Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ asta ári voru einnig tvö tilvik en þeim hefur fækkað stöðugt undanfarin ár, úr 12 tilvikum árið 1995. En árið 1985 voru riðubæirnir 104,“ segir Sigurður. Sigurður Örn Hansson, aðstoðaryfirdýra- læknir og dýralæknir heilbrigðiseftirlits slát- urafurða, segir menn vita af þessum áhyggj- um. „Við þurfum að fylgjast með þróuninni og átta okkur á því hvort við þurfum að breyta okkar reglum,“ segir Sigurður Örn og bætir við, „það sem kemur upp sérstaklega eru þess- ir sérlega hættulegu vefir sem við köllum. Skoða þarf hvort það á að taka þá úr vinnslu- ferlinu og tryggja að þeir komi ekki inn í fæðu- keðjuna. Eins þarf að íhuga hvort réttast sé ef til vill að banna alfarið notkun á kjöt- og beina- mjöli og fitu. Mér finnst brýnast að fjalla um það sem fer inn í fæðukeðjuna.“ Sigurður Örn vill þó á þessu stigi ekki segja til um hvort eða hvernig reglum verður breytt. „Ég hef alla tíð sagt að við þurfum að minnsta kosti að fylgja þeim reglum sem gilda erlendis. Við vorum, og höfum í mörg ár verið, langt á undan. Þess vegna held ég að við höfum ekki jafnmikið að óttast hér og nágrannaþjóðirnar. En við meg- um heldur ekki sofna á verðinum,“ segir Sig- urður Örn. Setur vissa fyrirvara á innflutning Sigurður Sigurðarson setur vissa fyrirvara á innflutning nautgripaafurða. „Það er fjöldi efna sem eru framleidd úr þessum skepnum. Við höfum ekki einu sinni áttað okkur á því að passa uppá kjötseyði og kjötkraft sem fluttur er hingað til lands. Er verið að hella yfir okkur einhverju sem aðrir fúlsa við og ýta frá sér? Við því megum við alltaf búast. Það hefur gerst í Austur-Evrópu, til að mynda. Þangað var flutt heilmikið af méli frá Englandi sem var ekki nógu gott fyrir þarlenda og var svo jafnvel not- að til manneldis.“ Á Sigurði er helst að skilja að honum þyki eftirlitsaðilar hér á landi ekki nægilega fljótir að taka við sér þegar kemur að innfluttri vöru og treysti um of á aðflutningsupplýsingar þær sem fylgja vörunni. „Það er jafnvel til í því er- lendis og kannski hér á landi líka að fólk hafi verið að éta hundamat vegna þess að hann er ódýrari heldur en venjulegur matur. Mér hefur aldrei litist á þennan innflutning og var búinn að garfa í því árum saman að stoppa innflutn- ing á hunda- og kattamat sem er gerður úr bresku hráefni á meðan riðan var að grassera þar. Þeim viðvörunum var ekki ansað fyrr en Englendingar sjálfir kipptu í taumana. Við virðumst liggja flöt fyrir þessum upplýsingum sem við fáum erlendis frá þar sem menn eru að fegra vöruna sem þeir eru með til sölu.“ Sig- urður telur að koma þyrfti hlutum í betra horf og leggur áherslu á að sjaldan sé of varlega far- ið. „Það er á mörgum sviðum ógætilega farið að hjá okkur. Til dæmis þegar menn fara til út- landa í heimsóknir í gripahús og vaða svo um samdægurs innan um búfénað hér heima,“ seg- ir Sigurður. Hann segir að erlendis séu við- hafðar reglur um slíkt og mönnum bannað að koma í gripahús í tvo sólarhringa eftir heim- komu hafi þeir farið í gripahús í öðrum löndum. „Þessari reglu er mjög brýnt að koma á hér hjá okkur eins og er orðið annars staðar þar sem menn eru virkilega á varðbergi,“ segir hann. Sigurður Örn Hansson aðstoðaryf- irdýralæknir segir þá umræðu oft hafa komið upp hvort takmarka þyrfti innflutning á gælu- dýrafóðri og ekki síst eftir að kúariðan kom upp. „Þessi vara sem er flutt inn er alltaf hitameðhöndluð en eftir að kúariðan kom upp hefur þessi umræða komið upp aftur,“ segir Sigurður Örn og bætir við að hann vilji engu að síður árétta að gæludýrafóður fari ekki inn í fæðukeðju mannsins, „því við viljum reikna með að fólk sé ekki að láta þetta ofan í sig,“ segir Sigurður Örn. Guðmundur Georgsson sagði innflutning á gæludýramat einnig hafa valdið sér nokkrum áhyggjum. „Ég tel rétt að hvetja til að varúðar sé gætt. Riða virðist geta borist í dýr af katta- kyni. Menn hafa sýnt fram á það í ýmsum dýra- görðum að dýr af kattaætt hafi getað smitast af kjöt- og beinamjöli. Í Noregi hafa menn lýst þessu í heimilisketti, en ég er ekki alveg nægi- lega sannfærður um að það hafi verið rétt greint, – en í dýrum af kattaætt hefur þessu verið lýst,“ segir Guðmundur. Hann segir að geti kattardýr smitast af gæludýramat sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk geti það líka, hafi verið notað í hann hráefni af sýktri skepnu. „Það er möguleiki, en étur fólk kattamat?“ veltir Guðmundur fyrir sér og bætir við að þetta sé fjarlægur möguleiki en vissulega eitt- hvað sem þurfi að hafa í huga, „það er sjaldan of varlega farið í sambandi við innflutning á matvælum,“ segir hann. Frjálst flæði matvæla Sjöfn Sigurgísladóttir, forstöðumaður mat- vælasviðs Hollustuverndar ríkisins, segir pakkapitsur og slíkt heyra undir embættið en þar gildi í raun reglur um frjálst flæði vara milli landa því í raun flokkist unnin matvæli sem iðnaðarvarningur. Hún segir eitthvað um að hrátt kjöt berist til landsins með slíkum vörum þótt slíkt sé í raun bannað. Sjöfn sagði ekki hafa verið lokað fyrir þann innflutning vegna þess að í þessum tilvikum sé um mjög lítið magn kjöts að ræða. Hún upplýsti þó að stofnunin væri þessa dagana að vinna í athug- un á uppruna og eðli innfluttra matvæla. „Við sendum bréf á alla innflutningsaðila og förum fram á upplýsingar um uppruna þess hráefnis sem inniheldur nautakjöt eða nautaafurðir og verið er að flytja inn til landsins. Við viljum einnig vita hvaða framleiðsluaðferðum er beitt og hvaða hráefni er notað. Innflytjendur verða því að fá vottorð um þetta frá sínum fram- leiðsluaðilum. Könnunin ætti að sýna fram á hvort þarna er eitthvað sem þurfi að hafa áhyggjur af. Við gátum ekki séð, eftir að hafa kannað stöðu mála hjá Evrópubandalaginu, að þarna væri eitthvað til að hlaupa upp til handa og fóta yfir. Engu að síður vildum við kanna málið.“ Þessa úttekt segir Sjöfn verða að eiga sér stað áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. „Við heyrum undir Evrópusam- bandið og fari maður inn á heimasíður þess má sjá að mjög strangt eftirlit er með framleiðslu á þessum afurðum í dag. Til dæmis með kjöt- kraft og slíkt, þá má ekki nota neina hryggi þó svo að bara sé verið að nota heilbrigð dýr. Það má ekki nota neitt sem heitir heilar, mænur eða innyfli í þetta. Það má bara nota skanka og kjötafganga,“ segir Sjöfn. „Svona nokkuð verð- ur að vinnast frá grunni og miklu betra að gera það í samvinnu við fyrirtækin. Við erum raun- verulega neytendastofnun og viljum tryggja það að neytendur séu að fá heilnæma vöru en á móti kemur að ekki má setja boð og bönn án þess að um rökstuddan grun sé að ræða.“ Gæludýramat segir Sjöfn heyra undir yfir- dýralæknisembættið. „Þessi vara er ekki ætluð mannfólki og ekki eru gerðar sömu kröfur til dýramats og mannamats. Við getum ekki stjórnað því hvað fólk er að borða þótt vit- anlega sé hægt að leiðbeina fólki. Það yrði mjög erfitt að hafa sama eftirlit með öllu dýra- fæði og matvælum. Fólk verður að átta sig á að ekki gilda sömu reglur um þessa vöru þótt oft sé það reyndar þannig að gæludýramatur sé ekki undir síðra eftirliti. Það heyrir bara ekki undir okkur, heldur yfirdýralækni.“ Sjöfn bæt- ir við að geti einhverjir neytendur treyst yf- irvöldum þá séu það Íslendingar. „Allt eftirlit hefur verið mjög strangt hér, jafnt með fram- leiðslu innanlands, sem og með öllum innflutn- ingi. Auðvitað eru innflytjendur oft óhressir því þeir hefðu viljað flytja fleira inn. Það hefur verið mikil pressa á að fá að flytja inn allt mögulegt. Það er alltaf þessi millivegur sem þarf að fara. Það er ekki hægt að banna alla mögulega hluti, eins og til dæmis gælu- dýrafóðrið. Ég hef heldur ekki heyrt um það hér heima að fólk sé að borða þetta, þótt ég hafi heyrt um það í Bretlandi,“ segir Sjöfn. Sjöfn segist telja að íslenskir neytendur séu að taka miklu meiri áhættu þegar þeir fara til útlanda en engu að síður sé búið að draga veru- lega úr hættunni í Evrópu með virku eftirliti og nákvæmri flokkun sláturafurða. Skynsemi í eftirliti Sjöfn segir þetta vera nokkuð flókið kerfi sem sinnir matvælaeftirliti. „Það eru þessir þrír aðilar sem sjá um eftirlit, Yfirdýralækn- isembættið, Hollustuvernd og Fiskistofa. Und- ir Fiskistofu eru skoðunarstofur, undir yfiryf- irdýralækni eftirlitslæknar og hjá okkur er það heilbrigðiseftirlitið. Þó svo setja megi út á að þetta sé ekki allt undir sama hatti þá er nú mjög gott samstarf á milli þessara aðila. Við hittumst stöðugt og erum í símasambandi ef eitthvað kemur upp. Það er enginn rígur á milli þessara aðila. Reynt er að tryggja að ekki sé tvöfalt eftirlit á einhverjum ákveðnum stöðum og eins að ekki detti nein svæði út. Það er mat- vælaráð sem er raunverulega net þessara þriggja aðila og getið um það í matvælalögum. Auðvitað má segja að eftirlit geti alltaf verið betra, en það hefur verið stefna ríkisstjórn- arinnar að draga úr eftirliti, – svo geta menn haft mismunandi skoðanir á því,“ segir Sjöfn. Hún segir þetta mikið sem fylgjast þarf með og margar gildrur að varast. „Þetta er náttúrlega bara lítil deild, sjö manns og reyndar bara sex í dag. Auðvitað væri gott að vera með fleiri í þessu og það er bara þannig með Ísland að við erum svo fá. Það sem einn maður er að gera hér er kannski heil deild í Danmörku. Við reyn- um bara að fylgjast vel með og nota okkur það sem gerist erlendis. Auðvitað væri æskilegt að það væru fleiri í þessu, það er engin spurning. Þessi stofnun hefur, eins og fleiri, verið að berjast fyrir auknum fjárframlögum frá rík- inu.“ Sigurður Örn Hansson aðstoðaryf- irdýralæknir telur að huga þurfi frekar að inn- flutningi matvöru. „Pepperoni getur bæði verið hrátt og soðið þótt algengara sé að það sé hrátt. Í raun og veru er þetta mál sem þyrfti líka að skoða. Innflutningur á þessum vörum er ekki beint undir okkar eftirliti því hann er ekki flokkaður sem landbúnaðarvörur heldur sem unnin matvæli eða iðnaðarvara. Sjálfsagt er rétt að þetta þurfi að skoða nánar en við höf- um að nokkru treyst eftirlitskerfinu í Evrópu. Ég tel allavega alveg ljóst að þarna sé ekki mikil hætta á ferðinni þótt sjálfsagt sé að ræða þessi mál.“ Sigurður Örn segir eftirlitsþörfina nokkuð sem vega þarf og meta. „Við myndum auðvitað fagna því ef við fengjum aukna fjár- muni og gætum eflt eftirlitið, en þó held ég ekki að nein hrópandi þörf sé á auknu eftirliti.“ Hann segir alveg ljóst að við þurfum að vera á verði gagnvart hugsanlegu kúariðusmiti og gera þær varúðarráðstafanir sem skynsamleg- astar eru taldar til að verjast því. „En við get- um ekki bannað fólki að fara til útlanda og við getum ekki bannað innflutning á öllum mat- vælum. Í þessu þurfa að vera einhver skyn- semismörk. Við þurfum að taka á málum þar sem við teljum að sé raunveruleg hætta,“ segir Sigurður Örn. Mörgum spurningum ósvarað Í ljósi orða sérfræðinga um að í raun sé margt á huldu um hvernig príon haga sér og hvernig smit á sér í raun stað vakna margar spurningar um öryggi þar sem mikil óvissa virðist um smitleiðir riðusjúkdóma. Sérfræð- ingar staðfesta að smitefni gætu borist með úr- gangi dýra og því spurning hvort óhætt sé að nota hann sem áburð á beitarland. Það gæti sett strik í fyrirætlanir manna um að blanda saman svínaskít og bylgjupappa og nota til uppgræðslu því komið hefur fram að ekki er hægt að útiloka alveg að smitefni sauðfjárriðu berist í svínafóður. Þá vekur það nokkra furðu í ljósi þess hve margt er enn á huldu um eðli príon-sjúkdóma að yfirdýralæknir skuli leyfa verslunarkeðju að flytja inn nautalundir frá Ír- landi þar sem vitað er að komið hefur upp kúa- riða. Sigurður Sigurðarson segir þennan inn- flutning orka tvímælis. „Nautalundir eru vöðvi sem liggur alveg upp við hrygginn og þegar kjötið er sagað er vitað mál að agnir úr mænu berast í kjötið. Það er því engan veginn hægt að kalla þessa vöru hættulausa,“ segir Sig- urður. Ennfremur segir Sigurður Sigurðarson að víða sé pottur brotinn í eftirlitsmálum og menn seinir að taka við sér. „Kúariðan er að breiðast út, því miður. Danir hafa verið að flytja inn kjöt- og beinamjöl svo þúsundum tonna skiptir, þrátt fyrir bann síðan 1933. Í Noregi hafa fund- ist leifar af kjöt- og beinamjöli í fóðri sem verið var að gefa skepnum sem alls ekki áttu að fá slíkt mjöl. Mér finnst sjálfum að þetta ætti að verða til þess að farið yrði gætilegar í allt sem heitir innflutningur. Neytendur eru á varð- bergi gagnvart kúariðunni vegna ótrúlegra uppákoma út í heimi þar sem menn hafa verið að reyna að fela staðreyndir fyrir almenningi. Það gerir neytendur mjög tortryggna ef þeir halda að verið sé að fela eitthvað fyrir þeim,“ segir Sigurður en bætir við, „okkar velgengni í baráttunni við riðu byggist á því að aldrei hefur verið reynt að fela staðreyndir hér á landi.“ Enn sem komið er halda heilbrigðisyfirvöld að sér höndum og engar ákvarðanir hafa verið teknar um næstu skref. Hollustuvernd er að gera athugun á uppruna þeirra kjötvara sem nú þegar eru fluttar inn í landið. Aðstoðaryfirdýralæknir hefur farið fram á það bréfleiðis við landbúnaðarráðuneyti að stofn- aður verði hópur til að fara yfir málin í heild og meta hvort breytinga er þörf. Sú vinna er ekki hafin svo vitað sé. Hafa ber á allan vara Sérfræðingar eru sammála um að þótt al- menningur sé ekki í mikilli hættu á að smitast af kúariðuafbrigði Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómsins þá sé engu að síður einhver hætta fyr- ir hendi. Íslendingar standi öðrum Evr- ópuþjóðum framar að því leyti að hafa snemma tekið fyrir notkun kjöt- og beinamjöls til fóðr- unar jórturdýra og Guðmundur Georgsson segir Íslendinga standa vel hvað varðar sauð- fjárriðu. „Við erum í því lukkulega standi að vita mjög vel hvar riðu er að finna vegna skipt- ingar landsins í varnarhólf sem gerð var til að útrýma allt öðrum sjúkdómum reyndar, visnu og mæðuveiki. Það eru alveg ákveðin svæði þar sem riða hefur ekki komið fram. Með athug- unum höfum við komist að því hvaða erfðaeig- indi skipta máli varðandi minna næmi fyrir smitun. Það var nú eitt af því sem ég kom af stað því það virðist ætla að ganga erfiðlega að losna alveg við hana,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðilega væri hægt að rækta rið- una úr stofninum „en hjá kúnum ætti þetta nú bara að deyja út með því að hætta fóðrun með kjöt- og beinamjöli. Enda bendir allt til að fjölda tilfella fari fækkandi.“ Ekki er hægt að horfa framhjá þeim mögu- leika að ef upp kæmi röð óheppilegra atburða gæti almenningi stafað hætta af innlendum landbúnaðarafurðum. Sérfræðingar staðfesta að ef sauðfjárriðariða styngi sér óvænt niður á Suðurlandi þá gæti smitefni borist í kjötmjöl áður en sjúkdómseinkenni kæmu fram í kindunum. Þar með væri komin leið fyrir príon-smitefnið út í umhverfið, þar sem mjöl er notað til uppgræðslu og eins skítur úr skepn- um fóðruðum á mjölinu, og út í fæðukeðju mannsins því svín eru fóðruð á fitu unnu úr mjölinu. Það sem stendur upp úr allri umfjöllun um riðuveiki og príon-sjúkdóma er hversu lítið er í raun vitað um hvernig smit berst og smitefni haga sér. Það er álit margra viðmælenda að vissara væri að hafa allan vara á. Eins og stað- an er í dag virðist það ekki vera gert. Ef horft er á þessa príon-sjúkdóma heildrænt segir Haraldur Briem að þeir séu hlutfallslega mjög lítið vandamál í mönnum, jafnvel í Bretlandi. „En þetta getur verið byrjunin á einhverju stóru, það er það sem enginn veit,“ segir sótt- varnarlæknir. Reuters Nautgripir í Hörsten í Slésvík Holtsetalandi þar sem greinst hefur kúariða. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands Kúariða breiðist út um Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.