Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÚSTAÐUR ríkisstjóraTexas er hinum megin viðgötuna frá þinghúsi ríkis-ins í höfuðborginni Aust-
in. Þingmennirnir þinga fimm mán-
uði á ári annað hvert ár. George W.
Bush skrapp oft yfir í þinghús þegar
þingið starfaði og kíkti inn til þing-
mannanna. „Hann kom einu sinni
hingað inn til mín á sokkaleistun-
um,“ sagði starfsmaður sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
„Forseti fulltrúadeildarinnar
hafði bent honum á að það þyrfti að
bursta skóna hans og það var verið
að því. Hann hefur gaman af að
koma fólki á óvart. Hann tekur sjálf-
an sig ekki alltof hátíðlega og hefur
skemmtilegan húmor.“
Missti af sjarmanum
Patricia Gray, þingkona demó-
krata frá Galveston, er ein þeirra ör-
fáu sem Bush heimsótti aldrei. Hann
bauð henni heldur aldrei í kvöldmat
í ríkisstjórabústaðnum. Hún er ein
af sex af 150 þingmönnum Texas
sem urðu aldrei þeirrar ánægju að-
njótandi. Hún veit sjálf ekki af
hverju. „Hann eyddi ekki sínum um-
talaða sjarma á mig,“ sagði hún.
„Kannski hefur einhver sagt honum
að það væri tímasóun. En hann hefði
átt að reyna. Ég er formaður mik-
ilvægrar nefndar í þinginu og það er
hlustað á mig.“ Hann kvartaði eitt
sinn yfir því að hugðarefni hans
stöðvuðust í félagsmálanefnd henn-
ar. Hún fór á hans fund, tilbúin að
ræða ýmis mál í smáatriðum. Hann
sá á fyrstu fimm mínútunum að þau
væru fullkomlega ósammála og sleit
fundinum. „Hann hefði getað hlust-
að á mig í hálftíma. Það hefði ekki
sakað.“ Henni finnst hann hafa sýnt
skort á stjórnmálaskyni í samskipt-
um við sig og efast um að hann geti
starfað með þinginu í Washington.
„En hann var alltaf mjög kurteis og
vingjarnlegur, það vantar ekki.“
Það tíðkast í Texas að vera kump-
ánlegur og hress. George W. Bush
er það eðlilegt. Kent Hance, sem bar
sigurorð af honum í kosningabar-
áttu um sæti í fulltrúadeild banda-
ríska þingsins 1978, er viss um að
hann verði fljótur að vinna þing-
menn í Washington á sitt band.
„Bush kann að umgangast fólk.
Og hann skilur meðalmanninn.
Hann er með fæturna á jörðinni. Ég
þekki Al Gore vel. Gore er fullkom-
lega úr sambandi við umhverfið. Ég
vildi ekki þurfa að aka með honum
frá Kaliforníu til Texas. Hann gæti
drepið mann úr leiðindum með því
að ræða einhverja skýrslu Samein-
uðu þjóðanna frá 1942 í smáatriðum
alla leiðina.“
Óháður öðrum
Hance var demókrati þegar hann
vann Bush en hefur síðan flutt sig
yfir í Repúblikanaflokkinn. Hann
dró upp mynd af Bush sem yfirstétt-
arstrák úr Yale í kosningaslagnum
1978. „Bush var óreyndur í þá daga.
Baráttan við mig jafnaðist á við
doktorsnám í dreifbýlispólitík fyrir
hann.“
Það truflar engan í Texas lengur
að Bush á rætur að rekja til austur-
strandarinnar. Hann ólst upp í Tex-
as og hefur sannað þar hvað í honum
býr. „Hann talar með hlýju og virð-
ingu um foreldra sína,“ sagði nafn-
lausi starfsmaðurinn. „Fjölskyldan
er mjög náin. En hann er sinn eigin
maður. Og það á líka við um þá sem
hafa stutt hann fjárhagslega eða á
annan hátt. Það segir enginn Ge-
orge W. Bush fyrir verkum.“ „Hann
nefnir mömmu sína oftar en pabba
sinn,“ sagði Gray. „Eitt sinn á fundi
með honum var hringt til hans.
Hann varð dálítið kindarlegur þegar
honum var sagt að það væri mamma
hans. Við hvöttum hann til að fara í
símann. Ríkisstjórar, sem aðrir,
eiga að tala við mömmu sína þegar
hún hringir!“
Kunningi föður George W. hafði
samband við rétta menn þegar hann
útskrifaðist með próf í amerískri og
evrópskri sögu frá Yale og hann
fékk inni í flugsveit Texas á Víet-
nam-árunum. Hann útskrifaðist
með MBA-próf frá Harvard eftir
herskyldu. „Hann er fyrsti forseti
Bandaríkjanna með þetta próf,“
sagði Phil Hallenbeck, vinstrisinn-
aður ljósmyndari í Dallas. „Það mun
örugglega setja svip á hvernig hann
stjórnar landinu. Það verður spenn-
andi að fylgjast með því. Ég er ekki
alveg vonlaus um að hann geti orðið
góður forseti. Hann hefur allavega
valið sér gott fólk til að vinna með.“
Demókratar í Texas
íhaldssamir
Ríkisstjórinn í Texas hefur tak-
mörkuð völd. Forsetar öldunga- og
fulltrúadeildar þingsins eru í raun
valdameiri en hann. Bush vann vel
með báðum í Austin. Þótt báðir
væru demókratar. En flestir demó-
kratar í Texas eru íhaldssamari en
demókratar víða annars staðar í
Bandaríkjunum. Einn vinstrisinnað-
asti og ötulasti þingmaðurinn í Tex-
as, Elliott Naishtat, er upprunalega
frá New York. Hann efast stórlega
um umhyggjusemi íhaldsstefnu
Bush og er ekki viss um hvort nýi
forsetinn skilji fátækt fullkomlega
eða geti sett sig í spor sárfátækra.
En hann er sammála öðrum um að
Bush sé einkar manneskjulegur.
„Hann kom hingað inn á skrifstof-
una til mín skömmu eftir að hann
var fyrst kjörinn ríkisstjóri og sagð-
ist vilja vita eitt: hvernig á því stæði
að náungi frá New York og fyrrver-
andi sjálfboðaliði í Vista (sjálfboða-
sveit Lyndon Johnsons í „Stríðinu
gegn fátækt“) væri einn atorku-
mesti þingmaður Texas.“ Þeir röbb-
uðu saman og að lokum spurði Bush
hvað hann ætlaði að gera yfir jólin.
Naishtat sagðist ætla til Nepal. Það
kom Bush á óvart. Skýringin var sú
að kunningi hans hafði unnið lengi
með Hillary Clinton að misheppn-
uðum breytingum á heilsutrygging-
arlögum í Washington og þurfti að
jafna sig eftir útreiðina sem tillög-
urnar fengu í bandaríska þinginu.
Naishtat hafði stutt Ann Richard
gegn Bush í ríkisstjórakosningunum
og þurfti líka að jafna sig eftir ósig-
ur. Þeir fóru í gönguferð í Nepal.
„Sama dag og Bush var svarinn inn
sem ríkisstjóri eftir áramótin sá ég
hann tilsýndar í þinghúsinu. Hann
var umkringdur fólki en tók eftir
mér, veifaði og kallaði yfir salinn:
„Elliott, þú verður að segja mér frá
ferðinni í Himalajafjöllin við tæki-
færi.“ Þetta kom mér á óvart. Hann
var rétt nýsvarinn inn sem ríkis-
stjóri og mundi hvar ég hafði eytt
jólunum!“
Gæti komið á óvart
Harwey Kronberg, blaðamaður í
Austin, hefur fylgst náið með Bush í
6 ár. Hann heldur að hann eigi eftir
að koma mörgum á óvart. Það er oft
sagt um Bush að hann sé ekki allur
þar sem hann er séður. „Hann er
fljótur að læra. Hann drekkir sér
ekki í smáatriðum en sér stóru
myndina. Af störfum hans í Texas að
dæma kemur hann til með að
breikka miðjuna og sameina fólk á
hægri og vinstri væng. Hann hefur
enga reynslu í utanríkismálum. Og
hann hefur ekki ferðast mikið. En
ég veit að hann var mjög hrifinn af
Ísrael þegar hann fór þangað. Það
verður fróðlegt að sjá hvernig hann
tekur á Ísrael, það verður líklega
fyrsta vísbendingin um hvernig
hann tekur á utanríkismálum.“
Ríkisstjóri
Texas fer til
Washington
AP
Bush fylgist með flutningamönnum rýma ríkisstjórabústaðinn í Austin en hann mun innan skamms setjast að í
Hvíta húsinu í Washington.
BAKSVIÐ
Þeir sem hafa starfað og fylgst með George
W. Bush sem ríkisstjóra Texas eru sam-
mála um að hann sé afslappaður og fljótur
að læra. Hvorki þeir sem kusu hann né aðr-
ir sem Anna Bjarnadóttir talaði við í Aust-
in, höfuðborg Texas, voru vissir um að hann
yrði góður forseti. En allir vonuðu það.
ALAN Garcia, fyrrver-
andi forseti Perú, slapp á
sínum tíma naumlega við
að vera handtekinn af
hermönnum eftirmanns
síns, Albertos Fujimoris,
og síðan hefur hann ver-
ið í útlegð í Kólombíu.
Nú hyggst hann halda
heim og bjóða sig fram í
forsetakosningunum í
apríl næstkomandi.
Hann á þó enn á hættu
að vera handtekinn
vegna ásakana um spill-
ingu í forsetatíð sinni.
Garcia, sem var einn
af merkisberum vinstri-
sinna í Suður-Ameríku, sagði í viðtali
við AP-fréttastofuna, að hann hefði
séð að sér, væri orðinn miklu hógvær-
ari en áður en gerði sér vissulega
grein fyrir því, að það væri á brattann
að sækja fyrir hann í forsetakosning-
unum í Perú.
Efnahagslífið
í rústum
„Ég hef áður komist í hann krapp-
an og kvíði engu,“ sagði Garcia og átti
þá kannski við hremmingarnar 5.
apríl 1992. Þá leysti Fujimori upp
þingið, nam stjórnarskrána úr gildi
og sendi hermenn til að handtaka
Garcia. Honum tókst þá að leika á
hermennina og sleppa á næsta æv-
intýralegan hátt og hefur nú í níu ár
verið í útlegð í Kól-
ombíu.
Garcia er mikill
mælskumaður og á ní-
unda áratugnum var
hann meðal yngstu og
kunnustu leiðtoga í
Suður-Ameríku. Hann
var kjörinn forseti
1985 út á loforð um
víðtækar umbætur í
þjóðfélagsmálum en á
þessum tíma var um
ræða almenna afturför
í efnahagslífi ríkjanna
í Rómönsku-Ameríku.
Í Perú geisaði óða-
verðbólga, maóískir
skæruliðar Hins skínandi stígs létu
mikið að sér kveða og Garcia brást
meðal annars við erfiðleikunum með
því að hætta að greiða af erlendum
skuldum Perú. Hvatti hann jafnframt
önnur ríki í Rómönsku-Ameríku til að
gera það sama. Varð það ekki til að
auka vinsældir hans á Vesturlöndum
og hjá alþjóðlegum lánastofnunum.
Þegar Garcia fór frá var efnahagslífið
í Perú í rústum.
Garcia var fljótlega sakaður um að
hafa dregið sér hundruð milljóna
króna meðan hann var í embætti og
sagt, að hann hefði hagnast vel á því
að flytja allan gjaldeyrisvarasjóð
landsins yfir í ákveðinn banka þar
sem hvert hneykslið hafði rekið ann-
að. Garcia neitar þessu öllu og segja
má, að hann hafi verið sýknaður í einu
máli. Á árinu 1995 staðfesti kaup-
sýslumaðurinn Alfredo Zanatti þær
ásakanir stjórnar Fujimoris, að
Garcia hefði þegið mútur frá bygg-
ingafyrirtæki en í síðustu viku sagði
hann í perúska sjónvarpinu, að her-
inn hefði neytt sig til að halda þessu
fram.
Handtökutilskipanir enn í gildi
Flokkur Garcia, Aprista, hefur nú
útnefnt hann forsetaframbjóðanda
sinn en Fujimori flýði til Japans þar
sem hann hafði einnig borgararétt.
Er hann sakaður um stórkostlega
spillingu ekki síður en félagi hans og
fyrrverandi yfirmaður perúsku leyni-
þjónustunnar, Vladimiro Montesinos.
Fer hann nú huldu höfði.
Garcia segir, að ekkert sé í veg-
inum fyrir því að snúa aftur heim en
Jorge Melo Vega, ríkissaksóknari í
Perú, segir aftur á móti, að tvær skip-
anir um handtöku Garcia séu enn í
gildi. „Það eru nægar sannanir fyrir
því, að hann hafi gerst sekur um
ýmsa glæpi gegn ríkinu, þar á meðal
mútuþægni,“ segir Vega.
Þótt Garcia fái óáreittur að snúa
heim er heldur ólíklegt, að hann eigi
mikla möguleika í kosningunum.
Samkvæmt skoðanakönnunum mun
hagfræðingurinn Alejandro Toledo
verða næsti forseti Perú en margt
bendir til, að hann hafi í raun sigrað
Fujimori í síðustu kosningum.
Alan Garcia, fyrrverandi forseti Perú, ætlar heim úr útlegðinni
Hyggst blanda sér
í forsetaslaginn
Bogota. AP.
Alan Garcia