Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „...see you (sjáumst),“ kastar snögghærður snáði fram á milli gisinna fullorðinstann- anna um leið og hann kveður vinkonu sína við skólalóðina í drungalegu skammdeginu. Orðatiltækið er honum löngu orðið tamt í munni og raunar allt tungumálið þrátt fyrir að hann hafi enn ekki hafið form- legt tungumálanám. Enska dynur í síbylju bæði á börnum og fullorðnum heima og að heiman. Þróunin hefur öll ver- ið á þennan sama veg hin síðari ár. Eina breytingin er að áhrif enskunnar koma úr sífellt fleiri áttum og snerta líf stærri hóps með degi hverjum. Æ fleiri íslensk fyrirtæki eru orðin hluti af erlendum samsteypum og keðjum með sama yfirbragð út um heim all- an. Af eðlilegum ástæðum hef- ur enska verið notuð til að brúa bilið í daglegum samskiptum. Kynningarefni er sent á milli landa og þrýst á að gætt sé samræmis í allri framsetningu í fjölmiðlum í hverju landi. Nokkuð mismunandi kröfur eru gerðar um aðlögun alþjóð- legs kynningarefnis í tengslum við birtingar í fjölmiðlum í hin- um ólíku löndum. Ágætt dæmi birtist á síðum Morgunblaðs- ins í október sl. Klemens Hjartar, talsmaður alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKins- ey, velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri leitað meira eftir starfsfólki á Íslandi og taldi að ein af ástæðunum gæti verið að öfugt við hin Norður- löndin væri ekki hægt að fá birtar auglýsingar á ensku á Íslandi – sérstaklega ekki í Morgunblaðinu. Lesendur geti skilið lesefnið Að Klemens skuli nefna Ís- land og Morgunblaðið sérstak- lega er engin tilviljun. Íslend- ingum hefur lengi verið sérstaklega umhugað um mál- rækt og íslenska gjarnan tengd sjálfstæði íslensku þjóð- arinnar á hátíðarstundum. Lögin endurspegla vilja þjóð- arinnar með afgerandi hætti í 22. grein Samkeppnislaga. Þar segir orðrétt. „Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á ís- lenskri tungu,“ og síðar er tek- ið fram að brot á ákvæðinu geti leitt til dagsekta. Gestur Einarsson, auglýsingastjóri Morgunblaðsins, segir að af íslenskum fjölmiðlum hafi Morgunblaðinu verið sérstak- lega umhugað um að mis- þyrma ekki íslensku. „Stjórn- endur íslenskra fyrirtækja eru flestir meðvitaðir um gildi íslenskrar tungu og sáttir við stefnu blaðsins. Hið sama er að segja um starfsmenn aug- lýsingastofa og fjölmörg dæmi eru um að íslenskri tungu hafi verið gert hátt undir höfði með listilegum hætti í auglýs- ingum. Engu að síður hefur þrýstingur á að koma erlend- um áhrifum inn í auglýsingar heldur aukist með vaxandi al- þjóðavæðingu hin síðari ár. Erfiðara er orðið að greina á milli lengri erlendra slagorða og venjulegs ritmáls svo ekki sé talað um hvers kyns slettur. Æ algengara er orðið að reynt sé að koma erlendum textum á borð við titla á fyrirlestrum inn í auglýsingar. Óskin er gjarnan rökstudd með því að fyrirlesturinn sé aðeins ætlað- ur enskumælandi áheyrend- um fyrir utan að fyrirlesarinn telji sjálfur að ekki sé hægt að þýða titilinn án þess að merk- ingin breytist. Okkur hefur ekki orðið hnikað í þessum efn- um enda hefur stefna blaðsins alla tíð verið að lesendur þess ættu rétt á því að skilja allt les- efnið,“ segir Gestur og viður- kennir að varla líði sú vika að ekki þurfi að gera athugasemd- ir við auglýsingar. „Hér áður fyrr var aðeins um fáein tilvik að ræða. Núna þarf yfirleitt að gera athugasemdir við ein- hvern texta í hverri viku. Stundum þurfum við að hafa af- skipti af auglýsingatexta tvisv- ar til þrisvar sinnum á dag. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að auglýsingum hefur fjölgað gífurlega hin síðari ár. Núna birtast á bilinu 200 til 300 aug- lýsingar að jafnaði í Morgun- blaðinu á hverjum degi sex daga vikunnar. Fjöldinn er því alveg hreint ótrúlegur og kannski ekki svo skrítið að gera þurfi athugasemdir við texta af og til.“ Ógn steðjar að Auglýsingadeild Morgun- blaðsins heldur til haga athuga- semdum við innsenda texta í stórum möppum. Erlendu áhrifin leynast víða eins og fram kemur í innsendum texta á borð við: „Stórglæsileg „penthouse“-íbúð... Rök aug- lýsandans fyrir notkun orðs- ins voru að merkingin skilaði sér ekki í íslenskri þýðingu og varð úr að þýða orðið þakíbúð með tilvísun í skýringuna penthouse neðar í auglýsing- unni. Markmiðið með því að birta „...pís ov keik“ var að vekja athygli lesandans á öðr- um atriðum í auglýsingunni og fékkst textinn ekki birtur. Mun auðveldara var að færa orðið Powersýning til betri vegar með því að þýða ein- faldlega erlenda orðið og birta í staðinn Mjög kröftug sýn- ing. Svipaða sögu er að segja um Októberfest því að nægi- legt þótti að setja gæsalappir utan um orðið. Dæmi um að ekki hefur verið amast við er- lendum áhrifum eru í auglýs- ingunni Vorsveifla í westur. Annars mætti lengi halda áfram því greinilegt er að ekki bera allir auglýsendur hag ís- lenskrar tungu jafnt fyrir brjósti. Mjókursamsalan sker sig úr fyrir að hafa beitt sér sér- staklega fyrir vegi íslenskrar tungu í málfarsátaki undir kjörorðinu Íslenska er okkar mál. Í nýlegu Morgunblaðs- viðtali segir Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri fyrirtækis- ins, að aldrei hafi verið brýnna að grípa til aðgerða en nú. „Með aukinni alþjóðavæð- ingu steðjar að tungunni ákveðin ógn og við finnum að fólk vill vernda hana. Þetta er okkar framlag,“ segir hann og fram kemur að tilgangurinn sé að öðru leyti tvíþættur. Annars vegar vilji Mjólkur- samsalan, eins og önnur fyr- irtæki, eiga góð samskipti við landsmenn og hins vegar hafi þarna gefist tækifæri til að undirstrika sérstöðu Mjólkur- samsölunnar sem íslensks framleiðslufyrirtækis sem vinni úr íslensku hráefni sem verði til í umhverfi þar sem tungan hafi þróast í gegnum tíðina. Að lokum er spurst fyrir um þýðingu málræktarátaks- ins fyrir Mjólkursamsöluna. „Við látum reglulega gera fyr- ir okkur ímyndarmælingu og merkjum þar að fólk kann að meta margt af því sem við er- um að gera á þessu sviði. Það er ekkert launungarmál að við teljum mjög þýðingarmikið í okkar markaðsstarfi að hafa sem sterkasta ímynd. Við trú- um því nefnilega að ímynd geti selt vöru eða hjálpað til við að selja hana. Hin hlið málsins er sú að við lítum á það sem skylduverkefni að fyrirtæki á stærð við Mjólkursamsöluna sinni þjóðþrifamálum af þess- um toga.“ Dreifiefni misjafnt að gæðum Ari Páll Kristinsson, mál- fræðingur, veitir skrifstofu Ís- lenskrar málnefndar, Íslenskri málstöð, forstöðu. Hlutverk málstöðvarinnar er m.a. að vera stjórnvöldum og almenn- ingi til ráðuneytis um íslenska tungu. Inntur eftir því hversu áberandi erlend áhrif væru orðin í markaðssetningu á Ís- landi byrjaði hann á því að taka fram að í Samkeppnislögum væri skýrt kveðið á um að aug- lýsingar til íslenskra neytenda ættu að vera á íslensku. Er- lendra áhrif gætti því afar tak- markað í virtum prentmiðlum á borð við Morgunblaðið. „Hinu er ekki að leyna að ann- að prentað dreifiefni er afar misjafnt að gæðum. Erlend áhrif koma fram með ýmsum hætti og er hægt að nefna að ákveðinnar tilhneigingar gætir til að ofnota stóra stafi fremst í orðum. Algengt er að stór staf- ur sé skrifaður fremst í nafn- orðum, sagnorðum og lýsing- arorðum í fyrirsögnum í ensku, t.d. er hægt að hugsa sér að fyrir áhrif frá orðatiltækinu Good Morning væri skrifað Góðan Daginn með stóru d-i í seinna orðinu. Ekki er heldur ólíklegt að það sjónarmið hafi haft áhrif á þróunina að haft hefur verið fyrir satt í auglýs- ingageiranum að augað stað- næmist frekar við stóra en litla bókstafi og alveg sérstaklega ef bókstafurinn er endurtek- inn. Nöfn á borð við Sól og Sæla þurfa því ekki að koma á óvart og eru lýsandi dæmi um ákveðna togstreitu á milli texta sem eins konar nafnmerkis og Enska Með vaxandi alþjóðlegum sam- skiptum hefur ekki farið hjá því að aukins þrýstings gæti í átt til er- lendra áhrifa í íslenskum auglýs- ingum og markaðssetningu. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að oft- ast eru stjórnendur stórfyrirtækja sér meðvitandi um hversu sterkar taugar almenningur ber til móð- urmálsins og bera hag þess fyrir brjósti. Morgunblaðið/Golli úr öllum áttum LENGI vel gilti sú regla að skrá þurfti öll íslensk fyr-irtæki með íslenskum nöfnum í Fyrirtækjaskrá Hag- stofu Íslands. Benedikt Þórðarsson, lögfræðingur Fyr- irtækjaskrár Hagstofu Íslands, viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið að með vaxandi þrýstingi hefði ákveðin þró- un orðið í skráningunni hin síðari ár. „Ekki hvað síst með nýju hlutafélaga- og einkahlutafélagalögunum frá árinu 1995. Með lögunum er beinlínis gert ráð fyrir því að ís- lensk útibú erlendra fyrirtækja beri nafn erlenda fyrir- tækisins að því viðbættu að tekið sé fram að um útibú á Ís- landi sé að ræða. Stjórnendum fyrirtækja með erlent heiti hefur verið gefinn kostur á því að skrá erlenda heitið og bæta við þar fyrir aftan ákvarðandi orði fyrir starfsemi fyrirtækisins eða einfaldlega „á Íslandi“. Þó að við reynum að standa á bremsunni er alveg greinlegt í hvað stefnir.“ Nokkur dæmi um undir hvaða nafni fyrirtæki með er- lendu nafni hafa verið skráð:  Ikea – Miklatorg  Pizza Hut – Íslensk pizza  McDonalds – Lyst ehf.  Hard Rock Café – Ís-rokk hf.  Monsoon – Regn ehf. Breyttar reglur um skráningu fyrirtækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.