Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 40
Garðakirkja að innan. Altaristöfluna málaði Halldór Pétursson. framar öðrum. Karl tekur vel í það að verða við bón prests og setur fram far eitt lítið, er hann átti. Þegar þeir eru báðir komnir upp í bátinn sezt prestur á bitann, en karl fer fram í barka, tekur blað upp úr vasa sínum mjög laumulega og fer að lesa. Fyrr en karl varir er prestur kominn þar ofan yfir hann og biður hann að sýna sér blaðið, sem hann sé að Iesa, jafnvel þótt galdur væri í því. Karl sér, að ekki tjáir að færast undan og fær presti blaðið. Prestur lítur á blaðið og sér að þetta er þá pater noster; segir hann karli satt og rétt, að þetta sé ekkert galdra- blað, heldur sé það „faðir vor“ á latínu sem á því standi; sé það vel hugsað af honum að lesa það, þegar hann fari á sjó, en betra væri að hafa það á móðurmáli hans, svo að hann skildi það; hitt væri rangt af honum, ef hann notaði bænina eins og hveija töfra- þulu. Þegar karl heyrði þetta, þótti honum minna til blaðsins koma. Luku þeir síðan ferð sinni eins og ákveðið var. Eftir þetta treysti karl bæninni miður en áður og er sagt, að upp frá þvi hafi hann ekki verið byrsælli en aðrirmenn. Grima hin nýja, 1, 1964:245-46. Næstan merkisklerka sem setið hafa í Görðum má telja Markús Magnússon (1748- 1825) sem þjónaði Álftnesingum frá 1780 til æviloka. Hann hafnaði biskupsembætti á Hólum, en gegndi um skamma hríð biskups- dómi í Skálholti 1796-1797. Markús lét málefni er vörðuðu bættan þjóðarhag nokkuð til sín taka. Hann var m.a. einn af stofnend- um Landsuppfræðingarfélagsins 1779 og hvatti samsveitunga sína mjög til jarðabóta og garðyrkju (Páll Eggert Olason, 1948- 1952. 111:47). GARÐAR 1810 í TÍÐ SÉRA MARKÚSAR Nálægt hálfri annarri mflu frá Hafnarfírði beygðum við upp frá sjónum að litlu bæjar- þorpi, sem heitir Garðar. Þar er prestsetur og kirkja en fáein kot umhverfis aðalbýlið. Presturinn heitir Markús Magnússon. Hann er prófastur eða umsjónarmaður kirknanna í Gullbringusýslu. Auk heimakirkjunnar í Görð- um þjónar hann einnig Bessastaðakirkju ... [Pjrestsetrinu [fylgir] stórt, grösugt land. Við heilsuðum Upp á síra Markús og sátum stundarkom inni hjá honum. Hýbýlum hans verður ekki hrósað fyrir mikil þægindi, en hann hefír nærri lokið við að láta byggja sér nýjan bæ í grennd við hinn gamla, og þar fær hann miklu betri húsakynni. Hann á dálítið bókasafn, 100-150 bindi. Henry Hol- land, 1960:71. Árni Helgason (1777-1869), sem oft var nefndur biskupinn í Görðum, fékk veitingu fyrir Garðaprestakalli 1825 og hélt til 1858 er hann fékk lausn frá starfí. Ámi var ágæt- um gáfum gæddur og sóttist skólaganga vel — hann var sæmdur gullpeningi Kaupmanna- hafnarháskóla fyrir námsárangur og var styrkþegi Ámasjóðs um tíma. Ámi var dóm- kirkjuprestur í Reykjavík 1817-1819 og sinntikennslustörfum við Bessastaðaskóla um hríð. í tvígang gegndi hann embætti biskups um stundarsakir. Ámi lét talsvert til sín taka í félagsmálum, hann var m.a. einn af aðal- stofnendum Hins íslenzka bókmenntafélags og forseti Reykjavíkurdeildar félagsins. Þá var hann ritstjóri Sunnanpóstsins (1836 og 1838). Ámi bjó í Görðum til dánardægurs og hvflir hann og seinni kona hans, Sigríður Hannesdóttir biskups Jónssonar, í Garða- kirlqugarði (Páll Eggert Ólason, 1948-1952. 1:49-50). Gröndal Lýsir Séra árna Séra Ámi var einhver hinn tignarlegasti maður, sem ég hef séð, og mynd hans er mér ógleymanleg. Hann var alltaf rólegur, aldrei daufur, hann var í þvi jafnvægi lífsins, sem mjög fáir ná; hann drakk stundum, en aldrei svo nokkuð yrði að fundið, og aldrei nema heima hjá sér. Hann var stór og höfðing- Arngrímur lærði Þorkelsson (um 1667- 1704), bróðir Jóns Vídalíns, var fæddur í Görðum. Amgrímur þótti frábær lær- dómshestur og gáfumaður. Hann dvald- ist lengst af í Danmörku við nám og störf. Myndimar em birtar með leyfi Þjóðminjasafns íslands. Séra Helgi Hálfdanarson (1826-1894) var prestur í Görðum 1858 til 1867 er hann sleppti kalli og gerðist kennari við prestaskólann. Helgi var ágætt sálmaskáld og sálmaþýðandi og em margir sálmar eftir hann í Sálmabók- inni. legur, og einhver hinn fullkomnasti maður. Stundum var hann meinyrtur og glettinn í orðum, einkum ef hann var lítið kenndur. Benedikt Gröndal, 1965:45. Helgi Hálfdanarson (1826-1894) fékk veitingu fyrir Görðum 1858 en sleppti kalli 1867 er hann varð kennari við prestaskólann, sem hann veitti forstöðu frá 1855 og allt til æviloka. Meðan Helgi var enn í Görðum var hann varaþingmaður fyrir Gullbringusýslu og síðar þingmaður Vestmannaeyja. Hann var ötuit sálmaskald og þýðandi. I sálmabókinni 1886 vom yfir 200 sálmar frumortir eða þýddir og umortir af honum (Páll Eggert Ólason, 1948-1952. 11:336). Sálmar Helga skipa veglegan sess í sálmabókinni enn þann dag í dag og eru einir 87 sálmar eignaðir honum í nýjustu útgáfu sálmabókarinnar. Á meðal bama sem Helga var auðið, meðan hann var í Görðum, var Jón Helgason, síðar biskup. Árið 1868 fékk Þórarinn Böðvarsson Garðakirkja og nágrenni á mjallhvítum Séra Ámi Helgason (1777-1869) — biskupinn í Görðum. ^ Séra Ámi sat Garða frá 1825-1858. Áður en hann tók við Garðaprestakalti var hann um hríð dómkirkjuprestur í Reykjavik. Ámi gegndi tvívegis biskupsembætti um stundarsakir. Séra Þórarinn Böðvarsson (1825-1895) fékk veitingu fyrir Görðum 1868 er hann hélt allt til æviloka. Þórarinn lét sveitarmál og atvinnumál mjög ti1 sín taka. Séra Þórarinn var um árabil þing- maður fyrir Gutibringu- og Kjósarsýsl- ur. (1825-1895) veitingu fyrir Görðum, sem hann hélt allt til æviloka. Þórarinn var stór- huga athafnamaður jafnframt því að vera ágætur kennimaður. Um skeið gerði hann út þilskip til fískveiða frá Hafnarfirði. Hann gaf jörðina Hvaleyri og fasteignina Flensborg í Hafnarfirði til stofnunar skóla er tók til starfa 1878. Hann var alþingismaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslur 1869-1894 (Páll Eggert Ölason, 1948-1952. V:70-71). Þórarinn lét reisa nýja kirkju í Görðum 1879 á eigin kostnað, en gamla kirkjan hafði verið að falli komin og því brýnt að úr yrði bætt. Upphaflega bauð Þórarinn hreppsnefnd Álftaneshrepps að kirkjan yrði reist í Hafnar- fírði, sóknarbömum að kostnaðarlausu, gegn því að þau tækju hana sér til eignar og um- sjónar. Sóknarmenn treystu sér ekki til að ganga að þessu boði, þrátt fyrir að meiri- hluti væri hlynntur því að kirkjan yrði reist í Hafnarfírði (Ásgeir Guðmundsson 2, 1983:383 og Garðakirkja. Vísitazíugjörð 1971, 1983:36). vetrardegi. Jón Vídalín (1666-1720) Skálholtsbisk- up. Jón var fæddur í Görðum, sonur séra Þorkels Amgrímssonar Jónssonar lærða. Jón þjónaði Garðaprestakalti frá 1695-1697 eða þar til hann tók við bisk- upsembætti í Skálholti. Teikningin er elsta kunna mynd af Jóni. KIRKJUFERÐ TIL GARÐA 1891 Við fórum sem leið lá... hinn eina veg eða vegarslóða frá Hafnarfirði til kirkjunnar, sem var aðeins krókótt og ógreið hraungata, vestur með sjónum, unz komið var að dálitlu mýrarsundi, sem Dysjamýri heitir. Yfir mýri þessa var uppmokaður moldarvegur. Varveg- ur sá, sem alltaf var nefndur brú eða brúin, allgóður yfirferðar á sumrin í þurru, en botn- laus aurbleyta í votviðrum, einkum þó þegar frost fór að leysa úr jörðu. Frá Hafnarfirði slógumst við í för með kirkjufólki þaðan, því þá var vel sótt kirkja að Görðum, þegar mess- að var, sem venjulega var annan hvem sunnu- dag, hinn sunnudaginn messaði séra Þórarinn að Bessastöðum. Allt var fólk þetta gang- andi, enginn fór til kirkju ríðandi nema organ- istinn. Flestir báru smápinkla, sumir tvo, í öðrum voru kirkjuskórnir, og sokkar, ef færð var vond, íhinum var sálmabók. Flestir munu skórnir hafa verið íslenzkir skinnskór... og var ekki skipt um skó fyrr en sem næst kirkj- unni. Konur fengu oftast að hafa skóskipti á næstu bæjum, en karlmenn flestir utangarðs, og var þá vani að stinga því sem úr var farið í holu í túngarðinum, sem var tvíhlaðinn, og hlaðinn úr grjóti eingöngu. Þar var svo aftur skipt, þegar heim var farið. Ólafur Þorvaldsson, 1968:100-101. Síðastur presta til að þjóna Garðapresta- kalli áður en kirkjustaðurinn var tekinn af og fluttur til Hafnarfjarðar, var séra Jens Pálsson (1851-1912). Hann fékk veitingu fyrir Görðum 1895 og hélt til æviioka. Til Garða kom hann frá Utskálum þar sem hann hafði verið þjónandi um nokkum tíma. Jens var alþingismaður fyrir Dalasýslu 1891 -1899 og annar þingmaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu 1909-1912. (Páll Eggert Ólason, 1948- 1952. 111:15-16 og Bjöm Magnússon, 1976: 194-95). Séra Jens stóð, ásamt Einari Þorg- ilssyni hreppstjóra í Hlíð, fyrir því að keyptur var kútter frá Englandi. Var honum gefíð nafnið Garðar og gerðu þeir félagar hann út um tíma. Þá var Jens einn af hvatamönnum að stofnun og einn af eigendum Útgerðarfé- lagsins við Hafnarfjörð. Félagið átti tvo kútt- era, Surprise og Litlu-Rósu, sem gerðir voru út frá Hafnarfirði. (Ásgeir Guðmundsson 1, 1983:290). Úr nýrri bók: Garðabær byggð milli hrauns og hlíða, 1992. Umsjón með útgáfunni hafði Erla Jónsdóttir. Höfundar textans eru Jón Jónsson, jarðfræðingur og Gísli Ragnarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.