Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 33 upplýsingar,“ sagði Ingibjörg. Mörg dæmi væru um það að barn nýbúa sem hefði fæðst og alist upp hér á landi hefði í lok grunnskólanáms ekki næga kunnáttu í íslensku til að taka grunnskóla- próf. Námið væri oft slitrótt vegna ónógrar kunnáttu í íslensku og þau sem hefðu dvalið stutt á Íslandi skildu ekki fyrirmælin. „Við vitum hvað þarf að gera til að breyta þessu en við gerum það ekki vegna þess að það er of dýrt,“ segir Ingi- björg. Móðurmálið forsenda ís- lenskunáms Hátt í 2000 börn á landinu öllu þurfa að- stoð vegna þess að þau geta ekki stundað sjálfstætt nám í ís- lenskum skólum vegna ónógrar íslenskukunnáttu. Á síðasta ári sóttu grunnskólar í Reykjavík um aðstoð fyrir 700 nemendur. Fjöldi þeirra hefur margfaldast á síðustu árum en til samanburðar var sótt um að- stoð fyrir 50 börn veturinn 1993-1994. Ingibjörg sagði ný viðhorf hafa rutt sér til rúms um tungu- málakennslu þessara barna. „Foreldrunum er oft talin trú um að það sé best að tala íslensku við börnin. Íslenska foreldranna er hins vegar ekki móðurmál þeirra og því ekki nægilega rík til að verða góð tungumálaleg fyrirmynd barnanna í máltöku þeirra. Þar af leiðandi verður máltaka barnanna skökk og þau hefja nám með allt of lít- inn orðaforða,“ sagði Ingibjörg. Ef börn hefðu lé- legan orðaforða á sínu eigin móðurmáli ættu þau mjög erfitt með að tileinka sér orðaforða annars tungumáls. „Börn sem kunna sitt eigið móður- mál vel en enga íslensku eru miklu betur sett en þau sem kunna hrafl í íslensku en hafa aldrei náð fullum tökum á sínu eigin móðurmáli. Það er því afskaplega mikilvægt að báðir foreldrar tali sitt eigið móðurmál, eða það tungumál sem þeir hafa best vald á, við barnið sitt strax frá upphafi.“ Á vandamálum sem þessum þarf að taka um leið og þau greinast, þannig að þau skjóti ekki rótum. Ekki verður fullyrt hvernig fjölmiðlar hér á landi eiga að koma að þessu máli en forðast verður að fjalla eingöngu um það sem er frá- brugðið og öðruvísi, það sem greinir að. Einnig getur verið hjálplegt að fara ofan í erfiðleikana, hvað það er sem torveldar aðlögun. Staða blökkumanna í Bandaríkjunum sýnir hvað erfitt er að uppræta ástand þegar það verð- ur viðvarandi þótt þeirra saga sé allt önnur en innflytjenda í Evrópu. Sá munur, sem er milli blökkumanna og hvítra vestan hafs, kom greinilega fram í því hvernig þeir kusu í síðustu forsetakosningum í Banda- ríkjunum og mun bilið ekki hafa minnkað við framkvæmd kosninganna í Flórída og víðar. Um 90 af hundraði blökkumanna kusu Al Gore en að- eins 10 af hundraði George Bush. Vitaskuld er ekki hægt að tala um þorra blökkumanna í Bandaríkjunum sem innflytjendur í neinum skilningi þess orðs. Alið á ótta Í Bandaríkjunum hef- ur vissulega myndast stór millistétt blökku- manna sem yfirleitt verður útundan í fjölmiðlum þannig að ætla mætti að blökkumenn þar væru ýmist vellauðugar íþróttastjörnur, tónlistar- menn og leikarar eða fangelsismatur, atvinnu- leysingjar og fíkniefnasalar í niðurníddum fá- tækrahverfum stórborganna. Af og til kemur í ljós hversu eldfim mál blökkumanna eru og næg- ir að nefna óeirðir, íkveikjur, rán og gripdeildir í Los Angeles þegar lögregluþjónar voru sýknaðir af því að hafa barið Rodney King. Bandarískir fjölmiðlar hafa ásamt dómskerf- inu verið vændir um að gera blökkumanninn að ófreskju sem beri að óttast. Eitt besta dæmið um það hvað auðvelt almenningur á með að gleypa við þessari mynd er morð sem framið var í Bost- on fyrir rúmum áratug. Þá skaut Charles Stuart ólétta eiginkonu sína, Carol, og særði sjálfan sig. Hélt hann því síðan fram að blökkumaður hefði ráðist inn í bíl þeirra og þvingað þau til að fara á afvikinn stað þar sem hann framdi ódæðið. Borg- in fylltist ótta og brátt var lögreglan komin með mann í sigtið sem var grunaður um að vera sek- ur. Á meðan leitin stóð yfir fór lögregla hús úr húsi með hætti sem fullyrt var að hefði ekki við- gengist ef hún hefði verið að leita í hverfi hvítra. Þegar síðan hið sanna kom í ljós vöknuðu ýmsar spurningar sem margir furðuðu sig á að hvorki lögregla né fjölmiðlar hefðu spurt strax, til dæm- is hvernig á því hefði staðið að enginn hefði orðið vitni að því að blökkumaður réðist inn í bíl á fjöl- förnum gatnamótum um hábjartan dag eins og Stuart hafði haldið fram. Fjölmiðlar í Boston voru lengi að rétta úr kútnum eftir frammistöðu sína í þessu máli og fór fram rækileg naflaskoð- un, þar sem farið var ofan í hvernig á því gat staðið að menn voru svona ginnkeyptir fyrir full- yrðingum Stuarts. Niðurstaðan var sú að lygi hans var í fullkomnu samræmi við hugmyndir og fordóma almennings. Svipað tilfelli kom upp um miðjan síðasta ára- tug. Þá hélt Susan Smith því fram að blökkumað- ur hefði rænt bíl hennar með tveimur börnum hennar og var hans leitað logandi ljósi. Síðar kom hins vegar í ljós að hún hafði myrt syni sína með því að ýta bílnum með þeim sofandi út í stöðuvatn. Hluti af því að þessi mynd af stórum hópi bandarísks þjóðfélags verður til er hvernig fjallað er um glæpi í Bandaríkjunum. Gapið milli kynþáttanna endurspeglast síðan meðal annars í afstöðu þeirra til glæpa. Aðgerðir lögreglu eru iðulega litnar gerólíkum augum eftir því hver á í hlut. Eitt besta dæmið um það hve viðhorfin eru ólík er sennilega O.J. Simpson-málið. Yfirgnæf- andi meirihluti hvítra var sannfærður um að hann væri sekur um að hafa myrt konu sína en langflestir blökkumenn voru sannfærðir um að svo væri ekki. Simpson var sýknaður en margir óttuðust að brjótast myndu út óeirðir ef hann yrði dæmdur sekur. En bandarískir fjölmiðlar eru ekki aðeins fljótir til þegar blökkumenn eiga í hlut. Þegar stjórnarbyggingin í Oklahoma var sprengd í loft upp 1995 tóku fjölmiðlar samstundis að leiða að því getum að erlend hryðjuverkasamtök hefðu framið verknaðinn og beindust spjótin að aröb- um. Í spjallþáttum var mikið talað um hættuna af múslimskum hryðjuverkasamtökum, sem einsk- is svifust, og hikuðu þáttastjórnendur ekki við að nota niðrandi orð um araba. Þegar í ljós kom að Bandaríkjamenn höfðu verið að verki var hins vegar fátt um afsakanir. Það er reyndar athyglisvert að skoða þá miklu áherslu sem Bandaríkjamenn leggja á baráttuna gegn hryðjuverkum erlendis frá þegar til þess er tekið að hættan virðist sýnu meiri heima fyrir. Að minnsta kosti hafa útlendir hryðjuverkamenn sárasjaldan látið til skarar skríða í Bandaríkj- unum. Ábyrgð fjölmiðla er sennilega sjaldan meiri en þegar fjalla þarf um samskipti kynþátta eða inn- flytjenda og við hvert fótmál leynast gildrur. Meira að segja orðin geta verið gildishlaðin. Í Bandaríkjunum er talað um afríska Bandaríkja- menn og orðið blökkumaður gæti hæglega stungið suma. Útgangspunkturinn hér er að hæpið sé að draga menn í dilka eftir litarhætti, en það er á hinn bóginn erfitt að ræða hluti á borð við samskipti kynþátta án þessa nefna hlut- ina sínum nöfnum. Það má velta því fyrir sér hvaða viðmiðun eigi að nota þegar meta þarf hvort upplýsingar eigi heima í frétt. Eitt viðmiðið er hvort það skaði þann sem í hlut á. Annað er hvort þar með sé kynt undir fordómum. Allt öðru máli gegnir um aðstæður hér en í landi eins og Þýskalandi þar sem fordómar brjótast nánast daglega út í of- beldisverkum á hendur útlendingum. Þar er það skylda fjölmiðlanna að taka málið upp og ýta við borgurunum til að stöðva ofbeldið. Það er erfitt að leiða til lykta í eitt skipti fyrir öll og gefa út algilda reglu um það hvenær eigi að greina frá upplýsingum á borð við það hvaðan mennirnir voru sem talað var um í fréttinni um hnífstunguna í upphafi. Hvert mál er sérstakt og verður því að taka afstöðu í hverju tilviki fyrir sig. Aðalatriði er að tilviljun ráði ekki ferð, held- ur faglegt mat. Morgunblaðið/RAX Við Skógá Það er erfitt að að leiða til lykta í eitt skipti fyrir öll og gefa út algilda reglu um það hvenær eigi að greina frá upp- lýsingum á borð við það hvaðan menn- irnir vorusem talað var um í fréttinni um hnífstunguna í upphafi. Hvert mál er sérstakt og verð- ur því að taka af- stöðu í hverju tilviki fyrir sig. Aðalatriði er að tilviljun ráði ekki ferð, heldur faglegt mat. Laugardagur 13. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.