Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ RÁTT fyrir að mikil umræða hafi átt sér stað um kúariðu og Creutz- feldt-Jakob-sjúkdóminn hefur hún hér á landi aðallega snúið að efna- hagslegum áhrifum sem aðgerðir til að hindra útbreiðslu þessara sjúkdóma gætu haft á íslenskan iðnað og útflutning. Minni gaumur hefur verið gefin þeirri hættu sem steðja kann að íslenskum neytendum, í ljósi þess hvernig kúariðufárið hefur nú borist frá Bretlandseyjum og breiðst út á meginlandi Evrópu. Sjúkdómar þessir sem leggjast á menn og dýr koma til af umbreytingu í próteini í heil- anum sem kallast príon. Príon-sjúkdómar þykja með ógeðfelldari sjúkdómum, með- göngutíminn er langur og því erfitt að rekja smitleiðir og þeim sem smitast er vís bani bú- inn því ekki er til nein lækning. Í fólki sjúk- dómurinn leiðir til sturlunar og dauða alla jafna innan árs frá að sjúkdómseinkenni koma fram. Það er vitað að með ferðalögum til landa þar sem kúariða hefur komið upp leggur fólk sig ef til vill í umtalsverða hættu en hætturnar kunna að leynast víðar. Hingað til lands er nokkur innflutningur matvara frá löndum þar sem kúariða hefur komið upp og má í þeim varningi finna kjötvör- ur bæði unnar og hráar sem og afurðir unnar úr kjöt- og beinamjöli. Í orðum sérfræðinga sem hér verður vitnað til koma fram skiptar skoðanir varðandi þá hættu sem þessu er sam- fara. Að mati sumra þeirra virðist nokkuð an- davaraleysi ríkjandi hér á landi gagnvart inn- flutningi af þessu tagi. Skemmst er að minnast að nú fyrir jól flutti verslunin Nóatún inn og seldi sex tonn af nautalundum frá Írlandi, þar sem kúariðu hefur orðið vart í auknum mæli, og hefur innflutningur á írsku nautakjöti til Egyptalands nýlega verið stöðvaður af þeim sökum. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir gaf leyfi fyrir þessum innflutningi. Hann sagði á blaðamannafundi á föstudag að það væri sitt mat að engin hætta á riðusmiti hefði fylgt inn- flutningi á nautakjötinu og vísindamenn væru sammála um að kúariða bærist ekki með úr- beinuðu nautakjöti. Halldór staðfesti hins veg- ar að þegar ákvörðun hefði verið tekin skömmu fyrir jól um að heimila innflutninginn hefði ekki legið fyrir vottorð um að engir dýra- sjúkdómar hefðu fundist í upprunalandinu á síðustu sex mánuðum líkt og kveðið væri á um í auglýsingu. Þá tók til starfa síðastliðið haust austur í Flóa verksmiðja þar sem framleitt er kjöt- og beinamjöl en uppruni kúariðufárs á Bretlandseyjum er einmitt rakinn til fóðrunar nautgripa með slíku mjöli. Þá má nefna að sauðfjárriða hefur lengi þekkst hérlendis en hún er náskyld kúariðu og hefur verið tengd uppruna faraldursins. Sérfræðingar hafa leitt að því líkum að sláturúrgangur frá riðuveiku sauðfé hafi verið notaður í kjötmjöl í Bretlandi sem kýr voru svo fóðraðar á. Það er talin orsök og uppruni kúariðunnar. Helstu sérfræðingum og eftirlitsaðilum ber ekki saman um hvernig þetta snýr allt að Íslendingum og íslenskum aðstæðum. Hér verða því borin saman ólík við- horf manna, dregin upp mynd af uppruna og eðli sjúkdómsins og farið yfir helstu þætti sem talist gætu hættuvaldar hér á landi. Breskar kýr Sérfræðingar telja líklegast að kúariða hafi orðið eins útbreidd og raun ber vitni vegna þess að kýr í Bretlandi (og víðar) hafi verið fóðraðar á kjöt- og beinamjöli menguðu af smitefnum úr kjötúrgangi af riðuveiku sauðfé á árunum 1980–1986. Í framhaldi af því var í fyrstu gripið til varúðarráðstafana við þá fram- leiðslu til að reyna að stemma stigu við út- breiðsla kúariðu, eins og að skilja heila- og taugaefni og eitilvef í meltingarfærum frá áður en sláturúrgangur var tekinn til mjölvinnslu. Þetta þótti gefa góða raun en síðar var gripið til þess ráðs að banna alveg að fóðra nautgripi með kjöt- og beinamjöli. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir er ekki fyllilega sannfærður um að kúariða sé sprottin úr sauðfjárriðu heldur kunni að hafa orðið stökkbreyting í príon-geni í kú sem svo hafi verið notuð í kjöt- og beinamjöl og þannig hafi sjúkdómurinn orðið jafnútbreiddur og raun ber vitni. Um þá tegund sjúkdómsins sem komið hefur upp í fólki segir Haraldur Briem: „Svo er þetta Creutzfeldt-Jakob afbrigði sem er kúariða og ég hef viljað kalla „mannariðu“. Þar er auðvitað stóra spurningin hvert við er- um að sigla. Ætli þetta séu ekki um 80 tilfelli sem greinst hafa í Bretlandi frá árinu 1995. Það var dálítið merkilegt, að þegar menn upp- götvuðu þennan kúariðufaraldur var byrjað að hafa auga með mönnum, því hugmyndin var sú að kýrnar hefðu sýkst af riðuveiki í sauðfé í kjöt- og beinamjöli. Notuð voru hræ af alls konar dýrum til fóðrunar og því ekki hægt að útiloka neitt. Úr því að líka voru notaðar kýr í mjölið gæti það hafa magnað upp eitthvað sem kann að hafa verið í nautgripum áður. Vanga- veltur voru allavega um hvort veikin bærist milli dýrategunda og þá datt mönnum í hug að það væri nú vit í því að hafa auga með mann- fólkinu. Á árunum 1990 og 1991 var byrjað að kíkja eftir því í Bretlandi hvort eitthvað svona kæmi upp – og bingó það kom þarna árið 1995. Síðan hefur tilfellum farið þannig fjölgandi að greinilegt er að um faraldur í mannfólki er að ræða.“ Haraldur segir menn hafa miklar áhyggjur af þessum vanda í Evrópu. „Ég ræddi við for- stjóra þýsku sóttvarnarstofnunarinnar á sótt- varnarfundi í Lúxemborg nýverið og hann spurði mikið út í sauðfjárriðu á Íslandi, því hún er svo staðbundin. Það er alltaf sama sagan þegar riðuveiki kemur upp, þá er allt skorið niður, svo líða einhver ár og sauðfé er aftur flutt á þennan stað; þá líða enn einhver ár og svo kemur riðuveiki upp aftur. Þá er aftur spurningin hvaðan þessi riðuveiki kemur, er hún ef til vill í umhverfinu? Allavega þóttu Þjóðverjanum þetta vond tíðindi, því ef príonin geta setið svona í umhverfinu, hvernig eiga Bretar þá að geta útrýmt kúariðunni hjá sér? Jafnvel þótt þeir skeri niður nautgripina hjá sér, muni þetta jafnvel koma upp aftur og aft- ur.“ Príon-sjúkdómar Riða er príon-sjúkdómur sem ræðst á og breytir uppbyggingu annarra próteina í heila smitaðra með þeim afleiðingum að heilinn verður götóttur og svampkenndur. Þetta leiðir til sturlunar og að lokum dauða. Það eru til þó nokkrar tegundir príon-sjúkdóma og geta flest dýr fengið þá. Þótt sjúkdómarnir séu skyldir eru þeir mismunandi eftir því hvaða dýrateg- und þeir leggjast á og smitast ógjarnan á milli tegunda. Sjúkdómurinn hefur langan meðgöngutíma, ár eða jafnvel áratugi, mis- munandi eftir tegundum, en eftir að hann kem- ur upp ágerist sjúkdómurinn mjög hratt og dregur viðkomandi dýr eða manneskju til dauða. „Þetta er auðvitað alveg skelfilegur sjúkdómur, það er engin lækning til og þetta er vís dauði á mjög ógeðfelldan hátt,“ segir Har- aldur Briem, sóttvarnarlæknir. Til eru nokkrar tegundir príon-sjúkdóma sem leggjast á menn. Fæstir eru þeir smitsjúk- dómar heldur verða til við stökkbreytingar próteina eða ganga í ættir. Þó var á Papúa Nýju-Gíneu árið 1957 greindur príon- sjúkdómur meðal Fore-ættbálksins en með- limir hans nefndu hann „hlæjandi dauða“ eða kúrú. Sjúkdómurinn barst manna á meðal vegna mannáts sem tengdist greftrunarhelg- isiðum og taldist því til smitsjúkdóma. Síðan hafa þessir siðir verið aflagðir og sjúkdóm- urinn nánast horfið. Guðmundur Georgsson, forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, hefur rannsakað riðu og er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í þeim efnum. „Menn hafa fundið stökkbreytingar í príon- geninu í sumum sjúkdómum en það eru samt tiltölulega fátíðir sjúkdómar sem falla í þennan flokk. Þar má nefna banvænt svefnleysi eða Fatal Familial Insomnia (FFI) sem er nýjasti sjúkdómurinn í þessum flokki. Þar eru bara einar tíu ættir eða kannski rúmlega það sem sá sjúkdómur hefur fundist í. Svo er annar sem nefnist Gerstman-Sträussler-Scheinker- sjúkdómurinn, en menn hafa haft þann leiða sið að kenna þessa óhuggulegu sjúkdóma við fólk. Þar er líka um að ræða stökkbreytingu. Svo eru svona 10 til 15 prósent Creutzfeldt- Jakob tilfella vegna stökkbreytinga í genum. Þetta hafa menn getað sýnt fram á, en það er ekki um það að ræða í sambandi við kúrú og ekki í sambandi við kúariðuna heldur. Í þeim tifellum er um smit að ræða.“ Sérfræðingar eru sammála um að lítið sé hægt að fullyrða um smitleiðir riðusjúkdóma því ályktanir þar að lútandi séu í raun byggðar á líkum. Guðmundur Georgsson segir til að mynda engan veginn fyllilega ljóst hvernig sauðfjárriða smitist, jafnvel þótt rannsóknir hafi staðið yfir á henni áratugum saman og Ís- Eftirlit og smit- hætta á Íslandi Kúariðufár fer nú um Evrópu og hér á landi eru ýmis atriði, sem ef til vill ekki hefur verið gefinn nægur gaumur. Óli Kristján Ármannsson ræddi við ýmsa sérfræðinga um málið og komst að því að spyrja mætti hvort nægilega hefði verið hugað að öryggi almennings í þessum efnum. Kúariða breiðist út um Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.