Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 58
„VIÐ LÁTUM gamminn geysa, leikum af fingrum fram, sleppum af okkur beislinu, slettum úr klaufunum og ég veit ekki hvað og hvað.“ Það var þannig sem Karl Ágúst Úlfsson lýsti því sem hann og félagi hans Örn Árna- son ætla að fram- kvæma í Þjóðleik- húskjallaranum annað kvöld. „Þetta er tveggja manna sýning með gríni, söng og glensi. Æfð og ekki æfð. Við gerum mikið af því að spinna svona inn á milli. Við höfum ákveðin atriði á okkar efnisskrá en síðan förum við geyst um víðan völl og reynum að koma sjálfum okkur á óvart ekki síð- ur en áhorfendum.“ Skemmtunin er á vegum Lista- klúbbs Þjóðleikhúskjallarans en hann hefur staðið fyrir menningar- legum skemmtunum á mánudags- kvöldum í kjallaranum um skeið. En hvað ætla þeir félagar að taka fyrir þetta kvöldið? „Það eru hagyrðingar, trúbadúrar og þeir hlutir sem fyrir okkur verða. Okkur er ekkert heilagt eins og hef- ur kannski sýnt sig í gegnum tíðina. Við komum víða við og eiginlega ennþá víðar en ég get fullyrt um.“ Mega gestir eiga von á því að gamlir góðkunningjar úr Spaugstof- unni láti sjá sig? „Nei, það held ég ekki. Ekki nema við sjálfir. Við erum ekki að leika neinar sérstakar persónur. Heldur erum við bara á sviðinu eins og við komum úr skepnunni. Svona af- tengdir eða „unplugged“ eins og það heitir á útlensku. Við ákváðum í þetta sinn að hafa umbúnað sem allra minnstan og sem minnst um- stang í kringum okkur. Reynum bara að skemmta okkur þeim mun betur.“ En hvað er þessi sýning löng? „Hún getur staðið allt frá 40 mín- útum upp í þrjá tíma. Það fer allt eftir því hvað við erum í miklu stuði. Það er nú stundum þannig þegar við hittumst á sviðinu, ég og Örn, þá eigum við svo erfitt með að hætta. Við látum eiginlega dagsformið, stuðið og áhorfendur sjálfa ráða því. Okkur finnst óskaplega skemmtilegt að koma fólki í gott skap ef okkur tekst það. Það er okkar líf og yndi.“ Eins og áður sagði er skemmt- unin annað kvöld og hefst hún kl. 20:30. Gleðistund í Þjóðleikhúskjallaranum FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið á vorönn BRIDSSKÓLINN Byrjendanámskeið: Það geta allir lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa! Tíu þriðjudagskvöld frá kl. 20-23. Framhaldsnámskeið: Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Ný bók, Nútíma brids, eftir Guðmund Pál Arnarson, verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Tíu fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.                           Byrjendur: Hefst þriðjudaginn 23. janúar Framhald: Hefst fimmtudaginn 25. janúar Rómeó er feigur (Romeo Must Die) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrit: Jim Van Wyck. Aðal- hlutverk: Jet Li, Aaliyah og Isaiah Washington (111 mín.). Bandaríkin, 2000. Sam myndbönd. Bönnuð inn- an 16 ára. RÓMEÓ er feigur lítur í fyrstu út fyrir að vera áhugaverð spennu- mynd sem tvinnar saman Shake- speare, austrænum bardagalistum og nútíma borgarum- hverfi. En þegar kíkt er á innihaldið kemur í ljós ómerkileg bar- dagamynd með lé- legri persónusköp- un og klaufalegri fléttu. Hong Kong- bardagastjarnan Jet Li mætir hér til leiks og sinnir sínu hlutverki ágæt- lega en annars er þetta of léleg mynd í eðli sínu til að leikurinn geti skemmt mikið fyrir. Óspennandi bardagaatriði eru áhersluatriði myndarinnar, sem vísar á hjákátleg- an hátt til Rómeó og Júlíu í titli og efniviði. Hins vegar er fátt við þessa frásögn sem á skylt við leikritið fræga, nema hvað að mjög andlausar ástir takast með börnum foringja í stríðandi glæpaklíkum. Hallærisleg mynd sem stenst engan veginn þær væntingar sem einhverjir kynnu að gera til hennar. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Shakespeare víðsfjarri Reyna að koma sjálfum sér á óvart Karl Ágúst og Örn Árna í góðu stuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.