Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. NÆSTKOMANDI þriðjudag, 16. janúar, verða liðin 10 ár frá því að nefnd sem unnið hefur að nýrri þýðingu á Gamla testamentinu hóf störf. Á þessum 10 árum hefur nefndin haldið 453 formlega fundi. Að sögn séra Sigurðar Pálssonar, eins nefndarmanna, er vinnan á lokastigi. Stefnt sé að því að nefnd- in ljúki störfum á þessu ári. „Á þessum tíu árum hefur einn maður verið í fullu starfi við þýð- ingar. Síðan hafa aðrir þýðendur komið að með afmörkuð verkefni. Hlutverk þýðingarnefndarinnar er að fara yfir þýðingu þessara þýð- enda og bera hana saman við ann- ars vegar íslenska biblíuhefð og hins vegar við hebreska textann og vandaðar erlendar þýðingar. Nefndin hefur hist vikulega í þessi 10 ár,“ sagði Sigurður en 453. fund- urinn var í gær. Sigurður sagði að einstakir kafl- ar nýju þýðingarinnar hefðu verið gefnir út í kynningarskyni jafnóð- um og þeir hefðu verið tilbúnir. Til- gangurinn væri að fá athugasemdir frá almenningi og fræðimönnum. Eftir væri að fara yfir þessar at- hugasemdir og taka afstöðu til þeirra. Í framhaldi af því yrði geng- ið frá textanum til endanlegrar út- gáfu. Sá texti Gamla testamentisins sem stuðst er við er frá árinu 1908. Sigurður sagði að frá þeim tíma hefði íslensk tunga tekið breyting- um. Sömuleiðis hefði texta- og forn- leifarannsóknum fleygt fram, sem hefði varpað nýju ljósi á ýmislegt sem áður var óljóst. Sigurður sagði að þýtt væri úr upprunalega texta Gamla testa- mentisins sem er á hebresku. Einn- ig væru hafðar til hliðsjónar gamlar grískar, latneskar og sýrlenskar þýðingar í þeim tilvikum þar sem hebreski textinn væri óljós. Auk séra Sigurðar Pálssonar sitja í nefndinni Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orða- bókar Háskólans, sem er formaður, dr. Gunnlaugur Jónsson, prófessor í guðfræði, og prestarnir séra Árni Bergur Sigurbjörnsson og séra Gunnar Kristjánsson. Sigurður Örn Steingrímsson hefur unnið að þýðingunni í fullu starfi en Jón Gunnarsson lektor og Þórir Kr. Þórðarson heitinn hafa einnig kom- ið við sögu. Tíu ára vinnu við þýðingu á Gamla testamentinu að ljúka Hafa haldið 453 fundi á 10 árum skrá í Noregi og Danmörku og lagt til að Krabbameinsfélag Íslands verði íslenskur samstarfsaðili. Dr. Sveinn Guðmundsson, forstöðu- læknir Blóðbankans, tjáði Morgun- blaðinu að hugmyndin væri að koma upp skrá 2.500 beinmergsgjafa á næstu árum og mætti þá búast við að leita mætti eftir beinmerg hjá einum til fimm Íslendingum á ári hverju. Í ráði er að hefja skráningu íslenskra beinmergsgjafa með vorinu. „Íslendingar hafa verið þiggjend- ur á beinmerg hjá alþjóðlegum bein- mergsgjafaskrám en hafa ekki haft möguleika á því að gefa sjálfir bein- merg. Ég tel að nú sé mál til komið að við leggjum fram skerf okkar í þessu sambandi í hlutfalli við mann- fjölda okkar,“ segir Sveinn. Bein- mergur er m.a. notaður til að með- höndla hvítblæði og aðrar tegundir krabbameina. SKRÁ yfir íslenska beinmergsgjafa er nú í undirbúningi og hefur Blóð- bankinn haft forgöngu um að leita eftir samstarfi við beinmergsgjafa- Málið hefur verið undirbúið í tvö ár og hefur Blóðbankinn verið í sam- starfi við Torstein Egeland, yfir- lækni norsku beinmergsgjafaskrár- innar. Hugmyndin er að safna árlega næstu 5 ár 300–500 sjálfboðaliðum. Beinmergsgjafaskrár eru starf- ræktar víða um heim og eru milli 6 og 7 milljónir manna skráðir í slíkar skrár. Hafa sjálfboðaliðar skránna veitt heimild til nákvæmrar vefja- flokkunar á blóðsýni. Komi fram sjúklingur sem þarf stofnfrumugjafa með tiltekinn vefjaflokk er leitað í skránum og haft samband við þann sem hæfir best viðkomandi sjúklingi. Standist merggjafinn frekari rann- sóknir er stofnfrumum safnað ýmist úr beinmerg með endurteknum ástungum úr mjaðmarkambi eða með gjöf vaxtarþátta og blóðsöfnun en síðarnefnda aðferðin hefur rutt sér æ meira til rúms á síðustu árum. Sveinn segir að öryggi beinmergs- gjafa sé látið sitja í fyrirrúmi jafn- framt öryggi mergþegans. Strangar kröfur Sveinn segir strangar kröfur gerðar til aðferða við vefjaflokkanir beinmergsgjafa og beinmergsþega og þurfi þeir sem sjá um skrár bein- mergsgjafa að standast kröfur. Grunnþjálfun starfsmanna blóð- tökudeildar er þegar hafin til að hefja megi skráningu sjálfboðaliða með vorinu. Verður þá jafnframt hægt að hefja vefjaflokkanir sjálf- boðaliðanna. Í ráði er að fá Krabbameinsfélag Íslands til samstarfs vegna kynning- ar- og fræðslustarfs. Sigurður Björnsson, formaður félagsins, segir að einnig komi til greina að skráin verði rekin í tengslum við Krabba- meinsskrána. Blóðbankinn undirbýr skráningu á íslenskum beinmergsgjöfum Stefnt að 2.500 manna skrá á næstu fimm árum RÖSKLEGA 780 fjölmiðlamenn komu á vegum Flugleiða til Íslands á síðasta ári til þess að fjalla um Ísland og íslensk málefni. Flestir komu frá Bretlandi, á fjórða hundrað talsins. Á undanförnum átta árum hefur fjöldi ferðamanna til landsins tvö- faldast og fór yfir 300 þúsund á síð- asta ári. Þessi fjölgun er mun meiri en í nágrannalöndum og helst í hend- ur við markaðsstefnu Flugleiða á undanförnum árum en félagið hefur jafnt og þétt aukið tíðni ferða til og frá landinu svo og kynningar- og sölustarf erlendis. Síðustu sex árum hefur farþegum fjölgað um 70%. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum ver fyrirtækið hundruð- um milljóna króna árlega í kynningu á Íslandi erlendis. Um er að ræða beinar auglýsingar í fjölmiðlum á helstu markaðssvæðum félagsins, útgáfu kynningarefnis, þátttöku í sölusýningum og fleira. Að mati stjórnenda fyrirtækisins hefur það einnig gefið góða raun að hafa sam- band við áhrifamikla fjölmiðla og bjóða starfsmönnum þeirra til Ís- lands, skipuleggja fyrir þá dagskrá og aðstoða með öðrum hætti. Í flest- um tilfellum fjalli þeir á jákvæðan hátt um það sem þeir upplifa hér á landi; landið og þjóðin sjái til þess. Á árinu 2000 komu með þessum hætti um 320 fjölmiðlamenn á vegum Flugleiða í Bretlandi, 110 frá Banda- ríkjunum, 140 frá Norðurlöndunum, um 90 frá Frakklandi, 80 frá Þýska- landi og um 40 frá Hollandi svo dæmi sé tekið. Fólkið var fulltrúi margs- konar fjölmiðla – sjónvarps, dag- blaða og sérrita. Markaðsstarf Flugleiða á síðasta ári Um 780 fjölmiðla- menn komu til landsins AFAR sérstæð kvikindi sáust á ferli við Kringluna í gærmorgun, þar sem þau fóru mikinn við gleði og söng. Við nánari athugun reyndust þetta vera útskriftarnemar úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði, önnum kafnir við dimmiteringu eft- ir að lokapróf höfðu dregist í kjöl- far kennaraverkfalls. Nemendurnir útskrifast 10. febrúar nk. en í gær byrjaði fjörið klukkan sjö og lauk með borðhaldi um kvöldið. Síðbúin dimmitering Flensborgara Morgunblaðið/Rax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.