Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 35 DÓMUR Hæstarétt- ar Íslands þriðjudag- inn 19. desember 2000 í máli Öryrkjabanda- lagsins gegn Trygg- ingastofnun ríkisins er meðal stærri tíðinda liðinnar aldar hér á landi, vegna áhrifa hans í jafnréttismál- um, en að auki vekur dómsuppkvaðningin og eftirmál hennar hug- leiðingar um stjórn- skipun og stjórnar- hætti æðstu stofnana lýðveldisins. Meirihlutaatkvæði Hæstaréttar staðfesti að Trygg- ingastofnuninni hefði verið óheimilt að skerða frá 1. janúar 1994 tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjú- skap með því að telja helming sam- anlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþegans í því tilviki að maki hans væri ekki lífeyrisþegi, en það var gert í samræmi við ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/ 1995. Einnig var staðfest að óheim- ilt hafi verið að skerða tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sem gert var með 1. gr. laga nr. 149/ 1998. Til rökstuðnings var vísað til ákvæða stjórnarskrárinnar, 76. gr. og 65. gr. og einnig til alþjóðasamn- ings um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi, og alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi, sem Ísland hefur fullgilt. Sjónarspil á Akureyri Af fyrstu fréttum hljóðvarps RÚV mátti ráða að dómur Hæsta- réttar hefði komið æðstu valdhöfum á óvart. Ráðherra tryggingamála hafði ekki séð dóminn þegar hljóð- varpið leitaði eftir viðbrögðum hans og sagði fátt 19. desember sl. Tortrygginn hlustandi tók eftir að ráðherrann var ásamt meðráð- herrum þennan sama dag að vinna að stórum málum norður á Ak- ureyri. Sem sagt að að undirrita samninga milli Íslenskrar erfða- greiningar og Sjúkrahússins á Ak- ureyri annars vegar og Háskólans á Akureyri hins vegar. Stefnir Ís- lensk erfðagreining að miklum framkvæmdum og rekstri á Akur- eyri. Ráðgerir félagið að innrétta allstóran hluta sjúkrahúsbyggingar- innar á Akureyri og byggja að auki fyrir sig aðstöðu á lóð Sjúkrahúss- ins. Einnig var upplýst um að rík- isstjórnin hefði þá um morguninn samþykkt, utan nýsamþykktra fjár- laga, að vinna að því að reist yrði allstór bygging á lóð Háskólans á Akureyri til að hýsa nýja upplýs- ingadeild Háskólans, tengdri Ís- lenskri erfðagreiningu. Alþingismenn, aldr- ei þessu vant, voru komnir í jólafrí og að sinni lausir við að fjalla um brot á stjórnarskránni. Í réttarríki eru slík brot alvarlegt mál, sem taka verður á, ekki að- eins af þeim, sem áttu hlut að brotinu, heldur einnig af þeim sem bentu á að lögin sem ómerkt voru brytu gegn stjórnarskránni. Alþingismenn, sem nefna meint stjórnar- skrárbrot, þurfa að gera viðeigandi ráðstafanir til að kanna réttmæti orða sinna og vinna að leiðrétt- ingum. Þeim ber skylda til að reyna að nota tæki sem stjórnskipunin ætlar til þess, svo sem rannsókn- arnefndir, tillögur um vantraust og að kveðja til Landsdóm. Þá hlýtur dómurinn að vera alþingismönnum tilefni til að athuga sérstaklega önnur möguleg álitaefni um brot á stjórnarskránni. Helstu viðbrögð stjórnvalda Í Morgunblaðinu 20. desember 2000 er greint frá viðbrögðum for- stjóra Tryggingastofnunar, sem segir að TR muni kappkosta að vinna eftir niðurstöðum dómsins. Eftir ráðherra tryggingamála hefur Morgunblaðið: ,,Hæstiréttur hefur talað. Ég mun ekki deila við hann. Lögfræðingar ráðuneytisins eru að fara yfir niðurstöður dómsins og í framhaldinu verða næstu skref ákveðin. Meira er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins.“ Síðan þetta gerðist hefur ekkert heyrst í lögfræðingum heilbrigðis- og trygginga-ráðuneytisins um dóminn og Tryggingastofnun rík- isins hefur enn ekki leiðrétt skertar örorkubætur í samræmi við dóm- inn, hvorki fyrir liðin ár né heldur fyrir janúar 2001. Hins vegar hafa önnur stórmæli gerst: Morgunblaðið skýrir frá því laugardaginn 23. desember 2000 að á aukafundi ríkisstjórnarinnar dag- inn áður hafi verið fjallað um hæstaréttardóminn og þar er auk annars sagt: ,,Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun að ákveðið hefði verið að setja niður hóp fræðimanna á þessu sviði til þess að fara yfir mál- ið endanlega og útbúa löggjöf til þess að fylgja eftir þeim dómi sem upp hefur verið kveðinn. Hann sagðist ekki útiloka að þing yrði kallað fyrr saman en samkvæmt áætlun hefjast þingstörf eftir jólafrí 23. janúar nk. ,,Það er mál manna, sem fjalla um þetta fyrir okkur, að dómurinn sé æði óskýr og óglöggur. Menn þurfi að fara mjög vel yfir hann og undirbúa sig vel þannig að allt framhald verði með sem skipuleg- ustum hætti.“ Í starfshópinn hefur forsætisráð- herra skipað þá Jón Steinar Gunn- laugsson hrl., sem jafnframt er for- maður, Jón Sveinsson hrl., samkvæmt tilnefningu utanríkisráð- herra, Baldur Guðlaugsson ráðu- neytisstjóra, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðherra, og Þóri Haralds- son, aðstoðarmann ráðherra, sam- kvæmt tilnefningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.“ Þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinn- ar vekur furðu. Lögmaður Öryrkja- bandalagsins hefur bent á að málið væri lögum samkvæmt á forræði Tryggingastofunar ríkisins, en þar eru aðgerðir stöðvaðar, og TR á enga aðild að starfshópnum sem fjalla á um málið. Ekki var kunnugt um fyrir þessa frétt að fræðimenn- irnir sem forsætisráðherra skipaði til að ,,fara yfir málið endanlega og útbúa löggjöf til þess að fylgja eftir þeim dómi sem upp hefur verið kveðinn“ hefðu sérþekkingu á lög- gjöf um almannatryggingar eða málefnum öryrkja. Og draga má í efa hæfi að minnsta kosti tveggja ef ekki þriggja starfshópsmanna til að starfa af óhlutdrægni að því verki sem forsætisráðherra leggur fyrir hópinn. Auðvitað voru fyrstu viðbrögð forstjóra Tryggingastofnunar ríkis- ins að leiðrétta skerðingarnar, þau einu réttu, sem jafnframt gætu sparað stofnuninni verulegar fjár- hæðir í dráttarvexti og málskostn- að. Ef ekki verður glögg, skýr og snögg breyting á afstöðu ríkis- stjórnarinnar í málinu og TR verði gert mögulegt að greiða út fjárhæð- irnar, sem dómurinn tekur til, er afsögn þeirra, sem ráða málum TR eina rétta niðurstaðan þar á bæ. Háskalegt langtímaverk Viðfangsefni starfshóps forsætis- ráðherra er þess eðlis að hóps- mönnum hlýtur að koma til hugar að hér hafi orðið slys og viðkom- andi hafi verið heldur fljótir á sér að samþykkja að starfa í hópnum að markmiðinu sem forsætisráð- herra lýsti, sérstaklega nú þegar leiðréttingar í samræmi við dóminn hafa verið stöðvaðar. Eina raunhæfa aðgerðin til að breyta niðurstöðu hæstaréttar- dómsins, ef að því á að stefna, virð- ist samningur milli Öryrkjabanda- lagsins og allra öryrkja annars vegar og Tryggingastofnunar rík- isins hins vegar. Lagabreytingar án breytinga á stjórnarskrá og alþjóðasamningum virðast ekki inni í myndinni. Ein- beittur og einráður þingmeirihluti getur auðvitað komið því til leiðar að Íslendingar segi sig úr alþjóða- samfélaginu og hverfi frá almenn- um, alþjóðlegum skuldbindingum og grundvallargildum, en tæpast er samstaða um það milli stjórnar- flokkanna þar sem Framsóknar- flokkurinn hefur ákveðið að athuga fulla aðild að Evrópubandalaginu og einangrun lýðveldisins í alþjóða- samstarfi hefur ekki verið á dag- skrá. Það eitt að utandómsmaður eða menn hugleiði að hrófla við eða draga úr áhrifum dómsorðs hæsta- réttardóms fyrir liðinn tíma er nán- ast lögfræðilegt ,,guðlast“ og mundi almennt skoðast sem tilraun til landráða með þeim hrikalegu afleið- ingum sem því fylgja í réttarríki. Hinn hluti verksins, sem for- sætisráðherra leggur fyrir hópinn, að fylgja eftir dómi Hæstaréttar með gerð lagafrumvarpa, sem snúa alfarið að framtíðinni, er sannarlega ekkert áhlaupaverk. Standi dómur- inn, sem margt bendir til, verða áhrif hans mikil og margþætt á líf fólks frá getnaði til grafar. Næstu tíu ár duga ekki til lagabreytinga í samræmi við dóminn. Að auki er undirbúningur lagabreytinga á ólík- um sviðum verkefni margra sér- fræðinga með þjóðlífið allt að baki sér, en ekki verk hóps manna með einsleita menntun og starfsreynslu. Nýir tímar Síðustu daga hefur verið spurt hvort Hæstiréttur geti ekki brotið odd af oflæti sínu eins og hann gerði í Vatneyrarmálinu snemma á síðasta ári gagnvart fyrri dómi sín- um í máli Valdimars Jóhannesson- ar. Það munu hæstaréttardómarar síður gera nú. Dómur sem brýtur gegn viðurkenndu grundvallargildi, eins og jafnréttisákvæðum stjórn- arskrár, er ekki aðeins óhæfuverk heldur einnig háskaverk fyrir þá sem það gera. Fórnarkostnaðurinn gæti verið embættisstaða, eignir, æra og frelsi dómaranna. Ein afurða tuttugustu aldarinnar er dómur Lávarðadeildar Breta- veldis frá nóvember 1998, sem svipti burt áður viðurkenndri al- þjóðlegri friðhelgi Augosto Pinoch- et, fyrrum þjóðarleiðtoga og öld- ungardeildarmanns í Chile til æviloka. Áhrifin af Pinochet-dóm- inum og upplýsingabyltingu tölv- unnar á opinbera stjórnarhætti í víðri merkingu eru þegar og víða orðin mikil og eiga eftir að vaxa, þegar friðhelgisákvæði um æðstu embættismenn þjóðríkja verða dæmd sem ónýtt drasl. Hér á landi vakna ólíklegustu hugmyndir ekki aðeins um öryrkja, aldraða, börn og aðstöðu lands- byggðarfólks heldur einnig hver eða hverjir eigi að bera skaðann af því að um tuttugu þúsund fram- haldsskólanemar eru sviptir lög- boðnum rétti til kennslu, svo mán- uðum skiptir. Er rétt að varaþingmenn á Alþingi geti fengið eftirlaunaréttindi, sem hafa marg- föld verðmæti launa þeirra fyrir þingsetuna? Er rétt að opinberar stofnanir eigi reglulega og af aukn- um þunga fyrir kosningar hlut að skoðanakönnunum meðal almenn- ings um fylgi við þá valdhafa, sem stofnanirnar sækja vald sitt til? HUGLEIÐINGAR VEGNA DÓMS Í MÁLI ÖRYRKJABANDALAGSINS Tómas Gunnarsson Höfundur er lögfræðingur. Standi dómurinn, sem margt bendir til, segir Tómas Gunnarsson, verða áhrif hans mikil og margþætt á líf fólks. Nýskr. 4.2000, 2800cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 12 þ. Leður, viðarinnrétting o.m.fl. Verð 3.550 þ. MMC Pajero Turbo Diesel Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 bíla land notaðir bílar bilaland.is B&L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.