverfinu smátt og smátt. Ég má til með að minnast á baðvenjur Indónesa. Þqir eru afar þrifnir og fara í bað tvisvar á dag. En fæstir hafa aðgang að sturtum. Baðkar er fyllt af köldu vatni. Síð- an má alls ekki stíga upp í karið, það gera aðeins fáfróðir útlendingar. Maður stendur á miðju gólfí og eys yflr sig vatninu með ausu. Rennandi vatn er mikill munaður sem fæstir njóta. Meðfram þjóðveginum og strætum borg- arinnar eru kúnstugar búðir, alls kyns smá- iðnaður og verkstæði, einnig markaðir þar sem söluvömnni er raðað á ábreiðu á gang- stéttinni, svo þétt, að oft er lítið pláss fyrir fótgangandi. Ekki er minjagnpi í boði held- ur notuð og ný föt, plastílát, matvara og annað þess háttar. Konur reka oft þessi smáfyrirtæki og sjá um götusöluna. Þær sjá einnig um ijármál ijölskyldunnar. Mjög víða má sjá skýli, oft aðeins þak yflr eldunaraðstöðu, eitt borð og tvo tré- bekki. Oft ræður þar ríkjum fullorðin kona. Vegfarendur staldra við. Fá sér te, hnaus- þykkt sætt Javakaffí, smakkast eins og þú hafir aldrei fengið alvörakaffi áður (þær sykra ekki með teskeiðum heldur nota mat- skeiðar og brúnan sykur.), nýtt bakkelsi, ávexti eða annað og hlusta á nýjustu frétt- ir úr bæjarlífinu. Um mjólk eða mjólkurafurðir er vart að ræða. Brauð er aðeins fyrir hástéttina. En nóg er af eggjum og kjúklingum, hrísgijón era notuð í öll mál, líka til þess að búa til kökur, og þá era bananar matreiddir á allan hugsanlegan máta. Hvergi hef ég fengið eins gómsæta banana (litla, sk. Lady-fíng- ur), fyrir utan alla þá dýrðarinnar ávexti sem ég hef aldrei séð eða heyrt um áður. Fólk borðar með fingranum, líka á veit- ingahúsum. Þú hnoðar hrísgijónin í kúlu og setur upp í þig. Betri mat en í Indónes- íu er vart hægt að hugsa sér enda það sem Indónesíubúinn saknar sárast ef hann fer úr landi. (Máltíð án hrísgijóna er honum óhugsandi með öllu.) Og ávaxtadrykkirnir. Melónu-, avocado-, ananas-, epla- og appelsínusafí eða kokteill af öllu saman, ferskir diykkir. Ekki má gleyma grasakonunum. Þær ganga um og selja gula, græna og rauða jurtadrykki sem þær bera í körfu á bakinu. Drykkinn blanda þær eftir að þú hefur sagt þeim vanda þinn. Viltu verða sterkari? Ung- legri? Fallegri? Sennilega er það engin tilvilj- un að yfír þessum konum hvílir sérstakur blær fegurðar og rósemi. Húðin hrakkulaus. Hvíthærð Kona Mig langaði óstjórnlega til þess að taka myndir. Fyrstu vikuna lagði ég ekki í það. Uxana þarf líka að baða. Fólk á þessum slóðum hafði einfaldlega aldr- ei séð evrópska konu hvað þá konu með hvítt hár. Það starði. Snéri sér við á göt- unni bara til þess að horfa. Börnin urðu hissa. Sum þeirra urðu jafnvel smeyk og fóra að gráta. Onnur flissuðu og fannst þetta frámunalega asnalegt, kona með hvítt hár. En eftir að ég hafði farið. nokkrar ferð- ir í bæinn, brosað óspart, svarað hundrað spumingum hvaðan ég væri og hvað ég væri að gera hér, þá spurðust tíðindin. I Jember er nefnilega ekki unnt að eiga nein leyndarmál. Allir vita allt um alla. Þrátt fyrir símaleysi flestra. Fjölskyldurnar búa saman og leysa úr vandamálum á sameiginlegum fundum (ákveða t.d. hver fái umráðarétt yfir bömum við skilnað). Fari maður í heimsókn, hittir maður alla fjölskylduna, bræður og systur, afann og ömmuna, sem ævinlega kemur fram á sjónarsviðið og má ekki missa af neinu. Aki maður einhveijum heim er ekki víst að sá hinn sami búi á einhveijum einum stað, heldur er viðbúið að hann búi um tíma hjá foreldram, í annan tíma hjá systur, frænku eða öðram ættingjum. Veikist ein- hver úr fjölskyldunni fer öll hersingin í heim- sókn á spítalann; ætli einhver fjölskyldumeð- limur að fara burt um tíma, fylgir öll fjöl- skyldan viðkomandi á brottfararstaðinn. Hið versta sem getur hent nokkurn Indónesa er að missa fjölskyldu sína. Eitt er þó það vandamál sem fjölskyldan getur ekki leyst. Er það vandi geðveikra. Geðsjúkrahús era fá og dýr. Fólk veit ekk- ert hvemig það á að bregðast við þessum sjúkdómi. Era þessir sjúklingar því með öllu afskiptir og í sumum þorpum era þeir jafn- vel bundnir við tré. Sígræn gróður- sæld svo langt sem augað eygir: Fjall- lendi á Austur- Jövu. Indónesísk bóndakona með bam sitt. Stjómvöld takmarka bameignir með sérstökum fjölskylduáætlunum. Bam- eignir em nú aðjafnaði 2,2 á fjölskyldu. Þetta vingjamlega fólk vildi allt fyrir mig gera. Ævinlega brosti það. Ég fékk fleiri bros á einu götuhomi en vikum saman ann- ars staðar í heiminum. Ég eignaðist vini og kunningja. Indónesískur vinur minn sagði: „Það kostar ekki neitt að hlæja, þess vegna hlæjum við oft.“ Hér í Jember var ég öragg- ari en í nokkurri annarri stórborg. Brosið Hverfur Ég lagði hikandi upp með myndavélina hið fyrsta sinni. Af nægu myndefni var að taka. Mig klæjaði í fíngurgómana. Ég tönnlaðist á orðunum: „Boleg portret" (Má ég taka af þér mynd), og árla morguns lagði ég upp í gönguferð. Fór ekki í bæinn, mér leist ekki á þá athygli sem myndavél myndi vekja, heldur lagði leið mína eftir stíg að baki hótelsins. Þar vora hrísgijóna- ekrar, bananapálmar, papayatré (Carica papaya - minnir á pálma og aldinin líkjast melónu en bragðast þó betur), kjúklingabú og margt fleira. Allt þetta var ræktað. Hver skiki nýttur til framleiðslu á græn- meti eða ávöxtum. Ég gekk lengi, lengi þar til ég kom að dálítilli húsaþyrpingu fátækra bænda. Þar vora börn að Ieik. Aðeins er um eitt leik- fang þessara barna að ræða. Flugdreka. Ég nam staðar og horfði á leikinn. Strákarn- ir vora stoltir af drekanum sínum. Við brost- um öll. Buðum góðan dag. Þá sagði ég töfra- orðin: Boleg portret? Oh, foto'foto. svöraðu börnin og ég tók myndir. En þegar ég mundaði myndavélina hvarf brosið af vöram þeirra. Alvara augnabliksins var of mikil. Aldrei hafði neinn tekið af þeim mynd. Hélt ég nú áfram ferðinni þar til ég kom að áveituskurði. Þar var kona að baða böm- in sín og eiginmaðurinn að þvo þvottinn. Sagan endurtók sig. Innan skamms birtist gömul amma og auðvitað varð ég að taka mynd af henni líka. Leið mín lá upp á hæð, að annarri húsa- þyrpingu. Húsin vora misjöfn. Víða vora aðeins moldargólf. Allt var þó einstaklega snyrtilegt, greinilega sópað oft á dag með heimagerðum vendi. Lítil börn vora ævin- lega borin á höndum. Aldrei sá ég barna- vagn eða barnakerra meðan ég var í Jemb- 34

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.