Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 30
VIÐSKIPTI Á SUNNUDEGI 30 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KVEIKJAN að stofnun fyr-irtækisins fyrir um þrett-án árum var einfaldlegasamkomulag þriggja að- ila, sem allir voru og eru iðnaðar- menn í faginu, um að drífa í þessu. Við kynntumst í Vélsmiðju Hafnar- fjarðar þar sem við vorum allir að vinna. Ég var þar verkstjóri. Óskar var verkstjóri hjá mér í útivinnunni og Þór á renniverkstæðinu. Við vor- um allir orðnir eitthvað leiðir og ákváðum að breyta til. Sögðum upp, án þess að hafa hugmynd um hvað tæki við. Hugmyndin að stofnun nýs fyrirtækis á þessu sviði kom síðar upp á borðið. Frá stofnun hefur reksturinn gengið mjög vel. Við höf- um átt velgengni að fagna og hefur fyrirtækið vaxið mjög hratt frá stofnun og er í dag orðið mun stærra en okkur óraði fyrir eða höfðum uppi áætlanir um þegar af stað var farið,“ segir Magnús Aadnegard, einn þriggja eigenda véla- og skipaþjón- ustunnar Framtaks í Hafnarfirði, sem er nú orðið eitt hið stærsta sinn- ar tegundar hér á landi. Spurður um verkaskiptingu eig- enda þriggja, svarar Magnús því til að hann fái aðeins að sitja í for- stjórastólnum inni á hlýrri skrifstof- unni þar sem hann sé aldursforseti þríeykisins. Hinir tveir séu í eldlín- unni við að stjórna vinnunni. Annars hafi lítið verið um titlatog milli þeirra félaga í gegnum árin. Ákvarð- anir væru teknar sameiginlega og í mesta bróðerni enda hafi samstarfið milli þeirra gengið með afbrigðum vel það sem af er, þrátt fyrir tölu- verðan aldursmun á milli þess elsta og þess yngsta – heil 20 ár. Á forstjóraskrifstofunni fer ekk- ert á milli mála að það er í mörg horn að líta ef marka má allt pappírsflóðið á skrifborðinu. Greinilegt er að raf- rænn hugsunarháttur er ekki alls- ráðandi og þegar ég spyr Magnús hvar forstjóratölvan sé, er svarið stutt og laggott: „Ég kann ekkert á tölvur. Hún Sæunn mín sér um þá hlið málanna. Hún er fósturdóttir Óskars og hefur séð um bókhaldið hjá okkur í tíu ár. Fín stelpa.“ Uppi á veggjum hanga fjölskyldu- myndir af börnum og barnabörnum og stórum systkinahóp. Þar er Magnús í stórum hópi systkina, tólf að tölu, sem fædd og uppalin voru á Sauðárkróki. Meira en tíföldun í starfsmannafjölda Umhverfi var allt mjög gott til reksturs slíks fyrirtækis við stofnun árið 1988 þó þeir félagar hafi verið sammála um að reisa sér ekki hurð- arás um öxl til að byrja með. „Við byrjuðum því í kjallaraholu við Stapahraun í Hafnarfirði, 120 fer- metra leiguhúsnæði, vorum fimm starfsmenn til að byrja með og ætl- uðum aldrei að vera fleiri en átta. Nú, tæpum þrettán árum síðar, er fjöldi starfsmanna kominn yfir 70 talsins og er fyrirtækið nú rekið í eigin húsnæði, tveimur samliggjandi húsum í Drangahrauni 1 og 1b í Hafnarfirði og er samanlögð stærð húsnæðisins 2.500 fermetrar. Við keyptum brunarústir af Sparisjóði Hafnarfjarðar og byggðum upp eftir bruna sem varð hér í hjólbarðaverk- stæði. Í byrjun þurftum við að leggja fram rekstraráætlun til að fá lán í banka og var endurskoðandi fenginn til að vinna hana. Mönnum þótti áætlun þessi, sem átti að gilda í eitt ár, í bjartsýnasta kantinum, en reyndin varð sú að eftir þrjá mánuði var hún sprungin.“ – Hver er galdurinn við þessa vel- gengni? „Hann er einfaldlega sá að veita góða þjónustu og að vera með full- komnustu tæki og verkfæri sem völ er á á hverjum tíma. Þetta höfum við kappkostað í gegnum árin. Svo má ekki gleyma starfsmönnunum okk- ar. Við höfum alltaf haft mjög gott starfsfólk í vinnu sem ekki er síður mikilvægt til að fyrirtæki gangi vel.“ – Voruð þið ekki bara moldríkir þegar þið kvödduð Vélsmiðju Hafn- arfjarðar? „Við áttum ekki bót fyrir boruna á okkur, skal ég segja þér. Urðum auðvitað að slá lán fyrir vélum í byrj- un, fengum yfirdrátt á reikninginn og vorum allir kauplausir til að byrja með til að geta borgað hinum. Þetta er hin íslenska aðferð við stofnun fyrirtækja.“ Mörg þjónustusvið styðja hvert annað Stærstur hluti starfseminnar hef- ur alla tíð falist í skipaviðgerðum, en til viðbótar hefur fyrirtækið hafið margháttaðan innflutning á ýmsum vörum fyrir skip auk þess sem fyr- irtækið er með útibú við Sundahöfn í Reykjavík sem gerir við frystigáma. Þjónusta Framtaks skiptist í véla- verkstæði, dísilverkstæði, renni- verkstæði, plötusmiðju, sölu- og markaðsdeild auk skrifstofu, þar sem starfa þrír starfsmenn auk for- stjórans. Megináhersla er lögð á þjónustu við skipaflotann, fiskiskip jafnt sem flutningaskip, en einnig er veitt þjónusta við iðnað í landi auk þess sem dísilverkstæðið þjónustar bíla og vinnuvélar. „Það má segja að okkar þjónustusvið sé mjög vítt, en það styður hvað annað og á vel sam- an. Starfsmenn okkar búa yfir mik- illi reynslu af viðgerðum og vél- stjórn. Íslenskar skipasmíðar og verkstæðisiðnaður er að mínu mati mjög samkeppnisfær við erlendan iðnað enda eigum við síst verri iðn- aðarmenn en Pólverjar og aðrar samkeppnisþjóðir.“ Að sögn Magnúsar þjónustar Framtak bæði Eimskip og Samskip auk þess sem ferðalög starfsmanna fyrirtækisins út á land séu nokkuð tíð, t.d. til Akureyrar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Starfsmenn hafi einnig verið sendir landa á milli, t.d. til Færeyja, Noregs, Skotlands, Pól- lands, Kanaríeyja og Kanada í ýmis konar viðgerðarverkefni. Starfsmenn hafa verið sendir í þjálfun hjá mörgum erlendum véla- og tækjaframleiðendum, s.s. MAK í Þýskalandi, Ibercisa á Spáni, B&W í Danmörku, Yanmar í Japan, Schott- el í Þýskalandi og Turbo Internatio- nal í Englandi. Í framhaldi af því síð- astnefnda var keyptur stærsti og fullkomnasti jafnvægisstillibekkur á landinu og kom sérfræðingur frá framleiðanda til að þjálfa starfs- menn í notkun hans. Stillibekkurinn er einnig notaður af sérfræðingum fyrirtækisins Sturlaugs Jónssonar sem er umboðsmaður fyrir hinar þekktu BBC-túrbínur en fyrirtækin hafa með sér samstarf um þjónustu. Kynningarstarfsemi Framtaks hefur hingað til að mestu farið fram í fagtímaritum með auglýsingum og greinum, segir Magnús. Hins vegar tók fyrirtækið í fyrsta skipti þátt í síðustu sjávarútvegssýningu, sem haldin var í Kópavogi á dögunum, og lætur Magnús vel af velgengni þar. Sterkar líkur séu því á áframhald- andi þátttöku í Íslensku sjávarút- vegssýningunni. Að auki hafi fyrir- tækið tekið þátt í nokkrum vélasýningum erlendis, og sjávarút- vegssýningum, t.d. í Glasgow í Skot- landi og Vigo á Spáni. Blikur á lofti í rekstrarumhverfinu Velta fyrirtækisins hefur því auk- ist jafnt og þétt. Árið 1997 var veltan 278 milljónir, 334 milljónir árið 1998 og 431 milljón árið 1999. Að sögn Magnúsar hefur aðeins eitt tapár komið til sögunnar ennþá. „Það var alveg rosaleg niðursveifla árið 1992 og menn héldu auðvitað að sér höndum með viðgerðir. Það, sem við áttum, varð allt í einu að engu og ekki lánshæft, en svo birti yfir. Hins vegar tel ég að ýmsar blikur séu á lofti núna sem maður er ekki alls kostar sáttur við. Ætli það verði ekki eitthvað rólegra að gera hjá okkur en verið hefur undanfarin ár. Menn hafa ekki peninga á lausu til að láta gera við lengur. Annars veg- ar hefur olían hækkað gríðarlega í verði og á hinn bóginn vita menn ekki lengur hvort þeir eiga kvóta eða Morgunblaðið/Þorkell Eigendur Framtaks eru þrír. Þeir eru frá vinstri: Óskar Björnsson, Magnús Aadnegard og Þór Þórsson. GÓÐ ÞJÓNUSTA LYK- ILL AÐ VELGENGNI  Véla- og skipaþjónustan Framtak var stofnuð hinn 1. júní árið 1988 af þeim Magnúsi Aadnegard, Óskari Björnssyni og Þór Þórssyni. Magnús er fæddur 9. maí 1942, vél- virkjameistari að mennt, kvæntur Kristínu Pálsdóttur og eiga þau eina dóttur og einn son. Áður starfaði hann í 27 ár hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar og þar áður í tvö ár hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Magnús starfar þónokkuð að félags- málum fyrir járniðnaðinn, er m.a. í stjórn Málms og einnig í starfsgreina- og iðnfræðsluráðum. Óskar, sem einnig er vélvirkjameistari að mennt, er fæddur 3. júlí 1949, kvæntur Jóhönnu Óskarsdóttur, sem á þrjár dætur. Hann lærði í Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði, fór í Vélskóla Íslands að hluta og vann svo við viðgerðir bæði til sjós og lands, m.a. í Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Þór er fæddur 22. september 1962, meistari í rennismíði, kvæntur Hrafnhildi Markúsdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau þrjá syni. Hann nam rennismíði í Vélsmiðjunni Héðni og starfaði svo hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar fram að stofnun Framtaks. Morgunblaðið/Þorkell Einkunnarorð Framtaks eru „Góð þjónusta vegur þungt“. Rík áhersla hefur verið lögð á að fylgjast með og hafa ávallt nýjasta búnað. eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.