Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ að sýnt hafi verið fram á samband þar á milli. En kúariðuafbrigðið er auðvitað öðruvísi sjúk- dómur og maður getur ekki alveg sett sama- semmerki þar á milli. Smittilraunir hafa verið gerðar með blóðgjöf og menn telja að tekist hafi að smita sauðkind þannig. Þessar áhyggj- ur byggjast á einni tilraun þar sem menn telja sig hafa getað gert þetta en það er engin far- aldsfræðileg vísbending um að þetta eigi sér stað.“ Creutzfeldt-Jakob á Íslandi Sérfræðingum ber saman um að aðstæður á Íslandi séu með öruggara móti en þó séu hér gildrur sem þurfi að varast og verið sé að skoða þau mál. Okkur er helst talið til tekna er að hér sýndu menn mikla framsýni þegar notkun kjöt- og beinamjöls til fóðrunar jórturdýra var bönnuð fyrir um 30 árum. Eins og Guðmundur Georgsson orðaði það: „Hér höfðum við svo gáfaðan yfirdýralækni, sem ég átti því láni að fagna að vinna með hérna á Keldum, Pál Agnar Pálsson. Hann bannaði kjöt- og beinamjöl sem unnið var úr sauðfjárafurðum til fóðrunar á nautgripum og reyndar líka sauðfé. Það gerði hann árið 1978 og það kann að hafa skipt sköp- um um að við höfum ekki fengið kúariðu hingað og höfum ekki ástæðu til að ætla að við fáum hana.“ Þá árétta sérfræðingar að hér sé mjög strangt eftirlit með sauðfjárriðu og miklum ár- angri hafi verið náð í baráttunni við hana. Engu að síður hefur komið fram í samtölum við menn að ekki er gætt að því að taka frá svo- nefnda há-áhættuhluta, heila og mænu auk hluta meltingarfæra, þess hráefnis sem fer í nýstofnsetta kjötmjölsverksmiðju hér heima. Þarna sé því leið inn í fæðukeðju mannsins því fita unnin úr mjölinu er notuð í svínafóður. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir mjög fá tilvik Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins hafa komið upp hér á landi og að rannsóknir bendi eindregið til að riða í sauðfé gæti ekki borist beint í fólk: „Við höfum nú gjörnýtt roll- una, étið hausinn, augun og jafnvel heilann þannig að ef við hefðum átt að fá þennan sjúk- dóm þaðan þá ætti nú einhver tíðni að vera hér en það er ekki,“ segir Haraldur. Hann segir að gerð hafi verið afturvirk könnun sem tók yfir tímabilið 1960–1979. Einnig hafi verið fylgst náið með því hvort einhver tilfelli hafi komið upp frá árinu 1980. „Tvö tilfelli fundust fyrra árabilið og tvö það síðara. Alls hafa því greinst 4 tilfelli á 40 árum, síðast árið 1997,“ segir Har- aldur og bætir við að það sé lægri tíðni en al- mennt þekkist. „Miðað við árið 1997 er því ár- leg dánartíðni hér á landi 0,44 á hverja milljón íbúa sem er undir meðallagi (venjulega talið eitt tilfelli á hverja milljón íbúa árlega). Því er sú ályktun dregin að riða í sauðfé berist ekki í menn. Þá er þess einnig að geta að íslensku til- fellin samrýmast hefðbundnum Creutzfeldt- Jakob sjúkdómi en líkjast ekki „mannariðu“ sem hefur verið tengd kúariðu.“ Riðuveik hreindýr? Haraldur segir að þótt ekki sé hægt að sanna beint samband milli kúariðu og „manna- riðu“ sé það mjög líklegt vegna þess hve sterkt faraldsfræðilegt samband er þar á milli. „Menn eru með ýmsar áhyggjur af þessu. Til að mynda kunni sjúkdómurinn að hafa verið van- skráður í Bretlandi. Það hefur ekki verið venj- an að gá að þessu í öldruðu fólki. Þar kunna menn að hafa afgreitt ýmislegt sem elliglöp og Alzheimer þegar það gæti í raun að hafa verið þetta. Síðan hafa menn ef til vill verið óviljugir að tilkynna þennan sjúkdóm. Ég var að ræða við yfirmann farsóttarstofnunarinnar í Lond- on. Þar er verið að vinna að Evróputilskip- unum um að gera sjúkdóminn tilkynn- ingaskyldan þannig að þetta fari í eðlilegan farveg enda mikilvægt að efla faraldsfræðik- annanir á þessum sjúkdómi. Þá eru menn að velta fyrir sér hvort það geti verið að læknar séu ekkert að tala um þetta til að hlífa fólki við fjölmiðlafári. Í Bretlandi hafa fjölmiðlar verið rosalega snöggir að hafa uppi á hvar sjúkdóm- urinn hefur komið upp og láta fólk ekki í friði. En þetta eru líka getgátur og vangaveltur. Ég held við getum verið nokkuð viss um að þetta hafi ekki komið upp hér á landi,“ segir Har- aldur Briem. Sigurður Sigurðarson, forstöðumaður rann- sókna dýrasjúkdóma hjá yfirdýralæknisemb- ættinu, segir að leitað hafi verið að kúariðu í nokkrum hundruðum sýna hér á landi, „ekki af því að upp hafi komið grunur um smit heldur var tekin skorpa í ljósi umræðunnar og nú er verið að undirbúa reglubundna leit. Svo hafa verið athuguð nokkur hundruð hreindýra líka og ekkert fundist í þeim heldur,“ segir Sig- urður. Þó segir hann að upp hafi komið grunur um riðusmit í tveimur hreindýrum. „Það er dá- lítið síðan þetta var en vegna einkenna var grunur um að þau hefðu smitast. Þetta voru dýr sem gengu innan um sauðfé. Í öðru tilvik- inu var þetta miklu líklegra. Það var dýr sem hafði gengið með gjörsýktri riðuhjörð þar sem kindur voru að drepast 60–70 á ári. Dýrið var með þessum hópi og var farið að sýna einkenni sem líktust riðu. Dýrið var fellt en það var skotið í hausinn. Möguleikinn á að greina veik- ina örugglega hvarf því út í veður og vind. Svo var annað dýr sem var með grunsamleg ein- kenni líka en sýni eyðilagðist í sendingu. Við höfum því ekki getað staðfest að um smit hafi verið að ræða.“ Í þessum tilvikum segir Sig- urður að grunurinn hafi beinst að því að sauð- fjárriða hafi borist í hreindýrin en svonefnd dá- dýrariða (Chronic Wasting Disease) hafi aldrei fundist hérlendis. Guðmundur Georgsson tekur undir að ólík- legt sé að dádýrariða fyrirfinnist hér í hrein- dýrum en þó hefði hann haft áhuga á að athuga það betur, „Við höfum verið að spá í það með hreindýr, en þetta er eitt af því sem ég hefði haft áhuga á að líta á. Við þurfum líka að kíkja á kýrnar, því þó svo að ekkert bendi til að þetta sé í kúm þá getur þetta skipt máli varðandi út- flutning. Það getur verið að við verðum að geta sýnt fram á það með óyggjandi hætti að ekki hafi fundist smitefni hér.“ Kjötmjölsverksmiðja í Flóanum Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir á Suðurlandi, hefur eftirlit með framleiðslu og aðföngum Kjötmjöls ehf. í Hraungerðishreppi, en það heitir verksmiðjan sem tók til starfa í september síðastliðnum. Hún segir verksmiðj- una enn sem komið er einungis fá hráefni af Suðurlandi úr fugla- og gripasláturhúsum og kjötvinnslum þar. Hún segir þó standa til að útvíkka enn aðfangasvæði verksmiðjunnar og fá einnig hráefni af höfuðborgarsvæðinu og úr Borgarnesi. Katrín segir litla sem enga áhættu samfara framleiðslunni eins og hún er uppbyggð í dag, jafnvel þótt þeir hlutar sláturúrgangs sem hugsanlega gætu innihaldið smitefni séu ekki enn teknir til hliðar og fargað sér. „Við höfum ekki skilið frá þessa svokölluðu há-áhættuhluta en það stendur til að gera það til að taka af all- an vafa gagnvart neytendum. Þetta mjöl sem er framleitt hér er allt selt til útlanda. Eitthvað smávegis er þó selt í loðdýrafóður, en mest allt fer til útlanda og þar er það unnið í gælu- dýrafóður,“ segir Katrín. Eins segir Katrín að engin hætta sé á að hugsanleg smitefni úr kjöt- mjöli berist í fæðukeðju mannsins þrátt fyrir að Guðmundur Tryggvi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Kjötmjöls ehf., hafi látið hafa eftir sér í útvarpsviðtali sem undirritaður átti við hann á Rás 2, miðvikudaginn 8. nóvember, að mjölið væri notað til að fóðra bæði svín og hænsni hérlendis. Katrín hafði eftirfarandi um það að segja: „Það hefur verið bannað hér alla tíð að fóðra dýr ætluð til manneldis á kjötmjöli og hefur aldrei verið gert.“ Engu að síður staðfesti yfirdýralæknir, Hall- dór Runólfsson, að fita unnin úr kjötmjöli væri notuð í svínafóður hér á landi. Þá upplýsti hann að í raun væri ekkert í lögum sem bannaði al- menna notkun mjölsins í fóður fyrir svín og ali- fugla. „Það er vel hugsanleg breyting á reglu- gerðinni sem unnið er eftir [Reglugerð um meðferð og nýtingu á sláturúrgangi og dýra- úrgangi. Nr. 660/2000], þótt ekki hafi neitt ver- ið ákveðið í þeim efnum. Hugsanlegt er að gera það sama og Evrópusambandið, það er að banna notkun kjötmjöls til fóðurs fyrir dýr sem lenda í fæðukeðju mannsins. Í dag má kjöt- mjölið, strangt til tekið, fara í fóður til svína og alifugla en gerir það samt ekki í reynd. Það eina sem gerist er að fita úr mjölinu getur farið í svínafóður í dag. Ef við færum eftir því, sem Evrópusambandið er að gera, yrði lokað á það. Að öðru leyti eru þetta sambærilegar reglur. Vilji menn hins vegar mála þetta svörtum litum má segja að þarna sé opin leið yfir í fæðukeðju mannsins.“ Eins segir Halldór vera til skoð- unar hvort tilefni sé til að taka frá há- áhættuefni sem innihalda taugavef, en ekki hafi heldur verið teknar um það neinar ákvarð- anir. „Aðdráttarsvæði verksmiðjunnar er ekki riðusvæði og þar af leiðandi sjáum við ekki brýna þörf á að breyta þessu. Þetta verður allt tekið til einhvers konar endurskoðunar þegar við sjáum hvernig Evrópusambandið bregst við.“ Þrátt fyrir að sérfræðingum beri saman um að það taki nokkurn tíma fyrir riðuna að koma í ljós og á þeim tíma sé mögulegt að einkenna- laust smitað fé færi til slátrunar þá segir yf- irdýralæknir það vera öfga að ætla að gera ráð fyrir slíkum aðstæðum. „Auðvitað tekur það riðuna einhvern tíma að koma í ljós. En þá yrð- um við bara að steinhætta þessari framleiðslu ef öryggiskröfurnar ættu að vera svo miklar. Þetta hefur ekki verið talin mikil áhætta. Það hefur aldrei greinst neinn riðusjúkdómur í svínum og kjúklingum og áhættumatið hefur ráðist af því.“ Þá upplýsti yfirdýralæknir að einhver hluti framleiðslu verksmiðjunar færi til uppgræðslu. „Það getur farið hvert sem er og litið á það sem alveg skaðlausa aðgerð,“ seg- ir hann. Ennfremur segir yfirdýralæknir ekki beint eftirlit með því til hvers menn nota mjölið sem þeir kaupa í verksmiðjunni og að trúlega geti þeir sem vilja keypt sér hvaða mjöl sem þá langar í, en bætir við: „Það er býsna langsótt að ætla að menn séu að nota þessa framleiðslu til annars en til er ætlast. Framleiðendur fóð- urbætis vita að ekki má nota mjölið í fóður fyrir jórturdýr og því lítil hætta þessu samfara.“ Varhugaverð starfsemi Þegar helstu sérfræðingar landsins í riðu- sjúkdómum og smitsjúkdómum búfénaðar, Guðmundur Georgsson og Sigurður Sigurð- arson, voru beðnir um að meta hættuna af kjöt- og beinamjöli hér á landi voru þeir sammála um að hún væri ef til vill ekki mikil en að hún væri engu að síður fyrir hendi. „Það kann að vera varhugavert að það skuli ekki tekin frá þessi hættulegustu líffæri [taugavefur, heilar og mænur], hins vegar hefur því verið lýst yfir að í verksmiðjuna ætti ekki að fara neitt af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tíu árin. Hættan er þá orðin ansi lítil, nema ef riða kæmi upp óvænt á ný og alltaf getur það gerst, segja fordæmin okkur,“ segir Sigurður Sigurðarson. Þá staðfesti Guðmundur Georgs- son að skepna sem er sýkt en sýnir ekki ein- kenni gæti smitað. „Ég mundi öðru jöfnu halda að það væri minni áhætta vegna þess að smitið er skammtaháð, en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir Guðmundur. Þá kom fram í máli þeirra að mögulegt væri að smita svín með sauðfjárriðu. „Það hefur verið hægt að smita svín með gríðarlegu miklu magni smitefnum. Ályktunin var sú að það væri ekki raunhæft að reikna með smiti því það væri ólíklegt en hefur samt gerst með miklu smitmagni. Ég held ekki að tekin sé mikil áhætta en hins vegar er verið að yfirvega þetta í ráðuneytinu og á Keldum hvort ekki þyrfti að banna notkun fitunnar líka,“ segir Sigurður. „Fitan er verkuð þannig frá að maukið er hitað upp í 133 gráður í 20 mínútur og þá bráðnar fitan frá. Það er því ekki hægt að útiloka að príon gæti borist þarna með. Ég hef verið svolítið hræddur við það að nota þessa fitu, en erlendis hefur ekki þótt ástæða til að banna þetta miðað við þessa fram- leiðsluaðferð,“ segir Sigurður. Guðmundur Ge- orgsson tekur í sama streng og segir ef til vill varhugavert að hreinsa ekki frá hættulegustu vefina. „Það er hægt að smita svín og þyrfti auðvitað að íhuga það að breyta ferlinu. Ég held að skynsamlegt væri að breyta þessu ferli bara upp á að eiga ekki neitt á hættu.“ Engu að síður segir Guðmundur að Suður- land ætti að vera mjög öruggt því að þar hafi gengið hvað best að útrýma riðu. „Það er harla ólíklegt að riða stingi sér þar niður aftur nema fyrir einhver mistök,“ segir hann. Þess má geta að í samtali við Sigurð Sigurðarson kom fram að það hafa komið upp tvö sauðfjárriðutilvik það sem af er þessu ári á þessu ári, annað er í V-Húnavatnssýslu og hitt í Skagafirði. „Á síð- Reuters Slátrari í Hamborg gengur frá nautaskrokkum. Í Þýskalandi safnast skrokkarnir upp vegna ótta neytenda við riðu. Morgunblaðið/Kristján Réttað í Gljúfurárrétt. Riðutilfellum hefur fækkað í íslensku sauðfé. Kúariða breiðist út um Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.