Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/1–14/1  Lagt hefur verið til að Stofnun Árna Magnús- sonar og Orðabók Háskól- ans verði í framtíðinni ásamt fleiri rannsókn- arstofnunum í íslenskum fræðum í viðbyggingu við Þjóðarbókhlöðuna, Suður- götu megin við hana.  Fjölmennur borgara- fundur í Reykjanesbæ skoraði á stjórnvöld að flýta tvöföldun Reykja- nesbrautar og ljúka þeim framkvæmdum árið 2004. Á fundinum kom fram mikill vilji þingmanna til að flýta framkvæmdum.  Fjögur fyrirtæki sem starfað hafa á sviði af- þreyingar og útvistar; Addís, Vélsleðaleigan Geysir, Langjökull og Bátafólkið, hafa samein- ast í einu fyrirtæki sem nefnist Íslenskar ævin- týraferðir.  Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning milli félaga starfsmanna hjá ÍSAL og Samtaka at- vinnulífsins. Samning- urinn kveður á um 21% launahækkun á fjögurra ára samningstímabili, en auk þess var samið um nýja launaþætti sem gætu gefið starfsmönnum allt að 10-15% viðbótarhækk- anir.  Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti á viðbótar- lánum um 1,16 prósentu- stig úr 4,45% í 5,70% og gilda þeir vextir á árinu 2001. Vextir á lánum til leiguíbúða hækka úr 3,9% í 4,9% en vextir hús- bréfalána verða áfram 5,1%. 60 daga verkfalli framhaldsskólakenn- ara lokið Um síðustu helgi lauk verkfalli um 1.300 framhaldsskólakennara en verk- fallið stóð í 60 daga og er lengsta verk- fall sem efnt hefur verið til í framhalds- skólum. Byrjunarlaun kennara með BA- eða BS-próf verða samkvæmt nýj- um kjarasamningi um 175.000 krónur á mánuði í upphafi samnings. Í lok samn- ingsins, árið 2004, verða launin komin upp í um 200 þúsund en samkvæmt eldri kjarasamningi voru byrjunarlaun kennara tæplega 110 þúsund krónur. Bótagreiðslur til öryrkja leiðréttar Ríkisstjórnin kynnti á miðvikudag ákvarðanir um samkomulag sem náðst hefur varðandi breytingar á lögum um almannatryggingar í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags- ins gegn Tryggingastofnun. Alls munu 1.200 til 1.400 öryrkjar, sem fengið hafa skerta tekjutryggingu örorkubóta vegna tekna maka, fá greiddar fjár- hæðir vegna leiðréttingar á bótum fjög- ur ár aftur í tímann með 5,5% vöxtum. Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins gagnrýndu harðlega ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar og sögðu að niðurstaða Hæstarréttar væri virt að vettugi. Kæra ákvörðun Fjármálaeftirlitsins Fjármálaeftirlitið telur Búnaðarbank- ann hafa notað innherjaupplýsingar um Pharmaco hf. í viðskiptum með hlutabréf þess og þar með brotið lög um verðbréfaviðskipti. Hefur eftirlitið sent erindi til ríkislögreglustjóra um að embættið rannsaki viðskiptin frekar. Bankinn telur aftur á móti engar reglur brotnar og hefur hann ákveðið að kæra ákvörðun eftirlitsins. INNLENT LÖNGUM viðræðufundi Ísraela og Palestínumanna lauk á föstudag án þess að nokkur árangur næðist. Þó var ákveðið að ræðast áfram við um helgina og var annar fundur fyrirhug- aður seint á laugardag. Umræðuefnið á fundinum var tillögur Bills Clintons Bandaríkjaforseta en hann hefur reynt mikið að ná einhverjum árangri áður en hann lætur af embætti 20. þessa mánaðar. Ekkert bendir til, að það muni takast nema kraftaverk komi til. Nabil Abu Rudeina, helsti ráðgjafi Yassers Arafats, sagði í fyrradag, að næstu tveir sólarhringar myndu ráða úrslitum um það hvort eitthvað miðaði áður en Clinton færi frá. Fyrir Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, gæti það skipt sköpum því að allar skoð- anakannanir sýna, að Ariel Sharon, leiðtogi Likudflokksins, muni gjör- sigra hann í forsætisráðherrakosning- unum 6. febrúar næstkomandi. Hugsanleg úran- mengun rannsökuð RÁÐAMENN í Atlantshafsbandalag- inu, NATO, ákváðu á miðvikudag að verða við kröfum um rannsókn á hugs- anlegri úranmengun en bandalagið notaði sprengikúlur, húðaðar rýrðu úrani, í Bosníustríðinu og í Kosovo. Hefur því verið haldið fram, að úranið hafi valdið hermönnum heilsutjóni, einkum hvítblæði. Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, sagði, að forsvarsmenn bandalagsins hefðu áhyggjur af málinu og því væri nauð- synlegt að kanna það ofan í kjölinn í því skyni að viðhalda trausti almenn- ings og heraflans. Hann lagði þó áherslu á, að engar rannsóknir bentu til, að rýrða úranið hefði valdið mönn- um tjóni og vísaði í því sambandi til rannsókna Alþjóðaheilbrigðistofnun- arinnar og Umhverfisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Ísraelar og Palestínu- menn ræðast við  TVEIR þýskir ráðherra sögðu af sér sl. þriðjudag vegna kúariðumálsins, Andrea Fischer heilbrigð- isráðherra og Karl-Heinz Funke landbúnaðarráð- herra. Höfðu þeir verið gagnrýndir harðlega fyrir viðbrögð sín við fyrstu kúariðutilfellunum í Þýskalandi. Daginn eftir skipaði Gerhard Schröder kanslari nýja menn í þeirra stað, þær Renate Künast sem landbúnaðarráðherra og Ullu Schmidt sem heil- brigðisráðherra.  GEORGE W. Bush, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, tilnefndi á fimmtudag Elaine Chao at- vinnumálaráðherra í rík- isstjórn sinni en hún var áður yfirmaður friðar- sveitanna. Kemur hún í stað Lindu Chavez, sem Bush hafði áður tilnefnt, en hún varð að draga sig í hlé vegna ásakana um, að hún hefði haft í vinnu ólög- legan innflytjanda. Þá hef- ur Bush tilnefnt Robert Zoellick viðskiptafulltrúa og verður sú staða ígildi ráðherraembættis.  JIRI Hodac, yfirmaður tékkneska ríkissjónvarps- ins, sagði af sér á fimmtu- dag en skipan hans olli miklum mótmælum frétta- manna, sem sögðu hann í of miklum tengslum við flokk Vaclavs Klaus, fyrr- verandi forsætisráðherra. Hefur Alþjóðasamband blaðamanna fagnað niður- stöðunni og segir hana sig- ur yfir stjórnmálamönn- um, sem reyni að grafa undan ritstjórnarfrelsinu. ERLENT NEFND, sem samgönguráðherra skipaði til að móta siglingaleiðir og tilkynningaskyldu olíuskipa og annarra skipa sem sigla með hættulegan varning inn í íslenska efnahagslögsögu, hefur skilað nið- urstöðu. „Nefndin er sammála um nauð- syn þess að auka verndun um- hverfisins og öryggi skipa með því að huga að takmörkun umferðar skipa innan svæðisins frá Dyrhóla- ey suður fyrir Vestmannaeyjar að Fuglaskerjum og þaðan að Garð- skaga,“ segir í niðurstöðum nefnd- arinnar. Tilkynningarskylda og takmarkanir á siglingum Rannsóknir á öldufari og straumum og áhrifum þeirra á ör- yggi skipa þurfi þó að liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þangað til þeim rannsókn- um lýkur leggur nefndin til að ol- íuflutningaskipum með meiri farm en 5000 tonn verði skylt að sigla sunnan Vestmannaeyja og sam- kvæmt tiltekinni leið að Reykja- nesi og um Húllið eða suður fyrir Fuglasker. Þá verði komið á til- kynningaskyldu allra skipa sem sigla á svæðinu milli Vestmanna- eyja og lands og í Húllinu, sem er sund milli Reykjaness og Eldeyj- ar. Nefndin leggur einnig til að kynning fari fram meðal kaup- skipa- og fiskiskipaútgerða á áhættuþáttum vegna siglinga skipa um hafsvæðið. Nefndin bendir á að algengasta siglingaleiðin milli suður- og vest- urstrandar landsins sé um Húllið. Sjávarfallastraumar séu miklir í sundinu sem mynda Reykjanes- röst. Hún getur orðið illfær í stór- viðrum og þarf þá að sæta föllum til að komast í gegn. Við suður- og vesturströndina séu mikilvægar hrygningastöðvar margra nytjastofna, t.d. þorsks, ýsu, loðnu, ufsa og síldar. „Olíu- mengunarslys við suðurströnd landsins hefði áhrif bæði á afrakst- ur hrygningar og á veiðanlegan hluta stofnanna,“ segir í niðurstöð- unum. Þá séu Surtsey og Eldey friðlýst náttúruvætti en Eldey er talin vera mesta súlubyggð heims. Sjófuglastofnar á svæðinu gætu beðið verulegan skaða ef sjóslys verður. Hafsvæðið eða hlutar þess lýst hættusvæði Nefndin leggur til að þetta haf- svæði eða hlutar þess verði lýst sem sérstakt hættusvæði, þar sem sjófarendum beri að sýna sérstaka aðgæslu. „Þetta þýðir að upplýs- ingar um svæðið er varða sigl- ingahættu og varnir gegn mengun verða settar inn í sjókort hvar sem þau eru gerði í heiminum og krafa verði gerð um tilkynningarskyldu við siglingu yfir svæðið og aukna þekkingu skipstjórnarmanna.“ Nefndin telur að helst sé um tvo kosti sé að ræða við útfærslu til- lagnanna. Fyrri kosturinn felst í því að hafsvæðið sem um ræðir verði skilgreint sem eitt órofið svæði en nefndin er ekki sammála um hvort það skuli vera skilgreint sem varúðarsvæði eða svæði sem beri að forðast. Seinni möguleikinn er sá að hafsvæðinu yrði skipt upp í tvö stór svæði sem beri að forð- ast en milli þeirra yrði siglingaleið um sundið milli lands og Eldeyjar, hið svokallaða Húll, þar sem heim- ilt yrði að sigla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þar sem efa- semdir voru uppi innan nefndar- innar um öryggi þess að sigla fyrir utan svæðið leggur nefndin til að fram fari rannsóknir á öldufari og straumum og áhrifum þess á sigl- ingaöryggi mismunandi tegunda skipa. Slíkri rannsókn verði lokið eigi síðar en árið 2004. Nefndin leggur einnig til að breytingar verði gerðar á stjórn- sýslu sem miði að því að gera hana færa um að bregðast við sem ein heild til að koma í veg fyrir, draga úr eða útiloka yfirvofandi meng- unarhættu. Stjórnvöldum verði gert kleift að stöðva skip innan ís- lenskrar efnahagslögsögu Íslands. Þá verði gerð sérstök könnun á fjölda og tegundum lífvera í fljót- andi sjókjölfestu sem losuð er hér við land. Út frá þeirri könnun verði tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur hérlendis um bann við losun sjókjölfestu við landið. Þá segir að þrátt fyrir að nefnd- inni hafi verið falið að setja reglur um siglingar með olíu og hættu- legan farm hafi nefndarmönnum orðið ljós nauðsyn þess að setja reglur um siglingu allra skipa. Ennfremur að nauðsynlegt sé að svigrúm sé til að setja reglur um siglingar um önnur viðkvæm svæði við strendur Íslands. Nefnd um siglingar skipa með hættulegan farm skilar tillögum Herða þarf reglur um skipa- umferð við suðvesturhornið                                                         Í NÝFÖLLNUM dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lögreglan gagnrýnd fyrir að hljóðrita ekki yfirheyrslur. Sagt er að dómurum og málflytjend- um sé fullkunnugt um að mikill tími, fyrirhöfn og kostnaður fari í það að rannsaka hvort lögregluskýrslur sakborninga séu efnislega réttar. „Má fullyrða að mikið fé hafi farið í súginn fram til þessa vegna þess að yfirheyrslur hjá lögreglu hafa ekki verið hljóðritaðar. Þá er vafalaust að réttaröryggi væri betur tryggt ef þetta væri almennt gert,“ segir í dómnum sem Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp. Í dómnum segir ennfremur að hljóðritunartækni sé gömul og al- þekkt aðferð við að taka skýrslur af fólki. Þá sé hún ódýr og tiltölulega útbreidd. Aðferðin hafi dugað vel og gert sé ráð fyrir að hægt sé að nota hana í rannsókn og meðferð opin- bers máls samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Dómurinn taldi ekki óhætt að byggja á skýrslu lögreglunnar Í dómnum segir að sakborningur í málinu sé afar óskýr í tali og þvoglu- mæltur auk þess sem hann er les- blindur. Dómnum þótti ekki óhætt að byggja á skýrslu lögreglunnar um yfirheyrslur yfir honum, jafnvel þótt báðir lögreglumennirnir sem við- staddir voru skýrslugerðina hafi borið að skýrslan sé efnislega rétt og sakborningurinn hafi skrifað undir hana. Héraðsdómur Reykjavíkur Lögregla gagnrýnd fyrir að hljóðrita ekki yfirheyrslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.