Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 51
anuel hafði hvítt gegn Sampsa Nyysti (2305). 24. Hxd5! Dxd5 24...exd5 væri vel svarað með 25. Rd6+ og hvíta sóknin yrði svörtum af- ar erfið viðureignar. 25. f6! gxf6 26. exf6 Bd8 27. Hd1 Rd3+ 28. Bxd3 cxd3 29. Hxd3 Dxa2 30. Rd6+ Kf8 31. Dh5! Da1+ 32. Kc2 Da4+ 33. Kb1 Dd7 34. Dh6+ Kg8 35. Dg7 mát! EINN efnilegasti skákmað- ur Svía er sænski alþjóðlegi meistarinn Emanuel Berg (2456). Hann er mikill keppn- ismaður og nýtur góðs stuðn- ings félags síns í Lundi. Alþjóðlegi meistarinn Chris- ter Niklasson er þjálfari hans, en fyrir utan að vera sterkur skákmað- ur hefur hann gef- ið út fjölda ljóða- bóka. Samvinna þeirra hefur hjálpað Emanuel til að ná markviss- ari framförum en ella. Staðan kom upp í Rilton Cup- mótinu og Em- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Eðvarði Ingólfssyni Sigríður Lára Haraldsdóttir og Sveinn Rúnar Þórarinsson. Heimili þeirra er í Jöklafold 24, Reykjavík. Ljósmyndari: Sigríður Bachmann. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert fullléttur á bárunni og átt erfitt með að ákveða í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mundu að þegar þú tekur ákvarðanir þarftu að taka tillit til margra þátta og ekki síst þeirra sem snerta aðra en sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það hefur ekkert upp á sig að láta dæluna ganga. Nú er kominn tími athafna svo þú skalt bretta upp ermarnar og hefjast handa. Hálfnað er verk þá hafið er. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki dagdrauma standa í vegi fyrir árangri þínum í starfi. Það er allt í lagi að láta sig dreyma þegar réttar að- stæður eru fyrir hendi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að gefa öryggi þínu og þinna sérstakar gætur því eins og líf mannsins er orðið getur farið illa ef menn gera engar fyrirbyggjandi ráðstaf- anir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er óþarfi að gefast upp þótt þér finnist aðrir ekki gleypa málstað þinn með húð og hári. Málið er að vinna aðra á sitt band hægt og örugglega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki gamlar væringar standa í vegi fyrir því að þú getir gert upp fortíðina. Los- aðu þig við alla bagga og gakktu keikur á vit framtíðar- innar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu aðeins það sem þú veist sannast og best því allt annað mun koma í bakið á þér þótt síðar verði. Góð vinátta er gulli betri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er stundum erfitt að horfa upp á vandræði annarra án þess að grípa þar inn í með einhverjum hætti. En okkur er ekki alltaf ætlað að hafa af- skipti af hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur nú beðið nógu lengi eftir tækifærinu til þess að láta til skarar skríða. Sláðu hvergi af kröfum þínum því þinn tími mun koma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú ert ófáanlegur til þess að slá af kröfum þínum getur þú ekki ætlast til þess að aðrir vilji ganga til samninga við þig. Láttu athafnir fylgja orð- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gerir rétt í að standa fast á máli þínu því þótt sú afstaða afli þér ekki vinsælda er leik- urinn ekki til þess gerður heldur til þess að koma ein- hverju í verk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þér finnst þau svör sem þú færð ófullnægjandi áttu að ganga eftir meiri upplýsingum en ekki grípa til einhverra að- gerða á ófullkomnum grunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 15. janúar verður sjötugur Hermann Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri, Víðimýri 1, Akureyri. Eiginkona hans er Rebekka Guðmann. Í til- efni afmælisins taka þau á móti vinum og ættingjum í kaffiteríu Íþróttahallarinn- ar á Akureyri á afmælisdag- inn frá kl. 17. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 15. janúar, verður fimm- tugur Ásgeir Bolli Kristins- son kaupmaður. Af því tilefni taka hann og eigin- kona hans, Svava Johansen, á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn á Hótel Borg milli kl. 17 og 19. VESTUR „gaf“ sex lauf með útspilinu, en það væri mjög ósanngjart að gagnrýna hann fyrir valið. Spilið er frá annarri umferð Reykjavík- urmótsins í sveitakeppni síðastliðinn þriðjudag: Vestur gefur; AV á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ Á97 ♥ 10 ♦ ÁK1086 ♣ Á953 Vestur Austur ♠ 8532 ♠ D104 ♥ D98643 ♥ ÁKG75 ♦ 4 ♦ D732 ♣87 ♣4 Suður ♠ KG6 ♥ 2 ♦ G95 ♣KDG1062 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu 6 lauf Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir á einu borði. Frá bæjardyrum vesturs var ekki ólíklegt að norður væri með eyðu í hjarta og því lagði hann af stað með tígulfjarkann. Sem er mjög rökrétt útspil, því ef makker á annan láglitaásinn dugir það oftast til að fella spilið. En ekki í þetta sinn. Útspilið var með merki- miða á sér þar sem stóð: „Ég er einspil“, svo það var að- eins ein von til vinnings. Sagnhafi tók tvisvar tromp og þrisvar spaða með svín- ingu. Spilaði síðan hjarta í þessari stöðu: Norður ♠ -- ♥ 10 ♦ K1086 ♣ Á9 Vestur Austur ♠ 8 ♠ -- ♥ D98643 ♥ ÁKG7 ♦ -- ♦ D73 ♣-- ♣-- Suður ♠ ♥ 2 ♦ G9 ♣G1062 Það er sama hvort mót- herjinn tekur slaginn – báðir hljóta að gefa slag: Vestur með því að spila út í tvöfalda eyðu og austur með því að spila tígli upp í gaffalinn. Sannarlega hörð refsing fyr- ir eðlilegt útspil. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÞULUR OG ÞJÓÐVÍSUR Vappaðu með mér Vala, verð ég þig að fala, komdu ekki að mér kala, keyrðu féð í hala, gelt þú en ég skal gala, gaman er þá að smala, sæktu sauð á bala, svo mun ég við þig tala. (Vestfirsk útgáfa af ljóðinu). Þú ert nú meiri kveifin. Við höfum verið gift í 25 ár án þess að eiga eitt ein- asta almenni- legt rifrildi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              Að njóta, elska og hvílast er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum undir Eyjafjöllum helgina 26.—28. jan. eða 16.—18. feb. 2001. Rætt verður um uppbyggjandi og styrkjandi efni fyrir hjónabandið. Auk þess verður farið í hjóna-slökun, fengin sýnikennsla í ástarstyrkjandi hjónanuddi, farið í fallega gamla kirkju og tekið á móti andlegri hressingu frá prestinum í sveitinni. Ljúffengur matur við kertaljós og rómantík. Gjafabréf Nánari upplýsingar og skráning hjá Sigríði Önnu Einars- dóttur, félagsráðgjafastofunni Aðgát, í símum 551 5404, 861 5407 og netfangi annaoli@mmedia.is . AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.