Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 35
er. Ekki gat ég heldur séð að ungböm
væru með bleyjur.
Alls staðar var fólk, bograndi á hrís-
gijónaekmnum, með þvott eða ávexti í va-
skafötum eða körfum á höfðinu, menn að
bera vatn, maður með kippur af lifandi
hænsnum. Allir brostu.
Jemberbúinn ber alla skapaða hluti eða
flytur þá á reiðhjólum eða í hjólhestavögn-
um, „bejaks", sem em þriggja hjóla létti-
vagnar stignir af karlmanni. Þeir era al-
gengir hvarvetna og notaðir til vöm- jafnt
sem farþegaflutninga.
Um hádegisbilið ákvað ég að snúa við.
Tvær konur höfðu boðið mér inn í hús sín
en ég afþakkaði. Það hafði mér verið ráð-
lagt vegna þess hve fólk yrði vandræðalegt
og vissi ekki hvað það ætti af sér að gera,
þæði maður boðið.
Næsta dag hafði ég myndirnar undir
höndum og ákvað að gefa fólkinu þær, þeim
sem ég næði til. Varð nú mikill fögnuður
og ég tók fleiri myndir. í áveituskurðinum
var reyndar bóndi að baða uxana sína í
þetta skiptið. Endurtók þetta sig í nokkra
daga. Konur tóku að skipta um föt á börn-
um og ungar stúlkur greiddu sér vandlega.
Öllum fannst ævintýralegt að fá mynd af
sér. Gæti ég sjálfsagt dvalið þama enn við
myndatökur, hefði ég ekki átt bókað far
heim til íslands.
Áður en ég kvaddi þetta indæla fólk,
þáði ég heimboðið. Var það mikil lífs-
reynsla. í húsinu var lítið borð og fjórir
garðstólar. Breitt heimagert' rúmstæði. Að
öðra leyti ekkert. Ekkert á veggjum. Engin
dýna eða sængurföt. Bert steingólf. í loftinu
var ein neonljósapera, var það eina ljósið,
og engar rafmagnsinnstungur sá ég. En
fjölskyldan var glöð, að eiga húsaskjól, klæði
og mat er það sem skiptir meginmáli.
Eftir allt þetta fór ég ósmeyk með mynda-
vélina í bæinn. Bæði ég böm um að fá að
taka mynd, varð ég þegar umkringd stóram
hópi. Bæjarbömin voru ekki eins feimin,
brostu, veifuðu og hoppuðu jafnvei upp til
þess að véra alveg viss um að vera með á
myndinni. Nokkur þeirra sögðu: Money,
money. En ég hristi ævinlega höfuðið og
sagði: Foto, foto. Erfitt var þó að finna þau
aftur til þess að færa þeim mynd.
Sjónvörp, myndavélar, ísskápar, húsgögn
og margt fleira sem okkur þykja sjálfsagðir
hlutir era tæpast fyrir millistéttina, aðeins
þá æðstu.
BÓKAHUNGUR
Að lokum vil ég segja frá heimsókn í
háskólann í Jember. Deildarstjórinn, sem
sýndi mér staðinn, var sorgmæddur á svip-
inn þegar við gengum um sárafátæklegt
bókasafnið, sem með öllu er óflokkað. Er-
lend tímarit örfá, fræðibækur, nokkrar ástr-
alskar skáldsögur og enskur skáldskapur
frá Viktoríutímanum. Það var allt og sumt.
Stúdenta þyrstir svo mjög í bækur að
þrír bókaverðir gæta þeirra fáu bóka sem
þar eru. Annars er við búið að bækumar
hyrfu út um gluggann.
Deildarstjórinn sagði að breyta þyrfti af-
stöðu fólks til lestrar. Algengt er að foreldr-
um finnist börnin vera að eyða tímanum til
einskis, sitji þau og lesi. Einnig þyrfti að
efla áhuga bama og unglinga á bókum.
Bókmenntaarfleifð er lítil og á meðan rit-
frelsi ríkir ekki, er erfítt um vik.
Að öðru leyti var gaman að ganga um
nýjar byggingar háskólans. Bjartar skóla-
stofur miðaðar við 25 nemendur. Sæmileg
kennslutæki. Iðjagrænt umhverfi.
í glæsilegri nýrri ritfanga- og bókaversl-
un í Jember var fátt bóka, mestmegnis
kennslubækur enda verða ferðamenn að
taka með sér lestrarefni. Þó vora þarna
indónesísk ævintýri á ensku og Ástríkur á
indónesísku.
Þama starfar íjöldi afgreiðslufólks. Öll
afgreiðsla tekur langan tíma. Sérhver hlutur
er skrifaður niður, sérstakur gjaldkeri tekur
við greiðslu og sá þriðji pakkar inn og af-
hendir vörana. Mikil skriffinnska, en eins
og einhver sagði: „Við verðum að skapa
atvinnu handa fólkinu okkar.“
I Jember var víða aðstaða til ljósritunar.
í undarlegustu húsakynnum voru ljósritun-
arvélar, oft eina rafmagnstækið, og kostaði
blaðsíðan tæpar tvær krónur.
Frá svo ótal mörgu er að segja en mál
er að linni. Eitt er þó víst. Eigi ég þess
nokkum kost, fer ég aftur til Indónesíu.
ÝMISLEGT UMINDÓNESÍU
Vegabréf er nauðsynlegt en vegabréfs-
áritun er óþörf fyrir Islendinga.
Gjaldmiðill er rúpíur. 300 rúpíur eru um
það bil 10.000 Isl. kr.
í Indónesíu er hitabeltisloftslag og aðeins
tvær árstíðir, þurr og vot. Sú vota hefst
venjulega í október og endar í apríl, sú
þurra er frá maí til september. Meðalraki I
Alvarlegt augna-
blik og ekki laust
við tortryggni þeg-
ar greinarhöfund-
urinn smellir af
mynd.
uðu eyjar Balí sem flestir hafa heyrt getið.
Þangað koma m.a. Ástralir, ítalir, Þjóðveij-
ar og Japanir. Þar hefur margt breyst.
Minnir borgin Denpasar helst á Hawaii eða
spænskar baðstrendur. Balí er þó enn heill-
andi. Einn ungur Balíbúi, kominn á kaf í
ferðamannaiðnaðimn, orðaði það þó svo:
Andar hrísgijónaekranna gráta. Aðeins
símastaurar og hótel vaxa nú á ekrunum
okkar.“
Á. paradísareyjunni Lombok má þó enn
finna dularfullan anda Asíu, þar sem fjallið
Rinjani (12.300 fet) gnæfír í tiginni ró hita-
beltisins. Bobobdur á Mið-Jövu er stærsta
Búddaklaustur Suðaustur-Asíu og frægasti
ferðamannastaður Indónesíu. (Byggt
750-850 f.kr.)
Eldfjallið Bromo er ein tilkomumesta sýn
á Austur-Jövu. Eldjallið rís upp af eyðilegri
sléttunni umlukið hrauni og sandi. Bromo
er gígur innan í gíg. Eitt fjögurra fjalla sem
hafa myndast inn hringlaga sigdals hins
foma Tengger-eldfjalls. Skömmu fyrir sólar-
uppkomu hlykkjast ferðamennimir í langri
röð eftir Himnastígnum svonefnda upp á
gígbarminn. Horfa á sólina koma upp og
heillast af litbrigðum náttúrunnar. Til foma
vora mannfómir færðar guðunum til dýrðar
enda engum lífs auðið sem fellur niður í
kraumandi gígínn. Nú era guðunum færðir
ávextir og blóm.
Áður fyrr vora landbúnaðarafurðir aðal-
útflutningasvaran svo sem gúmmí, þurrkað-
Bömin eru böðuð og þvotturinn þveginn í áveituskurðum.
Grasakona með jurtaseið: -Má ef tíl vill
blanda þér yngingardrykk?
Warung kallast veitingahús fátæka mannsins. Þar fæst ósvikinn, rétt kryddaður,
indónesískur matur. Að snæða kvöldverð undir beru lofti í birtu frá kerósín-
lampa er ævintýralegt.
Jakarta er um 81%; meðalhiti á daginn er
27°C en um nætur 25°.
Trúfreisi ríkir. Um 90% Indónesíubúa era
Múhameðstrúar. Er trúin mildari en í öðram
Múhameðstrúarríkjum og bera konur ekki
blæjur. Beðist er fyrir fimm sinnum á dag.
Moskan er staðurinn þar sem karimennirnir
hittast fyrst og fremst því eftir bænargjörð
fá þeir sér reyk og spjalla saman.
Hrísgijón eru aðalfæða landsmanna. In-
dónesar eru þriðju stærstu hrísgijónafram-
leiðendur í heimi næst á eftir Kína og Ind-
landi. Síðustu árin hefur framleiðslan aukist
um 50% með því að nota gjöful afbrigði
hrísgijóna, áburð, áveitur og skordýraeitur.
Framleiðslan er þó rétt nægilega handa öll-
um þessum fólksfjölda og sívaxandi fjöldi
krefst æ meiri framleiðslu. Flestir borða
hrísgijón þrisvar á dag. Á Jövu og Balí era
tvær uppskerar á ári, jafnvel fleiri, þannig
er hægt að fæða 2.000 manns á hveijum
ferkílómetra, meira en þekkist nokkurs stað-
ar í heimi.
Fyrst era akramir plægðir með
vatnabuffalóum. Plógamir era heimagerðir
og einfaldir. Hrísgijónaplönturnar eru settar
niður með handafli þar sem fólk stendur í
vatni upp á hnjám, þá vinnur það baki brotnu
í orðsins fyilstu merkingu.
Ferðamenn flykkjast til hinnar margróm-
ir kókoshnetukjamar, kakó, hnetur, soja-
baunir og maís. Nú er aðalútflutningsvaran
olía og jarðgas og koma % olíunnar frá
Sumötra. Við þá framleiðslu vinna þó ekki
margir, yfír 90% iðnverkamanna era starf-
andi í litlum fyrirtækjum sem framleiða
salt, kókoshnetuolíu og húsgögn. Kakó er
vaxandi útflutningsvara svo og sykur.
Jakarta er höfuðborgin með yfir 7 milljón-
ir íbúa, Surabya með rúmlega 2 milljónir,
Semarang yfir 1 milljón og Bandung með
1,5 milljónir íbúa. Alla þessar borgir era á
Jövu. Flestir Indónesar búa í litlum landbún-
aðarþorpum sem hvert um síg hafa sína
eigin siði og venjur.
Yfr 250 tungumál era töluð í Indónesíu.
Ríkismálið er indónesíska, náskylt mala-
ysku, sem töluð er á Súmötru. Öll menntun
fer fram á indónesísku í skólunum og flest-
ir íbúar skilja þá tungu, þó ekki allir.
Ríkismálið er auðlært og borið fram eins
og það er skrifað. Áherslan er þó oft á öðra
atkvæði. Málfræði er lítil sem engin. Sagn-
ir tíðþeygjast ekki og sögnin að vera er
ekki til. Nafnorð era eingöngu til í eintölu
(orðið er jafnvel endurtekið ef maður vill
fá fram fleirtölu) og hvorki þau né lýsingar-
orð fallbeygjast. Þegar Indónesíubúar stafa
orð, er framburður starfrófsins undarlega
líkur íslensku, a-ið og errið era t.d. eins.
Selamat pagi = góðan dag (morgunn);
terima kasiti = þökk fyrir; satu duga, tiga,
empat, lima, = einn, tveir, þrír, Qórir og
fimm.
Höfundur býr í Ástralíu
Heimildir: „Indonesia - a Travel Survival Kit“ eftir
Joe Cummings, Susan Forsyth, John Noble, Alan
Samagalski og Tony Wheller. (Lonely Planet Publicati-
on Australia, Jan 1990.)
„Culture Shock - Indonesia" eftir Cathie Draine og
Barbara Hall. (1986 Times Editions Pte Ltd.)
■
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 35