Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... VÍKVERJA varð illa við þegarhann átti erindi í Lyfju í Lág- múla á dögunum. Hann var þar að sækja lyfseðil fyrir sjálfan sig og dóttur sína og segir ekki af viðskipt- unum fyrr en lyfin eru tilbúin til af- greiðslu. Þá ber afgreiðslukonan strika- merki upp að skanna tengdum búð- arkassanum og um leið og upphæðin sem Víkverji átti að greiða birtist þar á skjá fylgdi með nafn hans og dóttur hans. Fyrirtækið var sem sagt að tölvuskrá persónuupplýsing- ar um viðskiptavini sína og lyfja- notkun þeirra í venjulegan búðar- kassa. Víkverji spurði afgreiðslustúlkuna hverju þetta sætti en hún virtist undrandi á at- hugasemdinni og hafði ekki svör á reiðum höndum. x x x NÚ hefur Víkverji, eins og sjálf-sagt margir aðrir, fylgst af mikilli athygli með heitum um- ræðum sem farið hafa fram í þjóð- félaginu undanfarin ár um verndun persónuupplýsinga og skráningu heilsufarsupplýsinga í gagnagrunna. Víkverji telur þá umræðu merkilega og mikilvæga og áríðandi hagsmuni einstaklinga í húfi. Hins vegar hljómar það hjákátlega að á sama tíma og setja á upp milljarðabatterí til að tryggja dulkóðun heilsufars- upplýsinga í miðlægum gagna- grunni á heilbrigðissviði – að und- angengnum heitum pólitískum deilum, ítarlegri laga- og reglusetn- ingu og viðkvæmum samningavið- ræðum fjölmargra aðila í þjóðfélag- inu, sem þó er engin sátt um – skuli lyfjabúðir geta safnað viðkvæmum persónuupplýsingum af þessu tagi í búðarkassanum sínum. x x x NÚ vill Víkverji ekki gera þvískóna á nokkurn hátt að Lyfja safni þessum upplýsingum í því skyni að misnota þær við beina markaðssetningu eða á einhvern annan ógeðfelldan hátt enda hefur hann að öðru leyti ánægjulega reynslu af viðskiptum við fyrirtæk- ið, sem hefur átt þátt í að bæta hag neytenda með því að brjóta upp úr- elt miðstýringarkerfi í lyfjasölu í landinu. Til dæmis er auðvelt að ímynda sér að fyrirtækið geti haldið niðri kostnaði með þessari aðferð við að halda utan um uppgjör á kostnaði ríkisins af þátttöku í lyfja- kostnaði. En eftir stendur að með því að tölvukeyra yfir nokkurra ára tímabil upplýsingar um gigtarlyf, verkjalyf, hjartalyf, þunglyndislyf, magalyf, asmalyf og sýklalyf viðskiptavina sinna getur fyrirtæki í þessari grein komið sér upp gagnabanka um ein- staklinga með upplýsingum sem Víkverja sýnist sanngjarnt að eng- inn einn maður búi yfir þekkingu um nema sjúklingurinn sjálfur og læknir hans. Og, ef á annað borð er nauðsynlegt að varðveita þessar upplýsingar í tölvutæku formi kem- ur Víkverji ekki auga á rök gegn þeirri kröfu að þær séu dulkóðaðar. KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri, að henni fyndist að allt landið ætti að fá að kjósa um veru flugvallarins í Reykjavík. Hún hafði haft spurnir af því, að eingöngu ætti að kjósa í Reykjavík. Henni finnst það vera réttlætis- mál og hvetur þá sem ráða til að leyfa öllum að kjósa. Fólk verður að hugsa sinn gang ANNA var að fara yfir gangbraut á Kringlumýr- arbraut og Listabraut fyr- ir stuttu með barnavagn á undan sér. Það var komið grænt ljós hjá henni, en allt í einu kom bíll og fór yfir á rauðu ljósi á fullri ferð. Hvað er eiginlega að? Þetta er stóralvarlegt mál. Ef hún hefði ekki tekið eft- ir bílnum í tíma, þá væri hún ekki hér í dag. Fólk verður að fara að hugsa sinn gang. Til íhugunar fyrir viðskiptavini öldurhúsa EINSTAKLINGAR, einn eða fleiri, undir áhrifum víns, skyldu fullvissa sig um, að leigubíll sé frá leigubílastöð með gott orð- spor. Setja á sig númer bílsins, ef vera skyldi að þeir hafi gleymt einhverj- um verðmætum eða sett dýrmæta hluti í pant fyrir greiðslu. Annað. Varið ykkur á svokölluðum „hörkurum“ utan stöðva. Ung kona undir áhrifum víns hóaði í leigubíl. Ekill- inn keyrði hana heim, en neitaði greiðslukorti, heimtaði staðgreiðslu. Þegar hún var ekki fyrir hendi, þreif hann af henni 40 þúsund króna úr og rak hana út. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 40. Góð þjónusta MIG langar að koma á framfæri hversu góð þjón- usta er hjá versluninni Carcise í Hamraborg í Kópavogi. Verslunin er frekar lítil, en þjónustan er frábær, góðar vörur og ekki skemmir lágt vöru- verð fyrir. Starfsfólkið er alveg frábært. Hafið mína bestu þakkir fyrir. Ragnhildur Björgvinsson. Nudd og nálastungur ÉG var búin að vera svo slæm af verkjum í langan tíma, sem voru í hálsvöðv- um og leiddu upp í höfuðið. Mér var bent á að það væri ágæt kínversk nudd- stofa í Hamraborg í Kópa- vogi, svo ég ákvað að reyna þar. Þeir bjóða upp á kínverskt nudd og nála- stungur. Ég ákvað að velja nuddið, en sleppa nála- stungunum. Eftir tíu skipti er verkurinn horfinn og líðan mín er öll betri. Ef ég fæ þennan verk aft- ur seinna er ég ekki í vafa um að ég mun leita til þeirra aftur. Fólkið á stofunni er mjög þægilegt og það mætir manni mikil hlýja frá því. Þarna er ung stúlka, sem talar íslensku, en nuddarinn talar svolítið í ensku, en annars bara kínversku. Þó gengur það mjög vel að gera sig skilj- anlega. Þarna er líka verslun og er þar að finna ýmsan fallegan skraut- varning. Anna Einarsdóttir. Dvalarleyfi útlendinga VEGNA umræðu og um- fjöllunar um væntanleg ör- lög útlendingsins, sem kom ólöglega inn til lands- ins, styð ég það eindregið, að hann fái landvistarleyfi hér á landi og að hann fái íslenskan ríkisborgara- rétt, eins og konan hans og væntanlegt barn þeirra hjóna. Þetta er ekki aðeins tilfinningamál og ástar- mál, heldur er forsaga þessa máls þess eðlis, að við höfum áður veitt er- lendu fólki dvalarleyfi með vafasama fortíð. Íslensk stjórnvöld geta ekki átt það á hættu og varið það, að maðurinn deyi hér sult- ardauða. Dómsmálaráð- herra ætti því að veita manninum landvistarleyfi fyrr en seinna. Hann mun ekki hafa neina rænu til þess að mæta til viðtals í ráðuneytinu hvort eð er, enda sennilega til lítils, úr því sem komið er. Páll Hannesson, Ægisíðu 86. Ungur maður til fyrirmyndar 28. DESEMBER sl. fór ég til Keflavíkur að sækja barnabarnið mitt. Við ákváðum að stoppa á veit- ingastaðnum Kentucky og fá okkur að borða. Þegar við vorum við það að ljúka matnum kom ungur maður inn og spurði hver ætti skutbílinn fyrir utan, hann hefði verið svo óheppinn að bakka á hann. Þessi ungi maður er alveg til fyrirmyndar. Hann er úr Kópavoginum og er ég stolt af því að vera sambæ- ingur hans. Hann á þakk- læti okkar hjónanna með- an við munum eitthvað. Eldri kona úr Kópavoginum. Tapað/fundið Skíðagleraugu og hanskar tekin í misgripum SKÍÐAGLERAUGU af gerðinni Oakley með dökkrauðu gleri og svartir skíðahanskar voru tekin í misgripum í Bláfjöllum laugard. 6. janúar sl. Þetta voru jólagjafir og þeirra er sárt saknað. Ef einhver veit um afdrif þessara hluta, viljið þið endilega hafa samband í síma 692- 6615. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Flugvöllurinn í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Blackbird, Helen Knud- sen og Lagarfoss koma í dag. Lagarfoss fer á morgun, Helgafell kem- ur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Pétur Jónsson og Mark- us J. koma í dag. Lag- arfoss kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Enska byrjar á þriðju- daginn kl. 10 og kl. 11. Bankaþjónusta verður á þriðjudaginn kl. 10.15. Þorrablót verður haldið á bóndadaginn 19. jan- úar. Húsið opnað kl. 18:15. Þorrahlaðborð. Minni karla og kvenna flytja sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Sig- urður Arnarson, prestar í Grafarvogi. Konur úr Vox Feminae syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Hljóm- sveit Ragnars Leví og félaga leikur fyrir dansi. Skráning og upplýs- ingar í afgreiðslu sími 562-2571. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Þorrablót verður föstud. 26. janú- ar kl. 17. Þóra Ágústs- dóttir og Bjarni Að- alsteinsson kveðast á. Bragi Þór Valsson syng- ur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Kvennakór Félagsþjón- ustunnar syngur undir stjórn Guðbjargar Tryggvadóttur. Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Salurinn opnaður kl. 16.30. Skráning í síma 568- 5052 fyrir 26. janúar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18 s. 554-1226. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska, fram- hald. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák. Gjábakki, FEBK og Hananú. Þorrablót verður í Gjábakka laug- ardaginn 20. janúar. Fjölbreytt dagskrá, Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál, söng- ur, dans og fleira. Skráning hafin, miðar verða afhentir fimmtu- daginn 18. janúar og föstudaginn 19. janúar. Upplýsingar í síma 554- 3400. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10 fóta- aðgerðastofan opin, kl. 13 spilað (brids). Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagsvist í dag kl. 13.30. Dans- leikur í kvöld kl. 20, Caprý-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla framhald kl. 19.og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30, og alkort spilað kl. 13.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 18. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588-2111. Félag eldri borgara, Kirkjuhvoli, Garðabæ. Boccia mánudaga og fimmtudaga kl. 10.30 brids þriðjudaga kl. 13. Félagsfundur verður föstudaginn 19. janúar kl. 16 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Innritun á námskeið og í vinnuhópa í Kirkjulundi 12. janúar kl. 13, leirlist, glerlist, málun, keramik, tré- skurður, bútasaumur, spænska, tölvunámskeið og leikfimi. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30. vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14. kóræfing, kl. 15.30 dans. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl.13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæj- arútgerðinni í fyrra- málið kl. 10–12. Tréút- skurður í Flensborg kl. 13. Félagsvist í Hraun- seli kl. 13:30. Á þriðju- dag bridge og saumar. Línudans á miðvikudag kl. 11. Byrjendur vel- komnir. Miðvikudag og föstudag verður mynd- mennt. Getum bætt við örfáum í myndmennt á miðvikudögum. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Á morg- un, bókasafnið opið frá kl. 12–15, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla, framhald, kl. 13.30 danskennsla, byrj- endur, kl. 13 kóræfing. Fyrirbænastund verður fimmtudaginn 18. janú- ar kl. 10. 30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Allir vel- komnir. Þorrablót verð- ur haldið fimmtudaginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð, kaffi og konfekt. Pavel Manasek við flygilinn, veislustjóri Árni John- sen, Edda Björgvins- dóttir leikkona kemur í heimsókn, fjöldasöngur, minni karla flytur Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, minni kvenna flytur Einar Örn Stef- ánsson.KKK syngja undir stjórn Pavels. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562-7077. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13. leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu í Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á Reykjavík- ursvæðinu. Á morgun kl. 19 brids. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju kl. 20. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Bandalag kvenna í Reykjavík. Formanna- ráðs- og nefndarfundur verður mánud. 15. janú- ar kl. 20 á Hallveig- arstöðum, Túngötu 14. Geisli, félag um sorg og sorgarviðbrögð. Fundur verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 20. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson fjallar um hlutskipti fósturbarna. Að því loknu umræður. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Ás- kirkju. Sameiginlegur fundir Safnaðarfélags Áskirkju, Kvenfélags Laugarnes- og Lang- holtssókna verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 20. í Safnaðarheimili Áskirkju. Skemmti- dagskrá og kaffi. Í dag er sunnudagur 14. janúar, 14. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh. 17, 3.) K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 illmenni, 4 fall, 7 gagn- sætt, 8 líkamshlutum, 9 ádráttur, 11 sefar, 13 tölustafur, 14 vargynja, 15 þakklæti, 17 land í As- íu, 20 blóm, 22 skott, 23 hakan, 24 lagvopn, 25 tekur. LÓÐRÉTT: 1 skotvopn, 2 streyma, 3 beint, 4 hrúgu, 5 nam, 6 vesælum, 10 grenjar, 12 kusk, 13 leyfi, 15 aula, 16 bælir niður, 18 auðugum, 19 smábátar, 20 sargi, 21 merki. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skammaðir, 8 lipur, 9 gælur, 10 ker, 11 snapa, 13 aumum, 15 hagls, 18 saggi, 21 kát, 22 tolla, 23 ansar, 24 sinfónían. Lóðrétt: 2 kippa, 3 merka, 4 angra, 5 illum, 6 glás, 7 gröm, 12 pól, 14 una, 15 hóta, 16 galli, 17 skarf, 18 stafn, 19 gusta, 20 iðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.