Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 14. JANÚAR 2001 11. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Villtir fuglar eiga mikið undir örlæti dýravina þegar harðnar á dalnum. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu hjónin Árna Björn Jónsson og Jóhönnu Daníelsdóttur í Reykjavík sem fóðra gæsir og aðra fugla./12 í Fellsmúla Fuglavinir SUNNUDAGUR B Eftirlit og smit- hætta á Íslandi 22 Enska úr öllum áttum 10 30 SHIMON Peres, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ætluðu að eiga fund með sér í gær- kvöld á Gaza og var búist við, að þá yrði reynt til þrautar að koma frið- arviðræðunum af stað á ný á grund- velli þeirra tillagna sem Bill Clinton, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur lagt fram. Ekki voru þó bundn- ar miklar vonir við árangur og utan- ríkisráðherra Sýrlands sagði í gær, að George W. Bush, verðandi forseti, væri miklu líklegri sáttasemjari en Clinton. Það vakti athygli, að Peres skyldi fara til fundarins með Arafat en þeir eru höfundar Óslóarsamkomulags- ins sem allt friðarferlið hefur hvílt á. Líta margir á Peres sem helsta frið- flytjandann í Ísrael og vitað er, að hann greinir á um margt við flokks- bróður sinn, Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Ara- fats, sagði í gær, að á fundinum yrðu erfiðustu ágreiningsmálin rædd og þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið á fundinum í Erez á landa- mærum Ísraels og Gaza í fyrrinótt. Eru þau eins og fyrr skipting Jerú- salems, brottflutningur ísraelsks herliðs frá hernumdu svæðunum og réttur palestínskra flóttamanna til að setjast aftur að í sínum fyrri heimkynnum í Ísrael. Tveir Palestínumenn, sem fundnir höfðu verið sekir um samstarf við Ísraela, voru teknir af lífi í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Hafði Arafat undirritað dauðadóm yfir þeim á föstudag. Í gær átti síðan að hefja réttarhöld yfir öðrum fjór- um mönnum fyrir sömu sakir. Treystir Bush betur Faruq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði í gær í viðtali við jórdanska dagblaðið Al-Rai, að líklegt væri, að Bush, verðandi Bandaríkjaforseti, myndi hafa meiri skilning á vandamálunum í Mið- Austurlöndum en Clinton. Sagði hann, að Clinton hefði ekkert tillit tekið til vanda palestínsku flótta- mannanna en í því efni yrði ekkert gefið eftir. Peres og Arafat reyna til þrautar Gaza, Amman. AFP, Reuters. NOKKUR hundruð áhangenda kínversku hugleiðsluhreyfing- arinnar Falun Gong komu saman í Hong Kong í gær til að mót- mæla ofsóknum, pyntingum og morðum á félögum sínum í kín- verskum fangelsum. Hafa kín- versk stjórnvöld bannað hreyf- inguna á meginlandinu en hún er enn lögleg í Hong Kong. Er því haldið fram, að allt að 120 félag- ar í hreyfingunni hafi látið lífið í kínverskum fangelsum. Í mót- mælunum í gær myndaði fólkið þrjú kínversk tákn, sem merkja „heiðarleika“, „umhyggju“ og „umburðarlyndi“. Ætlaði fólkið að koma saman aftur í dag. AP Falun Gong-mótmæli FORSETAKOSNINGAR verða í Úganda 6. mars næstkomandi og búist er við, að þá verði hart sótt að Yoweri Muzeveni forseta en hann hefur gegnt embættinu í 15 ár. Sækjast sex menn eftir því að velta honum af stóli. Hefur Muz- eveni lagt hart að sér í kosninga- baráttunni og hér er hann ásamt ökumanni sínum að koma til fundar í Kampala, höfuðborg Úg- anda. AP Á forsetahjóli í Kampala TVEIR menn voru í gær dæmd- ir í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyr- ir að hafa myrt 19 ára sænska stúlku í Írak árið 1999. Stúlkan var af kúrdískum ættum og mennirnir sem dæmdir voru fyr- ir morðið eru föðurbræður henn- ar. Telur dómarinn nægar sann- anir fyrir því að lagt hafi verið á ráðin um morðið í Svíþjóð og ennfremur að faðir stúlkunnar hafi tekið þátt í þeirri ráðagerð. Málið hefur vakið mikla at- hygli í Svíþjóð þar sem ljóst þykir að stúlkan hafi verið myrt vegna þess að föður hennar og bræðrum hans þótti hún of vest- ræn í háttum. Fjölskyldan er bú- sett í Svíþjóð og var stúlkan sænskur ríkisborgari. Málið gegn föðurbræðrum stúlkunnar var byggt á fram- burði yngri systur hennar en engar aðrar sannanir liggja fyrir í málinu. Vitnisburður föður stúlknanna og bræðranna þykir ósannfærandi en faðirinn hefur tekið á sig alla sök í málinu, seg- ist hafa myrt dóttur sína vegna þeirrar skammar er hún hafi leitt yfir fjölskylduna. Bræður hans neita allri sök í málinu og hyggjast áfrýja dómnum. Málsatvik voru þau að fjöl- skylda stúlkunnar var í fríi í Dhouk í Írak er bræðurnir birt- ust þar skyndilega. Sextán tím- um síðar var stúlkan látin af völdum byssuskots. Yngri systir hennar var vitni að morðinu en hún kom að systur sinni sem hafði verið skotin en var á lífi. Reyndi yngri systirin að koma í veg fyrir að föðurbróðir hennar næði til stúlkunnar sem var nær dauða en lífi en hann og bróðir hans ýttu systurinni frá og skaut hann bróðurdóttur sína í höfuð- ið. Yngri systirin segir föður sinn og bræður hans hafa ákveðið í Svíþjóð að eldri dóttirin verð- skuldaði að deyja þar sem hún hefði hvað eftir annað strokið að heiman til að komast hjá hinum stranga aga sem faðirinn hélt uppi. Faðirinn tók á sig alla sök er málið var tekið fyrir rétt í Dhouk í Írak en dómaranum þar þótti ljóst að hann væri að hylma yfir með bróður sínum. Var mál- ið síðan tekið aftur upp í Svíþjóð. Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða bróðurdóttur sína Þótti of vest- ræn í háttum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RONALD Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hrasaði og mjaðmargrindarbrotnaði á föstudag og átti að gangast undir aðgerð í gær. Hann verð- ur níræður 6. febrúar næst- komandi. Nancy, eigin- kona Reagans, sagði, að manni sínum liði eftir at- vikum vel þrátt fyrir óhappið. Ætluðu börnin að koma til föður síns á sjúkrahúsið en dóttir hans, Maureen, hefur raunar verið á þessu sama sjúkrahúsi frá 11. desember vegna krabbameinsmeð- ferðar. Reagan skýrði frá því í nóv- ember 1994, að hann þjáðist af alz- heimer-sjúkdómnum og hefur sjaldan farið af heimili sínu síðan. Reagan á sjúkrahúsi Santa Monica. AP. Ronald Reagan CHAKIB Khelil, forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, sagði í gær, að ákveðið yrði að draga úr olíu- framleiðslu um allt að tvær milljónir fata á fundi samtakanna í Vín næst- komandi miðvikudag. Khelil sagði, að um þennan niður- skurð væri samstaða meðal aðildar- ríkjanna þótt Bill Richardson, orku- málaráðherra Bandaríkjanna, hefði reynt að fá aðildarríkin til að tak- marka hann við eina milljón fata. Khelil sagði, að OPEC-ríkin óttuð- ust, að sagan frá 1998 gæti endurtek- ið sig en þá fór verðið á hverju olíu- fati niður í 10 dollara. Olíuverð var í 26 dollurum fatið í London í gær. OPEC boðar niðurskurð Dubai. AFP. ♦ ♦ ♦ GÓÐ ÞJÓNUSTA LYK- ILL AÐ VELGENGNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.