Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 14. janúar 1996: „Þegar hér er komið sögu átta menn sig kannski betur á því, að það er lítið vit í því fyrir svo lítið sam- félag sem okkar að halda uppi tveimur hátæknisjúkrahús- um. Til hvers? Margvíslegur tækjabúnaður sem sjúkrahús nota verður stöðugt fullkomn- ari og um leið dýrari. Hvaða þörf er á því fyrir lítið þjóð- félag að eiga þennan búnað tvöfaldan? Auk þess bendir Sigurður Guðmundsson á margar röksemdir sem snúa að rekstrinum sérstaklega. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra er bersýni- lega með í undirbúningi bylt- ingarkenndar tillögur um skipulag heilbrigðiskerfisins. Er ekki tímabært, að ráð- herrann beiti sér fyrir ræki- legri könnun á kostum þess og göllum að sameina sjúkra- húsin tvö í Reykjavík?“ 13. janúar 1991: „Á þjóðhá- tíðardegi Íslendinga árið 1953 réðust sovézkir skriðdrekar á vopnlausa verkamenn á göt- um Austur-Berlínar og myrtu þá. Dimma haustdaga 1956 réðust sovézkar skriðdreka- sveitir inn í Búdapest og börðu niður hetjulega baráttu Ungverja til þess að endur- heimta sjálfstæði sitt. Í ágúst- mánuði 1968 gerðu Sovét- menn og leppar þeirra innrás í Tékkóslóvakíu og í krafti sovézkra skriðdreka var sjálf- stæðisbarátta Tékka og Sló- vaka, sem kennd var við vorið í Prag, brotin á bak aftur. All- ir þessir atburðir hafa greipzt í vitund þeirra sem með þeim fylgdust á sínum tíma. Nú hefur Vilnius í Litháen bætzt í hóp þeirra borga, þar sem sovézku hervaldi er beitt til þess að kúga smáþjóð sem berst fyrir frelsi sínu. Enn einu sinni eru sovézkir skrið- drekar komnir á kreik. Enn einu sinni eru sovézkir her- menn sendir á vettvang til þess að kæfa í fæðingu frels- isbaráttu fólks.“ 14. janúar 1986: „Stríðið gegn alþjóðlegum hryðju- verkamönnum tekur á sig margvíslegar myndir. Nú er svo komið, að íslensk yfirvöld hafa séð þann kost vænstan að láta vopnaða lögreglumenn gæta öryggis í alþjóðlegu flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli. Eins og kunnugt er hafa verið þjálfaðar sér- sveitir innan lögreglunnar í Reykjavík og á Keflavík- urflugvelli undanfarin ár. Hlutverk þessara sveita, svo- nefndra víkingasveita, er meðal annars að takast á við hryðjuverkamenn og sinna störfum sem eru svo hættu- leg, að þau eru ekki unnt að fela öðrum en þeim sem hafa hlotið sérstaka þjálfun. Það eru lögreglumenn úr vík- ingasveitum á Keflavík- urflugvelli og í Reykjavík sem gæta nú öryggis á flugvell- inum í skotheldum vestum og með vesturþýskar vélbyssur sér við öxl.“ Ri t s t jó rnargre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F réttaskrif eru vandasöm og því fylgir oft og tíðum ábyrgð þegar verið er að vega og meta hvaða upplýsingum al- menningur á rétt á þegar fjallað er um ákveðið mál og hvaða atriði koma málinu ekki við. Oft getur staðan verið þannig að góð rök mæla bæði með og á móti því að ákveðnar upplýsingar eigi að fylgja frétt. Á ritstjórn Morgunblaðsins hefur vaknað nokkur umræða um þessi mál vegna fréttar, sem birtist laugardaginn 6. janúar, um árás þar sem maður var stunginn hnífi í háls og brjóstkassa. Sérstaklega var tekið til þess í fréttinni að menn- irnir hefðu verið frá Norður-Afríku og hefði það áður gerst að sami maður hefði ráðist að hinum með eggvopni og veltu menn því fyrir sér hvort ástæða hefði verið til að tiltaka uppruna mann- anna, einkum með það í huga að þeir hefðu verið búsettir hér um nokkurt skeið. Í knattspyrnu gildir sú meginregla að leyfilegt sé að berjast um boltann en þegar leikmaður hugsar aðeins um að stöðva andstæðinginn tekur dómarinn upp flautuna. Sama ætti að gilda í fréttaflutningi þannig að fréttin snúist um at- burðinn en ekki þátttakendurna nema að því marki að það varpi ljósi á sjálfan atburðinn. Þannig mætti segja að þegar tveir menn kljást vegna persónulegrar deilu sé lesandinn engu nær þótt hann viti hvaðan mennirnir koma en endurspegli atburðurinn til dæmis ágreining stríðandi fylkinga í landi á borð við Alsír, þar sem staðið hefur borgarastyrjöld, eigi slíkar upplýsingar fullt erindi. Þá mætti ef til vill einnig halda því fram að ástæða væri til að tiltaka upp- runa á þeirri forsendu að veröldin í kringum okk- ur væri að breytast og þær breytingar yrðu ekki heldur umflúnar á Íslandi. Danir slegnir miklum óhug Mál innflytjenda setja ekki mark sitt á póli- tíska umræðu hér á landi, að minnsta kosti ekki með þeim hætti, sem gerst hefur í löndunum í kringum okkur. Víða í Evrópu hafa sprottið upp stjórnmálahreyfingar í kringum menn sem byggja málflutning sinn á því að ala á ótta við út- lendinga. Umræða í evrópskum fjölmiðlum um málefni innflytjenda hefur einnig verið mikil. Í Danmörku er fjöldi innflytjenda farinn að setja mark sitt mjög á þjóðmálaumræðuna og í haust fór af stað hávær umræða eftir að konu var nauðgað á almenningssalerni á Strikinu og grun- ur féll á fjóra unglinga úr hópi innflytjenda. Urður Gunnarsdóttir, blaðamaður Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, segir að Danir hafi verið slegnir miklum óhug vegna þessa atburðar og eftir þennan atburð hafi mátt taka eftir því á Strikinu að konur hörfuðu ósjálfrátt undan þeg- ar piltar af erlendum uppruna fóru nokkrir sam- an þar um með þeim fyrirgangi sem tilheyrt get- ur þessum aldri. Það vakti almennar áhyggjur í Danmörku þegar farið var að rannsaka þennan atburð og grafast fyrir um hugmyndir unglinga úr hópi innflytjenda um kynlíf. Í viðtölum kom fram að í múslimskum fjölskyldum sé kynlíf ekki rætt og hugmyndir sínar um kynlíf fái drengirnir úr sjónvarpi, blöðum og tímaritum. Þær hugmyndir séu að danskar konur séu engu betri en vænd- iskonur og því engin ástæða til að bera virðingu fyrir þeim. Slíkar hugmyndir bera því vitni að innflytjendur aðlagist ekki því þjóðfélagi sem þeir eru í og fyrir vikið rísa múrar á milli manna. Danskir fjölmiðlar hafa reynt að taka á mál- efnum innflytjenda með því að kafa undir yf- irborðið. Þegar sagðar eru fréttir af atburðum, sem verða í samfélagi þeirra, er þeim fylgt eftir til nánari upplýsingar fyrir hinn almenna les- anda þannig að hann átti sig á þeim breytingum, sem eru að verða í kringum hann. Það er engin ný bóla að samfélög innflytjenda verði til, eins konar heimili að heiman. Á Bright- on Beach í New York er allt eins auðvelt að bjarga sér á rússnesku og ensku og í Kreuzberg í Berlín getur jafnvel verið vænlegra til árangurs að grípa til tyrknesku en þýsku. Það er hins veg- ar ekki fyrr en samskipti tveggja ólíkra menn- ingarheima fara að valda árekstrum að syrtir í álinn. Það höfum við séð í Þýskalandi þar sem kveikt hefur verið í húsum innflytjenda og ráðist á þá. Oft blossa þessi vandamál samfara því óvissuástandi, sem fylgir viðvarandi atvinnuleysi og má þá heyra viðkvæðið að næga vinnu væri að hafa ef ekki væru allir þessir útlendingar. Aðlögun er lykilorð í allri umræðu um innflytj- endur. Það væri firra að halda að þeir, sem flytj- ast til Íslands, geti aðeins orðið Íslendingar ef þeir verða eins og þeir sem fyrir eru. Lykillinn að því að nýta þann kraft, sem getur fylgt nýju blóði, er að leyfa innflytjendunum að njóta sín og tryggja að þeir verði ekki að utangarðsmönnum í nýjum heimkynnum. Að velja og hafna Í Danmörku hefur vaknað upp umræða um það hvort í raun sé hægt að vera of um- burðarlyndur gagnvart þeirri menningu sem innflytjendur oft taka með sér til nýs lands og hefur orðið „halalhippar“ orðið mönnum tungu- tamt í kjölfarið. Upphafsmaður þessarar um- ræðu er Naser Khader sem er 37 ára gamall og flutti til Kaupmannahafnar frá Damaskus, höf- uðborg Sýrlands, ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var 11 ára. Khader situr í borgarstjórn Kaupmannahafnar og munaði aðeins nokkur hundruð atkvæðum að hann yrði fyrsti „Ný- daninn“ til að ná þingsæti er hann bauð sig fram fyrir Radikale venstre í síðustu þingkosningum. Khader hefur gefið út tvær bækur, Heiður og skömm árið 1997 og Khader.dk árið 2000. Í seinni bókinni lýsir hann hvernig það er fyrir innflytjanda að vaxa úr grasi í Danmörku. Í grein um bókina í danska blaðinu Politiken er því fagnað að fram sé komin frásögn frá fyrstu hendi á þeim nótum að farið er út fyrir hina hefð- bundnu uppstillingu þar sem „við“ stöndum and- spænis „þeim“ í deilu, sem hafi snúist um hóp- nauðganir, fordóma og tölfræði. Lykilatriði í bókinni er að forsenda fyrir ár- angursríkri aðlögun sé að innflytjandinn haldi annars vegar fast í ákveðin gildi úr bakgrunni sínum en hafni samtímis verstu og afturhalds- sömustu þáttunum og taki í staðinn upp fram- sæknari gildi hins danska samfélags. Afstöðu sína kallar hann „bæði og“. Khader kveðst með þessum hætti hafa getað haldið traustataki í íslamska trú sína en í nokk- urs konar „evró-íslamskri“ útgáfu. Þannig vísar hann á bug karlrembu, skorti á virðingu fyrir mannréttindum og hinni óheppilegu blöndu trúarbragða og stjórnmála sem fylgja menningu hans. Khader hefur verið gagnrýndur úr tveimur áttum fyrir að setja fram skoðanir sínar. Þeir innflytjendur, sem halda fast í gildi þess sam- félags og menningarheims sem þeir koma frá, hafa veist harkalega að honum og segja að ekki sé um að ræða neitt sem heitir „bæði og“, aðeins „annað hvort eða“. Hins vegar hefur hann verið gagnrýndur af þeim sem allajafna ættu að kall- ast málsvarar frjálslyndis og um er notað orðið „halalhippar“sem áður er nefnt. Þeir leitast við að sýna umburðarlyndi gagnvart afturhaldssöm- ustu þáttum hinnar íslömsku innflytjendamenn- ingar og kemur fram í Politiken að í þeim röðum sé Khader kallaður kókoshnetan, hann sé brúnn að utan en hvítur að innan. „Halalhipparnir líta flestir svo á að þeir til- heyri vinstrivængnum,“ segir Khader um þessa gagnrýnendur sína. „En þegar innflytjendurnir sýna karlrembu, þjóðrembu og trúrembu sýna þeir umburðarlyndi. Því, guð minn góður, þetta er jú hluti af þeirra menningu.“ Tillaga Khaders er því sú að raunsæir Danir og raunsæir innflytjendur taki höndum saman um að smíða brú milli þessara hópa og greiða þannig fyrir aðlöguninni. Bækur Khaders hafa vakið mikla athygli og umræðu í Danmörku og sennilega hefði aðeins innflytjandi getað beint umræðunni í þennan far- veg. Það yrði ekki tekið mark á slíkum hugmynd- um nema þær kæmu úr röðum þeirra. Vandamál á Íslandi Þau vandamál, sem Danir eiga við að etja vegna innflytjenda, er að finna annars staðar á Norðurlöndum og hafa leyst ógeðfelld öfl úr læðingi. Hér er þessi vandamál ekki að finna og á meðan næga vinnu er að hafa má búast við að svo verði áfram. Það er þó vísbending um að aðlög- unin gangi ekki sem skyldi á Íslandi að brottfall innflytjenda og barna þeirra í framhaldsskólum er hlutfallslega langtum hærra en nemenda sem eru af íslensku bergi brotnir. Ingibjörg Hafstað, kennsluráðgjafi fyrir ný- búafræðslu hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í október, að ekki væri nægjanlega vel staðið að grunnskóla- kennslu nýbúa hér á landi. Ef ekkert yrði að gert mætti búast við því að innflytjendur með litla menntun mynduðu nýjan undirmálshóp í sam- félaginu, sem sækti í lægst launuðu störfin sem krefjast lítillar menntunar. Hún sagði mörg börn innflytjenda standa illa að vígi þar sem lítil ís- lenskukunnátta valdi þeim námserfiðleikum. „Þau hafa sum hver ekki nægan orðaforða á neinu tungumáli til að afla og meðtaka nýjar LAXVEIÐIÁRNAR Í BORGARLANDINU SKÝRSLA gatnamálastjóra umástand Elliðaánna með tillititil mengunar er svört. Í henni segir að skólpmengað ofanvatn renni í árnar og að mengunarefnin séu af ýmsum toga. Þetta eru efni frá veg- um og umferð, olía og málmar, svo sem eins og zink og kopar. Þessi efni hafa mjög neikvæð áhrif á vatnalíf- ríki áa sem Elliðaánna og eru bein- línis hættuleg því. Gatnamálastjóri áætlar að til þess að koma í veg fyrir þessa mengun, m.a. með því að gera fullkomnar hreinsitjarnir, gerð ræsa o. fl., sé unnt að koma í veg fyrir mengun ánna með fjárhæð sem hann áætlar að sé um 136 milljónir króna. Þriggja manna starfshópur, sem komið var á laggirnar í apríl í fyrra og hafði það verkefni að gera tillögur um aðgerðir til varðveislu laxa- og silungsáa í Reykjavík, hefur einnig lokið störfum. Tillögur hópsins gera ráð fyrir því að allt forræði í mál- efnum lax- og silungsvatnasvæða í borgarlandinu færist til umhverfis- og heilbrigðisnefndar en Orkuveitan annist þó áfram umsjón Elliðaánna. Í starfshópnum voru Hrannar B. Arnarson formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson sem skilaði séráliti. Hann kvað margt gott koma fram í drögum hópsins en vankantarnir væru þó of miklir og því gæti hann ekki skrifað upp á niðurstöðuna, þar sem meiri- hlutinn taki ekki á málum Elliða- ánna, mikilvægustu náttúruperlu borgarinnar, heldur skilji þær áfram eftir undir stjórn Orkuveitunnar. Vatnasvæðin, sem starfshópurinn fjallaði um, voru Elliðaár, Úlfarsá, Bugða, Hólmsá, Suðurá, Elliðavatn og Leirvogsá sem komin er nú inn í borgarlandið eftir sameininguna við Kjalarneshrepp. Allar þessar ár eru í mikilli hættu vegna nálægðar við hina þéttu byggð og fyrst og síðast eru það Elliðaárnar sem hætta steðj- ar að enda þær lengst inni á svæðinu. Nauðsynlegt er að verja þessar ár, perlur eins og þær hafa verið nefnd- ar, fyrir mengun og líffræðilegum truflunum sem þær virðast hafa orð- ið fyrir. Laxveiði í Elliðaánum er nú vart svipur hjá sjón og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðan arftaka henn- ar, Orkuveitunnar, hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina í veiðimálum ánna. Tímasett framkvæmdaáætlun á grundvelli skýrslu um ofanvatnsmál Elliðaánna, sem skýrt er frá hér í upphafi, er nú að fara af stað og ligg- ur til ákvörðunar í borgarkerfinu. Sú áætlun og framkvæmdir verða kostnaðarsamar en einskis má láta ófreistað að reyna að bjarga ánum og koma í veg fyrir að þær endi sem líf- laus forarvilpa sem verður engum til gagns og því síður til yndisauka. Sama má raunar segir um Úlfarsá, Bugðu og Leirvogsá. Þetta eru árnar sem gæta verður sérstaklega og þar er mikils um vert að forvarnarstarf hefjist þegar í stað, svo að sama slys- ið endurtaki sig ekki og gerst hefur í Elliðaánum. Með hliðsjón af því, hversu langt er síðan athygli manna beindist að vanda Elliðaánna, hve mikið er búið að tala um málið, hve víðtækar rann- sóknir hafa farið fram á ástandi þessa svæðis, er erfitt að skilja hve langan tíma tekur að leysa málið. Þrátt fyrir allar þessar umræður benda nýjustu upplýsingar til að lítið hafi verið gert til þess að varna því, að mengandi efni berist út í árnar. Hvað veldur þessum seinagangi? Það er erfitt að trúa því, að áhuga- leysi valdi, vegna þess, að öllum borgarbúum og þar á meðal yfirvöld- um borgarinnar, hlýtur að vera kappsmál að ná tökum á málinu. Það væri ömurlegt að fylgjast með því ef Elliðaárnar yrðu mengun frá um- hverfi sínu að bráð. Talsmenn Orku- veitunnar hafa í samtölum við Morg- unblaðið bent á embætti borgar- verkfræðings. Hvað ætlar borgar- verkfræðingur að gera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.