Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR hafa leitast við að skil- greina hugtakið lýðræði og í raun er engin ein skilgreining annarri æðri. Í grein sem undirrituð skrifaði í Mbl. fyrr í vetur var fjallað um inntak lýð- ræðisins og gengið út frá skilgrein- ingu Gylfa Þ. Gíslasonar í Helgafelli frá árinu 1945. Þar segir að lýðræði sé fólgið í því að sameiginlegum mál- um þjóðar sé stjórnað að vilja meiri- hluta hennar – eða a.m.k. ekki gegn hon- um – eins og hann birt- ist í frjálsum kosning- um, og að sérhver minnihluti eigi þess kost að afla skoðun sinni fylgis og verða meirihluti (Gylfi Þ. Gíslason, Lýðræði og stjórnfesta, hugleiðing- ar um stjórnarskrár- málið. Helgafell, 4. árg. maí 1945). Í íslensku stjórnarskránni er ekki að finna neina almenna lýðræðisyfirlýsingu eins og reyndin mun vera í sumum ríkjum, en það er ekki um það deilt að íslensk stjórnskipun teljist í meg- inatriðum lýðræðisleg og að einkenni þess sé að finna vítt og breitt í stjórn- arskránni. Stjórnmálafræðingar og aðrir stjórnmálarýnendur hafa margir skilgreint lýðræði og er út- koman misjöfn eftir því hver áherslu- atriðin eru. „Lýðræði er kerfi sem felur í sér virka samkeppni á milli stjórnmálaflokka um að hafa valdið með höndum. Í lýðræðisríki eru reglulegar og sanngjarnar kosning- ar, þar sem allir þegnar þjóðfélagsins eiga þátttökurétt á jafnan hátt. Sam- hliða þessum rétti til lýðræðislegrar þátttöku eru svo ýmis einstaklings- bundin réttindi borgaranna – tján- ingarfrelsi, ásamt réttinum til þess að stofna og taka þátt í stjórnmálastarfi og félögum“ (Anthony Giddens, Run- away World, útg. 1999, lausleg þýð- ing höfundar). Hér er lögð áhersla á virka samkeppni milli stjórnmála- flokkanna sem lykilforsendu lýðræð- isins en aðrir telja lýðræðislegar stofnanir og afmarkað vald stjórn- valda vera útgangspunktinn, sbr. eft- irfarandi skilgreiningu: „Lýðræði er stofnanabundið form pólitískrar til- veru, sem veitir handhöfum ríkis- valdsins tímabundið vald sem tak- markast af gildandi stjórnarskrá og lögum samfélagsins og ýmsum ein- staklingsbundnum réttindum“ (Claus Offe, Lýðræði á tímum hnatt- væðingar, útg. 2000). Í raun og veru er lýðræðishugtakið í stöðugri mótun og þróun, rétt eins og það samfélag sem við búum í og þess vegna erfitt að njörva það niður í fastmótaða skilgreiningu. Hugtök eins og frelsi, jafnræði og jafnrétti, þátttaka, skýrt og afmarkað vald og mannréttindi koma þó jafnan upp í hugann þegar fjallað er um lýðræði og líklega verða þau alltaf óbreytan- legur hluti af lýðræðishugtakinu, hvernig sem það kann að þróast. Hnattvæðing – nýtt og breytt umhverfi stjórnmála Á síðasta áratug hefur litróf stjórnmálanna breyst mikið, hér á landi og annars staðar. Hinar gömlu andstæður í austri og vestri eru horfnar, fjöl- þjóðlegt samstarf blómstrar sem aldrei fyrr og mörk þjóðríkis- ins verða sífellt óskýr- ari. Mikil rökræða hef- ur farið fram um ágæti þessara breytinga og áhrif þeirra á lýðræð- isþróun í heiminum. Því hefur jafnvel verið hald- ið fram að þróunin feli í sér endalok stjórnmála, að pólitísk hugmynda- fræði hafi runnið sitt skeið á enda í ljósi þess að átök tveggja hug- myndafræðistefna á heimsvísu séu ekki lengur fyrir hendi. Frjálslynt lýðræði hafi fest sig í sessi sem stjórnarform, hin endanlega gerð stjórnunar í mannlegu samfélagi (Sbr. Francis Fukuyama, dr. í stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla). Ekki er hægt að taka undir svo mikla einföldun á því sem gerst hefur í kjölfar þess að Berlínarmúrinn féll. Það er hinsveg- ar staðreynd að aukið upplýsinga- flæði, auðveldari fjarskipti og aukið flæði fólks og fjármagns milli landa gerir það að verkum að umhverfi stjórnmálanna er að taka miklum breytingum. Enda ekki skrýtið ef mið er tekið af þeim öru breytingum sem samfélög heims eru að ganga í gegnum. Hnattvæðingin felur hins vegar ekki í sér endalok stjórnmála heldur ný tækifæri fyrir stjórnmálin, hún setur þeim ný hlutverk og krefst þess að þau setji sér nýjar leikreglur. Þeir sem aðhyllast jafnaðarstefnu geta vart annað en hafnað þeirri kenningu að fall sósíalismans feli í sér fullnaðarsigur frjálshyggjunnar sem hinnar einu sönnu hugmyndafræði, eins og margir hægri menn vilja vera láta. Ástæður þessa eru einfaldlega þær að þótt verkefni þau sem jafn- aðarmenn hafa tekist á við í gegnum tíðina hafi breyst hafa þau ekki horf- ið. Hnattvæðingin hefur alið af sér ýmsa neikvæða fylgifiska, sem ekki er alltaf á færi þjóðríkisins að takast á við. Það eru ekki öll mannanna börn sem geta nýtt sér kosti hennar og þekkingaraldarinnar. Þannig eru það frekar efnaðir en þeir sem minna hafa, það eru frekar karlar en konur, það eru frekar þeir sem búa í þéttbýli en þeir sem búa upp til sveita. Vax- andi misskipting manna og þjóða á milli eru neikvæðir fylgifiskar sem stjórnmálin geta ekki látið afskipta- laus og það er skylda hverrar stjórn- málahreyfingar að bregðast við þeirri þróun. Þá hefur aukið flæði fólks milli landa og sífellt óskýrari landamæri þjóðríkjanna haft í för með sér vax- andi kynþáttahyggju og útlendinga- hatur og er Ísland engin undantekn- ing þar á. Með auknu flæði fjármagns milli landa verður auðveldara að skjóta fé undan skatti á meðan skatt- byrðin eykst sífellt á herðum þeirra fáu sem borga skatt til samneyslunn- ar. Jafnaðarmenn mega ekki bregð- ast þeirri skyldu sinni að takast á við aukna misskiptingu og að flytja boð- skap réttlætis og jafnaðar. Ný heims- mynd breytir engu þar um. Og þá dugir ekki að skýla sér á bak við „lög- mál hnattvæðingarinnar“, rétt eins og það sé óumbreytanlegt. Þau verk- efni sem hér voru nefnd verða ekki innt af hendi eingöngu innan þjóð- ríkjanna. Það verður aðeins gert í fjölþjóðlegu samstarfi og e.t.v. í gegnum alþjóðastofnanir. Þá er mik- ilvægt að ríki heims leggi sitt af mörkum til að draga úr skuldum þró- unarríkja, eigi að takast það mark- mið að skapa þeim vaxtarskilyrði. Skýr þrígreining ríkisvaldsins Á vettvangi þjóðríkjanna er ekki síður mikilvægt að hlúa að hornstein- um lýðræðisins. Það vantar því miður nokkuð upp á það að núverandi stjórnarfyrirkomulag tryggi nægi- lega í framkvæmd þá þrígreiningu ríkisvaldsins sem stjórnarskráin boð- ar. Framkvæmdavaldið hefur öðlast ofurvægi á kostnað hinna greinanna tveggja, löggjafarvalds og dóms- valds, sem er óæskileg þróun sem sporna þarf við. Nú á síðustu vikum hefur mikil umræða átt sér stað um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkja- bandalagsins og má segja að kjarni þeirrar umræðu felist í því hversu langt stjórnvöld mega ganga gagn- vart borgurunum. Tvímælalaust eru þeim takmörk sett um beitingu valds- ins og það er hlutverk Hæstaréttar að skera úr um það hvort farið hafi verið út fyrir þau mörk. Löggjafinn er bundinn af stjórnarskrá og alþjóð- legum skuldbindingum ýmiss konar og honum ber að virða þau mörk sem þar eru sett. Hugmyndir forsætisráð- herra og fleiri um að breyta lögum um Hæstarétt í þá veru að dómurinn þurfi að vera fullskipaður þegar hann kveður upp dóma í veigamiklum mál- um eru vart til þess fallnar að styrkja sjálfstæði réttarins, sem er til þess fullbær að meta þetta sjálfur. Sama má segja um þau ummæli forsætis- ráðherra að dómurinn í máli Öryrkja- bandalagsins hafi verið „slys“ sem koma þurfi í veg fyrir að endurtaki sig. Lykta slíkar hugmyndir frekar af því að framkvæmdavaldið vilji koma böndum á réttinn, sem er ekki í sam- ræmi við grundvallarregluna um þrí- skiptingu ríkisvaldsins. Það er mjög aðkallandi að styrkja þátt Alþingis í hinu þrískipta ríkis- valdi, en þingið hefur ekki í raun þá stöðu sem því er ætlað í stjórnarskrá. Ein ástæða þess hve veik staða Al- þingis er gagnvart framkvæmdavald- inu er sú staðreynd að ráðherrar sitja á Alþingi og hafa þar atkvæðisrétt á sama hátt og óbreyttir þingmenn. Nauðsynlegt er að styrkja vægi Al- þingis í sjálfri lagasetningunni, en flest frumvörp sem fá afgreiðslu í þinginu koma eins og kunnugt er úr herbúðum ríkisstjórnarinnar og eru unnin í ráðuneytunum. Víða í ná- grannaríkjunum eru starfandi skrif- stofur eða ráð er fara skipulega yfir öll frumvörp og kanna hvort á þeim séu lagatæknilegir ágallar en ekki hefur því verið að heilsa hér á landi. Staðreyndin er líka sú að á íslenskum lögum eru mun fleiri hnökrar en þekkist á öðrum Norðurlöndum. Um- boðsmaður Alþingis vakti athygli á meinbugum á íslenskum lögum í 45 af fyrstu 2.000 málunum sem hann hafði til meðferðar en það eru fleiri mál en umboðsmaður danska þingsins hefur fengist við og snerta meinbugi á lög- um allt frá stofnun embættisins árið 1954, en hann hefur þó um 3.000 mál árlega til afgreiðslu. Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að sett verði á stofn lagaráð er starfi á vegum Alþingis og sé ríkisstjórn og þingi til ráðgjafar um löggjafarmál- efni. Ráðið skuli skipað þremur lög- lærðum mönnum og verði hlutverk þess m.a. að leggja mat á það hvort frumvörp stangist á við stjórnarskrá og alþjóðasamninga sem íslenska rík- ið er skuldbundið af. Tryggja þarf betur en nú er sjálf- stæði dómstóla, m.a. með því að breyta reglum um skipan í embætti dómara. Við ákvörðun um það hverjir eru skipaðir í embætti hæstaréttar- dómara þarf mun breiðari aðkomu en nú er og opna umræðu um hæfni um- sækjanda um dómarastörfin. Þannig aukast verulega líkur á að málefnaleg sjónarmið ráði ferðinni við val á dóm- urum við æðsta dómstól landsmanna. Opið og skýrt stjórnkerfi Lykilhugtak í umræðu um lýðræði er stjórnfesta. Í hugtakinu felst krafa um það að stjórnvöld fari skipulega og með festu eftir lögum og reglu og geri það á heiðarlegan og gegnsæjan hátt, með tilheyrandi ábyrgð ef út af er brugðið. Náskyldar stjórnfestu- hugmyndunum eru svo hugmyndir um réttindi borgaranna til þess að sjá hvernig ákvarðanir eru teknar, hvernig stjórnmálaflokkarnir vinna, hvernig þeir eru fjármagnaðir, hvernig stjórnvöld taka ákvarðanir og á hvaða forsendum. Það er ekkert sem réttlætir þá dulúð sem ríkir um fjármögnun íslenskra stjórnmála- flokka. Nauðsynlegt er að sett verði lög um starfsemi og fjárreiður slíkra samtaka, þar sem flokkunum og frambjóðendum á þeirra vegum verði skylt að upplýsa hvernig að fjár- mögnun þeirra er staðið. Slík löggjöf er grundvallarforsenda þess að þeir sem hér búa geti áttað sig á því hverj- ir það í raun og veru eru sem fjár- magna íslensk stjórnmál, þannig að unnt sé að opinbera þau stjórnunar- og eignatengsl sem eru milli stjórn- málalífs og atvinnulífs eða annarra hagsmunaaðila hér á landi. Stjórnfesta snýst líka um það að leikreglur samfélagsins séu skýrar, að borgurunum sé ljóst hverjar þær eru og að tilheyrandi ábyrgð fylgi ef út af þeim er brugðið. Til þess að unnt sé að gera ábyrgð stjórnvalda og einstakra ráðamanna meiri en nú er nauðsynlegt að lög og reglur um ráðherraábyrgð verði tekin til gagn- gerrar endurskoðunar með aukinn skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi, þannig að ábyrgðin verði raunveru- leg í stað þess að vera dauður stafur á bók. Hnattvæðing er jákvæð fyrir lýðræðið Einn af hornsteinum lýðræðisrík- isins er möguleiki borgaranna til þátttöku í mótun samfélagsins. En það er ekki aðeins réttur okkar að taka þátt, það má segja að það sé líka skylda okkar að láta okkur málefni samfélagsins einhverju varða og beita þátttökuréttinum til að hafa já- kvæð áhrif á það. Einn liður í þátt- töku borgaranna í ákvarðanatöku eru reglulegar kosningar, en einnig þarf að auðvelda möguleika á að skjóta málum til þjóðarinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þá er ljóst að tölvu- tækni og gagnvirkni ýmiss konar hef- ur haft mikil áhrif á samskipti stjórnvalda og borgaranna og mun gera það í enn ríkari mæli en nú er. Samskiptamynstur fólks hefur breyst gríðarlega á síðasta áratug og hefur framþróun tölvutækninnar og Netsins haft þar mest áhrif. Mikil- vægt er að nýta þessa kosti tækninn- ar til aukinna tjáskipta borgaranna og stjórnvalda. Í grein þessari hefur verið leitast við að lýsa stöðu lýðræðis í hnatt- væddum heimi, reynt að lýsa helstu neikvæðu fylgifiskum hennar og nýju hlutverki stjórnmálanna heima og heiman. Ljóst er að lýðræðið er í stöðugri mótun á sama hátt og það samfélag sem það hýsir og um leið hefur hnattvæðing mikil áhrif á þró- un þess. Fyrst og fremst eru þau áhrif þó jákvæð og verða lýðræð- isþróuninni innblástur ef rétt er á málum haldið. Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samvinnu er þar grund- vallaratriði en helsta ógnun lýðræð- isins hefur jafnan verið einangrun. HNATTVÆÐING – ÖGRUN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ Bryndís Hlöðversdóttir Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samvinnu, segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, er þar grundvall- aratriði en helsta ógnun lýðræðisins hefur jafnan verið einangrun. Höfundur er þingmaður fyrir Samfylkinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.