Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 51

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 51
anuel hafði hvítt gegn Sampsa Nyysti (2305). 24. Hxd5! Dxd5 24...exd5 væri vel svarað með 25. Rd6+ og hvíta sóknin yrði svörtum af- ar erfið viðureignar. 25. f6! gxf6 26. exf6 Bd8 27. Hd1 Rd3+ 28. Bxd3 cxd3 29. Hxd3 Dxa2 30. Rd6+ Kf8 31. Dh5! Da1+ 32. Kc2 Da4+ 33. Kb1 Dd7 34. Dh6+ Kg8 35. Dg7 mát! EINN efnilegasti skákmað- ur Svía er sænski alþjóðlegi meistarinn Emanuel Berg (2456). Hann er mikill keppn- ismaður og nýtur góðs stuðn- ings félags síns í Lundi. Alþjóðlegi meistarinn Chris- ter Niklasson er þjálfari hans, en fyrir utan að vera sterkur skákmað- ur hefur hann gef- ið út fjölda ljóða- bóka. Samvinna þeirra hefur hjálpað Emanuel til að ná markviss- ari framförum en ella. Staðan kom upp í Rilton Cup- mótinu og Em- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Eðvarði Ingólfssyni Sigríður Lára Haraldsdóttir og Sveinn Rúnar Þórarinsson. Heimili þeirra er í Jöklafold 24, Reykjavík. Ljósmyndari: Sigríður Bachmann. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert fullléttur á bárunni og átt erfitt með að ákveða í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mundu að þegar þú tekur ákvarðanir þarftu að taka tillit til margra þátta og ekki síst þeirra sem snerta aðra en sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það hefur ekkert upp á sig að láta dæluna ganga. Nú er kominn tími athafna svo þú skalt bretta upp ermarnar og hefjast handa. Hálfnað er verk þá hafið er. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki dagdrauma standa í vegi fyrir árangri þínum í starfi. Það er allt í lagi að láta sig dreyma þegar réttar að- stæður eru fyrir hendi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að gefa öryggi þínu og þinna sérstakar gætur því eins og líf mannsins er orðið getur farið illa ef menn gera engar fyrirbyggjandi ráðstaf- anir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er óþarfi að gefast upp þótt þér finnist aðrir ekki gleypa málstað þinn með húð og hári. Málið er að vinna aðra á sitt band hægt og örugglega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki gamlar væringar standa í vegi fyrir því að þú getir gert upp fortíðina. Los- aðu þig við alla bagga og gakktu keikur á vit framtíðar- innar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu aðeins það sem þú veist sannast og best því allt annað mun koma í bakið á þér þótt síðar verði. Góð vinátta er gulli betri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er stundum erfitt að horfa upp á vandræði annarra án þess að grípa þar inn í með einhverjum hætti. En okkur er ekki alltaf ætlað að hafa af- skipti af hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur nú beðið nógu lengi eftir tækifærinu til þess að láta til skarar skríða. Sláðu hvergi af kröfum þínum því þinn tími mun koma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú ert ófáanlegur til þess að slá af kröfum þínum getur þú ekki ætlast til þess að aðrir vilji ganga til samninga við þig. Láttu athafnir fylgja orð- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gerir rétt í að standa fast á máli þínu því þótt sú afstaða afli þér ekki vinsælda er leik- urinn ekki til þess gerður heldur til þess að koma ein- hverju í verk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þér finnst þau svör sem þú færð ófullnægjandi áttu að ganga eftir meiri upplýsingum en ekki grípa til einhverra að- gerða á ófullkomnum grunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 15. janúar verður sjötugur Hermann Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri, Víðimýri 1, Akureyri. Eiginkona hans er Rebekka Guðmann. Í til- efni afmælisins taka þau á móti vinum og ættingjum í kaffiteríu Íþróttahallarinn- ar á Akureyri á afmælisdag- inn frá kl. 17. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 15. janúar, verður fimm- tugur Ásgeir Bolli Kristins- son kaupmaður. Af því tilefni taka hann og eigin- kona hans, Svava Johansen, á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn á Hótel Borg milli kl. 17 og 19. VESTUR „gaf“ sex lauf með útspilinu, en það væri mjög ósanngjart að gagnrýna hann fyrir valið. Spilið er frá annarri umferð Reykjavík- urmótsins í sveitakeppni síðastliðinn þriðjudag: Vestur gefur; AV á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ Á97 ♥ 10 ♦ ÁK1086 ♣ Á953 Vestur Austur ♠ 8532 ♠ D104 ♥ D98643 ♥ ÁKG75 ♦ 4 ♦ D732 ♣87 ♣4 Suður ♠ KG6 ♥ 2 ♦ G95 ♣KDG1062 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu 6 lauf Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir á einu borði. Frá bæjardyrum vesturs var ekki ólíklegt að norður væri með eyðu í hjarta og því lagði hann af stað með tígulfjarkann. Sem er mjög rökrétt útspil, því ef makker á annan láglitaásinn dugir það oftast til að fella spilið. En ekki í þetta sinn. Útspilið var með merki- miða á sér þar sem stóð: „Ég er einspil“, svo það var að- eins ein von til vinnings. Sagnhafi tók tvisvar tromp og þrisvar spaða með svín- ingu. Spilaði síðan hjarta í þessari stöðu: Norður ♠ -- ♥ 10 ♦ K1086 ♣ Á9 Vestur Austur ♠ 8 ♠ -- ♥ D98643 ♥ ÁKG7 ♦ -- ♦ D73 ♣-- ♣-- Suður ♠ ♥ 2 ♦ G9 ♣G1062 Það er sama hvort mót- herjinn tekur slaginn – báðir hljóta að gefa slag: Vestur með því að spila út í tvöfalda eyðu og austur með því að spila tígli upp í gaffalinn. Sannarlega hörð refsing fyr- ir eðlilegt útspil. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÞULUR OG ÞJÓÐVÍSUR Vappaðu með mér Vala, verð ég þig að fala, komdu ekki að mér kala, keyrðu féð í hala, gelt þú en ég skal gala, gaman er þá að smala, sæktu sauð á bala, svo mun ég við þig tala. (Vestfirsk útgáfa af ljóðinu). Þú ert nú meiri kveifin. Við höfum verið gift í 25 ár án þess að eiga eitt ein- asta almenni- legt rifrildi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              Að njóta, elska og hvílast er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum undir Eyjafjöllum helgina 26.—28. jan. eða 16.—18. feb. 2001. Rætt verður um uppbyggjandi og styrkjandi efni fyrir hjónabandið. Auk þess verður farið í hjóna-slökun, fengin sýnikennsla í ástarstyrkjandi hjónanuddi, farið í fallega gamla kirkju og tekið á móti andlegri hressingu frá prestinum í sveitinni. Ljúffengur matur við kertaljós og rómantík. Gjafabréf Nánari upplýsingar og skráning hjá Sigríði Önnu Einars- dóttur, félagsráðgjafastofunni Aðgát, í símum 551 5404, 861 5407 og netfangi annaoli@mmedia.is . AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.