Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 14. JANÚAR 2001 11. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Villtir fuglar eiga mikið undir örlæti dýravina þegar harðnar á dalnum. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu hjónin Árna Björn Jónsson og Jóhönnu Daníelsdóttur í Reykjavík sem fóðra gæsir og aðra fugla./12 í Fellsmúla Fuglavinir SUNNUDAGUR B Eftirlit og smit- hætta á Íslandi 22 Enska úr öllum áttum 10 30 SHIMON Peres, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ætluðu að eiga fund með sér í gær- kvöld á Gaza og var búist við, að þá yrði reynt til þrautar að koma frið- arviðræðunum af stað á ný á grund- velli þeirra tillagna sem Bill Clinton, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur lagt fram. Ekki voru þó bundn- ar miklar vonir við árangur og utan- ríkisráðherra Sýrlands sagði í gær, að George W. Bush, verðandi forseti, væri miklu líklegri sáttasemjari en Clinton. Það vakti athygli, að Peres skyldi fara til fundarins með Arafat en þeir eru höfundar Óslóarsamkomulags- ins sem allt friðarferlið hefur hvílt á. Líta margir á Peres sem helsta frið- flytjandann í Ísrael og vitað er, að hann greinir á um margt við flokks- bróður sinn, Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Ara- fats, sagði í gær, að á fundinum yrðu erfiðustu ágreiningsmálin rædd og þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið á fundinum í Erez á landa- mærum Ísraels og Gaza í fyrrinótt. Eru þau eins og fyrr skipting Jerú- salems, brottflutningur ísraelsks herliðs frá hernumdu svæðunum og réttur palestínskra flóttamanna til að setjast aftur að í sínum fyrri heimkynnum í Ísrael. Tveir Palestínumenn, sem fundnir höfðu verið sekir um samstarf við Ísraela, voru teknir af lífi í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Hafði Arafat undirritað dauðadóm yfir þeim á föstudag. Í gær átti síðan að hefja réttarhöld yfir öðrum fjór- um mönnum fyrir sömu sakir. Treystir Bush betur Faruq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði í gær í viðtali við jórdanska dagblaðið Al-Rai, að líklegt væri, að Bush, verðandi Bandaríkjaforseti, myndi hafa meiri skilning á vandamálunum í Mið- Austurlöndum en Clinton. Sagði hann, að Clinton hefði ekkert tillit tekið til vanda palestínsku flótta- mannanna en í því efni yrði ekkert gefið eftir. Peres og Arafat reyna til þrautar Gaza, Amman. AFP, Reuters. NOKKUR hundruð áhangenda kínversku hugleiðsluhreyfing- arinnar Falun Gong komu saman í Hong Kong í gær til að mót- mæla ofsóknum, pyntingum og morðum á félögum sínum í kín- verskum fangelsum. Hafa kín- versk stjórnvöld bannað hreyf- inguna á meginlandinu en hún er enn lögleg í Hong Kong. Er því haldið fram, að allt að 120 félag- ar í hreyfingunni hafi látið lífið í kínverskum fangelsum. Í mót- mælunum í gær myndaði fólkið þrjú kínversk tákn, sem merkja „heiðarleika“, „umhyggju“ og „umburðarlyndi“. Ætlaði fólkið að koma saman aftur í dag. AP Falun Gong-mótmæli FORSETAKOSNINGAR verða í Úganda 6. mars næstkomandi og búist er við, að þá verði hart sótt að Yoweri Muzeveni forseta en hann hefur gegnt embættinu í 15 ár. Sækjast sex menn eftir því að velta honum af stóli. Hefur Muz- eveni lagt hart að sér í kosninga- baráttunni og hér er hann ásamt ökumanni sínum að koma til fundar í Kampala, höfuðborg Úg- anda. AP Á forsetahjóli í Kampala TVEIR menn voru í gær dæmd- ir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyr- ir að hafa myrt 19 ára sænska stúlku í Írak árið 1999. Stúlkan var af kúrdískum ættum og mennirnir sem dæmdir voru fyr- ir morðið eru föðurbræður henn- ar. Telur dómarinn nægar sann- anir fyrir því að lagt hafi verið á ráðin um morðið í Svíþjóð og ennfremur að faðir stúlkunnar hafi tekið þátt í þeirri ráðagerð. Málið hefur vakið mikla at- hygli í Svíþjóð þar sem ljóst þykir að stúlkan hafi verið myrt vegna þess að föður hennar og bræðrum hans þótti hún of vest- ræn í háttum. Fjölskyldan er bú- sett í Svíþjóð og var stúlkan sænskur ríkisborgari. Málið gegn föðurbræðrum stúlkunnar var byggt á fram- burði yngri systur hennar en engar aðrar sannanir liggja fyrir í málinu. Vitnisburður föður stúlknanna og bræðranna þykir ósannfærandi en faðirinn hefur tekið á sig alla sök í málinu, seg- ist hafa myrt dóttur sína vegna þeirrar skammar er hún hafi leitt yfir fjölskylduna. Bræður hans neita allri sök í málinu og hyggjast áfrýja dómnum. Málsatvik voru þau að fjöl- skylda stúlkunnar var í fríi í Dhouk í Írak er bræðurnir birt- ust þar skyndilega. Sextán tím- um síðar var stúlkan látin af völdum byssuskots. Yngri systir hennar var vitni að morðinu en hún kom að systur sinni sem hafði verið skotin en var á lífi. Reyndi yngri systirin að koma í veg fyrir að föðurbróðir hennar næði til stúlkunnar sem var nær dauða en lífi en hann og bróðir hans ýttu systurinni frá og skaut hann bróðurdóttur sína í höfuð- ið. Yngri systirin segir föður sinn og bræður hans hafa ákveðið í Svíþjóð að eldri dóttirin verð- skuldaði að deyja þar sem hún hefði hvað eftir annað strokið að heiman til að komast hjá hinum stranga aga sem faðirinn hélt uppi. Faðirinn tók á sig alla sök er málið var tekið fyrir rétt í Dhouk í Írak en dómaranum þar þótti ljóst að hann væri að hylma yfir með bróður sínum. Var mál- ið síðan tekið aftur upp í Svíþjóð. Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða bróðurdóttur sína Þótti of vest- ræn í háttum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RONALD Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hrasaði og mjaðmargrindarbrotnaði á föstudag og átti að gangast undir aðgerð í gær. Hann verð- ur níræður 6. febrúar næst- komandi. Nancy, eigin- kona Reagans, sagði, að manni sínum liði eftir at- vikum vel þrátt fyrir óhappið. Ætluðu börnin að koma til föður síns á sjúkrahúsið en dóttir hans, Maureen, hefur raunar verið á þessu sama sjúkrahúsi frá 11. desember vegna krabbameinsmeð- ferðar. Reagan skýrði frá því í nóv- ember 1994, að hann þjáðist af alz- heimer-sjúkdómnum og hefur sjaldan farið af heimili sínu síðan. Reagan á sjúkrahúsi Santa Monica. AP. Ronald Reagan CHAKIB Khelil, forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, sagði í gær, að ákveðið yrði að draga úr olíu- framleiðslu um allt að tvær milljónir fata á fundi samtakanna í Vín næst- komandi miðvikudag. Khelil sagði, að um þennan niður- skurð væri samstaða meðal aðildar- ríkjanna þótt Bill Richardson, orku- málaráðherra Bandaríkjanna, hefði reynt að fá aðildarríkin til að tak- marka hann við eina milljón fata. Khelil sagði, að OPEC-ríkin óttuð- ust, að sagan frá 1998 gæti endurtek- ið sig en þá fór verðið á hverju olíu- fati niður í 10 dollara. Olíuverð var í 26 dollurum fatið í London í gær. OPEC boðar niðurskurð Dubai. AFP. ♦ ♦ ♦ GÓÐ ÞJÓNUSTA LYK- ILL AÐ VELGENGNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.