Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMSJÓNARMANNI finnst svo margt ryðjast um í kollin- um á sér, að hann veit hreint ekki hvert lag ætlar að verða á pistli dagsins. Líklega verður það einhvers konar ólag; öðru- vísi sagt: þátturinn verður í ólagi.  „Bláfjólur eru í blaði Týra, og blátt er hár á tískufrú; í maganum er magasýra, í mínu hjarta aðeins þú, dúllía dúllía“ o.s.frv. Þetta er úr gamansöng eftir dr. Sigurð Þórarinsson [Inn- skot: Hvernig geta ókunnugir vitað að S.Þ. var af Norð-Aust- urlandi? Jú, í öðrum alkunnum texta segir hann: „Sunnanblær fer mildur“ o.s.frv. Á landinu norð-austanverðu er sunn- anáttin hlý] Innskoti lokið. Hvað skyldu margir skilja upp- hafslínuna í vísunni atarna? Fjólur í blaði? Hvers konar blaði, kannski hnífsblaði því hinu ógleymanlega sem skilst í bakka og egg? Og blað Týra, hvað er það og hver er Týri? Að loknum allmörgum árum við landbúnaðarnám og störf, kom Valtýr Stefánsson heim til Íslands. Hann var sonur Stef- áns skólameistara, bróður Huldu, og Hulda heitir einnig dóttir hans. Sigurður prestur í Vigur var bróðir Stefáns, föður Valtýs, afi Sigurðar Bjarnason- ar. Árið 1924 tók hann með Jóni Kjartanssyni lögfræðingi, sem ættaður var austan frá Skál og Holti á Síðu við ritstjórn Mbl. Pólitíkin var hörð í þá daga og hvert tækifæri gripið til að koma höggi á andstæðinginn. Óvinir Morgunblaðsins þóttust kenna erlend máláhrif í skrif- um Valtýs og kölluðu „fjólur“ (d. sprogblomst). Ég hef lesið kynstur eftir Valtý og enga fjól- una fundið í þeim urtagarði. Hann var meistari viðtalsins. En nefndur „Fjólupabbi“ af andstæðingunum og í revíum, og snemma reyndu menn að niðra Morgunblaðinu með upp- nefninu „Moggi“. Í einni revíu segir (og verst að vita ekki höf- undinn. Var það kannski Þórð- ur Eyjólfsson, seinna hæsta- réttardómari?) Við Eyjafjörð eru átök hörð og barnaskólabrak; menn klípa börn í bak og brúka steinbítstak. Þetta sannar ekkert annað en hvað fólk er spillt, svo Moggatetur tæpast getur tekið þetta gilt. Og jafnvel Brynleifi brá...  Ég sat barn í suðurstofunni heima og las þáttinn Á víð og dreif í Tímanum. Þar voru nefndir með lítilli virðingu Mosaskeggur og Moggi. „Hvaða vondu menn eru þetta?“ sagði ég við afa minn. „Blessaður nafni minn, vertu ekki að lesa þetta rugl. Mosa- skeggur er uppnefni á góðum manni, og Moggi er uppnefni á blaði sem heitir Morgunblaðið, búið til af andstæðingum þess í niðrunarskyni; Morgunblaðið er gott blað.“ Auðvitað hélt ég áfram að lesa Tímann mest fyrir frá- bæra stílsnilld á skammagrein- um Jónasar frá Hriflu. (Ég held að hún hafi náð hámarki sínu í greininni Af mold ertu kominn um Sigurð sem gaf ríkinu Bessastaði, 16. apríl 1942).  Morgunblaðið hélt áfram að heita Moggi, og nú ekki bara í niðrunarskyni, heldur varð þetta góðlátlegt gæluorð. Um- sjónarmaður snaraðist fyrir mörgum árum inn í söluskála nær Varmahlíð í Seyluhreppi, Skag., og spurði: „Er Mogginn kominn?“ „Ha, hvað?“ sagði af- greiðslustúlkan. „Hér vinnur enginn með því nafni.“ Nú veit sérhver afgreiðslu- stúlka, hvar sem er á landinu, hver Mogginn er, en liðin er sú tíð að menn leiti að „málfjólum“ í Morgunblaðinu. Nú er sköp- um svo skipt, að þetta blað er með réttu viðurkennt eitt helsta bólvirki íslenskrar tungu, bókmennta og annarra lista. Mörgum er það að þakka, en nú um aldamótin létu af starfi á blaðinu tveir menn sem ekki ber síst að þakka það. Þeir eru Matthías Johannessen og Gísli Sigurðsson. Þeir hafa mótað stefnu Morgunblaðsins, og þá má kalla í hópi fremstu manna aldar sinnar í baráttunni fyrir hreinleika, sveigjanleika og fjölbreytileika íslensks máls. Þar var aldrei hvikað, enginn undansláttur réttlættur. Kraf- an var sú, að á Íslandi væru til orð um „allt sem er hugsað á jörðu“. Svo langt gekk að mað- ur einhver kvartaði undan því, að Morgunblaðið væri svo þjóðlegt og púkalegt, að þar yrði að auglýsa á íslensku (ekki ísl-ensku)!  Jæja, það fór sem mig varði. Þátturinn er í ólagi, því að ég á eftir talsverðan bút sem bíða verður næsta þáttar.  Hlymrekur handan kvað: Ekki reyndist það vitlegt hjá Viggu að vanmeta hjúin sín dyggu og á kolrangri braut hana kunnáttu þraut, enda „kom þá til teiss og siggu“.  Auk þess stig um áramótin: 1) Eva Sólan hefur bæði festu (fjórðungur) og sveigjanleika (stundarfjórðungur). 2) Samú- el Örn fyrir skíðatíð, ekki „skíðavertíð“ og Kristófer Svavarsson fyrir „renndu sér á skautum“, ekki „skautuðu“. Og Sigurður Eggert Davíðs- son cand. mag. skaut því að mér að habent sua fata libelli hefði Eiríkur Magnússon meistari í Cambridge þýtt: Kennir margs á kvers ævinni, sbr. þátt 1091. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1092. þáttur AKUREYRINGURINN Jón Heiðar Sigurðsson varð Íslands- meistari barna tíu ára og yngri eftir harða keppni á fjölmennu skákmóti sem haldið var í Reykjavík um síð- ustu helgi. Hann var níu ára þegar mótið fór fram, en átti tíu ára afmæli daginn eftir að því lauk, þannig að hann hafði heldur betur ástæðu til að fagna á afmælisdeginum. Jón Heiðar fékk 7½ vinning af 9 mögulegum, en þrír keppendur fylgdu fast á hæla honum með 7 vinninga. Það voru þau Örn Ágústsson, Ásgeir Mogensen og Björk Baldursdóttir. Þar sem fyrsta og annað sætið gáfu réttindi til að keppa á Norðurlandamótinu í skóla- skák var tefld aukakeppni um annað sætið. Þar sigraði Örn Ágústsson, Ás- geir Mogensen varð annar og Björk Baldursdóttir varð þriðja. Norður- landamótið í skólaskák verður að þessu sinni haldið hér á landi í febrú- ar. Röð efstu manna í barnaflokki á Skákþingi Íslands varð þessi: 1. Jón Heiðar Sigurðsson 7½ v 2. Örn Ágústsson 7 v. 3. Ásgeir Mogensen 7 v. 4. Björk Baldursdóttir 7 v. 5. Helgi Brynjarsson 6½ v. 6.–10. Haraldur Franklín Magnús, Ólafur Ólafsson, Sverrir Þorgeirsson, Árni Gunnar Eyþórsson og Árni Freyr Snorrason 6 v. 11.–14. Hallgerður Þorsteinsdóttir, Gylfi Davíðsson, Helgi Ragnar Jens- son, Einar Sigurðsson 5½ v. 15.–20. Bjarki Brynjarsson, Bene- dikt Sigurleifsson, Dofri Snorrason, Eyþór Gylfason, Smári Eggertsson og Ásgeir Örn Ágústsson 5 v. 21.–24. Grétar Atli Davíðsson, Ey- þór Franzson, Magnús Freyr Norð- fjörð og Oddur Máni Malmberg 4½ v. o.s.frv. Alls tóku 47 börn þátt í mótinu. Skákstjórar voru Haraldur Baldurs- son, Helgi Ólafsson og Ríkharður Sveinsson. Skákþing Reykjavíkur hafið Skákþing Reykjavíkur er jafnan eitt fjölmennasta kappskákmót landsins og að þessu sinni taka 58 skákmenn þátt í mótinu. Tveir alþjóð- legir meistarar eru með, þeir Jón Viktor Gunnarsson og Sævar Bjarna- son. Það sætir hins vegar tíðindum, að tveir alþjóðlegir meistarar kvenna tefla á mótinu, en það hefur ekki gerst áður. Það eru þær Lenka Ptácníková og Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir. Einnig tekur Íslandsmeist- ari kvenna, Harpa Ingólfsdóttir, þátt í mótinu. Nú hafa verið tefldar tvær umferð- ir. Í fyrstu umferð voru öll úrslit eins og vænta mátti, þ.e. stigahærri kepp- Jón Heiðar Sig- urðsson Íslands- meistari barna SKÁK R e y k j a v í k SKÁKÞING ÍSLANDS – BARNAFLOKKUR 5.–6.1. 2001 SKÁK Alls tóku 47 börn þátt í keppni um Íslandsmeistaratitil barna á Skák- þingi Íslands í Reykjavík um síðustu helgi. Áfram dunar djassinn í kvöldmess- um Laugarneskirkju. Nú horfum við fram til nýrrar aldar með bjartsýni og trú í þakkargjörð til Guðs og fyr- irbæn fyrir landi og lýð. Enn sem fyrr leikur djasskvartett Gunnars Gunnarssonar fyrir okkur og kór kirkjunnar leiðir safnaðarsönginn. Gunnar leikur á flygil kirkjunnar, Matthías M.D. Hemstock á tromm- ur, Sigurður Flosason á saxófón og Jón Rafnsson á kontrabassa, en prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Heilsum nýju ári saman og komum til kvöldmessu. Alfanámskeið í Hafnarfjarð- arkirkju Fimmtudagskvöldið 18. janúar nk. kl. 19.00 fer fram kynning á Alfa- námskeiði í Strandbergi, safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju, og er boðið upp á léttan kvöldverð í upp- hafi hennar. Sjálft námskeiðið hefst viku síðar fimmtudagskvöldið 25. janúar nk. einnig kl. 19.00, en fundir á námskeiðinu hefjast með léttum málsverði hverju sinni. Alfa er fyrsti stafurinn í grísku, sem er frumtunga Nýja testament- isins, og vísar til þeirra orða þess um Jesúm Krist, að hann sé upphafið og takmarkið. Og Alfanámskeið felst í vikulegum samverustundum í tíu vikur þar sem á einfaldan og að- gengilegan hátt er fjallað um meg- inspurningar lífsins og svör kristinn- ar trúar við þeim. Alfanámskeið felst jafnframt í gefandi og þægilegu sam- félagi þar sem umhyggja og trúarleg hlýja umlykur þátttakendur. Eftir málsverð fer fram fræðsla, síðan er spjallað og rætt um efnið. Námskeiðið er öllum opið. Greitt er fyrir málsverði og kennslugögn kr. 3800. Alfanámskeið á vegum Hafnar- fjarðarkirkju hafa farið fram síðustu misseri og fylgt þeim mikil blessun. Námskeiðin eru samkirkjuleg því fræðsluna annast bæði fræðarar úr Þjóðkirkjunni og samfélaginu Veg- inum. Það vottar einlægan vilja til þess að efla einingu kristinna manna á sögulegum tímamótum og í upphafi nýrrar aldar. Æskilegt er að til- kynna komu sína á kynningarfund- inn og fá frekari upplýsingar í síma 869-6215 eða 8548605. Sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur hefur um- sjón með Alfanámskeiðum í safnað- arheimili Hafnarfjarðarkirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Sorgarúr- vinnsluhópur í Vídalínskirkju Sorgarúrvinnsluhópur hefur göngu sína miðvikudaginn 17. janúar næstkomandi í Vídalínskirkju kl. 20:00 og miðað er við samveru í hvert sinn, sem standi yfir í um það bil tvær klukkustundir. Gert er ráð fyr- ir tíu samverum, en hugsanleg einkaráðgjöf er að sjálfsögðu einnig í boði, ef þörf krefur, meðfram hóp- vinnunni. Þarna munum við leitast við að stuðla að eðlilegri úrvinnslu sorgar- innar með umræðum og leiðbeining- um um eðli og inntak þeirra sterku tilfinninga sem gera vart við sig þeg- ar sorgin kveður dyra. Skráning í hópinn mun fara fram mánudaginn 15. janúar og þriðju- daginn 16. janúar á skrifstofu Garða- sóknar. Miðað er við að fjöldi í hópn- um verði tíu manns. Prestar Garðaprestakalls. Háteigskirkja. Spjallstund mánu- dag kl. 10–12 í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis fyrir eldri borgara með Þórdísi þjónustufulltrúa. Eldri borgarar grípa í spil mánudag kl. 13.30–16 í Setrinu á neðri hæð safn- aðarheimilisins. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kirkjuklúbbur 8–9 ára mánudag kl. 14.30. TTT (10–12 ára) mánudag kl. 15.45. Kynningarfund- ur 12 spora starfsins mánudag kl. 20. Neskirkja. Hjónastarf Neskirkju sunnudagskvöld kl. 20. Tilfinninga- leg tjáskipti. Stefán Jóhannsson MA fjölskylduráðgjafi fjallar um efnið. Sr. Halldór Reynisson. Starf fyrir sex ára börn mánudag kl. 14–15. TTT-starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Húsið opið frá kl. 16. For- eldramorgnar miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðs- félagið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20– 22. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20–21.30. Æskulýðsfélag eldri deildir, 9. og 10. bekkingar, kl. 20–21.30. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16–17 á mánudögum. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17–18 á mánudög- um. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9–10 ára drengi á mánudögum kl. 17–18. Æskulýðsstarf fyrir 9.–10. bekk á mánudögum kl. 20–22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir Kvöldmessa í Laugarnes- kirkju Safnaðarstarf Morgunblaðið/Árni SæbergLaugarneskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.