Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 11
ritmáls. Hvað annars konar áhrif varðar er hægt að nefna að ákveðinnar tilhneigingar gætir til að slíta í sundur sam- sett íslensk orð fyrir áhrif frá ensku venjunni, t.d. með því að gera Car Rental að Bíla leigu í tveimur orðum.“ Fyrirtækjanöfn í brennidepli „Áfram er hægt að halda og vekja athygli á því að erlend fyrirtækjanöfn verða æ meira áberandi í íslensku,“ segir Ari Páll. „Nærtækt dæmi er að Flugleiðir hafa markvisst unn- ið að því að markaðssetja fyr- irtækið sem Icelandair bæði á innlendum og erlendum mark- aði. Ef flett er upp á Flugleið- um í símaskránni blasir við heilsíðuauglýsing undir yfir- skriftinni Icelandair. Íslensk málnefnd hefur haft vakandi auga með þróuninni og óskað eftir skýringum á notkun enska heitisins við Flugleiðir. Forstjóri fyrirtækisins svaraði erindi nefndarinnar með bréfi þann 26. september sl. Kjarn- inn í svari hans er að vænlegra hafi þótt til árangurs við mark- aðssetningu að kynna fyrir- tækið undir einu heiti eða „gunnfána“ eins og segir í bréfinu. Sérstaklega er tekið fram að með Icelandair sé fyr- irtækið að fylkja sér í hóp fyr- irtækja á borð við Finnair, Svissair og Air France. Af skiljanlegum ástæðum þykir Flugleiðum ekki ókostur að hafa yfir svipuðu nafni að ráða og áðurnefnd fyrirtæki. Engu að síður verð ég að viðurkenna að hafa sjálfur í gegnum tíðina ósjálfrátt veitt flugfélögum með óvenjuleg nöfn eða annað leturtákn en við notum sér- staka athygli, t.d. Aeroflot eða EL AL. Með því að nota heitið Flugleiðir er hægt að hugsa sér að fyrirtækið veki á sér at- hygli fyrir að vera með sér- stakt nafn og minnt er á að bókstafi í líkingu við íslenska ð-ið er líklega aðeins að finna í tveimur öðrum tungumálum, þ.e. króatísku og samísku,“ segir Ari Páll og skemmst er frá því að segja að stjórn Ís- lenskrar málnefndar lét ekki sannfærast af svari forstjóra Flugleiða og hefur verið til umræðu að fá úr því skorið hvort verið sé að brjóta lög með því að auglýsa fyrirtækið undir ensku heiti. Stjórnin hef- ur samþykkt að boða til fundar í fullskipaðri Íslenskri mál- nefnd þann 16. febrúar, m.a. til að ræða nöfn íslenskra fyrir- tækja. Ari Páll segir að með sam- einingu fyrirtækja færist í vöxt að nöfn fyrirtækja séu í tveimur liðum með bandstriki á milli liðanna, t.d. Sjóvá-Al- mennar, Landspítalinn-Há- skólasjúkrahús o.s.frv. Í heit- um af þessu tagi verði að gæta að beygingunni í báðum liðum, t.d. í eignarfalli á borð við: Úr- vals-Útsýnar. „Um heiti fyrir- tækja gilda svipaðar reglur og um mannanöfn að því leyti að stjórnendur hafa ákveðið val um nafn fyrirtækisins en eng- um er gefið vald til að banna almenningi að beygja nafnið skv. íslenskri málhefð. segir hann og viðurkennir að hafa orðið var við að erlend áhrif hafi slæðst inn í ýmiss konar prentað dreifiefni frá öðrum aðilum. „Ég ímynda mér að vandinn tengist frekar minni fyrirtækjum en stærri. Fyrirtæki, sem eru ekki stöð- ugt í markaðssetningu, gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu mikilvægt er að koma skilaboðunum á framfæri á góðri íslensku. Hér á stofunni eru allar almennar ritreglur hafðar í heiðri, t.d. er ekki venjan að setja stóra stafi ann- ars staðar en fremst í setning- um og sérnöfnum. Að stuðla fyrirtækjanöfn og nota stóra stafi til áherslu er ekki aðeins rangt heldur hálf hallærislegt að mínu mati. Annars er svolít- ið gaman að segja frá því í tengslum við hvernig erlend áhrif hafa valdið því að oftar er farið að skrifa stóra stafi að með internetinu hefur litli staf- urinn hafið gagnsókn. Öll póst- föng og vefsíður eru skrifuð með litlum staf. Sú venja á án efa eftir að hafa töluverð áhrif í markaðssetningu í framtíð- inni.“ Sverrir Björnsson, hönnun- arstjóri auglýsingastofunnar Hvíta Hússins hf., segist ekki hafa orðið var við aukinn þrýsting á að reynt sé að koma erlendum texta, slettum eða annars konar erlendum áhrif- um inn í auglýsingar. „Stjórn- endur fyrirtækja vilja ná til ís- lenskra neytenda á greiðan hátt og skiljanleg, hrein og tær íslenska, er greiðasta leiðin til að ná því takmarki. Að sjálf- sögðu er áhugi innan fyrir- tækja mismikill. Mjólkursam- salan hefur t.d. tekið íslensku upp á sína arma og gert hana að sínu styrktarmáli. Auðvitað verðum við vör við einstök vandamál, t.d. geta fyrirtæki verið ákaflega viðkvæm fyrir meðferð erlendra vörumerkja. Oft þurfum við að glíma við að finna nægilega lýsandi íslensk orð yfir flókin erlend fræði- heiti, t.d. á sviði tækni eða flók- innar fjármálastarfsemi. Við erum svo heppin að vera í ákaflega góðu samstarfi við Ís- lenska málstöð í tengslum við hvers konar nýyrðasmíði. Ekki alls fyrir löngu efndum við til samkeppni til að finna ís- lenskt hugtakinu fyrir fiber to home fyrir viðskiptavin okkar Línu.Net hf. Alls bárust 10.000 tillögur að þýðingu og varð orðið ljóslína ofan á. Þessi þátttaka sýnir áhuga landans á tungumálinu. Annars er al- gengasta erlenda áreitið í aug- lýsingum í gegnum erlenda söngtexta. Erlend lög eru oft notuð beint í auglýsingum og vísar textinn í laginu gjarnan til atburðarásarinnar í mynd- inni,“ segir Sverrir. „Erlendu áhrifin í auglýsingum geta ver- ið margs konar. Á ákveðnu tímabili var áberandi að leikið væri með stóra stafi og vænt- anlega vegna áhrifa frá ensku. Núna virðist hafa dregið úr því. Hins vegar er ekki óeðli- legt að ætla að áhrifa gæti far- ið að gæta frá netinu þar sem í netslóðum má ekki skrifa ís- lenska stafi. Íslensk fyrirtæki hugsa sífellt stærra og sníða gjarnan nöfn sín að erlendum markaði. Hugsanlega verða fyrirtæki almennt ekki með ís- lenska stafi í nöfnum sínum í framtíðinni!“ Vissulega er hluti af því að velja fyrirtæki sínu nafn að segja til um hvort nafnið er í eintölu eða fleirtölu, þar sem hvort tveggja kemur til greina, t.d. skip eða kaup. Nærtækt er að nefna að stjórnendur Hagkaups hafa ákveðið að hafa nafnið í eintölu og eru þar í fullum rétti. Hins vegar geta hvorki þeir né aðrir bannað Íslendingum að fall- beygja það eintöluheiti.“ Spurning um hugarfar Ari Páll segir erlend áhrif hafa orðið sífellt meira áber- andi á íslenskum markaði sl. 5 ár. „Hvers kyns alþjóðlegar keðjur hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og notað er- lend nöfn í kynningum sínum. Fyrirtækjum hefur fjölgað og samskiptin við útlönd orðið nánari. Vandinn snýst þó ekki í raun um einhver einstök fyr- irtækjaheiti heldur er þetta spurning um ákveðið hugar- far. Að hægt sé að reka við- skipti án þess að breyta mál- hefðum. Íslensk málrækt hefur í gegnum tíðina verið sameiginlegt áhugamál al- mennings. Ég fæ ekki séð að sá áhugi sé að dofna, a.m.k. ekki ef marka má gríðarlegan fjölda fyrirspurna um málfar til Íslenskrar málstöðvar. Mjög mörgum er mikill ami að erlendum slettum og þeir líta upp til fyrirtækja þar sem ís- lenska er í hávegum höfð eins og Mjólkursamsölunnar. Að sum fyrirtæki skuli sjá sér hag í því að sniðganga algjörlega almenningsálitið að þessu leyti er eiginlega alveg hreint stórundarlegt og ég leyfi mér að halda því fram að ábyrgð stórra fyrirtækja með mikla veltu og marga starfsmenn sé í þessu efni enn meiri en smá- fyrirtækja. Hugsanlega gera stjórnendur sumra fyrirtækja sér einfaldlega ekki grein fyrir því hversu sterkar taugar ís- lenska þjóðin ber til tungu- málsins. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að haldið sé uppi opinberri umræðu um málrækt og erlend áhrif eins og gjarnan hefur verið gert á síðum Morgunblaðsins.“ Stjórnendur jákvæðir Hallur A. Baldursson, fram- kvæmdastjóri Auglýsingastof- unnar Yddu ehf., segir orðið algengara að alþjóðlegt dreifi- efni í tengslum við markaðs- setningu fyrirtækja berist inn á stofuna. „Markmið stjórn- enda fyrirtækjanna er ekki að fá auglýsingarnar birtar í óbreyttri mynd heldur að unn- ið sé með metnaðarfullum hætti að nýrri útgáfu fyrir ís- lenskan markað. Langflestir eru meðvitaðir um gildi ís- lenskrar tungu og gera sér grein fyrir því að óstaðfært er- lent auglýsingaefni getur haft afar neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins. Eins og gengur geta komið upp ákveðin vandamál við þýðingu, t.d. í tengslum við tónlist og ýmis konar tækni. Við því hefur ver- ið brugðist með viðeigandi hætti og dæmi eru um að eina ráðið hefur verið að setja gæsalappir utan um erlenda orðið. Við erum ekki með skrifaðar starfsreglur. Á hinn bóginn er allur texti sérstak- lega yfirfarinn af íslensku- fræðingum fyrirtækisins,“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 11 LANGOFTAST verða erlend heiti fyrirtækja rakintil þess að þau eru hluti af alþjóðlegum keðjum en ekki alltaf. Nokkrir stjórnendur óháðra íslenskra fyr- irtækja svöruðu því hvers vegna fyrirtækin hétu er- lendum nöfnum. TOY.IS Þóra Þorvarðardóttir, einn af aðstandendum versl- unarinnar TOY.IS, segir að nafngiftin eigi sér ákaf- lega eðlilegar skýringar. „Reksturinn hófst eiginlega með rekstri Leikfanganetsins á netslóðinni toy.is árið 1999. Ekki þurfti að kvarta yfir áhuganum á vörunum því að talsvert var farið inn á slóðina og mikið skoðað. Þónokkuð var spurt hvort til stæði að opna verslun með þessum vörum, þ.e. aðallega Disney barnafatnaði og leikföngum. Af því leiddi að við ákváðum að slá til með því að opna hefðbundna verslun sl. haust. Eftir að hafa fengið hentugt húsnæði á Laugaveginum leið aðeins vika þar til verslunin var opnuð þann 7. októ- ber í fyrra. Eins og gefur að skilja gafst því lítill tími til að velta upp fleiri hugmyndum að nafni enda alls ekki óeðlilegt að nota gamla nafnið TOY.IS.,“ segir hún og er spurð að því af hverju nafn verslunarinnar sé skrifað með stórum stöfum. „Hönnuður skiltisins valdi stafagerðina og hugsanlegt er að hann hafi álit- ið að stórir stafir gripu frekar augað. Ég hef í sjálfum sér ekki velt því sérstaklega fyrir mér.“ Barón og Casa Gísli Björnsson, eigandi herrafataverslunarinnar Baróns og tískuvöruverslunarinnar Casa á Selfossi, segir að meginmarkmiðið hafi á sínum tíma verið að finna grípandi nöfn fyrir verslanirnar. „Ég man að mér var mikið í mun að finna rétta nafnið á herrafata- verslunina fyrir opnuna 13. nóvember árið 1992. Nafnið mátti á þessum tíma ekki hljóma of íhaldssamt eins og reyndar er komið í tísku núna, t.d. með nöfn- um eins og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Herra Hafnarfjörður. Hugmyndin var að nafnið væri stutt, grípandi og tengdist karlmönnum með einum eða öðrum hætti. Eftir um eins mánaðar vangaveltur fannst loks rétta nafnið. Við vorum að horfa á kvik- mynd og einhver sagði barón. Eftir að hafa borið nafnið undir íslenskufræðing var tekin endanlega ákvörðun um að velja nafnið,“ segir hann og tekur fram að svipaðar hugmyndir hafa legið að baki ákvörðuninni um að skíra tískufataverslunina Casa. „Nafnið er þjált og vekur athygli. Orðið þýðir hús og með því hefur verið samið slagorðið „for women.“ Hugmyndin var, eins og með nafninu, að vekja athygli viðskiptavinanna. Langflestir Íslendingar skilja hvað slagorðið þýðir og útlendingar eiga auðvelt með að átta sig á því um hvers konar verslun er að ræða.“ Gísli segist ekki sjá eftir að hafa valið erlend nöfn fyrir verslanirnar enda hafi nöfnin þjónað sínum til- gangi ágætlega. „Ef þriðja búðin verður opnuð er samt ekki útilokað að íslenskt nafn verði fyrir valinu.“ Café Ópera/Romance Svanþór Þorbjörnsson, eigandi og stjórnarformað- ur veitingahússins Café Ópera og vínbarsins Café Romance, segist hafa keypt fyrirtækið með fyrr- nefndum nöfnum. „Fyrirtækið er 12 ára gamalt. Ég tók við því fyrir 5 árum og fannst engin ástæða til að breyta um nöfn. Viðskiptavinirnir þekkja staðina und- ir gömlu nöfnunum. Ekki er heldur verra að útlend- ingar eiga auðvelt með að átta sig á nöfnunum. Hátt hlutfall viðskiptavinanna kemur frá öðrum löndum. Við höfum verið í viðskiptum við innlendar og stórar erlendar ferðaskrifstofur. Á vegum þeirra hafa verið birtar auglýsingar í bæklingum. Nöfnin koma vel út í erlendri markaðssetningu. Sjálfur verð ég líka að við- urkenna að mér finnst café koma betur út sjónrænt í heiti á kaffihúsi en kaffi,“ segir hann og er spurður að því hvort hann fallbeygi nöfnin. Hann segir að Rom- ance sé ekki beygt. Misjafnt sé hvernig farið sé með Óperu. „Þó ég myndi aldrei breyta um nöfn er ég ekk- ert endilega viss um að ég myndi velja erlend nöfn ef ég stofnaði einhvern tíma nýtt fyrirtæki. Nafngiftin færi einfaldlega eftir því hvaða nafn íslenskt eða er- lent myndi henta að vandlega athuguðu máli. Ég hef ekkert á móti íslenskum nöfnum.“ ERLEND FYRIRTÆKJA- NÖFN ALGENG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.